Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 12
Lög breyttust í fyrra Lög um fjöleignarhús breyttust í maí á síðasta ári en með þeim er húsfélögum í fjölbýlishúsum skylt að bregðast við óskum íbúa um að koma upp rafhleðslustöðvum. Þá vakna spurningar um næstu skref og réttláta skiptingu kostnaðar milli húsfélaga og einstakra not- enda. „Húsfélög eru misjöfn eins og þau eru mörg. Þó að sumir vilji kannski enga ráðgjöf í þessum efn- um, þá eru örugglega hundruð hús- félaga sem þurfa virka ráðgjöf,“ segir verkfræðingurinn Bjarni Gnýr Hjarðar, ráðgjafi hjá Eigna- umsjón, en fyrirtækið sér um rekstur um 700 hús- og rekstrar- félaga með hátt í 15.000 íbúðum/ eignarhlutum. Ráðinn gagngert til starfa Bjarni var ráðinn gagngert til Eignaumsjónar til að fylgja nýju lögunum eftir gagnvart húsfélög- unum þannig að hægt væri að vinna hlutlausa og faglega sérfræ- ðiúttekt á hleðslufyrirkomulagi raf- bíla. Einnig veitir Bjarni ráðgjöf um bestu framtíðarlausnir varðandi uppsetningu hleðslustöðva rafbíla. Bjarni segir aðspurður að í mörg horn hafi verið að líta síðan hann hóf störf. „Ef einn íbúðaeigandi fer fram á að skoðað verði með hleðslu rafbíla verður stjórn húsfélagsins að bregðast við samkvæmt nýju BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hröð stækkun rafbílaflota landsins felur í sér ýmsar áskoranir og þá ekki hvað síst fyrir rafbíla- eigendur í fjöl- býlishúsum. Oft eru heimtaugar að þeim húsum ekki nógu af- kastamiklar, auk þess sem þeim sem ekki eiga rafbíla í húsinu þykir kannski súrt í broti að greiða rafmagns- reikninginn fyrir þá sem þá eiga. Þetta vandamál hafa sumir eig- endur rafbíla leyst með því að setja rafmagnssnúru út um eldhús- gluggann með leyfi húsfélagsins, sem augljóslega er ekki framtíð- arlausn. lögunum. Þá þarf að láta gera út- tekt og framkvæmdaáætlun og ákveða í framhaldinu til hvaða að- gerða þurfi að grípa,“ útskýrir Bjarni og segir að hugsanlega megi þó fresta framkvæmdum í allt að tvö ár. Hann segir að eftir úttekt sem hann vinni fyrir húsfélögin sé gerð skýrsla með drögum að kostnaðar- mati. „Stjórn húsfélagsins getur í framhaldinu lagt hana fyrir hús- fund og fengið tilboð í kerfið í sam- ræmi við skýrsluna.“ Úttektarskýrslan, sem verður eign viðkomandi húsfélags, er unn- in af rafmagns- og byggingarverk- fræðingum Eignaumsjónar og tæknifyrirtækinu Tækniviti. Heimtaugin sameiginleg Bjarni segir að heimtaugin að fjölbýlishúsinu sé alltaf sameiginleg fyrir alla og því þurfi að deila það- an út rafmagninu. Húsfélagið þurfi af þeim sökum alltaf að koma að málinu. „Í þessu ferli er æskilegt að gera skoðanakönnun meðal íbúa til að átta sig á þörfinni, bæði núna og til framtíðar. Við metum í kjöl- farið hve öflugt álagsstýringakerfi nauðsynlegt er að setja upp og við metum einnig hvort skipta þurfi framkvæmdinni upp í áfanga.“ Í eldri fjölbýlishúsum var af skiljanlegum ástæðum ekki gert ráð fyrir rafbílabyltingunni, eins og Bjarni útskýrir. Því er ekki ólíklegt að hans mati að þörf sé á nýrri heimtaug að einhverjum þeirra húsa. „Núverandi heimtaug dugar kannski til skamms tíma en eins og þróunin er í fjölda rafbíla, þá verð- ur fljótlega þörf á nýrri heimtaug í eldri húsum. Við spáum því að um helmingur allra fólksbíla á Íslandi verði raf- eða tengiltvinnbílar árið 2036.“ Verði við óskum íbúa Orka Eignaumsjón spáir því að helmingur allra fólksbíla á Íslandi verði raf- og tengiltvinnbílar árið 2036. Hleðsla » Hægt er að kaupa heima- hleðslur að minnsta kosti frá fjórum fyrirtækjum; N1, Ísorku, Rönning og Orku náttúrunnar. » Löggiltur rafverktaki þarf að leggja raflagnir og tengja við inntak/aðaltöflu. » Lög breyttust í maí. » Úttektarskýrslan verður eign viðkomandi húsfélags. » Hugsanlega má fresta fram- kvæmdum í allt að tvö ár. - Bjóða húsfélögum ráðgjöf vegna rafbílavæðingar - Oft þarf að skipta um heimtaug - Æskilegt í ferl- inu að gera skoðanakönnun meðal íbúa til að átta sig á þörfinni fyrir rafhleðslustöðvar - Hröð stækkun Bjarni Gnýr Hjarðar 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 1. apríl 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.47 Sterlingspund 173.89 Kanadadalur 100.23 Dönsk króna 19.968 Norsk króna 14.759 Sænsk króna 14.49 Svissn. franki 134.3 Japanskt jen 1.1468 SDR 179.27 Evra 148.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6566 Hrávöruverð Gull 1696.7 ($/únsa) Ál 2255.5 ($/tonn) LME Hráolía 65.2 ($/fatið) Brent Ferðaþjónustufyrirtækið Bláa lónið tapaði 3,1 milljarði króna á síðasta ári, en eins og fram kemur á heima- síðu félagsins hafði kórónuveirufar- aldurinn gríðarleg áhrif á rekstur- inn. Gestum í Bláa lónið fækkaði um 76% á milli ára og tekjur drógust saman um 87% á tímabilinu mars– desember, eða frá því faraldurinn fór að hafa áhrif. Rekstrartekjur voru tæpir fimm milljarðar króna miðað við 18,6 millj- arða árið áður. Endurnýjuðu kynnin Grímur Sæmundsen forstjóri fé- lagsins segir á heimasíðunni að þrátt fyrir lokanir í um 6 mánuði á síðasta ári hafi félaginu auðnast að hafa opið frá 19. júní fram til 8. október. „Á þeim tíma var lögð áhersla á að bjóða íslenskum gestum að upplifa ein- staka gestrisni og þjónustu starfs- manna Bláa lónsins. Það má segja að Bláa lónið hafi með þessu endur- nýjað kynni sín við íslenska mark- aðinn. Það var gott að geta tekið á móti íslenskum gestum í auknum mæli og að finna fyrir aukinni já- kvæðni þeirra í garð félagsins sem m.a. sýndi sig á fjölda mynda sem gestir deildu á samfélagsmiðlum,“ segir Grímur. Eigið fé félagsins er nú 8,5 millj- arðar króna en það var 11,8 millj- arðar í lok árs 2019. Lækkunin nem- ur 28% milli ára. Eiginfjárhlutfallið er 40,2%. Eignir Bláa lónsins námu í lok árs 2020 rúmum 21 milljarði króna en þær voru rúmir 27 millj- arðar á sama tíma árið áður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lón Forstjórinn finnur fyrir aukinni jákvæðni í garð félagsins. Tap Bláa lónsins 3,1 ma. króna - Eiginfjárhlutfall 40,2% - Eignir minnkuðu um 6 ma. VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.