Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Side 2

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Side 2
2/ forustugrein Að synda móti straumi K.aupmáttarskerðing frá 1977 er staðreynd. Samanburður við launakjör ýmissa sambærilegra starfshópa sýnir, að hlutur opinberra starfsmanna hefur versnað. Aðstæður í þjóðfélaginu gefa samt nokkurt tilefni til að snúa við á braut kjara- skerðinga og auka í þess stað hlut launafólks. Framleiðsluaukning er viðurkennd og sala á afurðum okkar gengur allvel, þótt atvinnurekendur barmi sér vegna stöðugrar verðbólgu. Hér er næg atvinna, og því fylgir jafnan talsverð spenna. Afkoma þeirra batnar einkum á verðbólgutímum sem eiga þess kost að auka sinn hlut í formi yfirborgana eða yfirboða, kaupaukandi launakerfa eða hlunninda, forréttinda í krafti þjóðfé- lagslegrar stöðu sinnar eða menntunar og síðast en ekki síst, hlutdeildar í verð- bólguhagnaði vegna hins slaka eftirlits með allri skattheimtu verðlagningu og almennum greiðslum þjóðfélagsins. Við búum einnig við mikla en því miður skipulagslausa fjárfestingu og sífellt kapphlaup um skjótfengan gróða, ofan á gífurlegar vaxtahækkanir, se‘ neytend- um er síðan ætlað að greiða að fullu. Þjóðfélagslegt misrétti þrífst enn og launamunur virðist stöðugt vaxa þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar um hið gagnstæða. Hlutur þeirra lægstlaunuðu er fyrir borð borinn, svo og þeirra sem búa við fastmótað og njörvað launakerfi og aðlagast því ekki almennri þróun í kjaramálum. í stað þess að viðurkenna öfugþróunina í tekjuskiptingu launafólks, þá hefur tekist að etja saman starfshópunum og skapa meðal þeirra innbyrðist hjaðninga- víg. Sérhyggja og skammsýni eru yfirsterkari skilningi á breiðri samstöðu launa- fólks um að halda sínum hluta gegn harðsvíruðu atvinnurekendavaldi sem stutt er af embættis- og stjórnvöldum. Það er við þessar aðstæður sem þó er ákveðið af hálfu fjölmennustu launþega- samtaka landsins að fresta því stéttarlega uppgjöri sem áformað var í vetrarbyrjun og ýta undan sér vandanum til vors. Hafa síðan fleiri samtök launafólks komið í kjölfarið, og byrjuðum eða boðuðum verkföllum einnig skotið á frest. Ástæðan sern fram er færð er sú, að átakapunkt eigi að færa til hentugri tíma. Hefur þetta alls staðar verið staðfest í félögunum, þrátt fyrir samning eða beina andstöðu. Sú almenna grunnkaupshækkun, sem um er samið fyrir þetta hálfa ár, nær vart að hamla á móti því sem skortir á fullar vísitölubætur svo og skerðingarákvæðum svonefndra Ólafslaga sem öðlast gildi á ný 1. mars n.k. Þegar þetta er ritað eru raunverulegar samningsviðræður BSRB og ríkisins rétt að hefjast. Hefur verið lögð áhersla á það af hálfu bandalagsins, að um verulega sérstöðu sé að ræða hjá opinberum starfsmönnum. Upprunalegur kjarasamningur átti að renna út 1. sept. s.l. en var með nokkurri breytingu framlengdur af samninganefnd BSRB til áramóta. Honum hefur nú verið sagt upp, og við tekur því nýr aðalkjarasamningur. í kjölfar hans verða svo gerðir sérkjarasamningar félaganna, um röðun starfa og einstaklinga í launaflokka og gefst þá væntanlega færi til einhverra leiðréttinga og samræmingar, þar sem þörfin er brýnust. Frestunarstraumur sá, sem allsráðandi er í kringum okkur hlýtur vissulega að hafa áhrif á tímalengd, launabreytingar og verðlagsákvæði í aðalkjarasamningum þeim, sem gerðir verða fyrir opinbera starfsmenn. Það er torvelt að synda gegn sterkum straumi. En sérstaða okkar í samningsgerð nú er slík, að við viljum ekki að óreyndu trúa öðru en að viðsemjendur okkar fallist á það að leysa samningamálin á nokkuð annan veg en með bráðabirgðaafgreiðslu. Samninganefnd BSRB og bandalagsfélaganna bíður nú erfitt verkefni sem krefst samstöðu og skilnings félagsmanna almennt. Á þessu stigi er ekki unnt að setja fram í þessum efnum annað en frómar óskir um, að opinberum starfsmönn- um auðnist að samstrila kraftana, því að innbyrðis sundurþykkja hlýtur að veikja getu og árangur samtakanna. Haraldur Steinþórsson _______FRA STJÓRN BSRB Nýr starfsmaður hjá BSRB. Vegna sífellt aukinna umsvifa í fræðslumálum og á fleiri sviðum og mikils álags á skrifstofunni ákvað stjóm BSRB í september s.l. að auglýsa eftir starfsmanni í hálft starf. Ragnheiður Ingadóttir Til starfans hefur verið ráðin Ragn- heiður Ingadóttir, en hún hefur áður starfað hjá ríkisskattstjóra og trygg- ingafélagi. Ragnheiður hóf starf í október og annast vélritun og spjald- skrárvinnu. Stofnun starfsmannaráða. Stjóm BSRB hefur tilnefnt fulltrúa sína í samstarfsnefnd þá, sem staðfestir starfsvettvang og fjölda í starfsmanna- ráðum á vinnustöðum. Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB og Klemens Erl- ingsson, fangavörður, verða fulltrúar BSRB. Starfsmenn stofnana, þar sem að staðaldri vinna 15 manns, geta sentósk um stofnun starfsmannaráðs skriflega til skrifstofu BSRB, sem mundi hafa forgöngu um málið. Kjörstjóm BSRB. Stjóm bandalagsins hefur kjörið yfirstjóm til að stjóma væntanlegri allsherjaratkvæðagreiðslu um samn- ingagerð. Formaður hennar er Hörður Zop- honíasson, skólastjóri og aðrir í kjör- stjóm eru Ágúst Guðmundsson, deild- arstjóri hjá Landmælingum Islands og Sigurður Ingason, skrifstofustjóri Póst- hússins í Reykjavík.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.