Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Side 20

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Side 20
2 0/ Félagafréttir Starfsmannafélag ríkisútvarpsms Aðalfundur Starfsmannafélags Ríkisút- varpsins var haldinn 19. nóvember s.l. Á fundinum var kosin ný stjórn, hana skipa: Dóra Ingvadóttir, formaður, Stefán Jón Hafstein, varaformaður, Ævar Kjartansson, ritari, Óskar Ingimarsson, gjaldkeri, Mar- grét Guðmundsdóttir og Sigrún Sigurðar- dóttir, varastjórn. Lögð var fram skýrsla stjórnar. Þar kom fram að aðalstörf félagsins á árinu voru í sambandi við kjaramál og „Nordfag '81 “, ráðstefnu norrænna útvarps- og sjónvarps- starfsmanna, sem starfsmannafélög útvarps og sjónvarps héldu á Laugarvatni. 27.—31. ágúst s.l. Mest af fundartímanum fór í lagabreyt- ingar. Til helztu nýmæla í lögunum má telja: að lausráðið starfsfólk hjá stofnuninni getursótt um aukaaðild að félaginu. Einnig er ný grein í lögunum um trúnaðarmanna- ráð, sem hver deild er telur fimm eða fleiri starfsmenn skal tilnefna einn fulltrúa í og annan til vara. Fjórar ályktanir voru samþykktar. Tvær voru til menntamálaráðherra, þar sem farið var þess á leit að: a) félagið fengi fulltrúa í nefnd þá er vinnur að endurskoðun út- varpslaga, b) ef áfram verði útvarpsráð yfir stofnuninni með svipuðum hætti og nú er, fái starfsmenn fulltrúa í ráðinu. Aðrar tvær voru sendar útvarpsstjóra þess efnis, að teknar verði upp viðræður: a) um möguleika á því, að starfsmenn fái, á kostnað útvarpsins, að sækja námskeið á sínu sérsviði innan lands eða utan, sem koma mættu viðkomandi starfsmönnum að notum í starfi og um leið stofnuninni, b) um möguleika á því að formaður félagsins, eða annar sem til þess yrði kjörinn, fái að sinna málefnum félagsins ákveðinn tíma í viku hverri í vinnutíma og að útvarpið láti hon- um í té starfsaðstöðu. Starfsmannafélag ríkisstofnana Með lækkandi sól, vaknar það líf sem að meira eða minna leyti hefur blundað sum- armánuðina. Ekki svo að skilja að um ein- hver mykraverk sé að ræða, sem ekki þoli dagsbirtu, heldur liggur í hlutarins eðli að hið skamma sumar okkar er svo krefjandi, að því verður ekki sinnt af neinum hálf- kæringi. Trúnaðarmannakosningar Lokið er kosningu trúnaðarmanna fyrir félagið og eru skráðir 217 aðaltrúnaðar- menn og 172 til vara. Mikill meirihluti trúnaðarmanna eru kosnir eða tilnefndir af . starfsfélögum sínum, en í stöku tilfellum hefur félagsstjórn orðið að skipa. Á einstaka vinnustað eru færri en fimnt, og er brugðið til þess ráðs að setja umboðsmann skv. heimild. Á hann sæti í trúnaðarmannaráði og gegnir að mestu hlutverki trúnaðar- manns. Trúnaðarmenn félagsins hafa löngum sannað gildi sitt sem meðalgöngumenn fyrir starfsfélaga sína, stjórnendur og stéttarfé- lagið. Umræður um stöðu þeirra og réttindi heyra því að mestu sögunni til. Þó eru það stöku ákvæði er virðast vefjast fyrir stjórn- endum, hvort og þá hvernig þeir eigi að Námskeið trúnaðarmanna SFR. skilja viðkomandi ákv. laga er skilgreina rétt trúnaðarmannsins. Dæmigert ákvæði að þessu leyti er virðist fara fyrir brjóstið á einstaka stjórnenda er 44. gr. laga nr. 29/1976 um réttindi trúnað- armanns. Það er svohljóðandi: „44. gr. Gefa skal trúnaðarmanni upp- lýsingar um, ef staða losnar á vinnustað hans eða í ráði er að bæta við starfsmanni. Jafnframt skal láta honum í té upplýsingar um ráðningarkjör og um það hverjir sækja um starfann". Viðurlög við broti á þessum lögum eru áréttuð í 45. gr. sama kafla laganna er segir: „Brot á lögum þessum varða stöðumissi, sektum eða varðhaldi". Stutt en skorinort. Forstöðumönnum er á hverju hausti til- kynnt um val trúnaðarmannafélagsins með bréfi. Að gefnu tilefni hefur félagið ítrekað vakið athygli forráðamanna á áðurgreind- um ákvæðum. Satt best að segja, án merkj- anlegs árangurs. Hlýtur því að vakna spurning um tilganginn með setningu slíkra ákvæða, er ræðst síðan af geðþótta hvort farið er eftir eður ei. Boðunarkerfi fyrir trúnaðarmannaráð félagsins hefur að venju verið endurnýjað og sent trúnaðarmönnum. Með því er á ör- skotsstund hægt að kalla saman til fundar alla trúnaðarmenn, ef svo ber undir. Vinnustaðafundir Trúnaðarmannaráð hefur haldið tvo fundi á sl. hausti auk funda launamálaráðs. Á þess vegum og stjórnar SFR voru haldnir 32 vinnustaðafundir hér á Reykjavíkur- svæðinu, dagana 26. okt.—2. nóv. til kynn- ingar á samþykkt formannaráðstefnu BSRB og skoðanakönnun samninganefndar bandalagsins. Þátttaka félagsmanna var mjög góð og tóku þátt í henni u.þ.b. 1000 manns, auk þeirra er mættu á fundum bandalagsins, er haldnir voru úti á lands- byggðinni. Leikhúsferðir Að venju hefur félagið gengist fyrir leik- húsferðum. Hefur áhugi virst heldur 1 dræmara lagi, hvað sem veldur. Aðeins hefur verið boðið til einnar sýningar „Hótel Paradís“ eftir Georges Friday, er Þjóðleik- húsið bauð til. Námskeið Dagana 11.—13. nóv. var haldið þriggja daga námskeið á vegum félagsins fyrir trúnaðarmenn. Er það lengsta og jafnframt ítarlegasta námskeið er félagið hefur haldið. Voru fengnir til þess fjórtán fyrirlesarar, er gerst þekktu til viðkomandi efnis, til að miðla trúnaðarmönnum af þekkingu sinni og reynslu. Flutt voru erindi um: Heildarsamtökin BSRB—ASÍ. Erindi um almennan vinnu- markað og vinnumarkað hins opinbera. — Fræðslustarf BSRB. — Hlutverk trúnaðar- mannsins. — Aðalkjarasamning BSRB. — Sérkjarasamningsgerð og störf samstarfs- nefndar SFR. — Samningsrétt opinberra starfsmanna. — Réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna, almenn hegningarlög, áfeng- islög, veikindaréttindi, fæðingarorlof. — Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, lög nr. 29/1963. — Starfsemi lífeyrissjóðsins. — Vinnueftirlit ríkisins og lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. —

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.