Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 8

Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380 Úrskurður siðanefndar Rík-isútvarpsins um að Helgi Seljan hafi gerst sekur um alvar- leg brot á siðareglum með færslum sínum á samfélags- miðlum um Samherja og stjórnendur hans hefur vak- ið verðskuldaða athygli. Enn frekar kannski vegna við- bragðanna úr Efstaleiti, sem eru öll á þá leið að þetta sé nú allt ein- hvern veginn ómark og siðaregl- urnar gallaðar. Ekki er ómögu- legt að þannig sé það, en merkilegt samt að starfsmenn Rúv. skuli ekki hafa kvartað und- an þessum vondu siðareglum fyrr en eftir að úrskurður fellur gegn einum þeirra, og því verði að breyta þeim, ekki seinna en strax. - - - Týr í Viðskiptablaðinu drepur áþetta og rifjar upp viðbrögðin þegar Þórhildur Sunna Ævars- dóttir var fyrst þingmanna fundin sek um brot á siðareglum Alþings: „Nú hefur siðanefnd RÚV kom- ist að þeirri niðurstöðu að starfs- maður ríkisfjölmiðilsins hafi gerst brotlegur við siðareglur RÚV með skrifum sínum á samfélags- miðlum. Viðbrögðin nú ríma við viðbrögð Pírata, það er ekkert að hegðun viðkomandi heldur eru reglurnar gallaðar.“ - - - Það er erfitt að verjast þeirrihugsun, að þar ráði réttlæt- istilfinningin úr Dýrabæ, að siða- reglurnar eigi aðeins við um aðra, en ekki þau, góða fólkið með góðu skoðanirnar. - - - Þessi viðbrögð, bæði í þinginuog innan múra Ríkisútvarps- ins, sýna hversu lítið gagn er að siðareglum þegar siðapostularnir sjálfir hafa ekki hugsað sér að fara eftir þeim. Hræsni siðapostula STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisútvarpið ætlar ekki að verða við kröfu Samherja um að Helga Seljan fréttamanni verði ekki falið að fjalla um félagið og málefni þess í Rúv. Samherji gerði kröfu um það eftir að siðanefnd Rúv. úrskurðaði að Helgi hefði gerst sekur um alvarleg brot á siðareglum með færslum á fé- lagsmiðlum um fyrirtækið og stjórn- endur þess, en hann hafði jafnframt fjallað töluvert um málefni þess. Niðurstaða stjórnarinnar er sú að hún muni ekki aðhafast frekar í mál- inu, enda séu málefni einstakra starfsmanna ekki á borði stjórnar og hún hafi ekki heldur afskipti af fréttaflutningi eða dagskrárgerð. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hún áréttaði að fréttaflutn- ingur Kveiks og fréttastofunnar hefði ekki verið til umfjöllunar hjá siðanefndinni frekar en störf Helga. Því hefðu stjórnendur ákveðið að úr- skurðurinn hefði engar afleiðingar fyrir störf hans. Þá átaldi hún Sam- herja fyrir gagnrýni á fréttmenn Rúv., sem birst hefði á myndbönd- um, og sagði hana ofbeldi og aðför. Rúv. hafnar kröfu Samherja - Helgi Seljan má áfram fjalla um Samherja - Úrskurður hefur ekki áhrif Skjámynd/Rúv. Rúv. Helgi Seljan má eftir sem áður fjalla um Samherja að vild. Margrét Jóna Ísleifs- dóttir, fv. tryggingar- fulltrúi hjá sýslu- mannsembættinu í Rangárvallasýslu, lést á Hvolsvelli 30. mars síðastliðinn, á 97. ald- ursári. Margrét fæddist í Miðkoti í Fljótshlíð 8. október 1924, eitt sjö barna foreldra sinna, Ingibjargar Kristjáns- dóttur og Ísleifs Sveinssonar. Margrét stundaði nám við Barnaskóla Fljótshlíðar og Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hún flutti á Hvolsvöll sautján ára gömul og bjó þar óslitið síðan. Hún var einn af frum- byggjum Hvolsvallar og hafði búið í húsi sínu við Hvolsveg í 75 ár. Margrét sagði í viðtali við Morg- unblaðið árið 2019 að Hvolsvöllur hefði ekki heillað í fyrstu enda að- eins þrjú íbúðarhús þar. En eftir því sem störfum fjölgaði hefðu æ fleiri íbúðarhús verið byggð og eitt leitt af öðru. „Nýtt ungt fólk bættist í hópinn og íbúarnir voru eins og ein góð fjöl- skylda lengi fram eftir. Ef eitthvað skemmtilegt átti sér stað voru allir glaðir og ef eitthvað dapurlegt gerðist tóku allir þátt í því,“ sagði Margrét í viðtalinu Margrét var mikil félagsmálakona. Hún var um tíma formaður Kvenfélagsins Ein- ingar á Hvolsvelli og heiðursfélagi þess. Hún sat í fyrstu stjórn félagsheimilisins Hvols og stýrði ung- mennastarfi barna- stúkunnar Njálu. Margrét söng með kirkjukór Stórólfs- hvolskirkju og sá um kirkjuna um árabil. Hún tók með einum eða öðr- um hætti þátt í uppbyggingu þorps- ins og samfélagsins á Hvolsvelli. Hennar helsta áhugamál var lestur góðra bóka og hannyrðir auk þess sem hún sinnti fjölskyldu sinni af al- úð alla tíð. Margrét var gift Pálma Eyjólfs- syni sýslufulltrúa og eru börn þeirra Guðríður Björk, fv. versl- unar- og skrifstofumaður, Ingi- björg, fv. alþingismaður og ráð- herra, og Ísólfur Gylfi, fv. sveitarstjóri og alþingismaður. Mar- grét lætur eftir sig fjölda afkom- enda. Andlát Margrét Jóna Ísleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.