Fréttablaðið - 31.07.2021, Side 52

Fréttablaðið - 31.07.2021, Side 52
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is n Lífið í vikunni 25.07.21 31.07.21 Ég er kannski meira í tæknilegum pælingum og get dundað mér við að fínpússa smáatriði en Markús er fljótur að fá góðar hugmyndir og vill vinna þær hratt. Birkir Bjarnason. Anna Sóley í Mengi Tónlistarkonan Anna Sóley kom fram í Mengi síðasta miðvikudag, ásamt einvalaliði. Heimsfaraldur­ inn hefur sett svip sinn á söngnám hennar í Hollandi. Hún stefnir á að gefa út plötu á næsta ári. Nostalgía og gleði Snorri Helgason gaf út á dögunum lagið Haustið '97, sem er nost alg­ ískur óður til unglingsáranna. Hann nýtti tímann vel milli bylgna í að spila og opnaði djassstaðinn Skuggabaldur fyrr í mánuðinum. Glæða gönguskó lífi Íslandsstofa hefur staðið fyrir verkefni þar sem joggingbuxur, eru nýttar til að gera gönguskó skemmtilega öðruvísi. Fatahönn­ uðurinn Ýr Þrastardóttir hannar og skapar skóna. Fékk innblástur frá Grease Tónlistarkonan Elín Hall var að horfa á söngvamyndina Grease í vor og fékk innblástur frá tón­ list sjötta áratugarins. Í kjölfarið samdi hún lagið Komdu til baka sem kemur út 6. ágúst. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SUMAR- ÚTSALA BETRA BAKS STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL. EKKI MISSA AF ÞESSU ÚTSALA BETRA BAKS ER ENN Í FULLU FJÖR I! Hljómsveitin Omotrack er skipuð bræðrunum Birki og Markúsi. Þeir segjast vinna vel saman og bæta hvor annan upp. Von er á miklu efni frá þeim á næstu vikum, bæði lögum og myndböndum. steingerdur@frettabladid.is Bræðurnir Birkir og Markús Bjarna­ synir skipa hljómsveitina Omotrack sem gaf út lagið Thanks for dropp­ ing by á dögunum. Þeir ólust upp í þorpinu Omo Rate í Eþíópíu og fannst gaman að tengja sig við þann stað, enda þótti þeim mjög vænt um staðinn. „Við höfum alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa tónlist saman og höfum gert það frá leikskólaaldri. Við stofnuðum Omotrack því við fundum fyrir þessari þörf til að koma lögunum frá okkur,“ útskýrir Markús. Hvernig gengur að semja tónlist saman sem bræður? „Við vinnum mjög vel saman. Yfirleitt kemur annar okkar með hugmynd að lagi, einhvern lagabút, og hinn gefur álit og vinnur með það lengra. Síðan klárum við lögin í sameiningu,“ svarar Markús. „Ég held það sé kostur að vera bræður, þar sem við erum með svipaðan smekk en þorum líka að vera hreinskilnir hvor við annan. Við getum sagt hluti án þess að særa þegar við erum ósammála,“ bætir Birkir við. Bræðurnir litu mikið upp til eldri systkina sinna þegar þeir voru yngri, en þau spila öll á hljóðfæri. „Við byrjuðum því snemma að snerta hljóðfærin. Báðir stunduð­ um við tónlistarnám tímabundið en mesti áhuginn hefur alltaf verið fyrir því að semja tónlist,“ segir Birkir. „Í minningunni hefur mamma alltaf verið að semja tónlist og hefur hún því hvatt okkur einna mest við það og pabbi er náttúrulega „fan number one“,“ segir Markús. Þeir segjast vera með svipaðan smekk en vinna aðeins mismun­ andi. „Sem er í rauninni gott því þá bætum við hvor annan upp,“ segir Markús. „Ég er kannski meira í tækni­ legum pælingum og get dundað mér við að fínpússa smáatriði en Markús er fljótur að fá góðar hugmyndir og vill vinna þær hratt,“ bætir Birkir við. Lagið Thanks for dropping by með hljómsveitinni kom út á dög­ unum. „Thanks for dropping by er fyrsta lagið sem við gefum út af komandi plötu. Sagan á bak við lagið er að við fengum óvænta heimsókn frá öryggisverði þegar við vorum í stúdíóinu að semja. Vörðurinn átti greinilega slæman dag og var svo­ lítið hvass. Þetta sló okkur smá út af laginu, bókstaflega, en við vorum fljótir að snúa þessu upp í eitthvað gott og sömdum lag um þetta atvik,“ útskýrir Birkir. „Lagið er synþadrifið raf­popp með melódískum gítarlínum, kveðja til öryggisvarðar, dulbúin sem ástarlag,“ segir Markús. Bræðurnir hafa nú þegar gefið út myndband með lifandi flutningi af laginu. „Í bakgrunni má sjá hreyfigrafík sem er okkar leið til þess að túlka tónlistina á sjónrænan hátt. Á tón­ leikum mun þessi hreyfigrafík spila stórt hlutverk. Myndbandið má finna á samfélagsmiðlum Omo­ track,“ segir Markús. Von er á plötu á næstunni frá bræðrunum. „Platan var samin sem ein heild og er konseptið í textunum svipað og í Thanks for dropping by, það er, við notum litla og hversdagslega hluti til þess að hjálpa okkur að tjá og túlka stórar tilfinningar. Þannig eru textarnir bæði hversdagslegir en einnig tilfinningaþrungnir og opnir til túlkunar,“ svarar Birkir. Að sögn Markúsar munu þeir gefa út mikið af efni næstu daga og vikur, bæði lög og myndbönd. „Í næstu viku gefum við út nýja útgáfu af Thanks for dropping by. Svo hlökkum við mikið til að spila meira þegar ástand leyfir. Í vetur verða útgáfutónleikar og svo komum við fram á Iceland Airwaves í nóvember,“ bætir hann við. Thanks for dropping by er hægt að finna á öllum helstu streymis­ veitum. n Kveðja til öryggisvarðar dulbúin sem ástarlag Bræðurnir hlakka mikið til að fá færi á að spila allt nýja efnið á tónleikum þegar aðstæður leyfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 36 Lífið 31. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.