Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 1

Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 1
f r e t t a b l a d i d . i sf r e t t a b l a d i d . i s 1 3 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 5 . J Ú L Í 2 0 2 1 Dingding Krónuhjólið í sumar! Kíktu á Nánar á kronan.is/ kronuhjolid Hafnarverkamenn voru önnum kafnir við að háþrýstiþvo nóta- og togveiðiskipið Hring SH-153 við höfnina á Slippnum í Reykjavík í gær. Skipið var smíðað í Skotlandi árið 1997. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Stytting vinnuvikunnar hjá hinu opinbera hefur haft meiri áhrif á launavísitöluna en á almenna vinnumarkað- inum og áhrifin eiga eftir að brjótast fram enn frekar. thg@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR „Það liggur fyrir að stytting vinnuvikunnar verður kostnaðarsamari hjá hinu opinbera en á almennum vinnumarkaði,“ segir Hannes G. Sigurðsson, ráðgjafi stjórnar og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins. St y t t ing v innuv ik u nna r á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera hefur hækkað launa- vísitölu Hagstofu Íslands um 1,36 prósent frá janúar 2020. Hækkun launavísitölu opinberra starfs- manna er meiri, eða um 1,67 pró- sent í samanburði við 1,22 prósenta hækkun launavísitölu almenna vinnumarkaðarins, vegna vinnu- tímastyttingarinnar. Áhrif vinnu- tímastyttingar hjá hinu opinbera eiga eftir að koma betur fram og munu þau líklega auka enn mun- inn milli opinbera og almenna markaðarins. Þá hefur Hagstofan enn sem komið er einungis lagt bráðabirgða- mat á áhrif styttingar vinnutíma vaktavinnufólks hjá hinu opinbera, sem tók gildi í maí. Bráðabirgða- matið er að styttingin hækki launa- vísitölu opinberra starfsmanna um 0,3 prósent en hækkunin verður líklega meiri þegar upp er staðið, að sögn Hannesar. Svanhildur Hólm Valsdóttir, f ramk væmdastjór i Viðsk ipta- ráðs Íslands, segir markmiðið með styttingu vinnuvikunnar göfugt en of snemmt sé að dæma um endan- legan árangur breytingarinnar. „Við fyrstu sýn virðist þetta svo- kallaða mönnunargat sem nú er talað um, einfaldlega verða leyst með hærri launakostnaði, annað- hvort vegna hærri launa þeirra sem taka á sig vinnu sem nemur stytt- ingunni, eða vegna þess að ráða þarf f leiri til að fylla upp í þær stundir sem vantar,“ segir Svanhildur. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur gefið út að áætlaður kostnaður við styttingu á vinnuviku vaktavinnufólks hjá ríkinu sé um 4,2 milljarðar króna á ársgrundvelli. „Ef útfærslan mun leiða til mun meiri kostnaðar fyrir ríkið heldur en að var stefnt, þá eru í sjálfu sér forsendurnar sjálfar brostnar og það mun kalla á einhvers konar breytingu þegar þar að kemur,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í lok apríl. n Áhrif vinnustyttingar óljós Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands. birnadrofn@frettabladid.is   COVID -19 „1. júlí var tekin með- vituð ákvörðun sem byggði á því að meta annars vegar sóttvarnir og hins vegar aðrar þarfir samfélagsins, og ég held að það hafi ekkert verið neitt annað í spilunum en að gera þetta,“ segir Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um tilslakanir á landamærum sem nú virðast hafa leitt af sér fjölgun kórónuveirusmita. Kári segir að stórt hópsmit sé ólíklegt því svo hátt hlutfall þjóðar- innar sé fullbólusett. „Ég held að við eigum öll að vera tiltölulega varkár þangað til heimurinn hefur verið meira bólusettur en hann er í dag,“ segir hann þó. Sóttvarnalæknir hefur sagst íhuga hertar aðgerðir en heilbrigðis- ráðherra segist aðspurð hvorki hafa fengið nýtt minnisblað frá honum né eiga von á því. SJÁ SÍÐU 6 Ráðherra á ekki von á minnisblaði birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Nú er leitað að sjálf boðaliðum í rannsóknarverk- efnið Svefnbyltinguna sem beinist að kæfisvefni. Þátttakendur eiga að sofa eina nótt heima hjá sér með mælibúnað. Segir Lára Jónasdóttir, verkefna- stjóri Svefnbyltingarinnar, leitina ganga nokkuð vel. Um er að ræða fjögurra ára rannsóknarverkefni sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við HR. SJÁ SÍÐU 4 Leita að fólki til að sofa eina nótt Lára Jónasdóttir og Erna Sif Arnar- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.