Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 34
Sif Sigmarsdóttir rithöfundur „Sumarið 1997 dvaldi ég í Mont- pellier í Frakk- landi og þóttist l æ r a f r ön sk u . Hinn 31. ágúst átti ég bókað flug heim til Íslands,“ segir Sif Sigmars- dóttir, sem þá var grunlaus um örlagaríkt og ógleymanlegt bílslysið í höfuðborginni. „Ég eyddi deginum í rútu og þegar ég mætti á flugvöllinn í París hafði ég ekki hugmynd um að heimsbyggðin stæði á öndinni yfir harmleik sem átti sér stað skammt frá – þetta var löngu fyrir snjallsíma- væðinguna og fréttir gátu farið svona svakalega fram hjá manni. Þar sem ég ráfaði um flugvöllinn þefaði ég uppi Íslending (við virðumst gefa frá okkur einhvers konar þjóðernis- ferómón, við finnum alltaf hvert annað). Hann sagði mér fréttirnar og við sátum saman og veltum okkur upp úr þessari sammannlegu tragedíu þar til gengið var um borð.“ Heimir Már Pétursson fréttamaður „ A l þ j ó ð l e g u f rét t astof u r nar voru til þess að gera nýkomnar til Íslands þegar Díana dó,“ segir Heimir Már. „Ég var nýkom- inn heim til mín af næturbrölti og kveikti á Sky News eins og fréttamönnum er tamt. Þá var verið að greina frá því að Dína hefði lent í bílslysi í París. Hún væri slösuð á sjúkrahúsi, en Dodi og bíl- stjórinn væru látnir. Ég fylgdist síðan með fram eftir nóttu þar til staðfest var að Díana væri látin. Það var mjög undarlegt að fylgjast með þessu nánast um leið og það gerðist og sjá myndir frá vettvangi. Ég man ég hugsaði hvernig þetta gæti gerst fyrir manneskju sem væri svona vel gætt en síðar kom auðvitað í ljós að hennar var alls ekki gætt fyrir utan starfsfólk Dodis. Strax þarna um nóttina varð mér ljóst að heimsvið- burður hefði átt sér stað þótt mig óraði ekki fyrir eftirleiknum.“ Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður „ Aðeins hinir g ó ð u d e y j a ungir, allt hið illa virðist tóra til eilífðar, söng Iron Maiden. Ég bjó á Melunum, þegar sviplegan dauða Hjar ta- drottningarinnar bar að,“ segir Erna Ýr. „Alþýðlega, hjartagóða en óhamingjusama tískutáknið, Díana prinsessa af Wales, var nánast dag- legt fréttaefni framan af ævi minni. Vinkona mín hringdi, henni var mikið niðri fyrir. Ég starði agndofa út um hálfmánalagaðan risglugg- ann. Heimurinn yrði ekki samur. Að baki óhamingju prinsessunnar lá eitthvað meira. Að gefa sig ríkum, frægum, meðalgreindum, sjálf- hverfum og ómyndarlegum manni, er nefnilega ekki nýtt undir sólinni. Erfiðar spurningar vöknuðu sem enn er ósvarað. Heimurinn minn- ist hennar í dag með söknuði og hlýju.“ n Hvar varst þú þegar þú fréttir af andláti Díönu prinsessu? thorarinn@frettabladid.is „Auðvitað var ég hissa yfir dauðdaga Díönu, eins og öll heimsbyggðin. Það áttu fæstir von á svona ömur- legum dauðdaga 36 ára konu, sem átti að njóta bestu öryggisgæslu sem hugsast gat. Það gerði hún þó ekki. Konungsfjölskyldan hafði afnumið öryggisráðstafanir í hennar garð,“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir, sem var nýflutt heim frá Lundúnum, þar sem hún hafði meðal annars verið fréttaritari Ríkisútvarpsins í tæpan áratug. Aldagamlar hefðir í uppnámi „Það skrifast síðan á reikning föður Dodis, Al Fayeds, að hann, kallinn sem öllu réði, skyldi fela drukknum og dópuðum bílstjóra að ferja son- inn og krúnudjásnið, sem Díana vissulega var,“ segir Hildur Helga og bætir við að hún hafi f lutt fréttir af öllu milli himins og jarðar frá Bretaveldi, en einhvern veginn „sátu fréttirnar af þessu fólki fastast í fólki og gera jafnvel enn! Það var áhugavert að stúdera hvað gerðist í þessari fjölskyldu í kringum þetta óvænta andlát Díönu. Jafnvel drottningin, höfuð f jölskyldu sem byggir á alda- gömlum hefðum, virtist ekki hafa hugmynd um hvernig hún ætti að bregðast við.“ Grimmileg örlög Ástandið sem skapaðist eftir dauða Díönu varð því f ljótt að krísu milli reiðrar þjóðar, sem var farin að minna á þýskan uppruna núver- andi konungsfjölskyldu og heimta: „Húnana heim“ og vandræðalegrar konungsfjölskyldu, sem taldi sig geta sópað þessum heimsviðburði undir teppið. Það reyndist auðvitað ekki hægt. Við Ólafur Sigurðsson frétta- maður dekkuðum jarðarför Díönu, þessa lengstu beinu útsendingu í manna minnum. Mér er þar minnisstæðust þrumuræðan sem Spencer jarl f lutti, um hundeltandi pressuna og ekki síður framkomu konungsfjölskyldunnar við systur hans, sem jarlinn minnti á að hefði verið af margfalt konunglegra blóði en þessi fjölskylda sem hún var svo óheppin að giftast inn í og reyndist henni ekki vel. Þrumuræða, sem ég man næstum frá orði til orðs. Það voru grimmileg örlög konu sem hét eftir veiðigyðjunni sjálfri, Díönu, að verða hundeltasta mann- vera jarðarinnar, sagði jarlinn og gestir þögðu allir sem einn. Síðan tók við löng ferð með kistu prinsessunnar til Althorp-kastala Spencer-fjölskyldunnar, þar sem hún var jarðsett ein á lítilli eyju á landareigninni. Svolítið einmana- legt, en eftir allt sem á undan var gengið vildi Spencer-fjölskyldan hafa hana hjá sér.“ n Hundeltasta manneskjan í heiminum Hildur Helga Sigurðardóttir. Lafði Díana Spencer, leikskólakennarinn sem varð prinsessa fólksins, skömmu fyrir örlagaríka trúlofun hennar og Karls prins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is Lafði Díana, prinsessa fólks- ins, væri sextug í dag hefði hún lifað. Hún færði konungs- fjölskylduna nær nútímanum og mikil áhrif hennar mögn- uðust gríðarlega við dauða hennar. thorarinn@frettabladid.is Lafði Díana Frances Spencer fædd- ist þann 1. júlí 1961 og var aðeins 36 ára þegar hún, í sviðsljósi ágengra fjölmiðla, lenti í hörmulegu bílslysi í París 31. ágúst 1997. Díana var ger- vallri heimsbyggðinni harmdauði og hennar er enn minnst með hlý- hug sem hinnar einu sönnu prins- essu fólksins. Almenningur tók hinni ungu og frjálslegu Díönu opnum örmum, þegar hún og ríkisarfinn Karl, prins- inn af Wales, tóku að stinga saman nefjum. Þau voru gefin saman í dómkirkju heilags Páls sumarið 1981 í óumdeildu brúðkaupi síðustu aldar og örlög hennar réðust í raun þegar hún dró lengsta brúðarslóða samtímasögunnar á eftir sér út á þyrnum stráða örlagabrautina. Varð voldugri í dauðanum „Hún náttúrlega deyr þegar hún er bara 36 ára og mér hefur alltaf fundist áhugavert hversu mikil áhrif hún hafði á stuttri ævi. Hún skilur gífurlega arfleifð eftir sig og þótt hún hafi nú ekki verið lengi í konungsfjölskyldunni þá hafði hún alveg rosalega mikil áhrif og leiðin- legt að segja það, en það er kannski í dauðanum sem áhrif hennar verða enn meiri,“ segir Guðný Ósk Laxdal, sem fjallaði um nútímavæðingu konungsfjölskyldunnar í BA-ritgerð sinni 2016. „Dauði Díönu er svo stór og þá neyddist drottningin svolítið til þess að fara gegn hefðinni og breska fánanum var þá flaggað í hálfa stöng við Buckingham-höll í fyrsta skipti í sögunni, vegna þess að þjóðin bara krafðist þess að einhverjar tilfinn- ingar yrðu sýndar.“ Guðný segir þetta hafa verið stór- merkilegt og þá ekki síst að Elísabet skuli hafa látið gera þetta. Það eitt og sér segi mikið um þær miklu breytingar sem fylgdu Díönu. Prinsessa fólksins Díana varð f ljótt „prinsessa fólks- ins“ enda fram úr hófi alþýðleg og lagði sig fram um að ala syni sína Aðeins ein Díana prinsessa Guðný Ósk kennir ensku í Flensborg og fjallar um kóngafólk af innsýn sem @roylaicelander á Instagram. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR GEIRSSON Heimsbyggðin stóð á öndinni yfir fegurð og útgeislun prins- essunnar þegar hún gekk að eiga ríkisarfann og tók sín fyrstu skref inn í háskalegan heim þar sem grimmileg örlög biðu hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY upp í heilbrigðari nálægð við eitt- hvað sem mætti teljast eðlilegt líf. Guðný rifjar til dæmis upp sögur af því að Díana hafi átt það til að fara með Vilhjálm og Harry á næsta McDonalds í stað þess að snæða í höllinni. „Það situr svolítið í þeim í dag að hafa kynnst svona aðeins eðlilegra lífi,“ segir Guðný, og víkur að þeim miklu áhrifum sem dauði móður þeirra hafði á Vilhjálm og Harry. „Þjóðin tekur þá svolítið að sér og það sést enn þann dag í dag hversu fólki finnst vænt um þá, þótt þeir séu orðnir fullorðnir menn með sínar eigin fjölskyldur. Það er alltaf þessi væntumþykja einhvern veginn af því að þjóðin og heimurinn áttu Díönu og hún er náttúrlega heilög í dag.“ Væri alger amma Guðný bendir einnig á að Díana hafi kynnt Vilhjálm ungan fyrir aðstæðum heimilislausra, sem hún hafi oft heimsótt ásamt litla prins- inum. Hún var dugleg að minna þá á að þeir lifðu mjög góðu lífi og Vil- hjálmur hélt áfram að sinna heim- ilislausum eftir að móðir hans dó. „Ég held að stærsta arfleifð hennar sé strákarnir hennar og hvernig hún ól þá upp og hvernig þeir hafa tekið við af henni. Guðný segir ómögulegt að segja til um hver staða Díönu væri í dag, hefði hún lifað. Breyturnar eru enda margar en eitt er næsta víst: „Hún væri náttúrlega algjör amma. Held ég. Barnabörnin eru orðin fimm núna og Vilhjálmur og Harry eiga hvor sína dótturina sem heita báðar Díana að millinafni. Það er í rauninni of mikið fyrir barn í dag að heita Díana og eiga eftir að verða Díana prinsessa,“ segir Guðný, um þær Karlottu Elísabetu Díönu, dótt- ur Vilhjálms og Katrínar, og Lilibet Díönu Mountbatten-Windsor sem Meghan Markle og Harry eignuðust í júní. „Það getur enginn orðið Díana prinsessa eftir Díönu og þú setur ekki nýtt barn, sem er líka barna- barnið hennar, í þessa aðstöðu, en það skiptir þá greinilega miklu máli að stelpurnar heiti eftir ömmu sinni og Harry talar ekki um neitt annað í dag en mömmu sína.“ n 22 Lífið 1. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.