Morgunblaðið - 01.04.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.04.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Er góður vinur er fallinn frá koma í hug ýmsar góðar minningar. Kynni mín af Stefáni eru á ýmsum vett- vangi heima, bæði fyrr og síðar. Stefán var fjórði af fjórtán systk- inum fæddur í Naustahvammi 18. ágúst 1916. Sem íþróttakenn- ari hóf hann að kenna íþróttir í heimabyggð. Hann var drifkraft- ur í fjölmörgum framfaramálum, m.a. byggingu sundlaugarinnar sem var nefnd Stefánslaug hon- um til heiðurs. Hann var meðal stofnenda Golfklúbbs Neskaupstaðar og lék golf alveg fram á síðasta ár. Má segja að hann hafi verið mörgum kynslóðum okkar byggðarlags fyrirmynd í mörgu. Á yngri árum var hann við út- gerð afa míns Sigurðar á Trölla- nesi, og í fæði hjá ömmu Krist- rúnu. Hún átti svo eftir að verða Stefáni til stuðnings við upp- byggingu Fjórðungssjúkrahúss- ins, sem formaður Kvenfélagsins og einnig áhugamanneskja um bætta aðstöðu í heilbrigðismál- um fjórðungsins, í anda sr. Guð- mundar Helgasonar sem átti frumkvæðið. Sjúkrahúsið var vígt í janúar 1957. Síðan hefur þjónusta vaxið og umsvif í heilsu- gæslumálum á öllum sviðum m.a. vegna frumkvæðis Stefáns frá upphafi. Það hefur átt sér marga hollvini og vel að mörgu búið síð- ustu árin. Í Hollvinasamtökum sjúkrahússins höfum við Stefán unnið saman við að bæta tækja- kost þess. Við stofnun þeirra var Stefán kosinn í stjórn. Fljótlega var farið í að bæta tækjakost, og smærri lækningatæki keypt í fyrstu, en það var fljótlega stefnt að kaupum á sneiðmyndatæki sem nýttist vel. Annað tæki var svo keypt síðar, mun afkasta- meira, á ný fyrir tilstilli Hollvina- samtakanna, með stuðningi bæj- arbúa og velunnara. Ég minnist atviks í Valaskjálf á Egilsstöð- um, er við Björn Magnússon yf- irlæknir og Stefán vorum komnir til þess að taka við styrk frá Landsbankanum, í samsæti sem Landsbankinn hélt birgjum er komu að sölu byggingarefna eða ýmissa hluta tengdra Kára- hnjúkavirkjun og -stíflu. Ég sat Stefán Þorleifsson ✝ Stefán Guð- mundur Þor- leifsson fæddist 18. ágúst 1916. Hann lést 14. mars 2021. Útför Stefáns fór fram 26. mars 2021. við borð með frænda mínum sem var í hópi birgja. Ég segi við þá sam- ferðafélaga mína, að þessi frændi minn hafi selt allt sprengiefnið sem fór í gangagerðina að virkjuninni. Stef- án var fljótur að hugsa, spurði strax hvort sá gæti útveg- að sprengiefni, ef til kæmi, við gerð Norðfjarðarganga. Svarið var já, svo fremi að Vegagerðin kysi að nota slíkt! Stuttu seinna heldur Kristján Möller þv. sam- gönguráðherra fund í Neskaup- stað, sem við Stefán mætum á. Er Kristján hóf mál sitt bað Stef- án strax um orðið. Kristján bað Stefán að bíða meðan hann lyki við ávarpsorðin. Kristján gaf svo Stefáni orðið sem sagði: „Sko, Kristján, þegar byrjað verður á Norðfjarðargöngunum þá erum við með allt sprengiefnið!“ Slíkur var hugur hans. Er Rótarý- klúbburinn okkar heimsótti Raf- veitu Reyðarfjarðar man ég ann- að atvik. Í lok heimsóknar spurði ég Sigfús rafveitustjóra hvort hann ætti díselrafstöð á lausu? Hann sagðist eiga eina slíka. Ég sneri mér að Stefáni og sagði að við gætum fengið díselvél til að nota, sem gæti verið neyðarraf- stöð fyrir Sjúkrahúsið. Hann sneri sér að Sigfúsi og spurði um verð. „Hún fæst fyrir lítið, kannski eina krónu.“ „Hvað seg- irðu; eina krónu, ég kaupi hana strax!“ Þannig vil ég minnast eldhugans sem unni Neskaup- stað á allan þann hátt sem hon- um var unnt. Hann var baráttu- og hugsjónamaður og brautryðj- andi. Þegar Stefán varð níræður færði ég honum eftirfarandi vísu: Afmælisbarnið er okkur kært, og á sér ævi merka. Sannlega okkar firði fært, fjölda góðra verka. Ég þakka honum samleiðina sem félagi og fyrrverandi sókn- arprestur og minnist Guðrúnar eiginkonu hans, hve þau voru samhent, en Guðrún lést árið 2013. Guð blessi minningu þeirra hjóna. Við hjónin sendum okkar einlægustu samúðarkveðjur til aðstandenda á kveðjustund. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Við kveðjum nú Stefán Þor- leifsson, íþróttafrumkvöðul og félagsmálafrömuð í Neskaup- stað, sem lést um miðjan þennan mánuð á 105. aldursári. Stefán var máttarstólpi í íþrótta- og ungmennafélagsstarfi í Neskaupstað. Að loknu íþrótta- kennaranámi sneri hann heim á sínar æskuslóðir til að kenna og þjálfa íþróttir. Stefán lét sér ekki nægja að kenna íþróttirnar, hann var líka eldhugi sem barðist fyrir bætt- um aðbúnaði. Sund hafði verið kennt svo að segja í pollum en fyrir hans tilstuðlan var byggð sundlaug í hjarta Neskaupstaðar sem í dag er kennd við Stefán. Á seinni árum var það svo golfið sem átti hug hans allan, hann mætti á golfvöllinn ef hægt var. En hann boðaði líka mikilvægi hreyfingarinnar. Þegar erlendir blaðamenn spurðu hann að leyndarmálinu bak við langlífið benti hann á að hann hefði alltaf gert æfingar á morgnana og svo mætti hann í heita pottinn. Stefán starfaði líka ötullega að félagsmálum íþróttahreyfingar- innar, bæði innan íþróttafélags- ins Þróttar og Egils rauða. Hann ávarpaði 100 ára afmælishóf beggja félaganna fyrir fáeinum árum og rifjaði þá upp gamlar sögur úr starfinu, nánast aftur til stofnfundanna! Fyrir störf sín fékk Stefán fjölda viðurkenn- inga. Hann var útnefndur heið- ursfélagi UÍA árið 1989 og hlaut gullmerki UMFÍ árið 2013 en hann sat í stjórn UÍA á bernsku- árum sambandsins. Stefán var óþreytandi við að miðla af reynslu sinni og hvatti ávallt aðra til góða verka. Hann lagði sig líka fram um að mæta og taka þátt í því sem var í boði. Þannig er hann elstur allra til að hafa tekið þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ en hann tók þátt í golfi á mótinu í Neskaupstað árið 2019. Við minnumst Stefáns með hlýhug og þökk fyrir hans mikla framlag í þágu austfirsks íþróttastarfs á langri ævi. Fjöl- skyldu hans og vinum vottum við samúð okkar. F.h. Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands, Gunnar Gunnarsson formaður. Hinn 26. mars sl. var Stefán Þorleifsson, sem lést 14. mars sl. á 105. aldursári, borinn til grafar. Stefán var menntaður íþrótta- kennari og ötull talsmaður æsku- lýðs og íþrótta og fjölmargir Norðfirðingar lærðu að synda undir hans handleiðslu. Hann kom að fjölmörgum framfaramálum hér í bæ, þar á meðal stofnun golfklúbbsins, en Golfklúbbur Norðfjarðar var stofnaður árið 1965 og var Stefán einn af stofnfélögum. Stefán var síðar formaður og fór þá fyrir sveit vaskra félaga við endurreisn klúbbsins á níunda áratugnum. Stefán tók ríkan þátt í öllu starfi sem fram fór á vegum golf- klúbbsins hvort sem um var að ræða jarðvinnu eða önnur störf. Hann var iðinn við að taka þátt í mótum, Jónsmessumótin þóttu honum skemmtileg, þau mót eru óhefðbundin og oft er fleygur með í för, þá sá Stefán um að keyra „strákunum sínum“ heim en eins og allir vita var hann bindindismaður alla tíð. Stefán var mjög ötull við að leiðbeina og hvetja til íþrótta og almennrar hreyfingar og talaði oft um að íþróttir væru til skemmtunar en mikill keppnis- maður leyndist í honum. Ef högg mistókst átti hann það til að láta skemmtilegt blóts- yrði falla sem golfvinir hans þekkja. Hann var mikill íþróttamaður, stundaði skíði á veturna og golf á sumrin og honum fannst þessar tvær íþróttir vera gott par. Stefán spilaði golf eins lengi og heilsa hans og þrek leyfði og töluðum við golfvinir hans oft um að fáir æfðu eins mikið og hann og í mörg ár fór hann á hverjum degi á völlinn. Með Stefáni er genginn einn af sonum Norð- fjarðar sem bar hag íbúa fjarð- arins fyrir brjósti og alltaf hafði hann framtíðina að leiðarljósi. Stefánsmótið er mót sem hald- ið er árlega, honum til heiðurs, og verður áfram um ókomin ár í minningu hans. Við golfarar sendum fjöl- skyldu Stefáns innilegar samúð- arkveðjur og þökkum fyrir öll ár- in með honum og fjölskyldunni. Fyrir hönd Golfklúbbs Norð- fjarðar, Ragnar M. Sverrisson. Stefán Þorleifsson er látinn, 104 ára að aldri. Stefán varð fé- lagi í Rótarýklúbbi Neskaup- staðar á stofnfundi sem haldinn var í Tónabæ 13. júní 1965. Árið 1997 var Stefán gerður að heið- ursfélaga klúbbsins. Stefán skil- ur eftir sig mikið dagsverk í sam- félagi sínu. Hann ólst upp í stórum hópi systkina og frænd- liðs í Naustahvammi í Norðfirði og tók snemma til verka þegar honum óx fiskur um hrygg eins og þá var títt. Hann menntaðist sem íþróttakennari og varð á þeim vettvangi frumkvöðull á Norðfirði. Hann fór með sjó- mannahóp norður í land til að kenna honum að synda því að- staða var ekki til kennslu. Síðar tók hann að sér að stýra bygg- ingu á myndarlegri sundlaug í Neskaupstað sem var opnuð 1943 og var þrekvirki, hún heitir nú Stefánslaug. Þegar Norðfirð- ingar hófu af stórhug að byggja sjúkrahús, sem síðar varð Fjórð- ungssjúkrahús, var gæfa þeirra að Stefán var valinn til að stýra framkvæmdinni, ráða starfsfólk og koma starfseminni á legg, en hún hófst 1957. Fyrir þeirri stofnun var hann lengi fram- kvæmdastjóri og óbilandi bar- áttumaður fyrir lífi hennar og framþróun, einnig til þess síðasta ötull í starfi Hollvinasamtaka sjúkrahússins. Hann var áhuga- maður um allt það sem til fram- fara og hagsbóta horfði fyrir sitt byggðarlag og land. Stefán stundaði margar íþróttagreinar meðan stætt var, sund, skíði, golf og badminton og entist golfið lengst. Hann átti líka ógleyman- lega spretti á leiksviðinu og minnast hans margir sem skratt- ans í Gullna hliðinu og ógleym- anlegri túlkun hans á pressaran- um í Dúfnaveislunni. Eins og allt sem Stefán gerði og tók þátt í starfaði hann í Rótarýklúbbnum af heilum hug, mætti ævinlega reifur á fundi og innti vel af hendi það sem hann tók að sér. Hann var okkur sem yngri vorum fræðasjór um sögu byggðarlagsins, með afar gott minni og einstaklega skýran frá- sagnarmáta. Sem barn og ung- lingur átti hann sumardvöl árum saman í Sandvík, fyrst við barna- pössun og snúninga og reri svo þar á sjó. Hann minntist Frakka að borða skelfisk og drekka rauðvín á sunnudögum inni á firðinum og hann mundi átaka- fundi milli stjórnmálamanna þar sem tekist var á um það hvort þeir sem sveitastyrk höfðu þegið, ættu að fá að kjósa. Á tíunda ára- tug lífs síns flutti hann okkur gjarnan ljóð í fundarbyrjun, sem hann fór afar fallega með. Lengst af kom hann á fundi keyrandi á eigin bíl og það er stutt síðan hann kom á síðasta fundinn. Heyrnin var biluð, en heiðskír og bjartsýn hugsunin fram til þess síðasta. Kveðju fengum við á fundinn nýlega með áminningu um að félagsstarf gengi ekki nema menn mættu til funda og bæru félagsskapinn fyrir brjósti. Að leiðarlokum þökkum við fé- lagarnir, sem notið höfum gjöf- ulla samvista, fræðslu og skemmtunar í samfylgd Stefáns. Blessuð sé minning Stefáns Þor- leifssonar. Fyrir hönd félaga í Rótarý- klúbbi Neskaupstaðar, Ína Dagbjört Gísladóttir. Hún er farin. Einn af föstu punktunum okkar hér í Barma- hlíð hefur verið þurrkaður út. Minningin lifir. Hún kom hér inn 1997, fyrst til skammtímadvalar. Þegar tíminn sem henni var ætlaður var liðinn bað hún um framhaldsvist. Nú þegar hún er farin er aðeins einn eftir þeirra sem komnir voru hér inn á undan mér. Þá gat hún gengið um og hún lagði á borðin fyrir máltíðar. Það var þá hennar starf. Og hún dansaði á böllunum hlæjandi. Það er sárt í blóma lífsins að veikjast hægfara lömun, það var Fannlaug Svala Snæbjörnsdóttir ✝ Fannlaug Svala Snæbjörns- dóttir fæddist 1. mars 1954. Hún lést 4. mars 2021. Útför Fannlaugar fór fram 12. mars 2021. hennar hlutskipti. Kannski var það þess vegna sem hún var umhyggjusöm og rétti hjálparhönd meðan hún gat þeim sem voru enn verr staddir en hún. En hún spaugaði og hló og hún gat líka reiðst og skammast út í það sem henni líkaði ekki. Skaplaus, nei. Handverk sitt, útsaum, gat hún stundað fram á síðasta mánuð ævi sinnar. Ég er einn þeirra mörgu sem eiga fallegan púða frá henni. Hún varð 67 ára 1. mars síðast- liðinn, sjö árum fyrr hélt fjöl- skylda hennar upp á sextugsaf- mæli hennar á huggulegu heimili í Hafnarfirði. Ég kom þar. Með þessum fáu línum sendir allt fólkið sem á Barmahlíð dvelur nú kæra kveðju til fólksins hennar í minningu Fannlaugar. Jóhannes Geir Gíslason. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR JÓNSSON, Ásbraut 9, Kópavogi, lést á krabbameinsdeild Landspítala föstudaginn 27. mars. Finnbjörg Konný Hákonardóttir Gyða Björg Sigurðardóttir Birkir Ólafsson Hilmar Þór Sunnuson Guðbjörg Guðlaugsdóttir afabörn, systur og stjúpsynir Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, STURLAUGUR J. ÞÓRÐARSON vélvirki, Skaftahlíð 33, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. mars á Landspítala við Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir fær starfsfólk 11-G og 11-E fyrir einstaka umhyggju og alúð í hans garð. Hrönn Sturlaugsdóttir Jason Steinþórsson Elín Sturlaugsdóttir Ásbjörn Ásbjörnsson Sturlaugur J. Ásbjörnsson Sara Jasonardóttir Garðar Guðjónsson Sindri Egill Ásbjörnsson Ellen Björg Jónsdóttir Rakel Ásbjörnsdóttir Snorri Guðjónsson og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA MARÍA ÚLFSDÓTTIR, Blikahólum 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 26. mars. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimilið Grund. Georg V. Halldórsson Ásta Sólveig Georgsdóttir Ingi Rúnar Georgsson Árni Ragnar Georgsson tengdabörn og barnabörn Yndislegi ástkæri sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn, frændi og vinur, ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON, Orrahólum 7, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 27. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. apríl klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða nánustu ástvinir viðstaddir, streymt verður frá athöfninni og hægt er að nálgast það á: mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/. Helene Pampichler Pálsdóttir Jón Haukur Ólafsson Linda Björk Jónsdóttir Sveinn Páll Sveinsson Páll Pampichler og aðrir ástvinir Hjartagullið okkar, EMILÍA ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR Svenska Vägen 10, Lundi, Svíþjóð, lést á heimili sínu 28. mars. Útförin verður auglýst síðar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Píeta-samtökin. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Bjarnadóttir Ómar Sigurvin Gunnarsson Þ. Kolbrún Steinarsdóttir Magnús Örn Friðriksson Aníta Bech Styrmir Snær Óðinn Orri Hólmfríður Lillý Lárus Pétur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.