Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 18

Morgunblaðið - 01.04.2021, Side 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Almenningssam- göngur á Íslandi eru heldur lítilfjörlegar, enda nýta fæstir sér þær nema tilneyddir séu. Því eru flestir á einu máli um að þær þurfi nauðsynlega að bæta til þess að þær verði raunverulegur valkostur fyrir fólk sem þarf að fara lengri vegalengdir en vildi gjarnan ferðast öðruvísi en með bíl. Ýmsar leiðir eru til þess að bæta almenningssamgöngur en til stend- ur að ráðast í ýktustu og dýrustu útfærslu hraðvagnakerfis, svokall- aðs BRT (Bus Rapid Transit), sem flestir þekkja betur undir nafninu borgarlína. Fagaðilar í umferðar- og skipulagsmálum hafa margir hverjir þagað þunnu hljóði um borgarlínu vegna hættu á að missa verkefni og störf ef þeir gagnrýna hana. Þó hafa eldri og reyndari fag- aðilar, sem eru komnir á eftirlaun og ekki lengur í þeirri hættu, bent á að mun skynsamlegra væri að ráð- ast í svokallað BRT Lite-verkefni sem gæti útlagst undir nafninu léttlína. Talsmönnum borgarlínu- verkefnisins með borgarstjóra fremstan í flokki hefur þó tekist með undraverðum hætti að mark- aðssetja BRT-hugmyndina sem hina einu mögulegu lausn. Kostnaður ríkisins Stofnkostnaður borg- arlínu, sem skal greidd- ur að mestu leyti úr rík- issjóði, er talinn hlaupa á 80-100 milljörðum í heildina en léttlína myndi kosta 15-20 millj- arða. Samkvæmt reik- nilíkönum myndi borg- arlína fækka bílum í umferðinni um 2-4% en til samanburðar myndi léttlína fækka þeim um 1-2%. Því er eðlilegt að spyrja hvort 65-80 milljarðar séu þess virði til að fækka bílum í um- ferðinni um 1-2 viðbótarprósentu- stig. Fátt knýr ákefð og áræði jafn harðlega og heift. Talsmenn borg- arlínu eru margir hverjir þekktir fyr- ir að finna bílnum allt til foráttu. Það rímar vel við þá staðreynd að sam- kvæmt opinberum skýrslum mun borgarlína flýta för strætisvagna en valda enn frekari töfum fyrir bíla. Heildartafir í samgöngukerfinu myndu þannig aukast, sem þýðir aukinn kostnað fyrir samfélagið. Kostnaður sveitarfélaga Spár gera ráð fyrir að rekstr- arkostnaður borgarlínu verði 2-3 milljarðar á ári, sem á að vera á höndum sveitarfélaga. Hvað ef mark- miðið um farþegafjölda næst ekki? Stofnkostnaður ýmissa verkefna er réttlætanlegur ef verkefnið skilar sér, það er ef tekjur koma inn á móti vegna góðrar nýtingar. Til lengri tíma er það rekstrarkostnaðurinn sem sligar ef hann er of hár. Spár um farþegafjölda borgarlínu hafa verið harðlega gagnrýndar af fagaðilum fyrir að vera óraunhæfar og beinlínis rangar. Árlega er Strætó rekinn með gíf- urlegum halla. Að auki hefur Strætó sætt miklum niðurskurði vegna Co- vid og áhrif þess eru enn óþekkt. Svo gæti farið að kröfur um ferðamáta breyttust varanlega vegna aukinna fjarfunda, ýmissa útfærslna á stytt- ingu vinnuvikunnar og breytts starfsumhverfis. Því væri óráðlegt að ana út í svo stórt verkefni án þess að staldra aðeins við. Sér í lagi þar sem skuldir Reykjavíkurborgar hafa vax- ið hratt síðustu ár og eru orðnar hátt á fjórða hundrað milljarða. Kæmi ég sem óbreyttur borg- arfulltrúi með hugmynd að 100 millj- arða króna útfærslu á Strætó í skrautbúningi yrði hlegið að mér. Það er búið að vörumerkja þessa draumkenndu hugmynd óheyrilega vel. Léttlína Eftir Ingu Maríu Hlíðar Thorsteinson » Talsmönnum verk- efnisins með borg- arstjóra fremstan í flokki hefur þó tekist að markaðssetja borg- arlínu sem hina einu mögulegu lausn. Inga María Hlíðar Thorsteinson Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sögupersónur jólanna eru margar og standa oss ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Þar eru ekki einasta á ferðinni aðalpersón- urnar þrjár (Jósef, María og barnið í jöt- unni), heldur líka Gabríel erkiengill, gistihúseigandinn, fjárhirðarnir, herskar- arnir himnesku, vitringarnir þrír, Heródes konungur, Betlehem- stjarnan og meira að segja sauð- fénaðurinn á Betlehemsvöllunum, að ógleymdum skepnunum í fjár- húsinu, asnanum og uxanum. Vér höfum heyrt um þessar sögu- persónur og séð þær svo oft og víða, að vér berum óðara kennsl á þær, hvar sem þeim bregður fyrir. Vér erum orðin gagnkunnug þess- ari frægustu allra fæðinga, þekkj- um til hennar næstum því í smáat- riðum, nærri því eins vel og vér vitum um fæðingu barna vorra. Jatan í fjárhúsinu í Betlehem er í huga vorum álíka kunnuglegur staður og vort eigið heimili. Að jöt- unni, þar sem Jesús fæddist, höfum vér jafnan viljað laða huga sem allra flestra, og vér höfum meira að segja notað til þess margs konar vinsæl hjálpargögn, eins og t.d. jólasálmana, jólatréð, jólagjafirnar, jólakortin, jólasveininn, Jólasöguna hans Dickens af nirflinum Ebene- zer Scrooge, og þannig mætti áfram telja. En um páskana gegnir allt öðru máli. Guðspjallamennirnir sjálfir eru ekki einu sinni vissir um, hvað það var, sem gerðist í raun og veru. Frásögnin hefst í myrkri nætur. Steininum hafði verið velt frá. Mattheus er sá eini af guð- spjallamönnunum, sem nefnir jarð- skjálfta. Inni í gröfinni voru tvær hvítklæddar verur, eða jafnvel að- eins ein, ungur maður. María Magdalena mun hafa verið sá af vinum Jesú, sem kom fyrst út að gröfinni. Það var þar þá maður, sem hún hélt í fyrstunni að væri grasgarðsvörðurinn, garðyrkjumaðurinn. Kannski var María, móðir Jakobs, með nöfnu sinni, og svo þriðja konan, sem hét Salóme. Í einni útgáfu frásagnarinnar kemur Pétur líka að gröfinni ásamt með öðrum lærisveini. Í öðrum af- brugðningum sög- unnar eru því gerðir skórnir, að það hafi bara verið konurnar, sem komu út að gröfinni, en post- ulunum, sem voru staddir einhvers staðar annars staðar, hafi ekki dottið í hug að leggja trúnað á frá- sögn kvennanna, þegar þær sögðu þeim frá því, sem þær höfðu fengið að reyna. Nú förum vér að heyra hlaupandi fótatak í guðspjallsfrá- sögninni, og raddir. Mattheus minnist á „ótta og mikla gleði“. Fólk var eins og ruglað og vissi ekki, hvaðan á það stóð veðrið. Og nú ber engu alveg saman við neitt annað; orðræðan er ekki sjálfri sér samkvæm. Það er jafnvel ekki al- veg samkomulag um það, hvert hlutverk sjálfs Jesú var í þessu öllu saman. Birtist hann strax við gröf- ina, eða var það seinna? Og þá hvar? Og hverjum birtist hann? Hvað sagði hann? Hvað gerði hann? Hér er ekki eins nákvæm upp- færsla og á jólunum. Og hjálp- argögnin, sem vér höfum safnað í kringum páskana, eru í ein- kennilega litlu og ógreinilegu sam- hengi við atburðinn sjálfan: páska- eggin, páskaliljurnar, tónleikarnir, skíðavikan. Þetta gerir svo sem hvorki að bæta neinu við né draga neitt frá páska-viðburðinum. Og hér er eiginlega ekki um neina skýra eða skiljanlega sögu að ræða, en einmitt það gerir hana svo stór- brotna, svo kraftmikla, svo ómót- stæðilega. Þessi frásögn hljómar ekki eins og einhver stórdramatík. Hún hljómar aftur á móti eins og sannleikurinn sjálfur. Ef guð- spjallamennirnir hefðu ætlað sér að segja hana þannig, að hún sann- færði alla heimsbyggðina um það, að Jesús hefði í raun og veru risið upp frá dauðum, þá hefðu þeir not- að til þess alla sína kunnáttu og stílsnilld og beitt til þess öllum þeim listrænu brögðum, sem þeir höfðu á sínu valdi. En hér er ekk- ert slíkt á ferð. Höfundar guð- spjallanna eru einfaldlega að segja frá þessu, eins og það var. Frásögn þeirra er jafn brotakennd, óljós, ófullkomin og sveipuð rökkri eins og lífið sjálft. Ef spurt er, hvað ná- kvæmlega hafi gerst, verður lítið um örugg svör. Á hinu leikur eng- inn vafi, að eitthvað gerðist, sem var ótrúlegt og dásamlegt og óvið- jafnanlegt. Tákn páskanna er tóma gröfin. Það er ekki auðvelt að mála mynd af tómleika eða gera sér tómleika að heimilisdjásni með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að búa til skrautsýningu úr tómleikanum, ekki svo auðvelt að binda á hann slaufu eða hengja á hann ljósaser- íu. Tómleikinn hrærir ekki hjörtu fólks þannig, að það taki að gefa hvert öðru gjafir eða syngja gamla sálma. Kyrravika og páskar um- lykja oss á bak og brjóst, alltaf. Jafnvel stóru kórarnir í Messíasi eftir Händel verða ögn hjáróma, eins og krunk í einmana hrafni í tunglskini. Hann reis upp. Fáeinar mann- eskjur sáu hann í svip og ræddu við hann. Sé þetta satt, þarf ekkert að segja meira. Ef það er ekki satt, getum vér ekki heldur sagt neitt fleira. Hvort sem menn eru trúaðir eða vantrúaðir, þá hefur lífið aldrei orðið samt eftir þennan atburð. Ekki dauðinn heldur, að því er mörgum finnst. Núna er tómleikinn eftir. Og til eru þeir, sem munu aldrei hætta að leita að andliti hans, fyrr en þeir finna það. Alveg eins og María Magdalena. Eftir Gunnar Björnsson » Það gerðist nokkuð, sem var ótrúlegt og dásamlegt og óviðjafn- anlegt. Gunnar Björnsson Höfundur er pastor emeritus. Hátíð páskanna fasteignir 14 6855 17965 30062 40467 49715 60035 69032 33 6997 18020 30568 40591 49881 60271 69052 95 7022 18121 31150 40684 50042 60274 69165 294 7280 18466 31377 40966 50342 60337 69359 618 7480 18628 31571 41124 50502 60701 69705 641 7511 18950 31653 41224 51006 60719 70580 1653 7590 20300 31706 41478 51467 60933 70622 1660 8061 21071 31984 41879 51535 61062 70902 1842 8362 21083 32232 41952 52021 61387 71223 2112 8668 21304 32243 42135 52056 61764 71759 2580 8875 21474 32252 42144 52627 61781 72270 2704 9017 21729 32509 42581 52991 61955 72466 2718 9526 22123 32618 42671 54100 62355 72506 2724 9705 22371 32815 42831 54247 62599 72581 2728 10237 23559 32901 43396 54349 62688 72717 2744 10502 23783 32926 43819 54410 62856 73472 3028 10540 24001 33548 44000 54475 62859 73493 3347 10742 24036 33805 44188 54731 63018 73553 3391 10986 24243 34284 44451 55069 63100 73624 3649 10993 24326 35198 44588 55278 63137 73644 3780 11126 24633 35256 44851 55404 63149 73860 3882 11988 24636 35317 45133 55634 63222 73954 3896 12056 24806 35738 45210 55739 63520 74154 3972 12159 24978 35988 45487 55838 63536 74609 4788 12200 25027 36362 45929 55885 63596 74843 4950 12594 25256 36790 46723 55979 63971 75264 5340 12809 25347 36880 47160 56044 64949 75498 5448 12901 25700 36889 47298 56111 65264 76641 5555 13034 25922 36892 47422 56114 65627 76775 5739 13202 25923 36959 48007 56492 65917 76861 5776 13308 26032 37037 48032 57040 65975 77683 5901 13313 26403 37041 48162 57300 66235 78111 5960 13995 26825 37258 48324 57896 66952 78177 6117 14931 27138 37975 48559 58086 67028 78329 6128 15000 27161 38169 49129 58615 67288 78785 6358 15416 27552 39022 49164 58835 68200 79038 6502 15889 29256 39267 49340 58863 68294 79071 6610 15922 29749 40043 49388 59618 68418 79101 6718 16763 30021 40250 49429 59906 68647 79258 6813 17112 30057 40391 49654 59914 69016 79562 339 12350 24709 29672 39377 50768 60576 69759 778 12777 24742 31139 40319 53378 63710 70092 1705 15021 25203 32299 40753 53582 65105 72367 2262 15385 25625 34244 41117 53921 65492 73019 3932 15742 26051 34405 41320 54432 67015 73043 4107 16717 26201 34593 41966 55584 67072 74441 5574 16794 26304 34994 44619 56106 68359 77118 6624 17844 26411 35076 45792 56686 68380 78166 7304 17848 27095 35829 46347 57847 68458 78748 8404 19845 27251 36742 47205 59002 68569 8843 20241 27940 37211 48911 59255 68668 9918 20656 29056 37612 49144 59494 68773 9930 23733 29439 39062 49753 59921 69026 Næstu útdrættir fara fram 8., 15., 21. & 29. apríl 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 26124 36744 48131 54298 55659 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1325 17822 51595 61337 68383 75949 4786 18742 52438 61690 69993 76331 12511 27532 52648 67914 71524 77418 13678 31077 61189 67965 74414 78653 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 7 0 0 5 48. útdráttur 31. mars 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.