Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 22

Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 22
Eftir eitt og hálft ár án tísku- viðburða er lífið að færast í eðlilegra horf. Núna í byrjun júlí komu hátískuhönnuðir saman á tískuviku í París til að sýna haust- og vetrar- tískuna 2021–2022. Sýningar sem þessar eru nauðsyn- legar fyrir lúxustískuhús til að lifa af ástandið. elin@frettabladid.is Það voru 33 tískuhönnuðir sem sýndu haust- og vetrartísku sína í París, margir þeirra þekktustu. Þarna mátti meðal annars sjá Dior, Armani, Balenciaga, Jean Paul Gaultier og marga fleiri. Sýningar- staðir voru Musée Rodin þar sem Dior sýndi hátísku sína, stórversl- unin La Samaritaine, Hôtel de la Marine, sem er nýuppgert og lista- safnið Bourse de Commerce. Maria Grazia Chiuri, sem er listrænn hönnuður hjá Dior, vildi draga fram mikilvægi vandaðrar vefnaðarvöru í hausttískunni. Sýningarrýmið var þakið útsaum- uðum myndum úr silki. Útsaumur- inn var handunninn á Indlandi og tók marga mánuði. Hann var unn- inn hjá Chanakya Craft skólanum sem er sjálfseignarstofnun með það að markmiði að styrkja konur í nærsamfélaginu til listsköpunar. Sérstaklega er horft til útsaums fyrri tíma, en útsaumurinn er inn- blásinn af tímaleysi og nærgætni. Skólinn hefur starfað með helstu tískuhúsum í Evrópu. Það vakti athygli að tvídefni léku stórt hlutverk í hönnun Dior fyrir haust og vetur. Tvídyfirhafnir og -dragtir sem eru kvenlegar, sjarmerandi og pínu gamaldags. Tvídhattar voru einkennandi á sýningunni og minntu ögn á hjálma sem hestamenn nota. Þar að auki voru sýndir glæsilegir silkisamkvæmis- kjólar. Maria Grazia er fyrsta konan til að stjórna Dior í sjötíu ára sögu fyrirtækisins. Hún er sögð koma inn með ferska vinda og leggur mikla áherslu á notagildi vörunnar og endingu. Maria er sögð blanda saman skapandi list og tísku. Hún sækir innblást- ur í sögulegar tilvísanir og feminísk gildi. Hún horfir til nútímakonunnar, en ekki þeirrar konu sem fyrirtækið byggði stíl sinn á í upphafi. Fötin eiga að endurspegla líf nútímakonu sem er útivinn- andi og á framabraut. Sjálf klæðist hún oftast svörtum fötum og segist vera af þeirri kynslóð kvenna sem elskar að vera svartklædd. Maria er fædd í Róm árið 1964 og hafði áður starfað hjá Pierpaolo Piccioli, sem er listrænn hönnuður hjá Val- entino. Það er gaman að skoða mynd- irnar frá haust- og vetrartísku Dior því hönnunin nær án nokkurs vafa til margra kvenna. n Tvídið kemur aftur í haust Nýjustu hattarnir eru smart og klæðilegir. Minna ögn á knapahjálma. Önnur tvíddragt. Kápurnar eru mismunandi, en eiga það sameiginlegt að vera víðar. Stutt kápa með trefli í stíl og auðvitað hatti. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Glæsi- leg buxna- dragt frá Dior. Glæsileg tvídkápa frá Dior. Ein önnur útfærslan á tvídkápu. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is MARAÞON Veglegt sérblað Fréttablaðsins um maraþon kemur út föstudaginn 30. júlí n.k. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 kynningarblað A L LT 15. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.