Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Í samtali við vin minn sem lærði orkuverkfræði eins og ég, áttuðum við okkur á því að það var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði fyrir heimilin. Við þurftum ekki að skoða þetta lengi til að sjá að þarna var mikið tækifæri.“ Þetta segir Símon Einarsson orkuverkfræð- ingur en hann stofnaði fyrr á árinu, í félagi við Alexander Moses verk- fræðing og systkini sín, Ólöfu Emblu Einarsdóttur lögfræðing og Gunnar Einarsson tölvunarfræðing, orku- sölufyrirtækið Straumlind. Það sér- hæfir sig í smásölu á rafmagni. „Við komum inn á markaðinn og buðum 6,98 kr. á kWst. sem var 14% lægra verð en hjá ON og HS Orku. Það var líka 2,4% lægra en hjá Ís- lenskri orkumiðlun (ÍOM) sem er í eigu N1 en þeir höfðu boðið lægsta verðið á markaðnum fram að þessu.“ Segir Símon að í kjölfarið hafi haf- ist eins konar verðstríð milli Straumlindar og ÍOM. „Sama dag og við hófum starfsemi lækkaði ÍOM úr 8,15 kr. á kWst í 6,9 kr. Við lækkuðum þá í 6,88 kr. og næsta dag lækkaði ÍOM niður fyrir okkur í 6,8 kr. Við svöruðum innan dagsins og lækkuðum í 6,78 kr. og ÍOM lækkaði þá enn á ný í 6,7 kr.“ Nú hefur Straumlind stigið enn eitt skrefið til lækkunar og er verðið nú það lægsta á markaðnum eða 6,68 kr. á hverja kWst. Það er 17,5% lægra en hjá HS Orku og ON sem hafa hvorki hreyft legg né lið þrátt fyrir lækkunarhrinuna hjá ÍOM og Straumlind. „Það er mjög skrítið að þeir lækki ekkert verðið. Þeir gerðu það reynd- ar heldur ekki í desember þegar heldsöluverð á markaðnum lækkaði. Það sýnir að það hefur ekki verið nein samkeppni á markaðnum.“ Símon segir mikilvægt að hrista upp í markaðnum og taka þurfi kyrrstöðuna á honum til skoðunar. „Við beindum þann 4. mars síðast- liðinn erindi til Samkeppniseftirlits- ins og fórum fram á að kannað yrði hvort háttsemi ÍOM sé til þess fallin að hindra virka samkeppni í við- skiptum, takmarka aðgang nýs sam- keppnisaðila að markaðnum eða hindra heilbrigt samkeppn- isumhverfi til hagsbóta fyrir neyt- endur,“ segir Símon. Hann bendir á að heimilin í landinu geti sparað sér talsverða fjármuni með því að beina viðskiptum til þeirra raforkusölufyr- irtækja sem bjóða besta verðið. Mun auðveldara sé að skipta um þjón- ustufyrirtæki í þeim efnum. „Þetta er allt sama varan, ná- kvæmlega sama raforkan sem er framleidd með sjálfbærum hætti. Eini munurinn er verðið.“ Samkeppni á smásölumarkaði Meðalraforkukostnaður (kr.)* Heimild: Aurbjörg.is Straumlind Íslensk orkumiðlun Orkubú Vestfjarða Orka heimilanna Orkusalan Fallorka Orka náttúrunnar HS Orka 2.783 2.792 3.125 3.155 3.367 3.367 3.375 3.379 *M.v. 5.000 kWst á ári (meðal- heimili) auk annars kostnaðar (seðil- og tilkynningargjöld) Boða verðstríð á raforkumarkaði - Straumlind býður rafmagn í smásölu Heilbrigðisráðuneytið hefur gert samkomulag við Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabæ um að öllu starfs- fólki hjúkrunarheimilanna sem sveitarfélögin hafa rekið verði boðin áframhaldandi störf og á sömu kjör- um og gilt hafa. Starfsfólkið mun jafnframt halda áunnum réttindum sínum. Sveitarfélögin kröfðust þess að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum giltu við yfirtöku heilbrigðisstofnana á rekstri hjúkrunarheimilanna. Taldi ráðuneytið það ekki heimilt. Var því útlit fyrir að sveitarfélögin þyrftu að segja starfsfólkinu upp störfum og heilbrigðisstofnanirnar að ráða það á sínum kjörum, hugsanlega lakari. Ráðuneytið stóð fast á sínu en sveit- arfélögin féllust á þá lausn sem sam- komulag varð um til þess að eyða óvissu starfsfólks og heimilismanna. Í bókun bæjarráðs Vestmanna- eyja kom fram að með samkomulag- inu væri starfsfólki tryggð áfram- haldandi störf á sömu mánaðar- launum og áunnin réttindi færist á milli aðila. Taldi ráðið að þessi atriði skiptu meginmáli fyrir starfsfólkið og væru sambærileg ákvæðum að- ilaskiptalaganna. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti sam- komulagið í gær. Fram kemur í til- kynningu sveitarfélagsins að það gildi um alla starfsmenn, utan fram- kvæmdastjóra. Heilbrigðisstofnun Austurlands mun taka við rekstri Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði 1. maí næstkomandi og á sama tíma tekur Heilbrigðisstofnun Suður- lands við rekstri Hraunbúða í Vest- mannaeyjum. helgi@mbl.is Starfsfólkið ráðið á sömu kjörum Morgunblaðið/Albert Kemp Uppsalir Heilbrigðisstofnun tekur við rekstrinum á Fáskrúðsfirði 1. maí. - Sátt um yfirfærslu hjúkrunarheimila 20% afsláttur AF TAXTA. GILDIR 1.-5. APRÍL Páskatilboð! ÁR 1921-2021 DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Domino’s er langstærsta pizzakeðja Íslands og hefur verið um langt ára- bil. Grunnurinn að fyrirtækinu var lagður af nokkrum ungum eldhugum sem stofnuðu til rekstursins hér á landi árið 1993. Tæpum þremur áratugum síðar er einn þeirra enn á ný kominn við stjórnvölinn en þar hefur hann verið tvívegis áður. Birgir Þór Bieltvedt er gjörkunn- ugur öllum hnútum hjá Domino’s hér heima og erlendis en hann er einnig eigandi starfseminnar í Nor- egi og Svíþjóð. Hann segir að þótt staðirnir hér á landi séu 23 talsins sé enn tækifæri til að stækka. Staðirnir gætu orðið 30 talsins „[...] Ísland hefur verið leiðandi í [...] að gera Domino’s að hverfisfyr- irtæki. Við erum búin að opna 23 staði á Íslandi sem er ótrúlega mikið miðað við höfðatölu. En því fleiri búðir sem þú ert með, því betri þjón- ustu áttu að geta veitt og að sama skapi áttu að geta verið með lægri launakostnað. Þannig að ég held að það sé hægt að koma Domino’s á Ís- landi í að minnsta kosti 30 staði.“ Spurður hvort það sé ekki of mikið í ljósi þess að staðirnir eru orðnir mjög margir nú þegar segir Birgir að kröfurnar séu að breytast. „Nú er umhverfið að breytast og ég held að heimsendingin skipti miklu máli. Ekki bara heimsending heldur sú sem kemur á kannski 20 mínútum. Þú vilt hraða og örugga heimsendingu og þú vilt hafa hana ábyggilega og geta treyst viðkom- andi fyrirtæki. Ég held að það sé betra að hafa fleiri staði og minni heimsending- arsvæði heldur en að hafa færri staði og stærri svæði.“ Nýtt tækifæri í spilunum Hann segir að kórónuveiran hafi breytt veitingamarkaðnum til fram- búðar og að þar hafi opnast nýtt tækifæri fyrir Domino’s sem hann vilji nýta til hins ýtrasta. „Ég hef lýst því yfir að þetta ástand með Covid hefur fengið mann til að hugsa aðeins um framtíðina. Árið 2017 var ég kominn á þann stað að Domino’s væri komið á ákveðna endastöð en svo þegar maður upp- lifir núna alla þessa þróun og breyt- ingar í þessum geira, hvernig menn panta og afhendingar- og sending- arferlið þá sér maður náttúrulega að Domino’s stendur gríðarlega sterkt að vígi.“ Bendir Birgir á að líta megi til sögunnar í þeim efnum en einnig þeirrar forystu sem fyrirtækið hefur tekið í snjalllausnum. „Domino’s er byggt upp í kringum heimsendingu. Ef þú ferð til baka til stofnunar þess í Bandaríkjunum þá var það Domino’s sem var með heim- sendinguna, Pizza Hut sem var með veitingastaðina og Little Caesars sem var með take-away. Þannig að Domino’s hefur verið leiðandi í heim- sendingu öll þessi ár og þeir hafa líka verið leiðandi í netpöntunum og veflausnum. Ég sé fyrir mér að veit- ingabransinn sé að taka breytingum, m.a. vegna Covid og að Domino’s sé að fá nýtt tækifæri til að blómstra.“ Fleiri járn í eldinum Þótt Birgir hafi selt Domino’s á Ís- landi fyrir hálfum áratug fyrir rúma 8 milljarða króna hvarf hann síður en svo af veitingamarkaðnum hér á landi. Fjárfesti hann í stöðum á borð við Jómfrúna, Snaps, Hard Rock, Gló, Brauð & Co., Café Paris og þá hafði hann einnig byggt upp umsvif Joe & the Juice hér á landi. Hann segir að hann hafi fyrst og fremst fjárfest í stöðum sem voru í uppá- haldi hjá honum sjálfum. Hann hefur að nokkru leyti dregið úr umsvifum sínum á þessu sviði á síðustu miss- erum en hann segir að til framtíðar vilji hann halda áfram rekstrinum á Joe & the Juice og Snaps. Síð- arnefndi staðurinn opnaði að nýju dyr sínar í gær eftir að hafa farið í „vetrarfrí“ í byrjun janúar síðastlið- ins. Tækifæri í að fjölga stöðunum á Íslandi - Domino’s fékk nýtt tækifæri þegar kórónuveiran skall á Athafnamaður Birgir Þór Bieltvedt hefur komið víða við á veitingamarkaði. Hann hefur komið starfsemi Domino’s-staðanna á legg á fimm mörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.