Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 21

Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 ✝ Birgir Örn Harðarson fæddist í Reykja- vík 27. október 1946. Hann lést eftir stutta bar- áttu við krabba- mein í faðmi fjöl- skyldu sinnar á heimili sínu í Reykjavík 20. mars 2021. Birgir er sonur Harðar M. Kristinssonar, f. 13. september 1920, d. 27. janúar 1983, og Unnar Jónsdóttur, f. 24. maí 1922, d. 8. júlí 2010, seinni eiginmaður hennar var Ólafur Tryggvi Finnbogason, f. 9. ágúst 1922, d. 14. febrúar 1999. Systkini Birgis eru Hrafn- hildur, f. 10. október 1942, d. 22. ágúst 2008, Gylfi, f. 7. júní 1943, d. 2. janúar 2003, Krist- inn Már, f. 23. ágúst 1948, d. son, b) Helgi Þór, f. 1993, maki Guðrún og eiga þau einn son, c) Ágúst Björn, f. 1998, d) Ingi Björn, f. 2004. 3) Björn, f. 27. desember 1969, kvæntur Hjölmu Poulsen og á hún eina dóttur, Annetta maki Helga og tvö barnabörn. 4) Björg, f. 8. október 1979. 5) Bryndís, f. 17. febrúar 1981, og á hún einn son Viktor Inga, f. 2010. 6) Berglind, f. 22. febrúar 1982, og á hún eina dóttur Ingibjörg Bóel, f. 2016. Birgir var lærður bakari og vann við það framan af þar til hann hóf störf hjá Ólafi Gísla- syni & Co og undi hag sínum vel með góðu fólki. Hann var einnig með lítinn rekstur í bíl- skúrnum heima hjá sér þar sem hann sá aðallega um smíði á rafhlöðupökkum og tengdum hlutum, en hann var einkar handlaginn maður. Hann var dyggur stuðnings- maður KR og stýrði m.a. get- raunastarfi KR í mörg ár. Eins tók hann virkan þátt í flugeldastarfi þeirra í fjölda- mörg ár. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. 10. mars 2014, Anna, f. 23. júní 1951, Guðrún, f. 22. des. 1952, og Matthías, f. 14. apríl 1961. Birgir kvæntist Ingibjörgu Björns- dóttur, f. 10. des- ember 1946, í Reykjavík hinn 21. október 1967. Ingibjörg er dóttir hjónanna Björns Halldórs- sonar, f. 3. nóvember 1921, d. 5. október 2005, og Guðrúnar Bjargar Sigurjónsdóttur, f. 16. apríl 1922, d. 15. október 1998. Börn þeirra hjóna eru sex talsins: 1) Drengur, f. og d. 26. ágúst 1966. 2) Björk, f. 17. júní 1968, gift Þorsteini Guð- myndssyni og eiga þau fjóra drengi: a) Birgir Örn, f. 1989, maki Monika og eiga þau einn Elsku pabbi og afi. Ekki grunaði okkur þegar við fengum fregnirnar um að þú hefðir greinst með krabba- mein að við myndum vera að skrifa minningarorð strax þremur mánuðum seinna. Krabbinn tók þig allt of snemma frá okkur. Það var svo margt sem við áttum eftir að brasa saman og svo margt sem þú ætlaðir að dunda þér við þegar þú værir hættur að vinna. Hvað þá allt sem þið mamma ætluðuð að ferðast og njóta seinni áranna. En núna verðum við að vera þakklát fyrir allt það sem þú kenndir okkur og allar þær minningar sem við náðum að skapa saman. Við munum hugsa til þín og sakna við hvern fótboltaleik, hvert sinn sem við spilum pool, hvert sinn sem við heyrum panflautuleik eða country-lag, hvert sinn sem við heyrum pabbabrandara, hvert sinn sem eitthvað fyndið gerist í lífi og starfi sem væri gaman að segja þér frá, hvert sinn sem eitthvað bilar, brotnar, skemmist. Því alltaf gat afi lagað það. Við kveðjum þig með trega og söknuði. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þín dóttir og afastrákur, Bryndís og Viktor. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Þín dóttir, Björg. Elsku pabbi og afi. Mér er eiginlega orða vant, skil ekki hvernig þessi ósanngjarni og ljóti sjúkdómur sem krabba- mein er tók þig svona fljótt frá okkur. Þetta ferli tók ekki nema ca. þrjá mánuði en alltaf barst þú höfuðið hátt og hugs- aðir alltaf um hvort það yrði ekki í lagi með alla aðra. Það er akkúrat það sem lýsir þér svo vel. Passaðir alltaf upp á alla aðra í kringum þig og vildir öll- um vel. Þú varst ákveðinn, glaður, hrekkjóttur og hug- myndaríkur maður sem lést ekkert stoppa þig ef þú vildir koma einhverjum af fjölmörg- um hugmyndum þínum í verk. T.d. þegar þú hentir í eitt stykki snókerborð til að æfa þig þar sem þú varst dolfallinn yfir snóker og smitaðist áhug- inn til okkar líka. Varst aldrei óhræddur við að fara út fyrir þægindarammann, heldur sýndir okkur öllum að það ger- ist ekkert ef maður hugsar bara hlutina. Maður verður líka að framkvæma. Tilhugsunin um að maður fái aldrei að heyra annan pabbabrandara eða heyra tónlistina óma af skrif- stofunni þinni á meðan þú ert að vinna í tölvunni er alveg skelfileg og brýtur hjarta mitt í þúsund mola. Við förum ekki saman á fleiri KR-leiki í Frostaskjóli þar sem við und- um okkur alltaf vel en ég þyk- ist viss um að þú munir fylgjast með frá öðrum stað. Það er visst tómarúm sem hefur myndast hjá okkur sem aldrei mun fyllast. Þín verður minnst sem góðs manns með fallegt hjarta sem stóðst alltaf upp fyrir þeim sem minna máttu sín, alltaf tilbúinn með brand- ara til að létta andrúmsloftið og bara dásamleg manneskja í alla staði. Ég gæti talið upp enda- lausa hluti upp um þig, t.d. all- ar veiðiferðirnar sem við fórum með þér þegar við vorum lítil, því veiðidellan var mikil hjá þér og auðvitað fengum við að vera með í því, allir leikirnir, ísbíl- túrarnir og svo seinna þegar barnabörnin fóru að koma. Þú varst þekktur sem afi sem lagar allt því það var ekkert sem þú gast ekki lagað held ég bara. Ingibjörg Bóel gat komið með hvað sem er liggur við og alltaf gastu lagað dótið hennar. Ingibjörg Bóel fær ekki oftar að stríða afa sínum á meðan hann situr í stólnum sínum eða sníkja smá pening af honum til að láta í baukinn sinn. Það er gífurlega sárt að hún fái ekki lengri tíma með þér en ég mun segja henni frá þér eins oft og ég get. Þú varst allt sem maður gat óskað sér og meira til. Þú varst, ert og munt alltaf verða GOAT („greatest of all time“) og höfðingi í okkar huga. Elsku pabbi og afi, við mun- um sakna þín alla ævi en geym- um þig í hjarta okkar og yljum okkur við minningarnar um þig. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Ástar- og saknaðarkveðjur, Þín dóttir, Berglind og Ingibjörg Bóel afastelpa. Í dag kveðjum við ástkæran bróður sem lést 20. mars sl. eftir stutt en erfið veikindi. Biggi var einstakur stóri bróðir og fyrirmynd, hann setti sér markmið löngu áður en byrjað var að kenna markmiðasetn- ingu. Hann bar út blöð og seldi svo aukablöðin, lagði fyrir þar til hann hafði safnað fyrir því sem hugurinn girntist. Við munum eftir þegar hann keypti smásjá, þvílíkt undur þegar hann fann dauða fiskiflugu og sýndi okkur líkamspartana í smásjánni! Hann átti líka sýn- ingavél og oft var bíó í kjall- aranum. Biggi var vinamargur enda félagslyndur, ófeiminn og mikill sögumaður. Hann gat verið þrjóskur og í eitt skipti reifst hann heiftarlega við besta vin sinn og sagðist sko aldrei ætla vera með honum aftur! Þegar mamma gekk á hann kom í ljós að deiluefnið var um það hvort vettlingar væru prjónaðir eða saumaðir. Vinur- inn sagði að þeir væru prjón- aðir en Biggi vissi að þeir væru sko saumaðir! Þegar málið var krufið kom í ljós að báðir höfðu rétt fyrir sér, mamma okkar saumaði vettlinga á okkur krakkana upp úr gömlum peys- um því hún var alls ekkert fyrir það að prjóna en lærði að sauma og var snillingur í því. Mamma vinarins prjónaði hins vegar alla vettlinga eins og flestir. Þegar mamma hafði útskýrt fyrir honum að þeir hefðu báðir haft rétt fyrir sér sættust þeir og hefur þeim aldrei síðan orð- ið sundurorða. Það var oft mik- ið fjör á æskuheimilinu í Holt- unum, við vorum eins og allir krakkarnir í hverfinu voru úti að leika frá morgni til kvölds. Mamma gat verið ströng með að við klæddum okkur vel ef það var kalt úti, sum okkar voru að suða og nöldra yfir því og vildu ekki hlýða en Biggi fór orðalaust í úlpu og var svo rok- inn. En þegar við fórum út eftir að hafa tapað baráttunni við mömmu sem gerðist alltaf kom í ljós að úlpan hans Bigga var niðri í stiganum! Svona var hann, ekki að eyða orkunni í nöldur og nagg, leysti málin á sinn hátt! Ungur lærði hann til bakara og var mjög góður, það var svo merkilegt að sjá hvað hann gat „skrifað“ mjög fallega á terturnar með glassúr og mun betur hans eiginlega rit- hönd. Svo kom að því að hann hætti alveg að baka vegna of- næmis og réð sig sem sölumann til Ólafs Gíslasonar ehf. í Sundaborg, þar undi hann hag sínum vel. Það var enginn sem sagði brandara eins lifandi og skemmtilega og Biggi. Það var alltaf gaman þegar við systk- inin hittumst með mökum og Biggi var alltaf hrókur alls fagnaðar, mikið hlegið og skrafað. Þessir tímar koma ekki aft- ur, hans verður sárt saknað en við getum yljað okkur af minn- ingunum og hlegið saman, því það hefði hann viljað. En mestur er söknuðurinn og sorgin fyrir elsku Ingi- björgu mágkonu og ekki síður verður af börnum, tengdabörn- um og afkomendum. Fjölskyld- an er samheldin og gott til þess að vita að Ingibjörg hefur stórt og gott bakland hjá stóra barnahópnum þeirra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Anna og Guðrún. Við Biggi afi áttum mjög margar og góðar stundir sam- an, ég tel að ég hafi fengið fíflaskapinn frá þér þar sem þú elskaðir að grínast og maður tók þátt í því með þér. Við fór- um stundum saman á Reynis- vatn til þess að fá að veiða, mér fannst það frábær upp- lifun þar sem þú leigðir bát og leyfðir manni að róa því maður var svo æstur í að fá að vera eins og þú. Við vorum mjög nánir vinir og það var alltaf hægt að leita til þín og þegar ég var í grunnskólanum þurfti ég að fara í kynningu á vinnu- stað og þá valdi ég að fá að vera heilan dag með þér hjá Ólafi Gíslasyni og co. Brallaði maður margt með þér á þeim degi þar sem þú varst svo ánægður að hafa mig með þér og bauðst mér að prófa eld- varnabúnað sem er notaður hjá slökkviliðinu. Þetta er dagur sem gleymist seint. Áhugamál- in hjá okkur voru svipuð þar sem þú fékkst mig til þess að hnýta flugur og endaði á því að ég fékk settið þitt lánað og keypti mér svo sett eins og þú áttir. Ekki skemmdi það að maður kom til þín og spurði hvaða lit- ur væri hvað og endaði það alltaf á því að við hlógum báðir vegna þess að við vissum hvor- ugir hvaða litur væri hvað enda báðir litblindir. Svo var það eitt árið sem ég var búinn að vera að spyrja þig hvenær við ættum að fjárfesta í gleraugum sem voru komin á markað, þú sagðir að það þýddi ekkert og myndi ekkert virka en þá fór fjölskyldan okkar á stúfana og pantaði tvenn og gaf okkur í af- mælisgjöf þar sem við áttum nánast sama afmælisdag, mun- aði nokkrum klukkutímum. Svo þegar maður spurði þig af og til um hvort þú værir að nota gleraugun þá sagðirðu nei, þú ættir svo fín sólgleraugu að þú þyrftir þau ekki og þetta væri bara bull og vitleysa en svo kom annað hljóð í þig þegar ég spurði þig eftir ca hálft ár, þá hafðirðu óvart tekið gleraugun í bílinn og farið að nota þau við keyrslu og þú hafir verið svolít- ið skrýtinn því allt í einu komu einhverjir litir sem þú hafðir aldrei séð áður! Að sjá brosið hjá þér á þeim tíma þegar þú sagðir mér þetta var æðislegt þar sem þú hafðir sagt að þetta myndi aldrei virka. Ein áramótin varstu í flug- eldasölunni hjá KR og fékkst mann til að koma og hjálpa til við að setja upp búðina og end- aði á því að ég kom ár eftir ár og skapaðist ný hefð hjá okkur; að vera saman á milli jóla og nýárs í öðru umhverfi en að hanga bara heima og gera ekki neitt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hvíldu í friði Biggi afi, þér verður seint gleymt. Þinn nafni, Birgir Örn Þorsteinsson og fjölskylda. Birgir Örn Harðarson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Móðir okkar, AUÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Strikinu 2, Garðabæ, lést föstudaginn 6. mars. Útför hennar fór fram frá Háteigskirkju 15. mars. Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu fjölskyldunni samúð og vinarhug við andlát og útför hennar. Ingólfur H. Eyfells Ólafur Lúðvíksson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA R.H. JÓNSDÓTTIR, Grænumörk 2, Selfossi, lést á heimili sínu 14. mars. Útförin fór fram 30. mars í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hilmar Þ. Sturluson Guðrún Bjarnþórsdóttir Símon M. Sturluson barnabörn og langömmubörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR, Lundi, lést sunnudaginn 29. mars á hjúkrunarheimilinu Dyngju. Börn og aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.