Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Qupperneq 11

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Qupperneq 11
11 Starfshópur að fjalla um vandamálin. eins og þær eru á hverjum tíma þegar greiðsla fer fram. Þannig verður lífeyririnn hlutfall af meðaltali dagvinnutekna við- komandi á starfstímanum en gildir ekki fyrir það starf, sem starfsmaðurinn gegndi síðast. Nú á að greiða 1,0% vegna 30 hagstæð- ustu áranna fyrir sjóðfélagann en 0,9% vegna þeirra ára sem umfram eru (enginn hefur náð þessum rétti í dag, þar sem SAL-sjóðirnir voru ekki stofnaðir fyrr en 1970). Sjóðfélagar í SAL-sjóðunum greiða sín 4% þar til þeir fara á lífeyri en hætta ekki greiðslu eftir 32 ár eins og í LSR-sjóðum. Samanburður milli sjóðanna sýnir einnig minni eftirlaunarétt hjá lífeyrissjóðum inn- an ASÍ. Eftirfarandi tafla gefur til kynna greiðslu og hámarksréttindi í þessum tveimur sjóðum, miðað við 50 ára starf á aldrinum frá tvítugu til sjötugs. flytja tekjur milli tímabila á æfi sama ein- staklings. Hver og einn þarf því að gera það upp við sig, hvað hann vill. Vill hann hærra kaup á starfstímanum eða aukinn lífeyri á gamalsaldri. Hér þarf að vega og meta. Aldurslækkun hœkkar iðgjaldsþörfina Þá ræddi Asmundur talsvert um ávöxtun fjár lífeyrissjóðanna og um þau lífeyris- sjóðaáform sem helst hafa verið á dagskrá, þ.e.a.s. gegnumstreymissjóði eða uppsöfn- unarsjóði. Taldi hann að miðað við ávöxt- unarmöguleika þá, sem eru I dag og óbreytt kostnaðariðgjöld hjá SAL-sjóðnum mætti áætla 11% iðgjaldsþörf miðað við að lífeyr- isréttur sé 70 ár. Verði hann hinsvegar lækkaður niður í 67 ár þyrftu kostnaðarið- gjöldin að hækka upp í 13% og upp í 14— 15% ef hann yrði lækkaður í 65 ár. Starf 50 ár (20 ára til 70 ára) Réttur: Greiðsla í sjóðinn: ASf 30 X 1,9 + 20X0,9 = 72% 50 ár X 0,1% = 5 árslaun BSRB 32X2+ 13X 1 +5X2 = 87% 32 ár X 0,1%. = 3,2 árslaun Að framansögðu er ljóst, að mikið mis- rétti er á milli þessara tveggja kerfa bæði hvað snertir tekjugrundvöll sjóðanna, rétt- indamyndun og greiðslur sjóðfélaganna. Ekkert er gamla fólkinu ofgott, en það má ekki gleymast að það er vinnandi fólk sem hlýtur að borga brúsann og vinnandi fólk vill líka fá sitt. Raunar er rangt að tala hér um tvo hópa, þá öldruðu og þá á starfsaldri. Lífeyriskerfið er fyrst og fremst kerfi til að Lífeyrir sá, sem fólk nýtur hjá almanna- tryggingunum hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár og mun meira en kaupið. Mikil umskipti urðu 1971 þegar tekjutrygg- ingin var tekin upp en þá stóróx kaupmáttur þeirra lágmarkstekna sem lífeyrisþegum er tryggður. Af hálfu ASI hafa á undanförnum árum verið knúðar fram yfirlýsingar um meðferð greiðslna frá almannatryggingum og megináhersla lögð á hækkun tekju- tryggingar enda hefur kaupmáttur lág- markstekna mjög aukist. Það er ASÍ-fólk, sem einkurn nýtur tekjutryggingar þar sem 1 ífeyrissjóðir þess eru ungir. f dag er grundvallarlífeyririnn frá al- mannatryggingum sá sami til allra en síðan koma viðbótargreiðslur, sem eru háðar tekjum manna fyrr á árum frá hinum ýmsu lífeyrissjóðum og loks bætist við tekju- trygging frá almannatryggingum og lækkar hún eftir því sem lífeyrissjóðagreiðslur eða Ásmundur Stefánsson forseti ASI flytur ræðu sína. aðrar tekjur eru hærri. Þessa þrjá þætti þarf að skoða í samhengi. Nýjar hugmyndir um greiðslujöfnun hjóna o. fi f lok málsins setti Ásmundur fram hug- myndir sínar um fyrirkomulag lífeyrismála. Taldi hann að greiða ætti af öllum laun- um, jafnt dagvinnu sem eftirvinnu og afla- hlut sem bónus. Greiðslur hjóna eða fólks í sambýli ætti að bókast til helminga á hvort fyrir sig. Iðgjaldagreiðslur verði af allri vinnu, en um endurgreiðslu til launamanna væri að ræða eftir 75 ára aldur. Við ákvörðun bótaréttar og iðgjalds verði reynt að samtvinna eftirtalin markmið: a) Ellilífeyrir greiðist frá 65 ára aldri. Því marki verður hinsvegar ekki náð nema á lengri tíma og 67 ár gæti verið áfangi. b) Örorkulífeyrir greiðist með svipuðum hætti og nú er í almennu sjóðunum. þ.e. réttindi framreiknist miðað við áunninn árafjölda til 70 ára aldurs. c) Makalífeyrir verði þrengdur og breytt í samræmi við bókun stiga á bæði hjón. d) Barnalífeyrir færist alfarið yfir á al- mannatryggingar. e) Réttindi verði miðuð við iðgjald alfarið og með tilteknu hámarki. Framhald um lífeyrissjóði bls. 14 Lífeyrismál

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.