Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 40

Fréttablaðið - 15.07.2021, Page 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Stefáns Ingvars Vigfússonar n Bakþankar Hlaðvarpið hans Malcolm Glad- well kemur út á sumrin. Það er uppáhaldshlaðvarpið mitt. Sjötta sería byrjaði í síðasta mánuði, fyrsta byrjaði 2016 – það eru fimm sumur frá því að ég hlustaði á fyrsta þátt. Fimm ár. Það þýðir að það eru tæplega fimm ár frá því að ég varð edrú og kynntist Hófí, kærustunni minni. Fimm ár frá því að ég var í Listaháskólanum og vissi nákvæmlega hvert líf mitt stefndi og hvernig ég átti að lifa því, vissi það svo vel að ég vissi líka hvernig fólkið í kringum mig átti að lifa sínu. Það þýðir að ég hafi þótt klár í matarboðum í fimm ár. Fimm ár. Það þýðir að ég þurfi að ákveða hvort ég vilji fara út í mastersnám fyrir þrítugt eða ekki. Að fólk geri til mín rétt- mætar kröfur og að ég verði aldrei framúrskarandi í neinu miðað við aldur, að mínar glæstustu vonir séu að teljast hæfur. Að næst þegar heimilislæknirinn minn segir mér að borða betur og hreyfa mig meira þurfi ég kannski að hlusta. Það þýðir að það sé ekki lengur sjarmerandi þegar ég orðinn blankur um miðjan mánuð, að ég þurfi að hrista af mér þá breysk- leika sem há mér eða heilsa þeim, þeir eru ófrávíkjanlegur hluti af skapgerðinni minni. Fimm ár. Það þýðir að ég þurfi að ákveða hvort ég vilji vera pabbi unglings þegar ég er að slaga í fimmtugt, löngu aftengdur samfélagsmiðlum, stefnum og straumum í tónlist og tísku, þreyttur á hringrásinni. Fimm ár. Það þýðir að ég hef byggt mér líf, ræktað sambönd, horft á eftir draumum og vinum, markað mér stefnu og vikið frá henni, bitið eitthvað í mig og skipt um skoðun. Fimm ár. n Fimm ár MatarKlipp Nova Skoraðu hungrið á hólm! Nældu þér í MatarKlipp í Nova Appinu. Þú færð fjórar máltíðir á 5.990 kr. og getur hámað í þig alls konar hamborgara, pizzur, pítur, bökur og vefjur af matseðli á ótal veitingastöðum! Verði þér að bragðgóðu! Fjórar máltíðir á 5.990 kr. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.