Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþingi birti ígær tværþingsálykt- unartillögur frá þingmönnum Við- reisnar. Hefðu til- lögurnar verið opinberaðar degi síðar má telja fullvíst að margir hefðu talið um apr- ílgabb að ræða, en svo er því miður ekki. Önnur tillagan kveður á um það að rík- isstjórnin skuli óska eftir við- ræðum við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyr- ismálum. Þessi tillaga virðist, ef marka má texta tillagnanna, eiga að vera viðbragð við ímynduðum bráðavanda í þess- um efnum og samkvæmt henni á ríkisstjórnin að kynna við- ræðurnar fyrir þinginu fyrir 1. júní nk. Hin tillagan, sem þingmenn- irnir vilja gefa heldur rýmri tíma, kveður á um „endur- upptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu,“ hvorki meira né minna. Þar er gert ráð fyrir að skipa nefnd og hefja mikinn undirbúning að aðild og svo verði aðild- arviðræður bornar undir þjóð- aratkvæði eigi síðar en í janúar á næsta ári. Falsrökin sem fram koma í greinargerð með tillögunum eru margvísleg og kunnugleg. Þar segir til dæmis að tilgang- urinn sé „að styrkja fullveldi landsins“ sem eru þekkt öf- ugmæli þeirra sem berjast fyr- ir aðild að Evrópusambandinu en hafa áttað sig á að almenn- ingur hér á landi kærir sig ekki um að láta stjórna Íslandi frá Bruss- el. Í stað þess að viðurkenna að full- veldi landsins myndi skerðast verulega við inngöngu í ESB þá kjósa þessir talsmenn að- ildar að rugla umræðuna með því að halda fram hreinni firru í þeirri von að einhverjir bíti á það auma agn. Þingmennirnir segja að þar sem aðildarviðræðurnar, eða aðlögunarviðræðurnar eins og þær ættu frekar að nefnast þar sem viðræður um aðild að ESB snúast um aðlögun eins og Ís- lendingar kynntust fyrir ára- tug, taki nokkurn tíma sé brýnt að hefja strax viðræður um samstarf í gjaldmiðla- málum og festa krónuna við evruna! Nú kann að vera að innan þingflokks Viðreisnar, og jafn- vel systurflokksins Samfylk- ingar líka, ríki bráðagjaldeyr- isvandi, en hann er að minnsta kosti hvergi annars staðar hér á landi. Ísland er svo lánsamt að búa við gjaldmiðil sem reynst hefur afskaplega vel, ekki síst þegar þjóðarbúið hef- ur fengið á sig óvænta ágjöf, svo sem fall bankanna og kór- ónuveiruna. Evran hefur á hinn bóginn reynst illa, eink- um þegar illa árar, og hefur valdið skuldakreppu og stöðn- un í mörgum þeim ríkjum sem við hana búa. Sú hugmynd að Ísland taki upp þennan gjald- miðil nú er í besta falli furðu- leg og fjarstæðukennd. Þingmönnum Viðreisnar er því miður alvara} Furðutillaga ÞingmennirnirÓli Björn Kárason og Brynj- ar Níelsson hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um Rík- isútvarpið, sem ganga út á að draga það í tilteknum skrefum út af auglýsingamarkaði. „Markmið frumvarpsins er að jafna samkeppnisstöðu einka- rekinna fjölmiðla gagnvart rík- isreknu fjölmiðlafyrirtæki,“ segir í greinargerð frumvarps- ins, og er óhætt að taka undir það markmið. Einkareknir miðlar eiga í harðri samkeppni við Ríkisútvarpið um athygli al- mennings og þurfa að búa við það að taka þátt í að fjármagna þennan keppnaut sinn. En þeir eiga líka í harðri, og á síðari ár- um harðnandi, samkeppni við ríkismiðilinn á auglýsinga- markaði, sem er afskaplega sérkennileg staða. Tillaga þingmannanna er að taka Rúv. af auglýsingamark- aði í tveimur skref- um og verði fyrra skrefið tekið um næstu áramót og seinna skrefið tveimur árum síð- ar. Með því verði stjórn þessa ríkisfyrirtækis gefið tækifæri til að laga rekst- ur þess að breyttum aðstæðum og sé „það talið nauðsynlegt að koma til móts við ríkisfyrir- tækið vegna lægri nettótekna, hefur fjárveitingavaldið ágætt svigrúm til þess,“ segja þing- mennirnir, án þess að þeir mæli með þeirri leið. Eftir þá erfiðleika sem ríkt hafa á fjölmiðlamarkaði nokkur undanfarin ár má segja að tíma- bært sé að frumvarp af þessu tagi komi fram. Ekki er þó endilega líklegt að það nái fram að ganga, en það mætti gjarna verða þingmönnum og ráðherr- um áminning um að vandi fjöl- miðla er enn óleystur, þó að ekki hafi farið mikið fyrir um- ræðu um hann að undanförnu. Lagt er til í nýju frumvarpi að ríkið láti af því að selja auglýsingar} Frumvarp um Ríkisútvarpið Þ egar líður að páskum og með hækk- andi sólu fyllist ég bjartsýni. Heimsfaraldur og tímabundið bak- slag í baráttunni við Covid-19 breytir því ekki að lóan er komin og fram undan er íslenska vorið í allri sinni dýrð. Aðgerðirnar sem stjórnvöld gripu til í liðinni viku til að kæfa fjórðu bylgju faraldursins voru nauðsynlegar en þungbærar þeim sem urðu fyrir beinu tjóni vegna þeirra. Rekstraraðilar í veitinga- og ferðaþjónustu fengu enn og aftur högg og afkomuóttinn sem fylgir slíku er vont veganesti inn í páskana. Stuðningur ríkisins við fyrirtæki og einyrkja sem hafa orðið fyrir tekjufalli á að lágmarka tjónið, en ljóst er að allir bíða þess að hagkerfið komist á fulla ferð. Það mun þó einungis gerast ef allir leggjast á árarnar. Eins erfitt og það kann að reynast, þá verður skynsemin að ráða og hvert og eitt okkar að rifa seglin í nokkra daga eða vikur í viðbót, svo aftur megi setja á fullt stím fram á við. Þannig má halda hjólum atvinnulífsins á fullu og skapa störf, bæði í innlendri ferðaþjónustu og öðr- um atvinnugreinum. Ljóst er að staðan er viðkvæm. Nýjustu smittölur eru árétting um að sigur er ekki unninn í baráttunni við heimsfaraldurinn og staðfesta að stjórnvöld gerðu rétt með því að grípa strax í taumana. Vonandi dugar það til að halda bylgjunni niðri, þar til mannlífið kemst í samt lag og bólusetning frelsar okkur öll frá oki óværunnar. Biðin eftir því styttist, en stjórnvalda bíða þó enn stór verkefni. Við þurfum að halda ein- beitingu, tryggja atvinnustig og verðmæta- sköpun í landinu, standa vörð um velferð við- kvæmustu hópanna og halda áfram að stíga ölduna. Hífa og slaka til skiptis, enda þarf á stíminu að taka mið af veðri og vindum. Við þurfum að tryggja viðgang menningarlífs og íþróttastarfs, ekki síður en velferð námsmanna á öllum aldri og kennara sem halda á fjöreggi þjóðarinnar. Við eigum að setja aukinn kraft í opinberar fjárfestingar, sem vega á móti efna- hagssamdrættinum, fjárfesta í menntun, ný- sköpun og innviðaverkefnum, byggja brýr, betri skóla og hugsa til framtíðar. Við njótum góðs af því kraftmikla starfi sem unnið var fyr- ir ári, þegar sumarnám og -störf buðust náms- mönnum, og vilja þjóðarinnar til að ferðast um eigið land. Þannig troðum við ekki bara marvaðann, held- ur kynnumst landi og menningu okkar enn betur, aukum skilning og hamingju okkar allra. Um páska fögnum við upprisunni, sem er táknræn í mörgum skilningi. Gleði leysir sorg af hólmi, vörn er snúið í sókn og von fyllir hjartað. Í því samhengi er táknrænt, að páskahátíðin marki viðsnúning í baráttu okkar við nýjustu og vonandi síðustu bylgju Covid-19. Ef við höldum vel á spilunum og gerum sjálf það sem við ætlumst til af öðrum eru okkur allir vegir færir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Á ég að gera það? Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is L andsmenn verða á ferð og flugi um landið á komandi mánuðum. Segjast níu af hverjum tíu vera með áform um ferðalög á árinu og lang- flestir ætla að ferðast innanlands. Þetta kemur fram í nýbirtum nið- urstöðum úr könnun Ferða- málastofu um ferðahegðun Íslend- inga í fyrra og ferðaáformin í ár. Í fyrra ferðuðust 86% landsmanna innanlands og ef marka má svörin má búast við að enn þá fleiri leggi land undir fót á yfirstandandi ári þar sem um þriðjungur landsmanna hefur í hyggju að ferðast meira inn- anlands í ár en í fyrra. Þátttakendur svöruðu könnun- inni í lok janúar til 15. febrúar eða áður en smitum tók að fjölga á ný en alls óvíst er hvort yfirstandandi smitbylgja hefur nokkur áhrif á ferðahug landans. Útivist og hreyf- ing utandyra hefur aukist verulega á tímum veirufaraldursins. Um sjö af hverjum tíu segjast hafa stundað almenna útiveru einu sinni í viku eða oftar og um fjórðungur fór oftar en einu sinni í mánuði í lengri gönguferðir í fyrra. Nú segjast 29% eða mun fleiri en í fyrra gera ráð fyrir að fara í úti- vistarferð, s.s. gönguferð, jeppa- eða snjósleðaferð á þessu ári. Þetta er sérstaklega áberandi í yngstu ald- urshópunum en 39% fólks á aldr- inum 18 til 29 ára ætla í útivistar- ferð innanlands á yfirstandandi ári. Stærsti hópur svarenda eða 56% ætla að fara í sumarbústaðaferð, um 46% í heimsókn til vina og ættingja, 35% ætla að elta góða veðrið og um 30% að fara í ferð með vinum eða klúbbfélögum. Þá vekur athygli að mun fleiri nefna í ár en í fyrra að þeir ætli í borgar- eða bæjarferð innanlands eða ríflega einn af hverjum þremur. Þrátt fyrir að utanlandsferðum landsmanna hafi fækkað mikið í far- aldrinum sagðist þó um fjórðungur hafa ferðast til annarra landa á sein- asta ári. Núna gerir um fimmtungur landsmanna ráð fyrir að fara í borg- arferð á þessu ári og tæplega fimmtungur gerir ráð fyrir að fara í sólarlandaferð en á sama tíma í fyrra var hlutfall þeirra sem ætlaði í sólarlandaferð 44%. Talsverður munur er þó á þessum áformum eft- ir hópum, þannig gera talsvert fleiri karlar (24%) en konur (16%) ráð fyrir að fara í borgarferð til annarra landa á þessu ári. Yngsti aldurshóp- urinn sker sig nokkuð úr. Einn af hverjum fjórum einstaklingum á aldrinum 18 til 29 ára hafa hug á að heimsækja vini og ættingja erlendis í ár og 23% fólks á þessum aldri segjast gera ráð fyrir að fara í sólar- landaferð. Þegar spurt var hvort þátttak- endur í könnuninni telji að þeir muni ferðast minna, álíka mikið eða meira til útlanda á árinu 2021 en þeir gerðu í fyrra segjast 39% fólks á aldrinum 18 til 29 ára telja að það muni ferðast mun meira eða heldur meira til útlanda í ár en í fyrra. Námsmenn skera sig úr því 59% þeirra gera ráð fyrir að ferðast meira til annarra landa. Fróðlegt er að skoða hvað fólk hafði fyrir stafni á ferðalögum um landið og í útivist á seinasta ári. Tæp 66% sögðust hafa farið einu sinni eða oftar í lengri gönguferðir eða fjallgöngur eða jöklaferðir á síð- asta ári. Af heildinni sögðust um 67% aldrei hafa stundað skokk, hlaup eða náttúruhlaup í fyrra en yngri aldurshóparnir skera sig úr hópi hlaupafólks, þar sem 68% 18 til 29 ára og 43% fólks á aldrinum 30 til 49 ára sögðust hafa stundað skokk eða hlaup í fyrra. 36,4% landsmanna fóru í stuttar eða lengri hjóla- og fjallahjólaferðir á seinasta ári. Í bústað, hitta vinina og elta góða veðrið Ferðaáform Íslendinga á árinu 2021 Hlutfall þeirra sem nefndu ákveðin áform í könnun Ferðamálastofu* Ferðalög innanlands Ferðalög erlendis Heimild: Ferðamálastofa Sumarbústaðarferð innanlands Heimsókn til vina/ættingja innanlands Borgar-/bæjarferð innanlands „Elta góða veðrið“ innanlands Ferð innanlands með vinahópi Útivistarferð innanlands Borgarferð erlendis Heimsókn til vina/ættingja erlendis Sólarlandaferð Menningar-/heilsu-/dekurferð innanlands Íþróttatengd ferð innanlands Skíðaferð innanlands 56% 46% 35% 35% 30% 29% 20% 18% 17% 14% 12% 11% *Svarendur gátu nefnt fleiri en einn valkost. Önnur svör innan við 10%. 11% svarendahöfðu ekki áform um ferðalög á árinu Mikill meirihluti landsmanna eða um 64% sögðust í könnun Ferðamálastofu hafa upplifað eða kynnt sér einstök náttúru- fyrirbæri, menningarminjar, dýra- og plöntulíf á seinasta ári og rúmlega 13% landsmanna fóru í reiðtúr í fyrra. Könnunin leiðir enn fremur í ljós að tæplega fjórðungur landsmanna stundaði einhverja stangveiði, þar með talið sjó- stangaveiði og dorgveiði, í fyrra. Svörin eru þó mjög mis- munandi eftir hópum. Þannig sögðust 35% karla hafa stund- að stangveiði í fyrra en 10% kvenna. Stangveiðin er einnig mun algengari meðal stjórn- enda og æðstu embættismanna en annarra hópa. 40% þeirra sögðust hafa stundað stang- veiði í fyrra. Um 21% lands- manna fór á skíði, snjóbretti eða ísskauta, 13% í sjósund eða sund í vötnum og 22% lands- manna fóru í jeppa-/fjórhjóla- og vélsleðaferðir. 35% karla í stangveiði ÚTIVIST OG AFÞREYING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.