Fréttablaðið - 15.07.2021, Side 20
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Lára Magnúsdóttir vakti
athygli á Reykjavík Fringe
hátíðinni sem lauk um
síðustu helgi. Þar kom hún
fram í bleikri dragt og las
upp úr erótískri ástarsögu
sem var skrifuð fyrir atriðið.
Í kvöld kemur hún fram
ásamt fleiri uppistöndur-
um á Útgerðinni á Akranesi.
Atriðið auglýsti Lára sem bóka-
kynningu á erótískri skáldsögu
eftir sig sjálfa. En það sem áhorf-
endur vissu ekki er að hún var
ekki búin að skrifa neina bók. Hún
skrifaði bara fimm kafla sérstak-
lega fyrir atriðið.
„Þetta er verk í vinnslu. Róman-
tísk saga fyrir fullorðna, eiginlega
grínsaga. Ég er að gera grín að rauðu
seríunni og þannig bókum. Mér
fannst það áhugavert viðfangsefni
til að fjalla um,“ útskýrir Lára og
bætir við að henni hafi líka fundist
gaman að auglýsa sig eins og hún
hefði skrifað mjög sexí sögu.
„Það dregur að. Það voru margir
að spyrja mig hvar hægt væri að
kaupa bókina. Ég ætla mér að klára
hana og gefa hana út fljótlega.“
Lára hlustaði á erótískar smá-
sögur inni á Storytel til að undirbúa
sig fyrir skrifin.
„Ég man ekki hver skrifaði þessar
sögur í fljótu bragði. En ég hlustaði
á þær allar til að fá innblástur um
hvernig best væri að útfæra söguna
mína. Hversu mikil smáatriði ég
ætti að fara út í og svoleiðis,“ segir
hún.
„Ég vann svo söguna út frá sjálfri
mér og hafði allt mjög ýkt. Ég held
ég sé með ógreint ADHD þannig að
ég ákvað að blanda því inn í kyn-
lífspælingar hjá parinu sem bókin
fjallar um. Það er í sjálfu sér mjög
kómískt.“
Sagan Mighty Hands fjallar um
parið Bastían og Lilly.
„Við förum með þeim í gegnum
þeirra athöfn. Í atriðinu stoppaði
ég svo alveg á „climaxinu“ og las
ekkert meir,“ segir Lára hlæjandi.
Lára prentaði bókarkápu í A4
Kómískar kynlífspælingar
Lára las upp úr erótískri ástarsögu í þessari fallegu, bleiku dragt. MYNDIR/AÐSENDAR
Á Fringe-hátíðinni 2019 kom Lára fram í sexí ebólaveirubúningi.
Ég vildi ekki að
höfundurinn væri
í of djörfum fötum,
heldur að texti bókar-
innar myndi alveg sjá
um að vera djarfur.
stærð og límdi handrit inni í hana.
Hún ljóstraði svo upp um það
fyrir framan áhorfendur á síðustu
sýningunni að þetta væri ekki
raunveruleg bók, heldur bara allt í
plati.
Í bleikri dragt með hárkollu
Lára koma fram í bleikri dragt á
sýningunni og með hárkollu. Hún
sagðist hafa valið það útlit til að
vera fín og fáguð en vekja samt
athygli.
„Ég vildi ekki að höfundurinn
væri í of djörfum fötum, heldur að
texti bókarinnar myndi alveg sjá
um að vera djarfur,“ útskýrir hún.
Lára hefur áður komið fram á
Reykjavík Fringe en hún var með
atriði árið 2019 þar sem hún kom
fram í búningi sem systir hennar
saumaði.
„Ég lét systur mína, sem er
saumakona, sauma á mig sexí
ebólaveirubúning, svo fékk ég
lánaða gasgrímu,“ segir hún.
„Þegar ég byrjaði í uppistandi
fyrst var ég alltaf í súperman-skóm
sem ég átti, því þeir voru stórir og
þungir og jarðtengdu mig, svo var
ég í mjög hlutlausum fatnaði.“
Núna reynir Lára oftast að vera í
dökkum klæðnaði sem vekur ekki
of mikla athygli þegar hún er uppi
á sviði.
„Uppistandsefnið sér um það að
skreyta sviðið,“ segir hún.
Segir flest upphátt
Í kvöld kemur Lára fram ásamt
fleiri uppistöndurum á barnum
Útgerðinni á Akranesi.
„Ég hef verið að gera uppistand
í nokkur ár. Ég hef komið fram í
einkasamkvæmum og á Secret
Cellar. En núna er ég að fara að
koma fram á Akranesi þar sem ég
bý, það kostar 1.000 kall inn og
sýningin byrjar klukkan átta. Það
verða nokkrir uppistandarar sem
koma fram, en við ætlum að vera
með sýningu á íslensku. Það er svo
sjaldan sem uppistandarar fá tæki-
færi til að koma fram á íslensku,“
segir hún.
Venjulega þegar Lára er með
uppistand tekur hún sjálfa sig og
sitt eigið líf fyrir.
„Ég reyni að segja flest sem mér
dettur í hug upphátt og bíð eftir að
fá viðbrögð. Ef ég fæ góð viðbrögð
þá skrifa ég það niður og möndla
eitthvað úr því,“ útskýrir hún.
Lára telur Fringe-hátíðina góðan
vettvang til að hjálpa uppistönd-
urum að koma sér á framfæri.
„Þetta er snilldar vettvangur
fyrir alls konar listamenn til að
koma á framfæri sínum verkefn-
um. Það er rosalega margt í boði
á hátíðinni. Ég var allavega mjög
ánægð með mína sýningu og er
strax farin að plana næstu Fringe
hátíð.“ n
Mest selda
liðbætiefni
á Íslandi
EYMSLI, STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í LIÐUM?
2-3ja
mánaða skammtur íhverju glasi
4 kynningarblað A L LT 15. júlí 2021 FIMMTUDAGUR