Morgunblaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Pétur Pétursson og áhöfn hans á Bárði SH-81 halda áfram að mokfiska í netin. Í gær lönduðu þeir tvívegis, alls um 60 tonnum, sem fengust um hálftíma frá bryggjunni á Rifi. Þeim var vel fagnað með páskaeggjum er þeir komu að landi síðdegis, eins og sjá má á myndinni. Yngsti Pétur Pétursson er á milli pabba síns og afa. Í mars kom Bárður með um 1.150 tonn af óslægðu að landi og frá áramótum er aflinn um 2.250 tonn, 99% þorskur. Í mars í fyrra var aflinn tæp 1.100 tonn og á vertíðinni í fyrravetur, frá áramótum til 11. maí, var aflinn alls 2.311 tonn. Líklegt er að það met verði slegið fyrr en síðar. Bárður SH-81 kom nýr til landsins frá Dan- mörku í lok árs 2019 og er 23,6 metra plastbátur. Pétur skipstjóri sagði í samtali í gær að mars hefði verið einstakur, yfirleitt gott tíðarfar og góður afli. „Það hefur verið meiri þorskur hér fyrir utan heldur en ég man eftir áður, enda höf- um við verndað þorskinn í mörg ár og byggt upp risastóran stofn. Hér hefur verið rosaleg fisk- gengd og við erum með meiri afla en í fyrra þó svo að við séum með færri net og stærri riðil. Mikið hefur verið af loðnu í fiskinum og hann oft verið úttroðinn. Hrygningarloðna hefur meira að segja verið að koma inn á svæðið síðustu daga, sennilega einhverjar restar af göngun- um,“ sagði Pétur, en sonur hans og nafni hefur verið skipstjóri á móti honum. Pétur eldri sagði að fram undan væri kær- komið páskafrí. „Þetta er hörkuvinna, en það er gaman þegar vel gengur,“ sagði skipstjórinn. aij@mbl.is Morgunblaðið/Alfons Finnsson „Hörkuvinna en gaman þegar vel gengur“ Snorri Másson snorrim@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra telur ekki að embættismenn, hvorki landlæknir né sóttvarna- læknir, hafi verið að grafa undan ákvörðunum stjórnvalda með um- mælum sínum í fjölmiðlum undan- farið, eins og Jóhannes Þór Skúla- son, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gaf til kynna í viðtali í fyrradag. Jóhannes Þór hélt þessu fram vegna þeirra efasemda sem landlæknir og sóttvarnalæknir hafa lýst um að taka upp litakóð- unarkerfi á landamærunum 1. maí, eins og ríkisstjórnin hefur boðað. „Embættismenn mega segja sína skoðun, það er bara þannig sam- félag sem við búum í. Ég lít ekki á það sem neina árás á mig eða mína ríkisstjórn,“ segir Katrín. Hún segir að þar með sé ekki grafið undan ákvörðunum stjórnvalda. „Ég er bara svo ánægð með að búa í landi þar sem fólk bara tjáir sínar skoð- anir hvort sem það heitir Jóhannes Þór eða Þórólfur Guðnason. Ég er bara mjög ánægð með þá báða og finnst þeir báðir góðir í sínum hlut- verkum,“ segir Katrín. Þórólfur hef- ur sagst telja ótímabært að boða að- gerðir nú sem eiga að taka gildi 1. maí. Sóttvarnalæknir vísaði því þó til föðurhúsanna í beinni útsendingu í gær að með því að tjá þá skoðun væri hann að grafa undan ákvörð- unum stjórnvalda. Ríkisstjórnin ber ábyrgð Katrín ítrekaði í viðtali við mbl.is í gær að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á sóttvarnaaðgerðum hér á landi, en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra gagnrýndi í viðtali fyrr í vikunni að „svolítill snúningur“ hefði verið tekinn frá einni stefnu í aðra. Katr- ín var ósammála því og sagði stefnu ríkisstjórnarinnar hafa verið þá sömu frá upphafi. Enginn hafi nokkru sinni lofað veirufríu landi. „Ég hef litið svo á að ríkisstjórnin sé samstíga og beri ábyrgð á þess- um ráðstöfunum,“ sagði forsætis- ráðherra. Engin árás á stjórnmálamenn - Katrín ánægð með bæði Jóhannes Þór og Þórólf Guðnason - Embættismenn mega segja sína skoðun - Ósammála ferðamálaráðherra um stefnubreytingu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sóttvarnir Sífellt harðar er deilt um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Beinni útsendingu morgunþáttar K100, Ísland vaknar, frá eldgosinu í Geldingadölum var vel tekið í gær- morgun. Jón Axel, Kristín Sif og Ás- geir Páll voru í loftinu frá kl. 7 til 9, bæði í hljóð og mynd, með glóandi hraunið og gígana í bakgrunni. Þetta mun hafa verið í fyrsta sinn hér á landi, og þótt víðar væri leitað, sem heill útvarpsþáttur er sendur út í beinni frá gosstöðvum. Á meðan þátturinn var í loftinu eldaði Völundur Snær morgunverð ofan í mannskapinn og Ellý Ár- manns málaði á striga myndir af gosinu fyrir framan hana. Mynd- irnar seldi hún svo til stuðnings björgunarsveitunum. Bein útsending frá gosinu - Morgunþáttur K100 sló í gegn í gærmorgun Morgunblaðið/Eggert Gosstöðvar Jón Axel, Kristín Sif og Ásgeir Páll í beinni frá Geldingadölum í gær. Á meðan eldaði Völundur Snær og Ellý Ármanns málaði eldgosið. Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í fram- haldsskólum skrifuðu í gær undir samkomulag við ríkið um breyt- ingar og framlengingu á kjara- samningi. Skrifað var undir samkomu- lagið í húsnæði ríkissáttasemjara með fyrirvara um samþykki fé- lagsmanna FF og FS. Fyrirkomulag kynninga og at- kvæðagreiðslu verður kynnt fé- lagsmönnum strax eftir páska. Gildistími nýja samningsins er frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023. Samið við fram- haldsskólakennara Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 3. apríl. Frétta- þjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónusta er opin í dag, skírdag, kl. 8-12. Lokað verður föstudaginn langa en opið á laugardag kl. 8-12. Net- fang áskriftardeildar er askrift@mbl.is. Auglýs- ingadeildin er lokuð en net- fang hennar er augl@mbl.is. Hægt er að bóka dán- artilkynningar á mbl.is. Síð- ustu skil minningargreina til birtingar 6. og 7. apríl eru kl. 12 á páskadag. Fréttaþjónusta mbl.is um páskana Kristján Þór Júlíusson, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrann- sóknastofnunar til næstu fimm ára. Sigurður Guðjónsson, sem hef- ur gegnt stöðu forstjóra und- anfarin fimm ár, sóttist eftir því að halda áfram en fékk ekki stöð- una að nýju. Starfið var auglýst og skiluðu sex inn umsókn áður en frestur rann út 19. janúar. Skipuð var nefnd til að meta hæfni umsækj- enda og að þeirri vinnu lokinni boðaði ráðherra þá þrjá sem metnir voru hæfastir í viðtal. „Var það mat ráðherra, að Þor- steinn væri hæfastur umsækjenda til að stýra Hafrannsóknastofnun til næstu fimm ára,“ segir í til- kynningu á vef Stjórnarráðsins. Þorsteinn Sigurðs- son ráðinn forstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.