Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 42
Ég held að
gamla
fólkið
myndi fá
kast en að
unga
fólk inu
myndi
finnast það
vera „ico-
nic“.
Patrekur
stod2.is
Þríeyki ungu kynslóðarinnar,
þeir Bassi Maraj, Binni Glee og
Patrekur Jaime, stjörnur raun-
veruleikasjónvarpsþáttanna
Æði, hafa hlotið verðskuldaða
athygli fyrir 17. júní herferð
Reykjavíkurborgar í ár.
Raunveruleikastjörnurnar fara á
kostum í myndbandi sem sýna á
hvernig Þjóðhátíðardagur Íslands
varð að veruleika árið 1944. Her-
ferðin hefur hlotið mikið lof og ber-
sýnilegt að margir sjá húmorinn í að
senda átrúnaðargoð yngstu kyn-
slóðarinnar í torfkofana á Árbæjar-
safni.
Skildu ekki textann
Brynjar Steinn Gylfa son, betur
þekktur sem Binni Glee, fer með
hlutverk Bínu frænku, sem fær hug-
myndina að 17. júní hátíðahöldum
eftir dvöl í hinni nútímalegu Kaup-
mannahöfn.
„Ég var heppinn að þurfa ekki að
tala þessa forníslensku“, segir Binni
en bæði Patrekur og Bassi þurftu
að leggja texta á minnið sem var í
takt við tíðaranda tuttugustu aldar-
innar.
Patrekur viðurkennir að það hafi
verið virkilega erfitt að læra lín-
urnar. „Úff, ég gat það varla, ég vissi
náttúrulega ekkert hvað ég var að
segja,“ segir Patrekur hlæjandi. Þeir
Bassi hafi reynt að vitna í mynd-
bandið eftir að það kom út, en hvor-
ugum hefur tekist það hingað til.
Binni skýtur inn í að það hafi
þurft þónokkrar tökur fyrir þá að
ná að fara með allan textann. Þeir
eru sammála um að frammistaða
Bassa hafi verið afgerandi verst í
þeim málum. „Það þurfti örugglega
svona hundrað tökur fyrir Bassa en
ég held að ég hafi náð þessu á svona
tíu,“ segir Patrekur hreykinn.
Gamla fólkið stokkið á lestina
Viðtökurnar hafa ekki látið á sér
standa og hefur þríeykið nú náð til
nýs aðdáendahóps. „Ég er í áfalli yfir
þessum viðbrögðum, meira að segja
gamla fólkið elskar okkur,“ segir
Binni upp með sér. Eldri kynslóðin
hafi hingað til ekki brugðist sér-
lega vel við efni frá vinunum. „Þess
vegna er þetta svo skrítið því við
erum svo vanir því að fá neikvæðar
athugasemdir frá eldra fólki.“
Það gæti skýrst af því að sumir
hreinlega skilji tríóið ekki. Í téðri
herferð tekur Binni til að mynda
fram að Jón Sigurðsson hafi verið
„low-key daddy.“ Aðspurður hvernig
Vér erum
öll æði
Patrekur Jaime,
Bassi Maraj og
Binni Glee hafa
svo sannarlega
slegið í gegn í
þáttunum Æði.
MYND/ JULIE
ROWLAND
Kristlín Dís
Ingilínardóttir
kristlin
@frettabladid.is
Jóni hafi áskotnast sá titill segir
Binni einfalda útskýringu vera á því.
„Þegar við sjáum einhvern eldri
mann sem er „með þetta“ þá segjum
við hann sé alveg „low-key daddy“
og þar sem þetta átti að gerast
1944 þá hugsuðum við að Jón hefði
örugglega verið „low-key daddy“ á
þessum tíma.“ Orðatiltækið tengist
þó ekki útliti á neinn hátt, þar sem
Binni hefur ekki hugmynd um
hvernig Jón Sigurðsson leit út.
Til í að vera næsta fjallkona
17. júní hefur hingað til ekki spilað
stórt hlutverk í lífi Æði-gengisins
en það eru þó einhverjar hefðir
sem piltarnir kunna virkilega vel
að meta. „Eins og til dæmis fjall-
konan, Patti væri alveg fullkomin
fjallkona,“ segir Binni.
Patrekur tekur undir það og
kveðst vera verkinu vaxinn. „Hvar
sækir maður eiginlega um?“ spyr
hann. Þeir Bassi, Binni og Patrekur
eru allir sammála um að það sé
löngu kominn tími til að karlmaður
fái að stíga í fótspor fjallkonunnar.
„Ef það myndi einhvern tímann
gerast þá mun samfélagið samt
missa sig,“ segir Binni og bendir á að
ekki séu allir jafn víðsýnir og aðdá-
endur Æðis. Patrekur tekur undir.
„Ég held að gamla fólkið myndi fá
kast en að unga fólkinu myndi finn-
ast það vera „iconic“.“
Patrekur bendir þó á að hann sár-
vanti peysuföt til að skarta á tylli-
dögum. „Ég á ekki þjóðbúning en ég
myndi alveg fara í svoleiðis á djamm-
ið. Það væri góð stemmning ef allir
myndu mæta í svoleiðis í bæinn.“
Peysuföt fara þríeykinu óneitan-
lega vel en hægt er að sjá þá skarta
þjóðlegum klæðum á f lestum
strætóskýlum Reykjavíkur þessa
dagana. Binni segir það vera furðu-
lega tilfinningu að sjá andlit sitt um
allan bæinn.
Skrítið að vera frægur
„Ég hringdi í mömmu um leið og ég
sá mig á strætóskýlinu, ég var svo
spenntur,“ segir Binni, sem kveðst
enn vera hissa á eigin velgengni.
„Það eru svona litlir hlutir sem koma
manni ennþá á óvart og mér finnst
alltaf ótrúlega skrítið að hugsa um
hvernig lífið mitt varð svona.“
Óhætt er að segja að Æði séu með
vinsælustu raunveruleikaþáttum
Íslandssögunnar og skutust Bassi,
Binni og Patrekur hratt upp á
stjörnuhimininn. „Ég hélt alltaf
að ég myndi detta út af samfélags-
miðlum eftir einhvern tíma en í
staðinn verður fylgjendahópurinn
og athyglin alltaf meiri og meiri.“
Binni segir fjölskyldu sína taka
vel í ferilinn. „Svo lengi sem ég fæ
pening styðja þau mig í þessu,“ segir
hann hlæjandi. „Þau halda stundum
að ég sé að gera þetta ókeypis og eru
alltaf að segja mér að fá mér vinnu
en þetta er bara vinnan mín og ég
er bara í fullu starfi á samfélags-
miðlum.“
Kveður við nýjan tón
Það sé undarleg tilfinning að vera
frægur fyrir að vera maður sjálfur,
að mati drengjanna. „Við erum ekki
að leika einhverja karaktera og
reynum að vera við sjálfir.“ Þriðja
sería af Æði er komin vel á veg og
hafa tökurnar gengið vonum fram-
an. Ekki er þó öllu lokið enn þar sem
þríeykið mun gera tvo þætti á Þjóð-
hátíð í Eyjum og á Hinsegin dögum.
Í næstu seríu fá áhorfendur að
skyggnast inn í hugarheim Bassa,
Binna og Patta á mun persónulegri
nótum en áður. „Við erum að opna
okkur mun meira um okkar vanda-
mál og vera einlægari en við höfum
verið til þessa.“
Opna sig um vandamál sín
Binni telur að nýjasta serían muni
koma aðdáendum mikið á óvart
þar sem fyrri seríurnar hafi ein-
blínt meira á skemmtun og drama.
„Núna eru við að tala um okkar
vandamál, pressuna og aðra lífs-
reynslu.“ Í nokkrum senum sé farið
á dýptina og þar megi víða sjá tár á
hvarmi.
Raunveruleikastjörnurnar sam-
mælast um að þrátt fyrir að það sé
kvíðavaldandi að berskjalda sig á
þennan hátt sé mikilvægt að vera í
takt við raunveruleikann. „Við vilj-
um sýna að það sé allt í lagi að líða
illa,“ segir Binni. „Það ganga allir í
gegnum eitthvað og maður þarf að
vinna í sínum vandamálum. Lífið
er ekki alltaf dans á rósum, eins og
þau segja.“
Lífið sé þó oft ansi skemmtilegt
og hlakkar Æði-gengið til að fagna
þjóðhátíðardeginum í dag. Binni
verður á Akureyri en Patrekur og
Bassi halda upp á daginn í Reykja-
vík. „Eins og við höfum sagt þá er 17.
júní ekki bara æði heldur erum vér
öll æði.“n
32 Lífið 17. júní 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ