Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 24

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.12.1981, Síða 24
© 1981 BANDALAG STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA Útí>efandi: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja • Rit- stjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Steinþórsson 0 Rit- nefnd: Jón ívarsson, Óli Vestmann Einarsson. Helga Ólafsdóttir og Þorsteinn Óskarsson 0 Ritstjórnarfull- trúi og blaðamaður: Guðni Björn Kjærbo • Ritstjórn, afgreiðsla og tilkynning heimilisfangabreylinga: Skrif- stofa BSRB, Grettisgötu 89— 105 Reykjavík. Sími 26688 • Prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar, Bolholti 6 • Innpökkun: Plastpökkun s.f. 0 Eintaka- fjöldi: 18000 0 Blaðið er sent öllum félagsmönnum innan BSRB og eftirlaunafólki er þess óskar 0 Áskriftargjald til annarra: Árgjald (1981) 75 kr. 0 Hvert blað (1981) 12 kr. Baksíðan Ávöxtun lífeyrissjóða Starf lífeyrissjóða byggist á greiðslu iðgjalda frá starfsmönnum og vinnuveitendum þeirra. Sjóði sem þannig myndast til að standa undir eftirlaunagreiðslum og öðrum trygg- ingabótum þarf að ávaxta. Ávöxtun fjármuna lífeyrissjóðanna er í stórum dráttum þannig nú, að 60% af ráðstöfunarfé til útlána er lán- að starfsmönnum, sem iðgjöld greiða, til íbúðabygginga. Fyrir 40% af ráð- stöfunarfé til útlána eru síðan keypt verðtryggð ríkisskuldabréf. Þessi kaup á ríkisskuldabréfum eru sam- kvæmt lögum. Kaupa ekki allir ríkis- skuldabréf Lögin um kaupskyldu lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum ná til allra líf- eyrissjóða í landinu. í framkvæmd hefur þetta þó orðið þannig, að sumir lífeyrissjóðirnir fara alveg eftir lögunum og kaupa ríkis- skuldabréf fyrir 40% af ráðstöfunarfé sínu eða því sem næst. Aðrir lífeyris- sjóðir hafa ekki farið eftir landslögum að þessu leyti. Þannig hafa sumir engin ríkisskuldabréf keypt og margir aðeins hluta af því sem lögin ákveða. í hvað fara ríkislánin? Því fé sem ríkið tekur að láni hjá lífeyrissjóðunum er varið til útlána vegna íbúðabygginga og til lána vegna uppbyggingar atvinnuvega landsmanna. Það er því síður en svo neitt at- hugavert við þessi bréfakaup. Jafn- framt verður þó að leggja áherslu á þá stefnu, sem B.S.R.B. hefur haft, að eðlilegt og sjálfsagt sé að útlánafé líf- eyrissjóðanna gangi til íbúðabygg- inga. Með þeim hætti skapar lánsféð einnig atvinnu fyrir landsmenn. Ekki hækkun kaup- skyldu ríkisskuldabréfa Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við skyldu lífeyrissjóða sinna til kaupa á ríkisskuldabréfum, 40% af ráðstöf- unarfé til útlána. En það eru takmörk fyrir því hvað hækka má þessa kaup- skyldu. Hér skal alvarlega varað við að hækka hana meira en orðið er. íbúðarbyggingar og íbúðarlán Þjóðinni er það höfuðnauðsyn að nægilegt íbúðarhúsnæði sé jafnan til fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Húsnæðismálin á tvímælalaust og í auknum mæli að leysa á félagslegum grundvelli. Fyrir fjöldann allan af fólki er það hreinlega eina leiðin til að komast yfir íbúð. Jafnframt verður að tryggja lánsfé fyrir þá sem reisa íbúðarhúsnæði á eigin vegum. Hugmyndir um hækkun kaupskyldu Stjórnvöld hafa kynnt lífeyrissjóð- unum hugmyndir sínar um hækkun á kauþskyldu sjóðanna á ríkisskulda- bréfum úr 40% í 45% af ráðstöfunarfé. Slík hækkun á kaupskyldunni mundi minnka möguleika á hækkun lána til starfsmanna. Því er þeim hug- myndum eindregið andmælt. Á meðan sumir lífeyrissjóðir koma sér hjá að hlíta lögunum, væri rangt af stjórnvöldum að refsa þeim sjóðum, sem fylgt hafa lagaákvæðum og keypt ríkisskuldabréf að sínum hluta. Hér skulu stjórnvöld alvarlega vör- uð við að ganga lengra í lagasetningu um kaupskyldu lífeyrissjóðanna en þegar er orðið. Kristján Thorlacius

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.