Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 24
Leikkonan Scarlett Johans- son markaðssetur snyrti- vörumerki snemma á næsta ári. Hún gefur lítið upp um línuna en undirbúningur hefur staðið yfir í nokkur ár. sandragudrun@frettabladid.is Scarlett Johansson mun gegna hlutverki stjórnarformanns snyrti- vörufyrirtækisins. Hún hefur þegar fengið gamalreyndan tísku- frumkvöðul, Kate Foster, til að reka fyrirtækið og gegna hlutverki framkvæmdastjóra. Með stofnun fyrirtækisins mun leikkonan bætast í hóp fjölda frægra kvenna sem hafa sett snyrtivörumerki á markað. Má þar nefna Gwyneth Paltrow, Jessica Alba, Kylie Jenner, Kim Kardas- hian og Rihanna, sem allar hafa byggt upp snyrtivörufyrirtæki með góðum árangri. Leikkonan sagði í yfirlýsingu að nýja merkið hennar, sem er styrkt af Najafi Companies, sömu fjárfestum og eru á bak við merki Tracee Ellis Ross, Pattern Beauty og merki Millie Bobby Brown, Florence by Mills og fleiri merkja í eigu stórstjarna, muni bjóða upp á hreina og aðgengilega nálgun að fegurð. Að öðru leyti hafa Scarlett og Kate Foster ekki gefið mikið upp um nýju vörulínuna. Scarlett segist sjálf hafa verið heilluð af krafti fegurðar frá því hún var barn. Hvernig hún getur umbreytt fólki. En móðir hennar innrætti Scarlett frá unglingsaldri, mikilvægi þess að hugsa vel um sjálfa sig. Fjölhæf fyrirmynd Scarlett hefur verið eftirtektar- verð leikkona frá unga aldri og hún hefur vakið athygli fyrir fágaðan stíl á rauða teppinu. Hún klæðist oft kjólum sem minna á stíl leikkvenna frá gullaldarárum Hollywood og toppar útlitið með rauðum varalit. Fjölhæfni Scarlett Johansson sem leikkonu hefur haldið henni á toppnum í Hollywood í mörg ár. Frá því hún byrjaði að leika tíu ára gömul hefur hún tekið að sér hlutverk í alvarlegum myndum á borð við Lost in Translation, til rómantískra gamanmynda eins og He's Just Not That Into You, og hasarmynda eins og The Avengers. Hún hefur einnig verið áberandi í tískuheiminum, en hún hefur verið andlit herferða fyrir Dolce & Gabbana og verið á forsíðum fjöl- margra tískutímarita. Það virðist vera sem þessi hæfi- leikaríka kona geti ekki stigið feil- spor og því má vænta þess að nýja snyrtivörulínan hennar eigi eftir að slá í gegn, líkt og flest annað sem hún gerir. Nýjasta mynd hennar, Black Widow, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi þann 7. júlí. ■ Ný lína væntanleg frá stórleikkonu Scarlett Johansson er fjölhæf leikkona sem er núna að undibúa nýja snyrti- vörulínu. Línan verður sett á markað snemma á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leikkonan hæfileikaríka hefur vakið mikla athygli fyrir glæsilegan og fág- aðan klæðnað á rauða dreglinum. Scarlett segist alltaf hafa heillast af áhrifamætti fegurðar. Scarlett var mjög ung þegar hún fór að vekja athygli á rauða dreglinum. Hér mætir hún á frumsýningu Ghost World árið 2001, þá 16 ára. Fæst hjá N1, OLÍS, veiðibúðum og veidikortid.is Frelsi til að veiða! Ertu búinn að fá þér Veiðikortið? 8.900 kr 10 kynningarblað A L LT 1. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.