Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 2
Hovima La Pinta Beachfront 4* Costa Adeje TENERIFE 09. - 20. júlí www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 verð frá 139.990 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn Innifalið flug, gisting, hálft fæði og innritaður farangur HÁLFT FÆÐI 11 DAGAR Þetta er ungt og leikur sér Fádæma veðurblíða hefur ríkt á norður- og austurlandi undanfarna daga. Ekki aðeins hafa íslenskir og erlendir ferðamenn flykkst norður í land til að sleikja sólina, heldur kann unga fólkið á landsbyggðinni heldur betur að njóta blíðunnar. Það sýna þessir hressu krakkar sem voru að kæla sig í höfninni á Neskaup- stað í vikunni, þegar Gunnar Gunnarsson ritstjóra Austurfréttar bar að. Ekkert lát virðist ætla að verða á blíðunni næstu daga. MYND/GUNNAR GUNNARSSON America to Europe – Reykja- nes Volcano Ultra fer fram um helgina, þar sem verður hlaupið milli heimsálfa og þeir sem hlaupa lengst hlaupa fram hjá eldgosinu í Geld- ingadölum. Eina konan í 100 kílómetra hlaupinu hlakkar til að takast á við komandi kílómetra. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Kosturinn við að hlaupa 100 kílómetra er að það spyr þig enginn um tímann. Það er meira að ná að klára,“ segir Andrea Kjartans- dóttir, sem er eina konan skráð í 100 kílómetra Goshlaup um helgina. America to Europe – Reykjanes Volcano Ultra fer fram um helgina, en í 100 kílómetra hlaupinu verður hlaupið fram hjá eldgosinu sem og milli heimsálfa, því farið verður yfir gjána milli Ameríku og Evr- ópu. Bjarni Már Svavarsson segir að fyrirspurnum erlendis frá rigni inn fyrir næsta ár. Eðlilega eru fáir erlendir að fara hlaupa þetta árið, en Bjarni vonast til að næsta ár verði ansi stórt. „Það eru einhverjir útlendingar að fara hlaupa í ár, en það er mikið af fyrirspurnum fyrir næsta ár. Grindavík verður upphafs- -og endapunktur. Gosið breytti svo leiðinni aðeins, en við höfum unnið okkur í gegnum það,“ segir hann. Leiðirnar eru ákaflega skemmti- legar en hlaupið verður á utanvega- stígum, fjallvegum, um strandir, hraun, bæi Suðurnesja og upp að útsýnisstöðum, en þó er ákaf- lega lítil hækkun. Í 10 kílómetra hlaupinu er 116 metra hækkun og í 100 kílómetrunum er 820 metra hækkun. „Það eru auðvitað engin stór fjöll á Reykjanesinu. Þetta eru rúllandi upphækkanir en í 50 og 100 kíló- metrunum er hlaupið milli heims- álfa, því hlaupið er yfir brúna milli Ameríkuflekans og Evrópuflekans,“ segir Bjarni. Andrea bíður spennt eftir helg- inni enda góð spá og segist hlakka til að hlaupa fram hjá eldgosinu. „Ég hef hlaupið 100 kílómetra áður, en það var í aðeins öðru formi. Nú langar mig að klára 100 kílómetra í alvöru hlaupi með engum hléum. Það getur verið bæði gott og vont að hafa meiri hækkun, því þá er hægt að hvíla sig upp brekkurnar, þannig að ég er aðeins stressuð ef það eru ekki brekkur. Öll hækkunin er á fyrri hlutanum og seinni hlut- inn er á meira flatlendi. Þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt hlaup og góð braut. Betri hlauparar en ég gætu neglt á þetta og náð góðum tíma. En ég er ekki á þeim stað. Ég ætla bara að klára þetta,“ segir hún. ■ Hlaupið um gosstöðvarnar í miðnætursól og góðu veðri Trúlega verður ansi magnað að hlaupa í kringum eldsumbrotin við Fagradals- fjall í glampandi sól um miðja nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það eru einhverjir útlendingar að fara hlaupa í ár, en það er mikið af fyrirspurnum fyrir næsta ár. Bjarni Már Svavarsson. kristinnpall@frettabladid.is VESTMANNAEYJAR Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja lagði til að lundaveiði yrði leyfð með sama hætti þetta árið og á síðasta ári og lundaveiðar verði heimilar frá 7.-15. ágúst næstkomandi. Á árum áður þekktist að veiðitímabilið væri allt að 46 dagar, en í bókun ráðsins kemur fram að þá daga sem veiðin er leyfð er tíminn yfirleitt nýttur til þess að viðhalda þeirri merkilegu menningu sem fylgir veiðinni og úteyjalífi almennt. Um leið er þess óskað að gengið verði fram af hóf- semi við veiðarnar. Náttúrustofa Suðurlands hafði áður mælt gegn því að lundaveiðar yrðu heimilaðar þetta árið og vísað til þess í umsögn og greinargerð um málefnið. Í skýrslunni kemur fram að lundastofninn á Íslandi hafi minnkað um 45 prósent á sautján árum. Lítil ungaframleiðsla og fæðuskortur hafi leitt til þess að stofnvöxtur hafi farið minnkandi og fyrir vikið telst öll veiði úr lunda- stofninum stofnvistfræðilega ósjálf- bær.■ Lundaveiði leyfð í eina viku í ágúst Áður fyrr var veiðitíminn mun lengri. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Forsvarsmenn Norður- f lugs hafa ekki sett sig í samband við landeigendur að Hrauni eða lögmann þeirra, eftir að sýslumaður lagði lögbann við lendingum þyrla félagsins við gosstöðvarnar í Geld- ingadal, í fyrradag. „Nei það hefur enginn haft samband af hálfu Norð- urflugs í dag,“ segir Óskar Sigurðs- son, lögmaður landeigendanna, en í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Óskar að leysa mætti málið með samningum. Óskar sagðist ekki hafa rætt við umbjóðendur sína um viðbrögð Samtaka ferðaþjónustunnar við lög- bannið. Samtökin tóku fréttunum illa og sögðu lögbannið geta skapað slæmt fordæmi. Óskar er nú að ganga frá stefnu í málinu en höfða þarf staðfestingar- mál um lögbannið innan viku frá því það var lagt á. Hann segist gera ráð fyrir að stefnan verði komin til héraðsdóms fyrir helgi. ■ Norðurflug ekki óskað eftir fundi Útsýnisflug með þyrlum hefur verið í boði við gosstöðvarnar síðan í mars. 2 Fréttir 1. júlí 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.