Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 29
Skilaboðin í þessum verkum eru þau að lífið heldur einfaldlega áfram. Halldór Ragnarsson sýnir verk á sýningunni Tungu- málið sem ég græt við, í Lista- mönnum Galleríi á Skúla- götu. kolbrunb@frettabladid.is „Ég er að sýna afrakstur vinnu minnar á Covid-tímanum,“ segir Halldór. „Sýningin heitir Tungu- málið sem ég græt við, en mynd- listin er tungumálið sem ég vinn með. Þessi sýning er því óður til myndlistarinnar, sem fær mig til að opna mig. Ég er nokkuð innhverfur í einkalífi en næ að opna mig upp á gátt í myndlistinni. Í því felst ákveðin mótsögn sem ég er að fást við hér.“ Hann segir að þótt verkin hafi verið unnin í Covid þá fjalli sýn- ingin ekki um það tímabil. „Skila- boðin í þessum verkum eru þau að lífið heldur einfaldlega áfram og ég held áfram að vera myndlistarmaður alveg eins og smiður heldur áfram að vera smiður.“ Lætur allt flakka Á sýningunni eru fjórtán verk, mál- verk og tréverk, sem eiga það svo að segja öll sameiginlegt að í þeim eru margendurtekin orð og setningar. „Ég skrifa dagbók á hverjum degi og þessir textar minna svolítið á slík skrif þar sem ég læt allt f lakka,“ segir Halldór. Einn textinn sem er margendurtekinn í einu verkinu er: „Ég er ekki að leita að neinu.“ Hall- dór bendir á að í þessum orðum sé mótsögn. „Bara við að skrifa þessa setningu hundrað sinnum, þá bend- ir það einmitt til að ég sé auðvitað að leita að einhverju.“ Sem dæmi um aðra texta sem finna má í verkum hans eru: „Bara svona og ekkert í viðbót“ og „Hvar varstu? Trúi þér ekki“. Spurður um umfjöllunarefnið í verkunum segir Halldór: „Ég er að fjalla um minn hversdag sem er ekk- ert merkilegri en þinn. Setningarnar í verkunum eru eins og abstrakt málverk, þær vísa ekki í neitt sér- stakt fyrir áhorfandann en fyrir mig eru þær auðvitað persónulegar og ég er að opna á minn heim í þeim.“ Minna á háhýsi Tréverkin á sýningunni minna nokkuð á háhýsi. „Það mætti alveg kalla þau tungumálaborg,“ segir Halldór. „Við gerð þeirra nota ég við og mála á hann og skrifa síðan text- ann. Verkin verða um leið eins og kraðak af alls konar hugsunum sem missa sitt vægi með tímanum, alveg eins og hugsanir gera almennt.“ Tungumálið sem ég græt við er tólfta einkasýning Halldórs, en hann hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis. Sýning Halldórs stendur til 11. júlí. n Opnar sig upp á gátt í myndlistinni „Þessi sýning er því óður til myndlistarinnar,“ segir Halldór. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR kolbrunb@frettabladid.is Í tilefni þess að tónlistarhópurinn Cauda Collective gefur út sína fyrstu hljómplötu, Adest Festum, verður tónlistin af plötunni f lutt í heild sinni í Mengi þriðjudagskvöldið 6. júlí 2021 kl. 21.00. Adest Festum er ný útsetning og frjáls túlkun á elsta varðveitta nótnahandriti Íslands, Þorlákstíð- um. Verkið, sem varð til í Skálholti sumarið 2020, er í 20 köflum fyrir fiðlu, víólu, selló og baritónfiðlu. Í Cauda Collective eru: Sigrún Harðardóttir fiðluleikari, Þóra Mar- grét Sveinsdóttir víóluleikari og Þór- dís Gerður Jónsdóttir sellóleikari. n Útgáfutónleikar Cauda Collective kolbrunb@frettabladid.is Prinsinn eftir Kára Viðarsson og Maríu Reyndal, í leikstjórn Maríu Reyndal, er verk sem nú er í vinnslu.  Í fyllingu tímans verður það frum- sýnt í Frystiklefanum á Rifi. Verkið verður einnig sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar og víðar um landið, og að endingu í Þjóðleikhúsinu. Leik- ferðin er liður í auknu samstarfi Þjóðleikhússins við leikhús á lands- byggðinni. Átján ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum í leit að töffaralegum fötum. Síminn hringir, þetta er sæta stelpan sem var að vinna á Prinsinum í sumar. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Andstæðar tilfinningar sækja að honum næstu mánuði. Ungi maður- inn ákveður síðan með sjálfum sér að verða heimsins besti pabbi. En þá kemur skyndilega í ljós að hann er ekki sá eini sem kemur til greina sem faðir barnsins. Tuttugu árum síðar, þegar ungi maðurinn er orðinn leikari og rekur lítið leikhús á landsbyggð- inni, sest hann niður með leikstjóra og þau skoða þetta mál saman. Þau taka viðtöl við fólkið sem kemur við sögu. Ýmislegt óvænt kemur í ljós. n Víðförull Prins er í vinnslu María Reyndal og Kári Viðarsson sömdu saman leikritið Prinsinn. Cauda Collective gefur út plötu. kolbrunb@frettabladid.is Á tónleikum sumarjazztónleika- raðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugardaginn 3. júlí, kemur fram kvintett saxófón- leikarans Sigurðar Flosasonar og trompetleikarans Ara Braga Kára- sonar. Agnar Már Magnússon leikur á píanó, Nico Moreaux á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Fluttur verður göróttur kokteill jazzstand- arda frá ýmsum tímum. Tónleik- arnir fara fram utandyra á Jómfrúar- torginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. n Siggi Flosa og Ari Bragi á Jómfrúnni Sigurður Flosason. stod2.is FIMMTUDAGUR 1. júlí 2021 Menning 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.