Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 30
Cristiano Ronaldo lækkaði virði hlutabréfa Coca Cola um tæp tvö prósent með nokkurra sekúndna gjörn­ ingi sem vakti gríðarlega athygli. Björn Berg Gunnars­ son segir þetta til marks um þau áhrif sem stórstjörnur hafa á afkomu stórfyrirtækja. hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Uppátæki portúgalska knattspyrnumannsins Cristianos Ronaldo á blaðamannafundi í kringum leik portúgalska liðsins í lokakeppni Evrópumótsins, þar sem hann færði Coca Cola f löskur sem stillt hafði verið upp fyrir framan hann og hvatti áhorfendur til þess drekka vatn í stað kóks, vakti alheimsathygli. Hvatning Ronaldos varð til þess að virði hlutabréfa Coca Cola lækk­ aði um tæp tvö prósent eða um 500 milljarða íslenskra króna. Þetta sýnir svart á hvítu áhrif stórstjarna og annarra áhrifavalda á af komu fyrirtækja. „Það er alveg klárt mál að uppá­ tæki Ronaldos hefur bein áhrif á hlutabréfaverð Coca Cola og það er mjög athyglisvert. Þess ber hins vegar að geta að það er ekkert óeðlilegt að hlutabréfaverð Coca Cola sveif list á milli daga, það ger­ ist reglulega og ekki er víst að þetta hafi marktæk áhrif til lengri tíma. Aftur á móti er það eftirtektar­ vert hversu mikil áhrif stórstjörnur hafa og hversu fyrirtæki eru ber­ skjölduð fyrir því sem þær ákveða að gera,“ segir Björn Berg Gunn­ arsson, deildarstjóri greiningar Íslandsbanka. Fyrirtækin eru berskjölduð „Það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara einhver stórstjarna. Þetta er Ronaldo, sem er með um það bil hálfan milljarð fylgjenda á sam­ félagsmiðlum og er gríðarlega stór stjarna með stuðningsmenn sem taka hann mjög alvarlega. Það að hann geri þetta með jafn skýrum hætti og á jafn stóru sviði, gerir þetta enn áhrifaríkara en ella. Það er fróðlegt að sjá að nokk­ urra sekúndna gjörningur Ronald­ os, hvort sem hann var fyrir fram ákveðinn eða ekki, hafi svona mikil áhrif. Þó þetta veki óneitanlega athygli á vörumerkinu, sem í sjálfu sér getur verið jákvætt, er ekki úti­ lokað að fylgjendur hans og aðdá­ endur taki þessu sem skýrum skila­ boðum,“ segir Björn Berg. „Þarna sjáum við líka ástæðu þess að fyrirtæki eru í meira mæli að nota áhrifavalda til þess að aug­ lýsa vörur sínar. Það hefur bein áhrif á fólk að sjá hvaða vörur stórstjörnur segjast velja frekar en aðrar. Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem stórstjörnur hafa áhrif á það hvernig stórfyrir­ tækjum vegnar til skamms tíma litið. Coca Cola brást hárrétt við Viðbrögð Coca Cola, að senda út hóf­ stemmda yfirlýsingu, sem var afar innihaldsrýr, sýnir að fyrirtækið ætlar sér ekki í þennan slag, enda lítið upp úr því að hafa. Það væri alls ekki þeim til framdráttar að hjóla í Ronaldo eða setja fram á sjónar­ sviðið einhverja aðra stórstjörnu sem mærir vöru þeirra í andstöðu við portúgölsku fótboltahetjuna. Þeir munu bara nota þá taktík held ég að láta þetta atvik gleymast og vonast til þess að þetta hafi bara verið stormur í kókglasi og hlut­ hafar tapi ekki á þessu. Bréfin hafa jú hækkað síðan þá, þannig að tap hluthafanna verður ekki jafn mikið og fram kom í fyrstu fréttum fjöl­ miðla um málið. Þetta sýnir okkur þó áhrifa­ mátt stórstjarnanna. Svona dæmi styrkja væntanlega enn frekar samningsstöðu þeirra við gerð auglýsingasamninga og sýna fyrir­ tækjum hve gífurleg áhrif skærustu stjörnurnar hafa. Samstarf við slíka aðila getur eðlilega haft mikil áhrif á fjárhag fyrirtækja,“ segir sérfræð­ ingurinn um fjármál í íþróttum. n Mun enda sem stormur í kókglasi Ronaldo hefur áður lýst yfir óánægju sinni með gosneyslu elsta sonar síns, Cristianos yngri, en hann var um tíma eitt af andlitum Coca Cola. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY hjorvaro@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Stjórn Íþróttasam­ bands fatlaðra hefur valið þá fjóra einstaklinga sem verða fulltrúar Íslands á Paralympics í Tókýó í haust. Frjálsíþróttafólkið Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Patrekur Andr­ és Axelsson frá FH og svo sundfólkið Már Gunnarsson frá ÍRB og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR fara fyrir hönd Íslands til Tókýó. Af þeim fjórum keppendum sem valdir hafa verið til verkefnisins eru Bergrún, Már og Patrekur öll að fara að keppa á sínum fyrstu leikum, en Thelma Björg synti fyrir Íslands hönd í Brasilíu árið 2016. . Það er enn von um að Ísland geti sent fleiri keppendur til Tókýó.Þor­ steinn Halldórsson gæti komist inn á leikana með góðum árangri í lokaúrtökumóti fyrir ÓL. Þorsteinn keppti fyrstur Íslendinga í bogfimi á Paralympics í Ríó árið 2016. n Fjórir nú komnir með farseðil á ÓL Már og Bergrún Ósk keppa fyrir hönd Íslands í Tókýó í haust. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri í greiningardeild Íslandsbanka hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Sívaxandi þáttur í utan­ umhaldi fótboltaliða er taktísk greining út frá upptökum á æfing­ um og leikjum liða, leikgreining og ýmiss konar gagnagreining. Arnar Þór Viðarsson segir að þegar hann tók við sem yfirmaður knatt­ spyrnumála hjá knattspyrnusam­ bandi Íslands, KSÍ, árið 2019 hafi staða mála verið greind hvað þennan hluta varðar hjá sambandinu. Þá hafi komið í ljós að þessu var töluvert ábótavant og síðan þá hafi verið stigin skref í átt til þess að bæta úr því. „Það var alveg ljóst að við þurftum að bæta þennan þátt svo um munaði til þess að dragast ekki aftur úr með þróun okkar fótboltamanna. Fyrsta skrefið var að útvega okkur búnaðinn og nú eru allir vellir lið­ anna í Pepsi Max­deildinni komnir með myndavél sem getur tekið upp efni sem nýst getur við taktíska greiningu og tölfræðiúrvinnslu úr leikjum,“ segir Arnar Þór. „Félögin í Pepsi Max­deildinni eru svo komin með aðgang að sams konar GPS­vestum og VEO mynda­ vélum og úrvinnsluforriti þannig að nú eru þau gögn og þær tölur sem félögin vinna með samanburðarhæf. Þá er aðbúnaðurinn hjá landslið­ unum orðinn umtalsvert betri en hann var þegar ég hóf störf hjá KSÍ,“ segir landsliðsþjálfarinn enn fremur. „Næsta skref er svo að þjálfa íslenska einstaklinga, bæði þjálfara og aðra sem hafa áhuga á þessum hluta þjálfunar, í því að geta unnið fyrir félögin og landsliðin okkar. Hjá A­landsliðinu til að mynda erum við Tom Joel sem sér um líkamlega þjálfun á leikmönnum og úrvinnslu gagna hvað líkamlegt atgervi leikmanna varðar. Við tökum upp allar æfingar liðsins og það sama á við um yngri landsliðið, og greinum þær og förum yfir með leikmönnum. Svo höfum við auðvitað aðgang að okkar eigin leikjum. Við kaupum hins vegar taktískan leikgreiningarpakka á andstæðing­ um okkar sem við notum með okkar eigin leikgreiningu sem við gerum sjálfir,“ segir Arnar Þórm, sem mun mæta á leiki Þýskalands og Norður­ Makedóníu á EM til þess að greina þau lið fyrir komandi leiki liðanna í undankeppni HM 2022. „Það er hins vegar draumurinn að geta verið með íslenskan leik­ greinanda í teyminu okkar og það er ekkert launungarmál að við ræddum við Bjarka Má Ólafsson um að taka það starf að sér þegar við vorum að mynda teymið í kringum A­lands­ liðið í janúar fyrr á þessu ári, en hann var ekki laus á þeim tímapunkti. Ég fagna þeirri umræðu sem Bjarki Már hefur sett af stað um leikgrein­ ingu og gagnagreiningu hér heima og því framtaki hans að leiða saman þá sem hafa áhuga á þessu og halda námskeið og fyrirlestra. Þetta er eitthvað sem við munum taka inn í þjálfaranámskeið KSÍ í meira mæli í framhaldinu. Þá er það mikið gleðiefni að Skagamaðurinn Arnór Snær Guð­ mundsson hafi nýverið samið við Noregsmeistara Bodö/Glimt um að starfa sem fitnessþjálfari í akademíu meistaranna. Við viljum fjölga í flóru þeirra sem sérhæfa sig á þessu sviði og við erum að vona að samstarf KSÍ og Háskól­ ans í Reykjavík, um mælingar á leik­ mönnum yngri landsliðanna okkar, leiði af sér fjölgun á sérhæfðum þjálf­ urum í líkamlegu atgervi og gagna­ greiningu,“ segir yfirmaður knatt­ spyrnumála hjá KSÍ.n Þurfum núna að taka næsta skref í gagnagreiningu okkar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A- landsliðs karla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen er kominn í tímabundið leyfi frá störfum sem þjálfari A­landsliðs karla eftir að myndband af honum undir áhrifum áfengis í miðbænum fór í dreifingu. Eiður mun snúa aftur í verkefni landsliðsins í haust og virð­ ist axla fulla ábyrgð á hegðun sinni. „Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mann­ legur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dóm­ greindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum,“ segir Eiður Smári. n Eiður heldur sig til hlés um tíma 20 Íþróttir 17. júní 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.