Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 8

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 8
Lífeyrismál 8 Lífeyrissj ódar áðst efna BSRB var mjög fróðleg Fimmtudagskvöldið 15. okt. 1981 hélt fjölmennur hópur upp í Munaðarnes. Þar skyldi haldin á vegum fræðslu- nefndar BSRB ráðstefna um lífeyrismál. Þátttakendur voru tæplega 70. Morguninn eftir setti Kristín H. Tryggvadóttir. fræðslufulltrúi, ráðstefn- una. Erindi Kristjáns Thorlacius um líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins var flutt af Guðmundi Árnasyni. en Kristján var fjar- verandi vegna veikinda. i erindinu skýrði Kristján helstu atriði varðandi lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og rakti réttindi og skyldur sjóðsfélaga. Guðjón B Baldvinsson hélt skörulegt erindi um félagslega stöðu lífeyrisþeg- ana í dag. Ásmundur Stefánsson ræddi um stöðu almennra lífeyrissjóða og endurskoðun þeirra. Einnig gerði hann ítarlegan samanburð á SAL-sjóðum og lífeyris- sjóðum opinberra starfsmanna. Nokkrar fyrirspurnir og umræður spunnust út af erindi Ásmundar, en hann gat ekki tekið þátt í pallborðsumræðum síðar á ráð- stefnunni eins og áformað hafði verið, þar sem þing Verkamannasambandsins og fleiri störf kölluðu að. Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, sem er formaður 17 manna endurskoð- unarnefndar lífeyrismálefna, flutti erindi um stöðu og framtíð lífeyrismála í land- inu. Umræður og fyrirspurnir urðu strax að loknu erindi dr. Jóhannesar, þar sem hann þurfti einnig að hverfa af ráðstefn- unni vegna sérstakra anna. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB gerði samanburð á stöðu lífeyrisþega og skýrði samanþurðartöflur sem birst hafa hér í Ásgarði að undanförnu. Almennar umræður urðu hinar fjörug- ustu, m.a. svaraði Þröstur Ólafsson, sem sæti á í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, spurningum varðandi afkomu og horfur lífeyrissjóðsins og greiðsluerfið- leika sem sjóðurinn á í um þessar mund- ir. Einnig spunnust umræður um stöðu kvenna og greiðslu makalífeyris varð- andi skilnað svo og almenna stöðu hús- mæðra til lífeyris. Um kvöldið var svo rabbstund og tekið upp léttara hjal. Á laugardeginum var tekið til óspilltra málanna kl. 9.30 við hópvinnu. Var þátt- takendum skipt niður í 6 vinnuhópa með einum hópstjóra. Nokkrar spurningar voru lagðar til grundvallar fyrir alla hóp- ana og leitast við að svara þeim. Ýmsar spurningar vöknuðu líka í hópnum og meðal þeirra sem fyrir svörum urðu voru Einar Isfeld frá Tryggingastofnun ríkisins og Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. Þórhallur Halldórsson sleit svo ráð- stefnunni kl. 14.30 og þakkaði mönnum komuna og aðstandendum ráðstefn- unnar röggsamlega stjórn. í framsöguerindum á ráðstefnunni var samankominn afar mikill fróðleikur og er þess enginn kostur að rekja það allt í þessari frásögn. Ásgarður mun þó leitast við að birta nokkrar glefsur úr ræðum framsögumanna, til þess að gefa örlitla hugmynd um viðfangsefni sem þarna var fjallað um. Félagsleg staða lífeyrisþega Guðjón B. Baldvinsson flutti erindi sem hét „Félagsleg staða lífeyrisþega í dag.“ Hann dró upp mynd af viðhorfum þeirra, sem væru að komast 4 aldursmörkin og myndu á næstunni sækja ellilaun eða eftir- laun til Tryggingastofnunar ríkisins og rakti hvað þá ieitaði á hugann. Lífið er til þess að lifa því, ekki hara til þess að tóra. Hvemig er unnt að búa svo um hnútana að ævikvöldið verði jafnvel hamingjuríkasti tími jarðvistar okkar? Vandamálin aukast — eftirlaunaótti Hann benti á að hlutfall eldra fólks í mannfjölda hefði hækkað mjög að undan- förnu. Árið 2000 þá verða þeir sem eru eldri en 45 ára um 700 millj. í heiminum samkv. útreikningum. Vegna efnahagskreppu auk- ast erfiðleikar þessa fólks, þ.e. tæknileg og atvinnuleg vandamál vegna aldurs og tak- markanir efnahagslegra gæða skerða at- vinnumöguleika. Aðlögunarhæfni er erfitt viðfangsefni vegna hraðvaxandi tækni- breytinga. Sérhvert samfélag, sem er vel skipulagt, ber vissa virðingu fyrir eldri samborgurum, þeir verðskulda því góðan aðbúnað á síð- ustu vinnuárum sínum. Komi í Ijós, að Guðjón B. Baldvinsson í ræðustóli.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.