Fréttablaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.07.2021, Blaðsíða 40
Er oft stoppaður af túristum á götum, einkum gömlum banda- rískum hippum, sem lýsa sérstakri ánægju sinni. Þegar bólusetningarátak þjóðarinnar stóð sem hæst í vor og sumar voru stutterma- bolir í brennidepli sem hálf- gerð hátískuvara og fjöldinn lá yfir og vandaði valið á bolnum sem hann vildi sýna sig í og sjá aðra þegar spraut- an eftirsótta var fengin. thorarinn@frettabladid.is Fólk tekur þó bolina sína mishátíð- lega. Bolafólkið, sem safnar bolum og notar þá jafnvel til tjáningar, er sérstakur þjóðflokkur. Stefán Páls- son er einn þeirra og dregur hér fram nokkra boli sem eiga sér bæði sögu og sess í hjarta hans. n Ber er hver nema bol sér eigi Argentína 1978 Ég er of ungur til að muna eftir HM í Argentínu undir stjórn herforingja- stjórnarinnar árið 1978 og hugmyndir mínar um þá keppni eru að miklu leyti fengnar úr þeirri epísku teiknimyndasögu Fótboltafélagið Falur í Argentínu (með viðkomu á Íslandi). Innan um mér eldra fólk bregst það ekki að þessi bolur verði kveikja að nostalgískum upprifjunum á Mario Kempes eða hinu lánlausa skoska landsliði … Grár Foldu-bolur Alinn upp á róttæklingaheimili þá lærði ég vitaskuld að lesa af Þjóðvilj- anum. Þar voru bestu myndasögurnar og toppurinn voru sögurnar um Foldu. Argentínskar myndasögur um samfélagslega meðvitaða smá- krakka og rammpólitískan undirtón. Sex ára gamla Folda hafði sífelldar áhyggjur af vígbúnaðarkapphlaupi, vistkreppu og misskiptingu auðsins – og sex ára gamli Stefán tengdi sterkt. Lady Brewery Svartur og hvítur bolur. Smábrugg- húsasenan hefur sprungið út á Ís- landi síðustu misserin. Brugghúsin eru mörg hver agnarlítil, en flest kappkosta þau þó að láta útbúa hvers kyns derhúfur, hettupeysur eða stuttermaboli. Lady Brewery hefur verið kallað „Reykjavíkur- dætur bjórsins“, þar sem það er vettvangur fyrir þá kvenbruggara sem hafa tíma aflögu hverju sinni. Alltaf frumlegur bjór og flott hönnun í öndvegi. Landsliðstreyja Úrúgvæ Þetta er líklega víðförlasti bolurinn í skápnum. Frá unga aldri hef ég verið sérstakur unnandi úrúg- væska landsliðsins í knattspyrnu og verið duglegur að halda þeim stuðningi mínum á lofti á sam- félagsmiðlum. Skáldjöfurinn og erki-Framarinn Einar Kárason rak augun í þetta. Hann átti uppi í hillu úrúgvæskan landsliðsbúning sem kollegi hans hafði fært honum á einhverju rithöfundaþingi í Suður- Ameríku. Honum fannst bolurinn eiga betur heima í mínum höndum og afhenti hann við viðhöfn. Hvítur bolur með mynd af Teiti Teitur er einhver allra skemmti- legasti tónlistarmaðurinn okkar, jafnt sem trúbador eða í ein- hverri stórhljómsveitinni. Hann hefur reglulega spilað fyrir okkur hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi og við eitt slíkt tækifæri keypti ég þennan stórglæsilega bol sem tryggir manni sterka viðveru hvar sem farið er. Svartur bolur með hvítu friðarmerki Það er ekki á allra vitorði en friðar- merkið sem er orðið alþjóðlegt í hugum flestra var upphaflega bara einkennismerki bresku friðarsamtakanna CND. Ég reyni að eiga alltaf einn eða tvo opin- bera CND-boli í fataskápnum og panta þá beint frá höfuðstöðv- unum í Lundúnum. Er oft stopp- aður af túristum á götum, einkum gömlum bandarískum hippum, sem lýsa sérstakri ánægju sinni. 24 Helgin 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.