Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 12

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 12
Verndaðir vinnustaðir Fjallað hefur verið um ýmsa hópa fatl- aðra i Ásgarði á þessu ári. Nú er ætlunin að reyna að gera grein fyrir atvinnumöguleik- um nokkurra hópa. * Sumir af þeim sem hér um ræðir hafa misst starfsgetuna á fullorðinsárum, en flestir hafa verið fatlaðir frá barnsaldri. Samkvæmt lögum eiga allir fatlaðir eins og aðrir landsmenn kost á skólavist á grunnskólastigi, en þegar því skólastigi lýk- ur tekur óvissan við hjá mörgum. Örfáir hafa aðstöðu til að stunda framhaldsnám við skóla landsins, aðrir fá einhverskonar verkþjálfun við sitt hæfi. flestir standa þó 17 ára andspænis heimi hinna fullorðnu með skerta starfsgetu. * íslenskur vinnumarkaður verður að telj- ast þessu fólki andsnúinn. Fæstar byggingar eru hannaðar með tilliti til þess að fatlaðir venji þangað komur sínar, og í umferðarT málum er allt of lítið gert til þess að auð- velda t.d. hreyfihömluðum og sjónskertum að komast leiðar sinnar. Afskaplega lítill skilningur ríkir meðal atvinnurekenda og fólks almennt á því, að með tilhliðrun og velvilja á vinnustað megi opna fólki leið til margvíslegra starfa. því sjálfu til lífsfylling- ar og þjóðfélaginu til gagns. Samtök fatl- aðra hafa í nokkrum tilvikum mætt vanda- málum félaga sinna með stofnun verndaðra vinnustaða. * Grundvallarhugmyndin með vernduðum vinnustað er að brúa bilið fyrir þá öryrkja sem eru með það skerta starfsgetu, að þeir geta ekki verið úti á vinnumarkaðnum. Til- gangurinn er að gera þá helst hæfa til þess með þjálfun í störfum við sitt hæfi. Marga verndaða vinnustaði er ógerningur að reka með hagnaði, ef þarfir einstaklingsins eiga að vera í fyrirrúmi. Nýtt stjórnarfrumvarp til laga um málefni fatlaðra er nú á döfinni. I því er gert ráð fyrir að fjármálaráðuneytið greiði hallann á rekstri þessara vinnustaða. * Enda þótt hér hafi aðeins verið fjallað um lítinn hóp fatlaðra á vernduðum vinnu- Réttur fatlaðra til vi Plastiðjan Bjarg á Akureyri ■ Blindravinnustofan Ásgarður hafði samband í síma við Friðgeir Guðmunds- son, framkvæmdastjóra Plastiðjunnar Bjargs, sem Sjálfs- björg, félag fatlaðra á Akureyri rekur í nýju og rúmgóðu húsnæði að Bugðusíðu 1. Endurhæfingarstöð fatlaðra er í sama húsi og að lokinni meðferð þar kemur fólk til starfa í Plastiðjunni. Verksmiðjan sem hefur starfað í 13 ár framleiðir raf- magnsvörur úr plasti fyrir raflagnir, Ijósaskilti o.fl. Hér starfa 18 manns, aðsóknin er gífurleg og húsnæðið gæti tekið 30—40 í vinnu. Friðgeir vill, að fólk sé í verkalýðsfélagi. Ef opinber starfsmaður fer í vinnu hér fer hann í Félag verksmiðjufólks, sagði Friðgeir. Rekstrargrundvöllurinn er ekki í nægilega góðu lagi, segir Friðgeir. Atvinnuleysistryggingarsjóður og Lífeyrisdeild Tryggingarstofnunar ríkisins greiöa tvo þriðju hluta af halla fyrirtækisins. Akureyrarbær hefur hlaupið undir bagga með verksmiðjunni með ríflegum fjárframlögum og á þessu ári hefur bærinn staðið undir 25% launagreiðslna til öryrkja. Laun eru eftir Iðjutaxta og starfsfólk nýtur allra réttinda. Friðgeir telur hagstæðara að fá greiddan hluta launa- greiðslna heldur en hallann af rekstrinum. Ef ríkissjóður greiddi 25% launanna og verkalýðsfélögin 10% úr sínum Reksturirm ekkert einkamál öryrkjafélaga % Tengsl við verkalýðsfélagið haldist % Rekstrargrundvöll þarf að tryggja 0 Greiðið launahlutfall, en ekki hallann sjóðum, þá væri afkoma okkur önnur í dag, sagði Friðgeir. Friðgeir sagði að lítið væri um það að starfsfólkið hyrfi aftur út á vinnumarkaðinn. Til þess að svo geti orðið verða vinnustaðirnir að koma til móts við okkur, og svo vantar öll tengsl við ykkur (verkalýðshreyfinguna). Hringnum er ekki lokað fyrr en þeir sem óska þess eru komnir aftur í svipuð störf svo framarlega sem heilsan leyfir. Rekstur verndaðra vinnustaða er ekkert einkamál ör- yrkjafélaganna. er til húsa í stórhýsi Blindraf* sjónskertra á fslandi að Hamri félaginu skrúðgarð við húsið, fyrir komið að sjónskertir eiga I gangbrautum í næsta nágren greiðir það aðgang sjónskertr; fyrir Óskar Guðnason, frkstj. E Stórhýsi í smíði breyttari þjálfui • Umhverfið miðað % Burstagerðin hefu • Rekið með hagnaí Á Blindravinnustofunni vinr Vinnustofan vélvæddist fyrir 1 einvörðungu handídregnir. í stofunnar er nú von á nýjum v< Ásamt burstagerð hefur vinr innflutning á skyldum vörutf klemmur o.fl.) og selur ásamt i Óskar Guðnason taldi afkor þiggur enga styrki, og síðust verið rekið með hagnaði. Sta taxta verkalýðsfélaganna og 1 vinnumarkaði. Óskar taldi me að reka vinnustað sem stendu Nú er hafin smíði á 700 m2 b stórhýsisins að Hamrahlíð 17- við það opnuðust fleiri atvinm skerta þannig að fólk gæti átt Að svo stöddu óskar hann e opinbera. Óbein aðstoð við fy1 aftur á móti verið fólgin í því við önnur, t.d. innflutningi á fr Markmið Blindravinnustofut aður vinnustaður með afmörk skerta undir störf á almennum

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.