Fréttablaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 14
Arnarfjörður er annar stærsti fjörður Vestfjarða á
eftir Ísafjarðardjúpi, 38 km langur og víðast 5-10 km
breiður. Þótt f ljúgandi örnum bregði oft fyrir í fjöllum
girtum firðinum segir í Landnámu að hann sé nefndur
eftir landnámsmanni sem hét Örn. Arnarfjörður var
löngum þéttbyggður en í dag er aðeins búið á nokkrum
bæjum auk Bíldudals. Undirlendi í firðinum er lítið og
því urðu bændur að stunda sjóróðra samhliða bústörf-
um. Fiskisæld var mikil en lending á árabátum víða
erfið nema í víkum yst við sunnanverðan fjörðinn. Þar
komu bændur sér því upp verbúðum og heita því Ver-
dalir. Til þeirra teljast Sandvík sem er næst Selárdal,
síðan kemur Miðdalur og vestast er Ystidalur.
Verdalir bjóða ekki aðeins upp á hrikalegar fjalls-
hlíðar með mannhæðarháum skriðum heldur einnig
ljósar strendur og biksvarta kletta. Skammt frá strönd-
inni eru síðan tóftir gömlu verbúðanna en haganlega
gerðar grjóthleðslurnar falla sérlega vel að landslaginu.
Í þessum Versölum Vestfjarða var Jón Sigurðsson for-
seti vermaður en annars bjó hann á Hrafnseyri innar
í Arnarfirði. Aðeins 13 ára gamall réð hann sig upp á
hálfan hlut á feræringi og þótti standa sig vel. Fór hann
því fram á fullan hlut, og fékk. Síðar átti Jón eftir að
sýna sömu staðfestu í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á
19 öld og var fæðingardagur hans, 17. júní, gerður að
þjóðhátíðardegi Íslendinga.
Til að komast í Verdali er ekinn 25 km langur Ketil-
dalavegur frá Bíldudal út í Selárdal, Þar er tilvalið að
hefja gönguna og er fylgt smalavegi sem liggur út í Ver-
dali og þaðan áfram út á Kópanes. Ganga má út fyrir
nesið uns komið er í Kópavík, sem var líka mikilvæg
verstöð. Úr Kópavík liggur leiðin aftur í Ystadal og er
gengið meðfram tignarlegum Miðmúla. Hringurinn í
kringum Kóp tekur daginn frá Selárdal en aðeins tekur
hálfan dag að ganga fram og til baka út í Verdali. Á leið-
inni heim er tilvalið að koma við í safni Samúels Jóns-
sonar í Selárdal eða sjá býlið þar sem Gísli á Uppsölum
bjó einn án nútímaþæginda þar til hann lést 1986. n
Versalir Vestfjarða
Horft yfir Verdali í átt að Kópanesi. Tóftir gömlu verbúðanna í forgrunni. MYNDIR/TG
Klettarnir í
fjörum Verdala
auðvelduðu
lendingu ára-
báta og voru
forsenda þess
að þarna voru
verbúðir.
Fjöllin upp af
Verdölum eru
mikilfengleg.
Hér er horft í
átt að Sand-
víkurhyrnu með
tóftir verbúðar í
forgrunni.
Ólafur Már
Björnsson,
augnlæknir og
ljósmyndari
Tómas
Guðbjartsson,
hjartaskurð
læknir og náttúru
unnandi
FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 17. júní 2021 FIMMTUDAGUR