Fréttablaðið - 15.07.2021, Side 18
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@
frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Aðalsýning Hönnunarsafns
Íslands um þessar mundir hefur
vakið mikla athygli, en þar má
sjá gott yfirlit yfir verk Kristínar
Þorkelsdóttur hönnuðar. „Kristín
er einn af frumkvöðlum í grafískri
hönnun hérlendis og stofnandi
auglýsingastofunnar AUK. Verk
hennar eru fyrir löngu orðin hluti
af okkar daglega lífi. Við erum
með þau í höndunum svo að segja
á hverjum degi, því Kristín er
hönnuður fjölmargra umbúða
utan um matvæli og höfundur
núgildandi peningaseðlaraðar,
sem hún vann ásamt hönnuð-
inum Stephen Fairbairn,“ segir
Sigríður, en Kristín hefur einnig
hannað urmul auglýsinga og þjóð-
þekkt merki, sem mörg hafa verið
í notkun í áratugi. Má þar nefna
merki Byko, MS og Osta- og smjör-
sölunnar.
„Það eru miklar og skemmti-
legar pælingar á bak við allt sem
Kristín hannar, hvort sem það eru
peningaseðlar eða bókahönnun.
Hún vinnur mikið í höndunum,
teiknar og stimplar og gerir mikið
af tilraunum. Þetta má allt sjá
á sýningunni,“ segir Sigríður.
Sýningarstjórar eru Arnar Freyr
Guðmundsson, Birna Geirfinns-
dóttir og Bryndís Björgvinsdóttir,
en þau völdu að fara mjög litríka
og ef til vill óhefðbundna leið í
framsetningu á ævistarfi Krist-
ínar.
Litun með íslenskum jurtum
Í Hönnunarsafninu er rannsókna-
rými, en þar fá hönnuðir og
fræðimenn tækifæri til að sinna
sérstökum rannsóknarverkefnum
sem tengjast hönnun á einhvern
hátt. „Sigmundur Freysteinsson
fatahönnuður hefur undanfarið
unnið markvisst að rannsóknum
á litun á textíl með íslenskum
jurtum og kallast verkefnið Nátt-
úrulitun í nútíma samhengi,“ segir
Sigríður.
Sem dæmi notar Sigmundur lit
úr blómi lúpínunnar og litar ull,
bómull, hör og bómullarblöndu
og þannig sést hvernig jurtalitur-
inn kemur út í hverju efni fyrir
sig. „Hann er búinn að byggja upp
safn af alls konar jurtalitatónum,
en 450 litaprufur eru komnar upp
á vegg og eru þar til sýnis. Frábært
er að fylgjast með þessum unga
hönnuði sem er á leið í meistara-
nám til Kýótó,“ segir Sigríður.
Vert er að benda á að í safnbúð
Hönnunarsafnsins eru til sölu
vörur eftir íslenska hönnuði, sem
á einhvern hátt tengjast sýningum
eða safneign safnsins. Í anddyri
safnsins er einnig gestavinnustofa
en þar dvelja hönnuðir og hand-
verksfólk í nokkrar vikur í senn og
vinna fyrir framan gesti, en þeirra
verk eru oft til sölu í búðinni, að
sögn Sigríðar.
Smiðjur fyrir grunnskólanema
Stutt er síðan Hönnunarsafnið
fékk stórt aukarými, sem Sigríður
segir hafa verið algjöra byltingu.
„Þessi stækkun hefur gjörbreytt
allri okkar starfsemi. Með henni
fengum við kærkomið tækifæri til
að taka á móti grunnskólanemum
yfir vetrartímann. Í fyrra komu
um 300 nemendur til okkar og
heimsóttu sýningar og tóku þátt í
smiðjum. Þar vinna þau verkefni
sem starfsfólk Hönnunarsafnsins
og utanaðkomandi sérfræð-
ingar, listamenn og hönnuðir hafa
umsjón með og þetta hefur gengið
frábærlega vel,“ segir hún, en í ár
má búast við að 1.200 nemendur
komi í heimsókn á Hönnunar-
safnið.
„Um er að ræða mjög áhugavert
prógramm, því það þarf að vanda
vel til verka til að kveikja áhuga
hjá börnunum. Í vetur vorum við
meðal annars með sýningu á ull
og nemendur fengu kynningu á
ullinni og hvernig hún er unnin,
og rætt var um nýsköpun og
endurvinnslu. Þau fengu að koma
við efnið og vinna með það á
sínum forsendum,“ segir Sigríður.
Inni í smiðjunni eru einn-
ig skemmtileg leikborð fyrir
börn jafnt sem fullorðna, sem
eru tileinkuð Einari Þorsteini
Ásgeirssyni heitnum, arkitekt og
stærðfræðingi. „Hönnunarsafnið
á fjölda verka eftir Einar og í
smiðjunni geta börn og fullorðnir
leikið sér með alls konar verkefni
sem tengjast stærðfræði,“ greinir
Sigríður frá og bætir við: „Við
munum halda ótrauð áfram að
bjóða skólahópum að taka þátt í
verkefnum sem tengjast sýning-
um hverju sinni, en í haust verður
hönnun Kristínar Þorkelsdóttur
í brennidepli og spennandi að sjá
hvað kemur út úr því.“
Spennandi vetrardagskrá
Þegar er búið að leggja drög að
dagskrá næsta vetrar og þar kenn-
ir ýmissa grasa. „Í rannsóknarým-
inu verða arkitektateikningar eftir
Högnu Sigurðardóttur í brenni-
depli. Fyrir ári síðan fengum við
kassa með teikningunum hennar
og við ætlum að taka þær upp,
skoða þær og skrá og gestum
Hönnunarsafnsins gefst tækifæri
til að fylgjast með þeirri vinnu,“
segir Sigríður.
Sveinbjörn Gunnarsson módel-
smiður er í vinnustofudvöl í safninu
til 19. september. Í stóra sýningar-
salnum verður sýning sem snýr
að sundlaugamenningu á Íslandi.
„Hún er unnin í samstarfi við þjóð-
fræðideild Háskóla Íslands,“ segir
Sigríður að lokum. n
Hönnunarsafnið er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 12-17. Nán-
ari upplýsingar: honnunarsafn.is
Mikill áhugi er á listasmiðjum
fyrir börn sem tveir öflugir sumar-
starfsmenn hafa séð um í sumar.
Þetta er fyrsta sumarið sem smiðj-
urnar eru starfræktar, og aðsóknin
hefur farið fram úr öllum björtustu
vonum.
Guðný Sara Birgisdóttir,
hönnuður og verðandi nemi í list-
kennslufræði, hefur umsjón með
starfinu og henni til aðstoðar er
Birna Berg, tónlistarkona og fram-
haldsskólanemi. „Við erum með
listasmiðjur tvisvar í viku, þriðju-
daga og miðvikudaga frá klukkan
14-16. Ekki þarf að skrá sig til
leiks, heldur eru smiðjurnar opnar
öllum og eru ókeypis, en þær verða
haldnar út júlí,“ segir Guðný. Yngri
börn eru einnig velkomin í fylgd
með fullorðnum.
„Í smiðjunum leggjum við
áherslu á að horfa til sköpunarferlis
frekar en endilega lokaútkomu, sem
er liður í því að styðja við skapandi
uppeldi og sjálfsöryggi í sköpun.
Þegar krakkar verða eldri er hætt
við að þeir hætti að geta bullað og
leikið sér og verði óöruggir, finnst
þeir kannski ekki nógu flinkir að
teikna eða búa til skapandi verk. Í
smiðjunum viljum við sporna við
þessu, því það er engin rétt eða röng
leið í listsköpun,“ bendir Guðný
á. Hún sækir í reynslubanka frá
því hún vann við smiðjur í öðru
bæjarfélagi og segir þetta starf gott
framhald af því. „Við einblínum á
hvað það er gaman að skapa og það
þarf ekki að vera eitthvað flókið,“
segir hún.
Hugað er að umhverfismálum,
enda eru börn í dag vön endur-
vinnslu og sjálfbærni. „Við notum
því gjarnan óhefðbundinn efnivið,
sem finnst jafnvel heima við, því
það þarf ekki alltaf að fara út í búð
og kaupa eitthvað nýtt. Við notum
til dæmis plastrusl og grænmetisaf-
skurð til að búa til form, eða sækj-
um lauf og greinar og leikum okkur
með það,“ segir Guðný með bros á
vör. Hún nefnir að yfirlitssýning á
verkum Kristínar Þorkelsdóttur,
sem nú stendur yfir í Hönnunar-
safninu, veiti bæði börnunum og
þeim Birnu mikinn innblástur. „Við
horfum til þess sem Kristín hefur
gert, og notum til dæmis kartöflur
til að búa til stimpla, en þá er skorin
út mynd í kartöflu og hún máluð
og síðan notuð sem stimpill. Þetta
hvetur börnin líka til að skoða
sýninguna og spá í verk Kristínar,“
segir Guðný.
Þegar hún er spurð hvort
smiðjurnar hafi verið eftirsóttar
í sumar kemur í ljós að svo hefur
verið. „Já, það er búið að vera
mikið að gera í sumar. Smiðj-
urnar hafa spurst vel út og vakið
mikla lukku á meðal barnanna.
Það er svo gaman fyrir þau að láta
sköpunargáfuna njóta sín og mörg
þeirra koma með vini sína í næsta
sinn sem þau mæta. Markmiðið er
að sýna börnunum hvað hægt er
að gera úr hinum ýmsu hlutum og
gefa þeim verkfæri til að nýta sér
þá þekkingu áfram í lífinu,“ segir
Guðný. n
Á vegum Hönnunarsafnsins í sumar er starfrækt listasmiðja fyrir börn. Lögð
er áhersla á sköpunarferlið og hvað hægt er að gera úr ótrúlegustu hlutum.
Sveinbjörn Gunnarsson módelsmiður er í vinnustofudvöl í Hönnunarsafninu
til 19. september. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Krókur á Garðaholti er gamall burstabær sem hægt er að heimsækja á
sunnudögum yfir sumartímann. MYND/AÐSEND
Krókur á Garðaholti er bursta-
bær sem hægt er að heimsækja á
sunnudögum yfir sumartímann.
Það er sérlega ánægjulegt að sjá
aukningu gesta með tilkomu
samstarfs kirkjunnar og menn-
ingarmála í Garðabæ, en í allt
sumar eru haldnar sumarmessur í
Garðakirkju og í kjölfarið messu-
kaffi í hlöðunni við Krók. Í sumar
bættist svo við sumarsunnu-
dagaskóli sem fer fram í gamla
bænum eða utandyra þegar veður
leyfir. Þegar ljósmyndara bar að
garði var sumarsunnudagaskóla
nýlokið og messugestir fengu
sér kaffisopa og hlýddu á tónlist
í hlöðunni. Krókur er opinn frá
12-17 alla sunnudaga og aðgangur
ókeypis, en sumarmessur og
sumarsunnudagaskóli hefjast
klukkan 11. Ólöf Breiðfjörð,
menningarfulltrúi hjá Garðabæ,
segir þetta sérlega gott samstarf
og að gaman sé að upplifa óvænta
ánægju kirkjugesta þegar þeir
uppgötva leyndan fjársjóð sem
Krókur er sannarlega. n
Leyndur fjársjóður
Listasmiðjur fyrir börn
Það eru miklar og
skemmtilegar
pælingar á bak við allt
sem Kristín hannar,
hvort sem það eru pen-
ingaseðlar eða bóka-
hönnun.
Sigríður Sigurjónsdóttir.
2 kynningarblað A L LT 15. júlí 2021 FIMMTUDAGUR