Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 13
Ein mesta hættan, sem við stöndum andspæn- is, er sú að hræðslu- áróður byggður á fölskum forsendum komi í veg fyrir að við getum nýtt vaxtar- möguleikana eins og best verður á kosið. Oft er árangursríkara í pólitík að hræða fólk frá stefnu andstæðing- anna en að fá það með rökum til að aðhyllast eigin málstað. Í sjálfu sér er eðlilegt í rökræðu að draga fram neikvæðar hliðar á málflutningi andstæðinga. En eins og í mörgu öðru eru það öfgarnar, sem eru hættulegar. Þær koma helst fram í því að menn fara með staðlausa stafi um andstæð málefni og eyða ekki tíma í að færa fram rök fyrir eigin máli. Fjölþjóðasamvinna Andstaðan við öll stór skref, sem Ísland hefur stigið í alþjóðasam- vinnu, hefur verið brennd marki slíkra öfga í hræðsluáróðri: Inn- gangan í Atlantshafsbandalagið, aðildin að Fríverslunarsamtökum Evrópu og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem veitti okkur aðild að innri markaði Evrópusambandsins. Andófið gegn því að þjóðin fái sjálf að ákveða hvort stíga eigi lokaskrefið til fullrar aðildar að Evrópusambandinu, byggist fyrst og fremst á að skapa ótta við breytingar. Þeir sem eru lengst til hægri beita nú sömu ráðum í þessari umræðu og þeir sem voru lengst til vinstri og snerust öndverðir gegn aðildinni að Atlantshafsbanda- laginu á sínum tíma. Fullveldið Fullveldið glatast. Þetta var og er algengasta staðhæfingin. Reynslan af aðildinni að Atlants- hafsbandalaginu sýnir hins vegar að hún hefur styrkt pólitískt full- veldi landsins. Reynslan af þátttöku í Fríversl- unarsamtökum Evrópu og síðar aðildinni að innri markaði Evr- ópusambandsins, sem nú er kjarni Evrópusamstarfsins, hefur með ótvíræðum hætti eflt efnahagslegt sjálfstæði landsins og um leið full- veldi þess. Hvers vegna ætti lokaskrefið, sem er minna en aðildin að innri markaðnum, að leiða til fullveldis- glötunar? Enginn hefur sýnt fram á það með rökum. Enginn þeirra sem halda því fram að Ísland myndi tapa full- veldinu með fullri aðild, treystir sér til að halda því fram að Dan- mörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki fullvalda ríki. Erlendu fiskiskipin Þá er fullyrt að með fullri aðild fyllist Íslandsmið af erlendum fiskiskipum. Það er röng full- yrðing. Raunveruleikinn er sá að sam- eiginleg fiskveiðistefna Evrópu- sambandsins byggir á reglu um svonefndan hlutfallslegan stöðug- leika. Það þýðir að engin þjóð fær rétt til veiða nema unnt sé að sýna fram á veiðireynslu á næstliðnum áratugum. Engin þjóð hefur slíka veiði- reynslu. Íslandsmið verða því áfram aðeins fyrir íslensk fiskiskip. Og sérhver aðildarþjóð setur sínar eigin stjórnunarreglur. Ekki þarf því að breyta fiskveiðilöggjöfinni vegna aðildar. Hrun landbúnaðarins Því er haldið fram að landbúnaður og atvinna í sveitum hverfi með fullri aðild. Rétt er að full aðild yrði trúlega mest krefjandi fyrir land- búnaðinn. En getur íslenskur landbúnaður komist hjá krefjandi aðlögun að nýjum aðstæðum? Umræðuskjalið um nýja land- búnaðarstefnu, sem landbún- aðarráðherra kynnti á dögunum, sýnir að róttækar breytingar eru óumflýjanlegar hvort heldur Ísland fengi fulla aðild eða ekki. Aukin alþjóðleg samvinna er reyndar eitt af nýmælunum í því skjali. Færa má gild rök fyrir því að aðlögun sveitanna að nýjum aðstæðum og kröfum yrði léttari innan sambandsins en utan. Ástæðan er fyrst og fremst mjög öflugt stuðningskerfi við breyt- ingar af því tagi, bæði byggða- þróun og nýsköpun atvinnuhátta. Óttinn og vannýttu tækifærin Til þess að Ísland geti vaxið út úr kreppunni þarf fyrst og fremst stöðugan gjaldmiðil. Opna þarf fleiri tækifæri á erlendum mörk- uðum fyrir unnar sjávarafurðir og nýsköpun í þekkingariðnaði. Við- spyrna ferðaþjónustunnar er líka fólgin í þessu. Við höfum alltaf stigið ný skref í fjölþjóðasamvinnu þegar verkefnið hefur verið að vaxa út úr efnahagslegum kreppum eða lægðum. Ein mesta hættan, sem við stöndum andspænis, er sú að hræðsluáróður, byggður á fölskum forsendum, komi í veg fyrir að við getum nýtt vaxtarmöguleikana eins og best verður á kosið. Utanríkisráðherra lét vinna faglega skýrslu um ávinninginn af aðildinni að innri markaði Evrópusambandsins síðasta aldar- fjórðung. Breytt ríkisstjórn gæti horft fram á við og látið vinna heildstætt mat á ríkari möguleikum Íslands í fjölþjóðasamstarfi nýs tíma. Þannig má leysa hræðslupólitík- ina af hólmi og opna málefnalega umræðu um ný tækifæri til verð- mætasköpunar og aukins athafna- frelsis. n Hræðsluáróður opnar ekki ný tækifæri Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Frumkvöðullinn Haraldur Þorleifs- son hefur réttilega verið ausinn lofi fyrir yfirlýsingu sína á þriðjudags- kvöld. Þar sagðist Haraldur ætla að greiða lögfræðikostnað allra þeirra sem kærð eru í margumræddu meiðyrðamáli Ingólfs Þórarins- sonar, sem landsmenn hafa ekki farið varhluta af. Góðverk Haraldar segir okkur margt um íslenskt samfélag. Að það teljist yfir höfuð forsíðufréttaefni á Íslandi að ríkur maður vilji styðja við bakið á fólki, er þannig afhjúp- andi í sjálfu sér. Að sama skapi er það óþolandi að konur þurfi að leita réttlætisins í kynferðisbrota- málum utan dómstólanna – en eru síðan dregnar fyrir þessa sömu dómstóla vegna ásakana um æru- meiðingar, með tilheyrandi kostn- aði og álagi. Við ættum ekki að þurfa að fagna, en fögnum samt góðverki Har- aldar. Góðverkið ætti einfaldlega að vera óþarft. Einstaklingur ætti að geta varið rétt sinn án þess að kostnaður eða f lækjustig sé veru- leg hindrun. Það ætti ekki aðeins að vera á færi hinna vel stæðu að fá réttlætinu fullnægt og það á ekki að þurfa góðverk eða hóp- fjármögnun til að taka til varna. Þess vegna hafa Píratar samþykkt stefnu sem einfaldlega ber heitið: „Stefna um aukna möguleika fólks til að leita réttar síns.“ Stefnan er í tíu liðum og miðar að því að auka aðgengi fólks að réttarkerfinu, óháð efnahag. Er þar meðal annars kveðið á um stofnun smákröfu- dómstóls, breytingar í forsjár- málum, að auka möguleika fólks á að geta staðið sameiginlega að mál- sókn og fá ráðgjöf um réttindi sín, stór sem smá. Í stefnunni segir einnig að nauð- synlegt sé að auðvelda fólki að fá gjafsókn í meiðyrðamálum. Tján- ingarfrelsi þess sem ekki getur varið sig í meiðyrðamáli vegna fjár- skorts er verulega skert – og Píratar standa vörð um rétt fólks til að tjá sig. Þá þarf að stytta málsmeð- ferðartíma í meiðyrðamálum, enda eru þau í eðli sínu ekki f lókin. Því er fullt tilefni til að kanna hvort meið- yrðamál eigi ekki fremur heima hjá kærunefnd en fyrir dómstólum. Í stefnunni er líka komið inn á nauðsyn þess að mál þolenda séu tekin fyrir. Oftar en ekki eru mál aldrei tekin til rannsóknar og því hafa þolendur ekki möguleika á að tala um sína upplifun eða lífs- reynslu án þess að eiga á hættu ákæru fyrir meiðyrði. Meiðyrða- ákærur eiga mun greiðari leið og þolendur oft í veikri stöðu til að verja sig. Fyrir vikið getur reynst erfitt að skila skömminni. Um leið og við hrósum Haraldi fyrir framtakið ættum við jafn- framt að nýta tækifærið til að líta gagnrýnum augum á kerfin okkar. Getum við gert hlutina betur og auðveldað fólki að leita réttar síns, eða viljum við frekar bíða eftir næsta góðverki? n Góðverk Haraldar ætti að vera óþarft Þórhildur Sunna Ævarsdóttir frambjóðandi Pírata í Suðvestur- kjördæmi. Indriði Ingi Stefánsson frambjóðandi Pírata í Suðvestur- kjördæmi. NÁMSKEIÐ Í TÆKNILÆSI Viltu efla þig í notkun spjaldtölvu? Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður upp á þriggja daga byrjendanámskeið á spjaldtölvur. Í opnum tímum er aðstoðað við uppsetningu og notkun á eigin snjalltækjum. Þátttaka er ókeypis og spjaldtölvur eru á staðnum. Skráning fer fram á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs. Námskeiðin verða haldin á eftirfarandi stöðum: 19.-23. júlí Hæðargarður 31 sími 411 2790 Mánud., þriðjud., miðvikud. Apple kl. 9.00 - 12.00 Android kl. 13.00 - 16.00 Opnir tímar: Fimmtud. kl. 8.00 - 16.00 Föstud. kl. 8.00 - 12.00 Spöngin 43 (Borgir) sími 517 7056 Mánud., þriðjud., miðvikud. Android kl. 9.00 - 12.00 Apple kl. 13.00 - 16.00 Opnir tímar: Fimmtud. kl. 8.00 - 14.00 Föstud. kl. 8.00 - 12.00 26.-30. júlí Langahlíð 3 sími 411 2550 Mánud., þriðjud., fimmtud. Android kl. 9.00 - 12.00 Apple kl. 13.00 - 16.00 Opnir tímar: Miðvikud. kl. 8.00 - 16.00 Föstud. kl. 8.00 - 12.00 Lindargata 59 sími 411 9450 Mánud., þriðjud., fimmtud. Apple kl. 9.00 - 12.00 Android kl. 13.00 - 16.00 Opnir tímar: Miðvikud. kl. 8.00 - 16.00 Föstud. kl. 8.00 - 12.00 3.-6. ágúst Gerðuberg 3-5 sími 411 2424 Þriðjud., miðvikud., fimmtud. Apple kl. 9.00 - 12.00 kl. 13.00 - 16.00 Android kl. 9.00 - 12.00 kl. 13.00 - 16.00 Opnir tímar: Föstud. kl. 8.00 - 12.00 9.-13. ágúst Hjallasel 55 (Seljahlíð) sími 540 2400 Mánud., þriðjud., fimmtud. Android kl. 9.00 - 12.00 Apple kl. 13.00 - 16.00 Opnir tímar: Miðvikud. kl. 9.00 - 16.00 Föstud. kl. 9.00 - 12.00 Árskógar sími 411 2600 Mánud., miðvikud., fimmtud. Apple kl. 9.00 - 12.00 Android kl. 13.00 - 16.00 Opnir tímar: Þriðjud. kl. 9.00 - 16.00 Föstud. kl. 9.00 - 12.00 Velferðarsvið FIMMTUDAGUR 15. júlí 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.