Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 21
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 17. júní 2021 Sigrún er mörgum að góðu kunn en hún stofnaði og átti íslenska hönnunarmerkið Gyðja Collection sem gerði það gott á sínum tíma. Hún segir skemmtilegt hvernig lífið breyti um stefnu og þróist út í eitthvað dásamlegt eins og líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty sem hún á. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fetar nýjar slóðir við uppbyggingu á bættri heilsu Sigrún Lilja Guðjónsdóttir er konan á bak við líkamsmeðferðarstofuna The House of Beauty, sem nýlega er búið að stækka til að anna eftirspurn. „Það skemmtilegasta sem við gerum er að hjálpa fólki við að bæta heilsuna og auka sjálfstraustið,“ segir Sigrún Lilja. 2 Aldís Amah Hamilton í hlutverki fjallkonunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI sandragudrun@frettabladid.is Fjallkonan er þjóðartákngervingur Íslands. Kventákngervingar þjóða birtast oft sem umhyggjusamar mæður sem vernda þjóð sína og arfleifð hennar. Sambærileg fyrirbrigði eru til dæmis Ger- manía í Þýskalandi og Brittanía á Bretlandi. Fyrst er vitað til þess að orðið fjallkona hafi verið notað í kvæði Bjarna Thorarensen, Íslands minni, sem hefst á eftirfarandi orðum: „Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, Fjallkonan fríð!“ Sú hefð hefur skapast að kona klædd skautbúningi flytji ávarp við hátíðahöldin 17. júní. Árið 1924 kom kona fyrst fram í gervi fjall- konunnar á Íslendingadeginum í Winnipeg. Fyrsta fjallkonan á Íslandi var Kristjana Milla Thor- steinsson. Hún átti að flytja ávarp á Þingvöllum árið 1944, en ekkert varð af því. Skýringin sem gefin var, var að veðrið væri orðið of slæmt. Margar konur höfðu beðið spenntar eftir fjallkonunni og gagnrýndu þessa ákvörðun og töldu að um óvirðingu væri að ræða og fjarvera fjallkonunnar væri táknræn fyrir ósýnileika kvenna við stjórn landsins. Kröfurnar breytast Yfirleitt hafa ungar leikkonur leikið hlutverk fjallkonunnar í Reykjavík en árið 2019 varð Aldís Amah Hamilton fyrsta fjallkonan í Reykjavík af erlendum uppruna. Undanfarin ár hefur krafan um fjölbreyttari konur, eða karla í hlutverki fjallkonunnar orðið sterkari. n Fjallkonan fríð Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is Frítt dakrem fylgir hverju augnkremi T A R A M A R www.taramar.is, Íslandsapótek, Lyfjaver, Hagkaup (Smáranum, Garðabæ, Kringlunni, Akureyri)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.