Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 14
Setja má spurn- ingarmerki við fleiri atriði í tengslum við mögu- leika á bíllausum lífsstíl í hverfinu og það er fjarlægð frá annarri nærþjón- ustu. Að vera plastlaus er auðvitað útópía, fólk upp til hópa er nefnilega vanafast. En hægt og sígandi getum við komið á breyt- ingum til hins betra, ég trúi ekki öðru. Handlæknastöðin, Landlæknir og forstjóri Sjúkratrygginga hafa keppst við að taka Hannes Hjartar­ son af „atvinnulífi“ án tillits til viðurkennds, merks, sérhæfðs ferils. Málarekstur er að mörgu leyti furðu­ legur. Tönnlast er á því að óháðir sérfræðingar hafi sagt að margar aðgerðir hans á nefi og ennisholum hafi verið ónauðsynlegar og gamal­ dags. Gagnrýnt er að hann hafi jafn­ vel meðhöndlað tveggja ára barn! Sjúklingar leita til læknis vegna einhverra einkenna að eigin frum­ kvæði eða tilvísun læknis og snerta svona ámæli þá því líka sem og fyrri sjúklinga Hannesar. Margar úrlausn­ ir læknis geta verið umdeilanlegar en þriðji aðili getur ekki ótvírætt úrskurðað um „ónauðsynlega“ aðgerð án samráðs við sjúklinginn. Leitun til ákveðinna lækna fer meðal annars eftir orðspori. Kvartað er um að hann hafi gert allt að fimm­ tíu sinnum fleiri aðgerðir en aðrir. Á 44 ára starfsferli mínum í Læknastöðinni hef ég ósjaldan greint ákveðinn sjúkdóm sem krefst sérhæfðrar skurðaðgerðar sem getur verið f lókin. Af þeim sem ég hef leitað til hefur Hannes verið öllum snjallari að leysa þetta og sýnt dóm­ greind og snilli. Hann á traust mitt. Meðan á skrifum þessa pistils stóð þurfti ég sem oftar að leita þjón­ ustu ákveðinnar stofnunar. Þetta umræðuefni barst að sjálfsögðu í tal. Þrír starfsmenn þessarar stofnunar og tveir makar annarra höfðu fengið úrlausn sinna meina hjá Hannesi og voru ánægðir og þakklátir. Væri ekki rétt að kanna hvort þetta hefði verið nauðsynlegt? Bókhaldsmeistari heilbrigðis­ kerfisins hefur farið mikinn í þessu máli og ásakað Hannes um ónauð­ synlegar aðgerðir. Eru nef ekki nauðsynleg? Á ekki að meðhöndla tveggja ára börn? Það verður fróðlegt að sjá bréf Handlæknastöðvarinnar til sjúkl­ inga Hannesar til að biðja þá afsök­ unar á að hafa fengið úrlausn meina sinna hjá honum. n Ónauðsynleg nef? Umræðurnar um skaðleg áhrif plasts á umhverfið og lífríkið fara vaxandi og menn eru sífellt með­ vitaðri um þessi mál. Nú stendur yfir átakið um „plastlausan júlí“. Þá kannski átta margir sig á því að plastefnin eru úti um allt í daglegu lífi okkar. Plast er þægilegt í notkun og ódýrt í framleiðslu. En annað ber við þegar þarf að farga því sem við notum ekki lengur. Plastefnin eyð­ ast ekki, eða á mjög löngum tíma, og enda yfirleitt sem míkróplastefni í náttúrunni og þar með í líkama dýra og manna. En hvað skal gera? Stóra lausnin á þessu er ekki til og margir þættir þurfa að spila saman. Byrjum á framleiðslu plasts. Ógrynni af mismunandi plast­ efnum eru til. Sumt gengur vel að endurvinna en annað ekki. Þetta er algjör frumskógur fyrir venjulegan neytanda. Leggja verður ábyrgð á framleiðendur að hætta að búa til óendurvinnanlegar vörur. Spurn­ ing er um að setja hertar reglur um þetta. Endurvinnsla á plasti hér á landi er rétt á byrjunarstigi. Í Hveragerði er fyrirtæki sem endurvinnur hey­ rúlluplast og sagt er að þetta gangi vel og afurðir úr þessu nýtist vel í að búa til nýja hluti. En mest sem fellur til af f lokkuðu plasti á Íslandi er sent úr landi. Talað er um að allt að 70% af þessu sé óendurvinnan­ legt og það talar sínu máli. Á Íslandi er starfandi úrvinnslusjóður. Það hljómar í fyrstu vel. Þar starfa fjórir fulltrúar en þrír af þeim eru skipaðir af fyrirtækjum, þar af einn úr sjávar­ útvegi. Ef atvinnulífið og einkafyrir­ tækin ráða úrvinnslusjóðnum má búast við því að hagnaður standi ofar umhverfismálum eins og á mörgum öðrum sviðum. Flestir íbúar landsins vilja vel en endurvinnslukerfið er allt of flókið. Sem dæmi má nefna höfuðborgar­ svæðið. Reglurnar eru misjafnar eftir bæjarfélögum. Þar keppast f leiri fyrirtæki um ruslið og hvert með sínar reglur um flokkun. Þar er glögglega hægt að sjá að úrgangur er verðmæti. Auðvitað þarf að sam­ ræma f lokkunarkerfið þannig að íbúar átti sig á hvað skuli gera. En snúum okkur að neytendum sjálfum. Hvað getum við gert fyrir utan að reyna að bröltast um þenn­ an frumskóg sem flokkun og skil á rusli er orðinn? Jú, við getum gert heilmargt áður en svona mikið af úrgangi (meira eða minna endur­ vinnanlegt) hrúgast upp: 1. Endurhugsa. Lífið okkar snýst ekki bara um það að neyta og kaupa meira af dóti sem veitir manninum einungis ánægju í stuttan tíma. Það eru til önnur og betri verðmæti í lífinu. 2. Afþakka. Kannski ættum við ekki að stökkva á öll gyllitilboð um vörur sem auglýsingar telja okkur trú um að við getum ekki verið án. 3. Einfalda. Við gætum einfaldað lífsstílinn okkar og einfaldlega keypt minna. 4. Endurnýta. Það sem við eigum ætti að endast betur og við gætum endurnýtt, gert við eða deilt með öðrum. Maður þarf ekki alltaf að eiga það nýjasta og flottasta. 5. Endurvinna. Svo er það sem er ekki hægt að nota lengur. Og það verður að komast í við­ eigandi f lokkun í endurvinnslu. Gott dæmi um góða nýtingu eru gosumbúðir sem skila sér í endur­ vinnslu um og yfir 90%. En þar skiptir skilagjaldið aðalmáli. Peningar skipta svo miklu máli í atvinnulífinu. þannig að þeir sem menga eða búa til mengandi efni eiga að borga fyrir þetta. Í sambandi við plastið og notkun þess getur hver og einn reynt að sniðganga vörur í miklum plast­ umbúðum. Einnota drykkjarföng, diskar, hnífapör o.f l. eru með öllu óþarfi og ættu að heyra sögunni til. Tökum okkur á, förum úr þæginda­ gírnum og reynum að breyta lífs­ munstrinu okkar þannig að við getum fagnað plastminni tilveru. Að vera plastlaus er auðvitað útópía, fólk upp til hópa er nefni­ lega vanafast. En hægt og sígandi getum við komið á breytingum til hins betra, ég trúi ekki öðru. n Plastlaus júlí Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum. Væri ekki rétt að kanna hvort þetta hefði verið nauðsynlegt? Birgir Guðjónsson sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingar- sjúkdómum. Næsta strætóstoppistöð frá nýju hverfi í Gufunesi í Reykjavík er í um 30 mínútna göngufjarlægð frá hverfinu. Almennt séð er það skell­ ur að þurfa að reima á sig gönguskó til þess að komast í almennings­ samgöngur í höfuðborg, en sér­ staklega á þeim stað sem um ræðir. Hverfið var kynnt sem vistþorp þar sem hægt væri að sleppa því að eiga bifreið. Íbúðunum fylgir þannig til dæmis ekki bílastæði og deili­ bifreiðar áttu að vera á svæðinu. Íbúðirnar eru enn fremur hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Vel getur verið að til standi að strætóleiðir tengist svæðinu með tíð og tíma, en þegar hverfi eru sér­ staklega kynnt með þessum hætti þarf að tryggja efndir frá fyrsta degi. Nú er búið að af henda lykla og enginn strætó kemur á svæðið, en líf þeirra sem eru f luttir inn stopp­ ar ekki. Einhvern veginn þarf fólkið að geta verið frjálst ferða sinna og komist á milli staða, til vinnu, skóla og svo framvegis. Setja má spurningarmerki við f leiri atriði í tengslum við mögu­ leika á bíllausum lífsstíl í hverfinu og það er fjarlægð frá annarri nær­ þjónustu. Í umræðum um fyrir­ ætlanirnar í borgarstjórn spurði undirrituð fulltrúa borgarstjóra til dæmis um það hvernig hann sæi fyrir sér að börn kæmust í skólann, en næstu grunnskólar eru í um 2 km göngufjarlægð og liggur leiðin meðal annars um óbyggt svæði, það er úr Gufunesi og yfir í grunn­ skóla í Grafarvogi. Svarið var á þá leið að skólarútur myndu aka til og frá þorpinu. Önnur spurning er leikskólafyrirkomulag, en án leik­ skóla í göngufjarlægð verður bíl­ leysið afar krefjandi. Í öðrum nýlegum hverfum hafa íbúar þurft að bíða í ár eða áratugi eftir nærþjónustu. Áhugafólki um skipulag er strokið öfugt þegar borginni tekst hér að skapa slík vandamál á nýjum stað og fjölga íbúum sem sífellt eru að bíða eftir að glærurnar lifni við. Ólíklegt er að margir óski sér borgaryfirvöld sem selji fyrstu kaupendum og ungu fólki íbúðir með loforðum um bílleysi og umhverfisvænan lífsstíl sem síðan eru ekki efnd með sóma­ samlegum hætti. n Enginn strætó í vistþorpi Jórunn Pála Jónasdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- f lokksins í Reykjavík. 14 Skoðun 15. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.