Fréttablaðið - 31.07.2021, Side 38
Eitt markmið
„Þú átt að minnsta kosti aldrei von á
þessu og í þessum aðstæðum kemur
þetta manni einhvern veginn meira
á óvart,“ segir Magnús sem telur
áskorunina sem ungt fólk mætir við
greiningu um margt sérstaka. „Bæði
á meðan á meðferðinni stendur
en ekki síður þegar maður klárar.
Alla vegana í mínu tilviki var mikil
áskorun að koma til baka.
Þú ert bara með eitt markmið. Þú
þarft að klára þetta og blessunar-
lega gengur það nú yfirleitt upp þótt
það gangi á ýmsu hjá fólki í gegnum
þetta. Síðan er ekkert síður mikil-
vægt að huga að því sem tekur við
eftir á og núna er ég bara búinn að
vera með eitt markmið í huga síð-
asta hálfa árið eða svo.“
Vonir og væntingar
Magnús bendir á að á meðan á með-
ferðinni stendur verði til ákveðnar
hugmyndir um lífið að henni lok-
inni.
„Þegar ég er búinn með þetta þá
ætla ég sko að gera þetta og hitt og
allt saman og lifa lífinu alveg í botn
allan tímann og rúmlega það. Síðan
getur manni bara reynst dálítið erf-
itt og flókið að þurfa svo að átta sig á
því að lífið er svo oftar en ekki soðin
ýsa á mánudegi, bleyjuskiptingar og
skúringar. Það er ekki alveg myndin
sem maður hefur í huga sér.
Ég held að yngra fólk sé kannski
aðeins meira að takast á við þessa
hluti. Svona einhvern veginn að
komast af stað aftur og halda
áfram. Kraftur hefur náttúrlega
unnið alveg gríðarlega gott starf í
alls konar svona málum með því
að styðja líka eftir á við þá sem eru
veikir og aðstandendur.
Ég þurfti allavegana að ákveða að
láta þetta ekki skilgreina mig. Láta
þetta ekki ráða öllu sem eftir lifir. Ég
man að ég beið ógeðslega lengi eftir
deginum þar sem ég myndi ekki
hugsa um þetta. Að ég myndi fara í
gegnum heilan dag án þess að þetta
kæmi upp í kollinn á mér. Það gerð-
ist einhvern tímann. Ég man ekkert
hvenær það var en það var dálítið
langur tími,“ segir Magnús sem að
vonum upplifir breytt viðhorf til
lífsins og ekki síst heilsunnar.
Ný lífssýn
„Ég var einhvern veginn búinn að
lifa lífinu til fulls, búinn að gera vel
við mig og var talsverður nautna-
seggur þannig að ég var bara ekki
í nógu góðu ástandi síðasta haust
þegar ég ákvað að fara að hlaupa.
Maður er að nálgast fertugt og ég
rankaði einhvern veginn við mér
eftir að hafa farið í gegnum með-
ferðina á sínum tíma, gert vel við
sig síðan þá en ekki stundað neina
hreyfingu af viti. Það er líka hvatn-
ing að hafa verið á erfiðum stað og
ég hugsaði með mér að ég væri enn
tiltölulega ungur og nú ætlaði ég að
koma mér í stand. Fara virkilega
að gera þetta á meðan ég get það
ennþá,“ segir Magnús sem virðist
hafa sloppið með skrekkinn.
„Ég var búinn að vera mjög
slappur, svitnaði mikið á næturnar
og var bara einhvern veginn ekki
með sjálfum mér í einhverjar vikur
eða mánuði,“ segir Magnús sem var
ekki greindur fyrr en meinið var
orðið áþreifanlegt.
Ógnvekjandi tilhugsun
„Einn morguninn finn ég bara æxli
sem ég gat bara þreifað á og þá fór
náttúrlega allt af stað og menn átt-
uðu sig á hvað var í gangi. Þá var ég
búinn að vera inn og út af spítölum
í tvígang og þeir gátu ekkert fundið.
Það var eitthvað óeðlilegt en þeir
áttuðu sig aldrei á því hvað það var.
Eftir á að hyggja finnst manni það
svolítið ógnvekjandi.
Ég var ekki meðvitaður um ein-
kennin og gallinn er líka sá að það
skiptir engu hver einkennin eru. Ef
þú gúgglar þau þá endarðu alltaf á
krabbameini. Leitarniðurstaðan
er alltaf bara; mögulega ertu með
krabbamein eða mögulega ertu
með eitthvað annað.
Það hjálpar manni rosalega lítið
að gúggla og verandi ungur maður
þá gerir maður aldrei ráð fyrir að
maður sé með alvarlegan sjúkdóm.
Þetta er aldrei að fara að koma fyrir
mig, skilurðu? Það er alltaf einhver
annar sem kemur í blöðunum,“
segir Magnús í viðtali við Frétta-
blaðið. Í toppformi og klár í hálf-
maraþon síðar í mánuðinum. ■
Magnús Hafliðason, forstjóri
Domino’s, byrjaði að hlaupa
utan vega eins og hann ætti
lífið að leysa eftir baráttu við
eitlakrabbamein. Hann stefn-
ir á hálft Reykjavíkurmara-
þon fyrir Kraft og freistar þess
með hópefli samstarfsfólks
að safna sem mestu fé fyrir
stuðningsfélagið fyrir ungt
fólk sem greinst hefur með
krabbamein.
„Það má segja að ég sé nýfrelsaður
til utanvegahlaupa. Ég byrjaði að
hlaupa í október og hef bara eigin-
lega ekki hætt síðan,“ segir Magnús
Haf liðason, forstjóri Domino’s
Pizza á Íslandi, sem tók heldur betur
til fótanna eftir að hann sigraðist á
eitlakrabbameini og öðlaðist nýja
sýn á lífið og sjálfan sig.
„Ég er algerlega helsjúkur af
hlaupa bakteríunni,“ heldur Magnús
áfram og segir hlaupið vissulega
ávanabindandi en hann fer út að
hlaupa þrisvar til fjórum sinnum í
viku og leggur eitthvað í kringum
100 kílómetra að baki á mánuði.
„Fyrir mér er bara einstakt að vera
einhvers staðar úti í náttúrunni. Ég
er minna fyrir götuhlaupin og finnst
langbest að vera einhvers staðar úti
í sveit, helst einn með sjálfum mér.
Það er eitthvað alveg sérstakt við
það. Mér finnst líka eitthvað svo
fallegt við einfaldleikann í hlaup-
unum. Þú getur bara reimað á þig
skóna og hlaupið út.“
Kröftugt hópefli
Magnús segir torfærur utanvega-
hlaupsins heilla og að hann láti sig
síður en svo muna um að vaða ár,
hoppa yfir steina, þúfur, stíga og
allt þar á milli. „Ég reyndar bý svo
vel uppi í Grafarholti og er bara
með Hólmsheiðina í bakgarðinum.
Rauðavatn og það allt saman, þann-
ig að maður bindur bara á sig skóna
og hleypur af stað.“
Þrátt fyrir að kunna best við sig á
hlaupum utan vega ætlar Magnús að
halda sig á malbikinu laugardaginn
21. ágúst og hlaupa í Reykjavíkur-
maraþoni Íslandsbanka. „Ég er ekki
alveg tilbúinn í heilt strax og ætla að
taka hálft maraþon. Ég ræð alveg
við það,“ segir Magnús sem ætlar að
hlaupa fyrir Kraft, stuðningsfélag
fyrir ungt fólk sem greinst hefur
með krabbamein og aðstandendur.
„Við ætlum að reyna að ná saman
100 starfsmönnum hjá Domino’s
til að hlaupa fyrir Kraft og reyna
að setja markið hátt. Ég er að von-
ast til þess að okkur takist að búa
til alvöru stemningu og alvöru
pening fyrir Kraft. Það starfa um
600 manns hjá okkur þannig að ég
held að það sé alveg mögulegt að ná
hundrað og setja smá power í þetta.“
Óvænt áskorun
Magnús var búinn að vera slappur
og veikur í nokkra mánuði áður en
hann greindist með eitlakrabba-
meinið í desember 2016. „Þá var ég
35 ára og bjó í Noregi þar sem við
vorum að standsetja Domino’s. Ég
fór bara í þessa hefðbundnu með-
ferð með öllu sem því fylgir. Sex
lyfjameðferðir og sex sinnum í
geislameðferð.
Við áttum von á barni í janúar
og vorum eiginlega bara ein þarna
úti þannig að við þurftum svolítið
að stóla á ættingjana og fá þá til að
koma yfir jól og áramót og vera
til taks. En það blessaðist nú allt
saman,“ segir Magnús sem að vonum
lætur sig málefni Krafts varða.
„Þetta stendur manni dálítið
nærri vegna þess að maður veit
alveg hversu mikil áskorum þetta
getur verið og reynir kannski dálítið
öðruvísi á yngra fólk,“ segir hann og
bendir á að þegar ungt fólk greinist
sé það oftar en ekki á vinnumark-
aðnum, jafnvel að byggja upp feril,
að eignast börn og svo framvegis.
Krabbameinið kveikti hlaupafíknina
Magnús Hafliða-
son byrjaði að
hlaupa í október
og hefur varla
stoppað síðan.
Hann kann best
við sig einn,
utan vega í nátt-
úrunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Reynslunni
ríkari veit
Magnús hversu
mikilvægt starf
er unnið hjá
Krafti og ætlar
að hlaupa fyrir
félagið í Reykja-
víkurmaraþoni
Íslandsbanka.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Hlaupið til góðs
Reykjavíkurmaraþon Íslands-
banka fer fram 21. ágúst 2021
ef allt gengur að óskum. Eins
og venjulega gefst hlaupur-
um í Reykjavíkurmaraþoninu
kostur á að hlaupa til styrktar
góðu málefni. Áheitasöfnun-
in fer fram á hlaupastyrkur. is
þar sem hægt er að velja á
milli fjölmargra góðgerðar-
félaga.
Ég man að
ég beið
ógeðslega
lengi eftir
deginum
þar sem ég
myndi
ekki hugsa
um þetta.
Að ég
myndi fara
í gegnum
heilan dag
án þess að
þetta kæmi
upp í
kollinn á
mér.
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn
@frettabladid.is
22 Helgin 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ