Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Side 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Side 19
19 Böðvar Guðmundsson var aðalframsögu- maður um starfsmat og stjórnaði hópa- vinnu. þeirri röðun enda flestum á móti skapi nema þeim er hækkun hljóta. Séð yfir fundasalinn á starfsmatsráðstefnunni. Mismmandi óskir Menntunarþátturinn virðist hafa reynst mönnum erfiður viðeignar. Þarna stönguð- ust á tvenn lögmál. þ.e. matið á þeirri menntunarkröfu, er starfið gerði til þess, Vœgi einstakra þátta í staifsmati BSRB 1970: menntun 20,7% starfsþjálfun 17,2% sjálfstæði og frumkvæði 22,4% tengsl 5,2% ábyrgð 23,3% áreynsla 8,6% vinnuskilyrði 2,6% sem gegndi því annars vegar og hins vegar menntun starfsmannsins. Ýmis önnur fé- lagsleg vandamál komu upp. Þó nokkrar starfsstéttir óskuðu ekki eftir innbyrðis mismunandi mati á störfum heldur meðal- mati fyrir alla. Kennarar óskuðu aftur á móti eftir mismunandi mati eftir því á hvaða skólastigi menn gegndu störfum og eftir menntun þeirra. Ótal fleiri vandamál skutu upp kollinum. Þegar upp var staðið frá samningum 1970 sem höfðu í för með sér44% launahækkun að meðaltali voru þó margir hópar sáróánægðir með sinn hlut. Niðurstaða Ef draga má heildarályktun af máli þeirra er þarna töluðu af reynslu er hún líklega sú, að of viðamikið sé fyrir BSRB að standa að einu allsherjar starfsmati, en aftur á móti sé ljóst, að starfsmat megi hagnýta innan viðráðanlegra heilda, hjá bæjarfé- lögum eins og dæmin sanna og jafnvel inn- an stórra starfsstétta eins og t.d. heilbrigð- isstéttarinnar. Hiti fœrðist í umrœður Undir lok ráðstefnunnar fóru fram frjálsar umræður. Þar kom m.a. fram að störf Starfsmatsnefndar Akureyrar ná ekki til stórra kvennastétta, svo sern sjúkraliða. meinatækna, röntgentækna og fóstra. Þótti konunt þetta kyndugt og spurðu út í ástæð- ur. I svörum kom fram að menn óttuðust af ef t.d. sjúkraliðar hækkuðu við starfsmat gæti það leitt til átaka í starfsmannafélaginu og á hinn bóginn gæti reynst erfitt að fá þær sömu til að sætta sig við launalækkun, ef starfsmat leiddi til þess. Ekki þótti ráð- stefnukonum þetta síðasta fjarska líkleg- ur möguleiki. HÓ Island aðili að vinnumarkaðs samningi Norðurlanda Eins og skýrt var frá í síðasta blaði Ásgarðs hefur undanfarið verið unnið að endurskoðun samnings frá 1954 um sameiginlegan vinnumarkað á Norður- löndum. Atvinnumálaráðherrar Norðurlanda héldu fund hér í Reykjavík 29. nóv. s.l. þar sem uppkast að nýjum samningi um sameiginlegan vinnumarkað var sam- þykkt. Þennan fund sátu og fulltrúar Norræna Verkalýðssambandsins (N.F.S.), þar á meðal fulltrúar A.S.l. og B.S.R.B. Einnig sátu fundinn fulltrúar Vinnuveitendasamtakanna á Norður- löndum. Á fundi atvinnumálaráðherranna var samþykkt að leggja nýjan samning fyrir þing Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Helsingfors í mars á næsta ári. Síðan þurfa þjóðþing landanna að sam- þykkja samninginn. Og nú mun ísland verða aðili að samningnum um hinn sameiginlega vinnumarkað á Norður- löndum. Líklegt þykir að samningurinn taki gildi síðla árs 1982. Þessi santningur felur það í sér að menn þurfa ekki atvinnuleyfi til starfa hvar sem er á Norðurlöndum og njóta sama réttar í því landi, sem þeir setjast að og starfa og heimamenn hvað varðar laun og önnur starfskjör. í bókun með samningsuppkastinu, sem hefur sama gildi og sjálfur samn- ingurinn, er fyrirvari um, að íslensk stjórnvöld geti í sérstökum tilvikum áskilið atvinnuleyfi í því skyni að koma í veg fyrir hópflutninga launafólks eða meiriháttar flutninga einstaklinga, sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum. Félagsmálaráðuneytið hefur með bréfi skýrt frá því, að það muni beita sér fyrir því að B.S.R.B. verði tryggð aðild að vinnumiðlunarstarfsemi í landinu og þeirri ákvarðanatöku sem þar fer fram m.a. í sambandi við aðildina að hinum norræna vinnumarkaði.

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.