Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 4
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P®
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18
VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI
6.399.000 KR.*
N Á N A R I U P P LÝ S I N G A R Á J E E P. I S
• STÆRRI VÉL 240 HÖ
• 360° MYNDAVÉL
• LÁGT DRIF
• LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ
• SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA
• FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
N Ý H Ö N N U N
N Ý I N N R É T T I N G
N Ý TÆ K N I
N Ý R Ö R Y G G I S B Ú N A Ð U R
* S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 5 6 2 . 0 0 0
PLUG-IN HYBRIDÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU
Fordæmi eru fyrir aukalista
stjórnmálaflokks, eins og
Benedikt Jóhannesson hefur
íhugað að bjóða fram í haust.
Prófessor í stjórnmálafræði
bendir hins vegar á að flokkar
geti hafnað slíkum listum og
geri það oftast.
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Óalgengt er að reynt
sé að bjóða fram aukalista, undir
merkjum annars stjórnmálaflokks,
og tilhneigingin er að sá f lokkur
hafni því. Þetta segir Ólafur Þ.
Harðarson, prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands.
Benedikt Jóhannesson, fyrrver-
andi fjármálaráðherra, hefur sagt
koma til greina að bjóða fram slíkan
lista undir merkjum Viðreisnar í
haust. Listabókstafur Viðreisnar er
C og mögulegt framboð Benedikts
þá CC. Benedikt, sem sóttist eftir
forystusæti á suðvesturhorninu, var
hafnað af uppstillingarnefnd, en vill
að atkvæði til sín geti nýst Viðreisn.
Ólafur segir kosningalögin lengi
hafa boðið upp á að f leiri en einn
listi bjóði fram undir merkjum
sama stjórnmálaflokks innan hvers
kjördæmis. „Atkvæði til dæmis CC
lista myndu reiknast með C lista
þegar verið er að reikna jöfnunar-
þingsæti. Að þessu leytinu græðir
flokkurinn á því að leyfa tvo lista,“
segir hann. En önnur hlið er á
peningnum. „Það getur verið í hag
flokka að neita aukalista til að ýta
ekki undir klofningsframboð. Ef
þeir leyfi þetta í eitt skipti séu meiri
líkur á endurtekningu.“
Það var þó ekki alltaf svo að
flokkar þyrftu að samþykkja auka-
lista. Sú regla var tekin upp árið
1968 eftir deilur innan Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík. Formann-
inum, Hannibal Valdimarssyni, leist
ekki á G-listann með Magnús Kjart-
ansson í fararbroddi og bauð fram
eigin lista sem átti að vera GG-listi.
„Alþýðubandalagið í Reykjavík
vildi ekki að Hannibal fengi að
bjóða fram GG-lista og kjörstjórnin
í Reykjavík úrskurðaði á þann veg,“
segir Ólafur. Fór svo að Hannibal
bauð fram undir bókstafnum I og
náði kjöri. „Landskjörstjórn sneri
úrskurðinum hins vegar við. I-list-
inn skyldi teljast til Alþýðubanda-
lagsins og atkvæði til hans nýtast
f lokknum við úthlutun jöfnunar-
sæta.“
Eftir að flokkarnir fengu val um
að hafna aukalistum hefur það
yfirleitt verið gert. Jón G. Sólnes
vildi mynda DD lista á Norðurlandi
eystra árið 1979, Sigurlaug Bjarna-
dóttir á Vestfjörðum árið 1981, Egg-
ert Haukdal á Suðurlandi árið 1995
og Kristján Pálsson í Suðurkjör-
dæmi árið 2003. Sjálfstæðisflokkur-
inn hafnaði þessu og öll fóru þau í
sérframboð undir öðrum merkjum.
Ólafur bendir þó á að aukalisti
hafi verið á kjörseðli í eitt skipti
síðan 1968. Það var árið 1983 þegar
Framsóknarmenn á Norðurlandi
vestra heimiluðu þingmanninum
Ingólfi Guðnasyni að bjóða fram
BB-lista. Ingólfur náði tæplega 12
prósenta fylgi og var mjög nálægt
því að verða endurkjörinn. „Þetta
vekur nokkra athygli, því að á
þessum árum átti Framsóknar-
flokkurinn aldrei neina möguleika
á jöfnunarsæti. Þeir voru með of
marga þingmenn miðað við fylgi,“
segir Ólafur. ■
Flokkar hafna yfirleitt aukalistum
Benedikt íhugar
að bjóða fram
CC-lista, fyrst
honum var
hafnað á C-lista.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Það getur verið í hag
flokka að neita auka-
lista til að ýta ekki
undir klofningsfram-
boð.
Ólafur Þ. Harðar-
son prófessor í
stjórnmálafræði.
adalheidur@frettabladid.is
S TJ Ó R N S Ý S L A Umboðsmaðu r
Alþingis hefur lokið athugun sinni
á leghálsskimanamálinu, en honum
hefur borist á þriðja tug kvartana
frá konum sem lýst hafa áhyggj-
um af hættu á mistökum vegna
sendinga sýna til Danmerkur, auk
athugasemda við langan biðtíma
eftir niðurstöðum og ófullnægjandi
upplýsingagjöf.
Allt útlit er nú fyrir að greining
á sýnunum færist hingað heim og
Landspítalanum verði falið verkið,
en heilbrigðisráðherra fól forstjóra
Heilsugæslunnar á höfuðborgar-
svæðinu, að kanna hvort rétt væri
að hætta að senda sýni til Dan-
merkur.
Þrátt fyrir þessa lendingu segir í
bréfi Umboðsmanns, að hann muni
áfram fylgjast með framvindu máls-
ins og taka það til skoðunar á ný, sjái
hann ástæðu til.
Umboðsmaður ítrekaði í bréfi
sínu um málið að konur sem hafi
haft mál til meðferðar hjá stjórn-
völdum geti leitað til umboðs-
manns með þau, til að mynda hafi
fyrirspurnum ekki verið svarað eða
upplýsingagjöf verið ábótavant. ■
Fylgist áfram með
skimanamálinu
Skúli Magnús-
son, umboðs-
maður Alþingis.
lovisa@frettabladid.is
ANDLÁT Donald Rumsfeld, fyrr-
ver a nd i va r na r má la r áðher r a
Bandaríkjanna, er látinn 88 ára
aldri. Fjölskylda hans tilkynnti um
andlátið í gær.
Rumsfeld var varnar mála ráð-
herra frá 1975 til 1977, í for seta tíð
Geralds Ford og svo aftur frá janúar
2001 til desember 2006, í for seta tíð
Geor ge W. Bush. Hann var bæði elsti
og yngsti maðurinn til að gegna því
em bætti. Hann starfaði einnig við
efna hags mál í for seta tíð Richards
Nixon.
„Hans verður minnst fyrir sér stök
af rek hans í sex ára tuga opin berri
þjónustu , segir meðal annars í til-
kynningu fjölskyldunnar. ■
Rumsfeld látinn
thorgrimur@frettabladid.is
XXXXXXX Karl Óskar Þráinsson,
formaður Foreldrafélags Fossvogs-
skóla, var ómyrkur í máli um niður-
stöður skýrslu Eflu um rakaástand
og innivist í skólanum. Er þar meðal
annars fjallað um skólp í opnum
brunni við hlið rýmis þar sem
unnið var með matvæli,
„Samkvæmt Umhverfis- og skipu-
lagsnefnd munu þeir flytja þennan
brunn úr húsinu, sem er nú alveg
lágmarkskrafa nútímans,“ segir
Karl. „Þeir fundu að þeir höfðu í
síðustu framkvæmdum skilið eftir
tjörutex í þaki sem samræmist ekki
reglugerðum. Það eru líka opnir
brunnar með regnvatni annars
staðar í húsinu, sem anda upp í hús-
næðið og fæða þar myglu með raka-
skemmdum. Þetta eru allt hlutir
sem þeir hljóta að hafa vitað af en
ekki ákveðið að bregðast við og
samt ítrekað gefið húsinu sitt eigið
heilbrigðisvottorð.“
Karl segist ekki vongóður um að
neinn verði dreginn til ábyrgðar
vegna málsins. „Ég tel mjög ólík-
legt að vinstri höndin skammi þá
hægri hjá borginni. Þeir hafa aldrei
sýnt tilburði til þess. Þegar tónn-
inn í borgarstjóra er sá að það eigi
að kæfa ónauðsynlega eða móður-
sýkislega umræðu, er ekki von á að
þeir axli ábyrgð frekar en áður.“ ■
Efast um að nokkur axli ábyrgð á Fossvogsskóla
Efla sendi frá sér svarta skýrslu um ástandið í Fossvogsskóla.
4 Fréttir 1. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ