Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 16
Þ
að er gott
að elska“
söng
þjóð-
popp-
arinn Bubbi. „All
you need is love“
sungu Bítlarnir.
„Kærleikurinn fellur
aldrei úr gildi“ söng
Páll postuli. Ástin er alls staðar og
margvísleg. Ást til maka, barna,
foreldra, eigin sjálfs og náttúrunn-
ar. En hvað um Guð?
Hallgrímur Pétursson var of-
urpoppari þjóðarinnar, ekki bara í
nokkur ár heldur um aldir. En líka
hann klúðraði málum sínum herfi-
lega á unglingsárum en var bjarg-
að. Saga Guðríðar Símonardóttur
og Hallgríms er hríf-
andi ástarsaga fólks,
sem hafði lent í rosa-
legum aðstæðum en
þorði að elska og lifa.
Þau misstu mikið, sáu
á eftir börnum sínum
en töpuðu aldrei ástinni. Þau unnu
úr áföllum og vissu að lífið er til
að elska og njóta. Þeirra smellur
er eins heillandi og ástardrama
getur orðið. Saga um konu, sem
var rænt, herleidd, flekkuð, en
varðveitti í sér undur lífs. Og svo
sveinninn, sem hafði týnst í járn-
smiðju í Evrópu, en var settur til
að kenna íslenskum leysingjum frá
N-Afríku kristinn sið að nýju. Ást-
in blómstraði. Þessi mikla ást-
arsaga varð jarðteinasaga á eftir-
kaþólskum tíma. Hún er saga um
hvernig hægt væri að elska þrátt
fyrir hatur, lifa í
reisn þrátt fyrir
mótlæti, þroskast
þrátt fyrir hræðileg
veikindi og sækja í
andlegan styrk
þrátt fyrir holds-
veiki. Ástarsaga, al-
vöru klassík fyrir
allt ástarfólk.
Ástarsaga Guð-
ríðar og Hallgríms
er líka gluggi að
safaríkum lífsvísdómi Passíusálma.
Þar er sögð saga Guðs. Þar er
uppteiknuð mynd af Guði um-
hyggjunnar, en ekki reiðum guði.
Guð, sem kemur, en er ekki bara
fastur á tróni fjarlægs himins.
Guð, sem líknar og er vinur en
ekki óvinur. Passíusálmarnir urðu
umst í augu við sorg, sjúkleika,
einsemd, þarfir eða áföll. Í Biblí-
unni og öðrum klassískum kristn-
um bókmenntum eins og Pass-
íusálmum er sagt frá lífi fólks. Þar
er sagt frá farsóttum og rosaleg-
um kreppum. Með ýmsum til-
brigðum er svo sögð mikil saga
um hvernig má mæta farsóttum
heimsins og öðrum áföllum. Það er
erki-ástarsagan, um Guð, um
heiminn og saga um fólk. Kristnin
kennir að lífið er ekki aðkreppt
heldur ástarsaga möguleikanna.
Líf okkar er svo sannarlega stund-
um furðulegt, gleðilegt og sorg-
legt. En saga okkar og Guðs er þó
ástarsaga. Kærleikurinn – ástin
fellur aldrei úr gildi. Og ástarsaga
Guðs er um okkur öll. Það er gott
að elska. Gleðilega páska á Covid-
tíma.
guðspjall Íslands. Sálmarnir upp-
fylltu andlegar þarfir og svo var
bókin lögð á brjóst látinna eins og
vegabréf fyrir himinhlið. Á bak við
Passíusálma er merkileg ástarsaga
um Hallgrím og
Guðríði. En á bak
við þau og okkur
öll er ástarsaga
Guðs. Með því að
skoða vel ást-
arsögur getum við
komist að mörgu
um Guð. Við get-
um líka skilið líf
okkar sjálfra betur
með því að hugsa
um ástarsögu
Guðs.
Covid-tíminn er tími þrenginga
og endurskoðunar. Í öllum krepp-
um er hægt að bregðast við með
því að flýja eða mæta. Annaðhvort
leggjum við á flótta og látum
kreppuna fara illa með okkur.
Töpum. Eða við mætum og horf-
Kirkjan til fólksins
Hugvekja
Höfundur er sóknarprestur
Hallgrímskirkju.
s@hallgrimskirkja.is
Með því að skoða
vel ástarsögur get-
um við komist að
mörgu um Guð. Við
getum líka skilið líf
okkar sjálfra betur
með því að hugsa
um ástarsögu Guðs.
Sigurður Árni
Þórðarson
Sigurður Arni
Þórðarson
Ástarsagan
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
Við erum að upplifa
undarlega tíma. Það
er næstum eins og
heimurinn hafi stöðv-
ast um stund. Við er-
um svolítið eins og
Lísa í Undralandi, vit-
um varla hvar við er-
um og því síður hvert
við eigum að fara. Það
eina sem við vitum er
að heimurinn verður
öðruvísi.
Markmið eftir Covid
Það liggur fyrir að endurræsa
samfélagið þegar upp styttir eftir
Covid, trúlega eitthvað í breyttri
mynd. Þetta gefur okkur tilefni til
að endurmeta meginmarkmið þjóð-
félagsins, skilgreina í hvernig sam-
félagi við viljum búa. Ef við erum
sammála um markmiðið, þá er auð-
veldara að verða sammála um leið-
irnar. Ég þarf raunar ekki að eyða í
það löngu máli fyrir mitt leyti. Ég
mundi vilja lifa í öflugu menningar-
samfélagi í fögru landi. Menningin
er dýrmæt fyrir andlega vellíðan og
lífsfyllingu fólksins. En menningin
er dýr, góðir skólar og auðugt lista-
líf. Þróttmikil menning verður því
einungis byggð á öflugu atvinnulífi
og þá er ég kominn að efninu.
Atvinnulífið
Við Íslendingar höfum til skamms
tíma einkum byggt á helstu nátt-
úruauðlindum okkar, moldinni,
fiskimiðunum og orkulindum lands-
ins. Moldin hefur brauðfætt okkur
en hinar síðarnefndu einkum staðið
undir gjaldeyrisöfluninni og þeirri
velferð sem við höfum notið. Nú eru
þessar auðlindir nánast fullnýttar.
Ferðamennirnir opnuðu augu okkar
nýlega fyrir fegurð landsins sem
sjálfstæðri auðlind. Þeir reyndust
okkur mikil lyftistöng en ferðamenn
eru hvikir og ferðamannaiðnaður
skapar fá hálaunastörf.
Við stöndum á þreskildi fjórðu
iðnbyltingarinnar þar sem sjáf-
virkni og hvers kyns hátækni mun
ráða ríkjum. Það er því full ástæða
til að ætla, að vaxtarmöguleikar
okkar í náinni framtíð muni einkum
vera fólgnir í hvers kyns þekking-
ariðnaði, hugbúnaðargerð, líftækni
o.s.frv. Allar þessar
greinar byggjast á
raungreinum, stærð-
fræði og náttúruvís-
indum. Sú spurning er
því brennandi, hvernig
skólakerfið sé undir
þessa framtíð búið.
Skólakerfið
Tveir langreyndir
skólastjórar í Garðabæ,
Þorsteinn Þorsteinsson
og Gunnlaugur Sig-
urðsson, hafa að und-
anförnu birt nokkrar greinar um
skólakerfið. Þeir kvarta m.a. um
viðvarandi naumhyggju kerfisins og
þeir vitna um langvarandi þrauta-
göngu raungreinakennslu í skól-
unum. Þetta er raunar vel þekkt
vandamál, einkum í grunnskól-
unum. Ástandið er vissulega betra í
framhaldsskólunum enda eru þeir
færri og hefur reynst auðveldara að
ráða sérmenntaða raungreinakenn-
ara og sérfræðinga til starfa.
Fyrir nokkrum árum tóku stjórn-
völd ákvörðun um að lækka stúd-
entsprófsaldur og stytta nám til
stúdentsprófs um eitt ár. Ákveðið
var að framhaldsskólinn yrði
þriggja ára nám í stað fjögurra áður
en grunnskólinn héldist óbreyttur.
Undirritaður var einn þeirra sem
hafði efasemdir um þessa ráðstöfun
bæði af faglegum og félagslegum
ástæðum. Í fyrsta lagi taldi ég
vegna erfiðleika raungreinakennsl-
unnar í grunnskólunum að æskilegt
væri að koma nemendunum sem
fyrst upp í framhaldsskólann undir
handleiðslu sérmenntaðra raun-
greinakennara. Í öðru lagi taldi ég
óheppilegt að þjappa kennslu í
stærðfræði og náttúruvísindum
saman í þrjú ár. Þessi fög byggjast
einkum á skilningi og henta ekki til
hraðlesturs. Í þriðja lagi óttaðist ég
að þessi breyting kæmi niður á
tungumálanáminu sem okkur er
mikilvægara en flestum öðrum þjóð-
um. Í fjórða lagi taldi ég þessa
breytingu vera félagslega afturför.
Unglingar milli tektar og tvítugs
eru miklar félagsverur, njóta þess
að halda hópinn. Á þessum árum
myndast gjarnan félagstengsl sem
vara jafnvel alla ævi.
Verkfræðingafélag Íslands varaði
við þessari breytingu á sínum tíma,
taldi hættu á að stúdentar kæmu
verr búnir undir nám í tækni og
raunvísindum í háskóla.
Nú er nokkuð um liðið og allmikil
reynsla fengin af þessu fyr-
irkomulagi. Svo virðist sem varn-
aðarorð Verkfræðingafélagsins hafi
ekki verið að ófyrirsynju. Í grein í
Morgunblaðinu 18. mars sl. segir
Svana Helen Björnsdóttir formaður
Verkfræðingafélagsins m.a.:
„Verkfræðingafélagið hefur kom-
ið þeirri skoðun á framfæri að stytt-
ing framhaldsskólans hafi verið mis-
tök sem vinda þurfi ofan af. Mikil
hætta er á því að að nemendur komi
nú verr undirbúnir en áður fyrir
krefjandi nám í háskóla og ýmis
merki eru um að áhrifanna sé nú
þegar farið að gæta.“
Ég hef raunar ekki enn heyrt
sannfærandi rök fyrir því að stytta
ekki frekar grunnskólann, ekki síst
vegna undangenginnar lengingar
skólaárins og þess hve kennsla hef-
ur sífellt verðið að færast neðar í
kerfinu. Hugsanlega voru það hug-
myndir um sparnað sem voru
kveikjan að þessu fyrirkomulagi.
Það er vissulega dyggð að fara vel
með almannafé en það er mikill
vandi að spara á réttum stöðum. Ég
þekki t.d. engan verkfræðing sem
sparar í undirstöðunum.
Stjórnmálamönnum getur að
sjálfsögðu orðið á eins og öðrum.
Verkefnið er þá að leiðrétta mistök-
in strax og þau eru orðin ljós. Ef
rétt er ályktað, að við munum á
komandi árum einkum byggja vöxt
og velferð þjóðfélagsins á þekking-
ariðnaði og hugviti fólksins, þarf að
sníða menntakerfið að framtíðinni.
Ella er hætta á að við verðum fyrir
vonbrigðum.
Raungreinar og tungumál
Eftir Pétur
Stefánsson
Pétur
Stefánsson
» Fyrir nokkrum árum
tóku stjórnvöld
ákvörðun um að lækka
stúdentsprófsaldur og
stytta nám til stúdents-
prófs um eitt ár. Und-
irritaður var einn þeirra
sem hafði efasemdir um
þessa ráðstöfun.
Höfundur er verkfræðingur.
pshs@internet.is
Ísland er sann-
arlega norð-
urslóðaríki og við sem
hér búum getum því
talist til íbúa norð-
urslóða en það eru
ekki nema um fjórar
milljónir manna sem
búa á því svæði.
Norðurskautsráðið er
án efa mikilvægasti
vettvangur samstarfs
og samráðs um málefni norð-
urslóða. Ríkin sem eiga aðild að
því eru auk Íslands Bandaríkin,
Kanada, Rússland, Noregur, Sví-
þjóð, Finnland og já konungsveldið
Danmörk þar sem Grænland er á
norðurslóðum. Öll þessi lönd hafa
íbúa sem búa á svæðinu en í öllum
tilfellum er það lítið hlutfall íbúa
þjóðarinnar, nema hér á Íslandi og
svo hjá nágrönnum okkar á Græn-
landi. Þessi staðreynd veitir okkur
ákveðna sérstöðu í umfjöllun um
norðurslóðamál. Áherslur okkar
eiga að vera á samfélögin á norð-
urslóðum, þ.e. hvernig er að búa á
þessu svæði sem er það svæði á
jarðarkringlunni sem er að um-
breytast hvað mest.
Ísinn á norðurskautinu hefur
aldrei mælst minni og á aðeins ör-
fáum árum hefur íshellan minnkað
um flatarmál sem nemur Frakk-
landi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi
og Ítalíu samanlagt! Það er ekkert
smáræði. Grænlandsjökull bráðnar
nú sem aldrei fyrr og snjókoma
dagsins í dag og til framtíðar veg-
ur ekki lengur upp á móti bráðn-
uninni, jafnvel þótt hlýnun jarðar
stöðvaðist í dag.
Ný norðurslóðastefna
Það er því eðlilegt að við leggj-
um áherslu á norðurslóðamál í ut-
anríkisstefnu okkar og það var
mikilvægt skref hjá utanrík-
isráðherra að skipa þverpólitíska
þingmannanefnd um endurskoðun
norðurslóðastefnunnar. Það fór vel
á því að gera það núna í for-
mennskutíð Íslands í norð-
urskautsráðinu en tíu ár eru liðin
síðan Alþingi samþykkti núgildandi
norðurslóðastefnu. Ég fékk það
hlutverk að leiða þá vinnu en
ásamt mér voru í nefndinni: Njáll
Trausti Friðbertsson fyrir Sjálf-
stæðisflokk, Karl Gauti Hjaltason
fyrir Miðflokkinn, Guðjón S.
Brjánsson fyrir Samfylkingu, Ari
Trausti Guðmundsson
fyrir Vinstri-græna,
Líneik Anna Sævars-
dóttir fyrir Framsókn-
arflokk, Björn Leví
Gunnarsson fyrir Pí-
rata, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir fyrir
Viðreisn og Inga Sæ-
land fyrir Flokk fólks-
ins. Með nefndinni
starfaði Aðalheiður
Inga Þorsteinsdóttir,
deildarstjóri norð-
urslóðamála í utanríkisráðuneyt-
inu.
Hlutverk nefndarinnar var að
fjalla um og gera tillögur að end-
urskoðaðri stefnu í málefnum norð-
urslóða út frá víðu sjónarhorni, s.s.
vistfræðilegu, efnahagslegu, póli-
tísku og öryggislegu. Nefndinni
var falið að skilgreina meginfor-
sendur stefnunnar og setja fram
tillögur sem leggja myndu grunn
að þingsályktunartillögu utanrík-
isráðherra um nýja norður-
slóðastefnu. Nefndin tók á móti
fjölda gesta á fundum sínum og
heimsótti Akureyri þar sem haldn-
ir voru fjölmennir fundir með bæði
atvinnulífinu og akademíunni.
Nefndin hefur nú skilað tillögum
sínum til ráðherra og væntir þess
að utanríkisráðherra leggi fljótlega
fram þingsályktun á grunni þeirra
tillagna. Tillögurnar eru nítján
talsins og snúa að umhverfismálum
og sjálfbærni, öryggismálum, leit
og björgun, efnahagstækifærum og
innviðauppbyggingu, vísindum og
nýsköpun og atvinnuuppbyggingu
og svo mætti lengi telja en allar
miða þær að því að gæta hags-
muna Íslands og tryggja velferð
íbúanna.
Ég mun á næstu dögum birta
greinar byggðar á þessum tillögum
nefndarinnar.
Norðurslóðaríkið
Ísland
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur
Bryndís Haraldsdóttir
» Áherslur okkar eru á
það hvernig er að
búa á norðurslóðum, en
það er það svæði á jarð-
arkringlunni sem er að
umbreytast hvað mest.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokks og formaður
þingmannanefndar um
endurskoðun norðurslóðastefnu.
bryndish@althingi.is