Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 01.04.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021 Það hefur ýmislegt verið rætt og ritað um íslensku karlalands- liðin í knattspyrnu undanfarna daga, misgáfulegt að sjálfsögðu, eins og alltaf þegar rætt er um fótbolta á kaffistofum landsins. Margir fóru mikinn á Twitter yfir ákvörðuninni að kalla Willum Þór Willumsson upp í A- landsliðið úr U21 árs landsliðinu og hafa hann svo utan hóps í sigurleiknum gegn Liechtenstein í Vaduz í gær. Eftir tapleikinn gegn Armeníu í Jerevan var óvíst hvort bæði Aron Einar Gunn- arsson og Birkir Bjarnason gætu tekið þátt í leiknum gegn Liech- tenstein og því fullkomlega eðli- legt að Willum væri til taks fyrir A-liðið. Sveinn Aron Guðjohnsen fékk tækifæri í byrjunarliðinu, væntanlega vegna þess að þjálf- arateymið treysti ekki Hólmbert Aroni Friðjónssyni í heilan leik enda hefur framherjinn ekki spil- að heilan knattspyrnuleik síðan á síðustu leiktíð. Einn sigur í fyrstu þremur leikjunum hefur ekki beint hjálpað íslenska þjálf- arateyminu að öðlast traust hjá íslenskum knattspyrnu- áhugamönnum en Armenar eru samt sem áður í efsta sæti rið- ilsins eins og staðan er í dag. Þá hafa margir kallað eftir endurnýjun á liðinu en við hefð- um eflaust séð ansi mikla end- urnýjun í þessum tiltekna lands- leikjaglugga ef U21 árs landsliðið hefði ekki verið að taka þátt í lokakeppni EM, í annað sinn í sögu U21 árs landsliðsins. Kröf- urnar í dag eru hins vegar mun meiri en árið 2011 þótt það hefði eflaust heyrst hressilega í ein- hverjum ef þeir Gylfi Þór Sig- urðsson, Kolbeinn Sigþórsson, Aron Einar Gunnarsson og Jó- hann Berg Guðmundsson hefðu verið kallaðir upp í A-landsliðið þegar U21 árs landsliðið tók þátt í lokakeppninni í Danmörku. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is HM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrjú stig af níu mögulegum er nið- urstaðan eftir tiltölulega auðveldan sigur á Liechtenstein í Vaduz í gær- kvöld. Ekki alveg sú byrjun sem flestir vonuðust eftir úr fyrsta hluta undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta þegar horft er yfir leikina þrjá en íslenska landsliðið gerði í það minnsta það sem þurfti í gær- kvöld og vann leikinn á sannfærandi hátt, 4:1. Nú verður ekki leikið aftur í keppninni fyrr en í september. Arn- ar Þór Viðarsson og þjálfarateymi hans hafa í mörg horn að líta næstu mánuðina og eru með fullt af efni til að vinna úr áður en undirbúningur haustleikjanna fer af stað fyrir al- vöru. Verkefni sem blasir við Arnari er skilgreina hvernig þarf að vinna með liðið í framhaldinu og mæta til leiks í september með lið og leik- skipulag sem virkar til að ná því tak- marki sem stefnt er að. Berjast um annað sætið í riðlinum og komast í umspilið fyrir HM. Hann fær tvo vináttuleiki í júní sem ættu að nýtast til að taka einhver skref í rétta átt. Vonbrigðin úr þessari fyrstu törn snúast fyrst og fremst að tapinu í Armeníu. Þar fuku dýrmæt stig. Hinir tveir leikirnir fóru eins og bú- ast mátti við. Tap í Þýskalandi og sigur í Liechtenstein. Óvænt úrslit hafa einkennt þessar fyrstu umferðir riðilsins. Fáir sáu fyrir sér að Armenía yrði í efsta sæt- inu með fullt hús stiga að þeim lokn- um, og hvað þá að Þýskaland myndi tapa á heimavelli fyrir Norður- Makedóníu. Það eru eiginlega verstu úrslitin fyrir Ísland til þessa, miðað við að þægilegast hefði verið að Þjóðverjar einfaldlega ynnu alla og létu hinum liðunum eftir að slást um stigin sem gefa að lokum annað sæt- ið. Áhugaverð septembertörn Septembertörnin er heldur betur áhugaverð. Á sjö dögum mæta Rúm- enía, Norður-Makedónía og Þýska- land á Laugardalsvöllinn. Í tveimur fyrri leikjunum ræðst hvort Ísland verði með í baráttunni eða ekki. Svo einfalt er það. Liðið leikur alla fimm heimaleikina í röð í september og október og þarf úr þeim um það bil tólf stig til að eiga möguleika á loka- sprettinum. Leikurinn í Liechtenstein var engin flugeldasýning en það var gott fyrir liðið að ná að skora fjögur mörk og losa aðeins um þá spennu. Birkir Már Sævarsson skoraði fyrst með skalla eftir fyrirgjöf Harð- ar Björgvin Magnússonar frá vinstri og á lokasekúndum fyrri hálfleiks skoraði Birkir Bjarnason af stuttu færi eftir að Arnór Ingvi Traustason skallaði boltann til hans. Afar mik- ilvægt að ná að komast í 2:0 fyrir hlé og gera þar með eftirleikinn auð- veldari. Guðlaugur Victor Pálsson gerði þriðja markið með skalla eftir auka- spyrnu Jóns Dags Þorsteinssonar og Rúnar Már Sigurjónsson það síðasta úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Ódýrt mark úr hornspyrnu En mark Liechtenstein var ódýrt, Yanik Frick skoraði beint úr horn- spyrnu, og Rúnar Alex Rúnarsson markvörður verður að taka á sig ábyrgðina á því. Einhvern tíma hefði reyndar verið sagt að bakvörður á stönginni fjær ætti að skalla svona bolta í burtu. Miðjumennirnir og bakverðirnir voru í aðalhlutverkum í leiknum og voru með boltann stærstan hluta hans þó enginn stæði beint upp úr í íslenska liðinu. Það var áhugavert að sjá yngri leikmennina, Jón Dag, Arnór og Ísak koma inn á, þeir kom- ust allir ágætlega inn í leikinn, og Hólmbert var ógnandi í framlínunni síðasta hálftímann. Lítið skref í rétta átt. AFAP Drjúgur Arnór Ingvi Traustason lék sinn fertugasta landsleik og lagði upp annað markið fyrir Birki Bjarnason. Gerðu það sem þurfti - Fjögur mörk í Liechtenstein og fyrstu stigin í undankeppninni í höfn - Þrjú stig úr þremur leikjum en örlögin ráðast í fimm heimaleikjum í röð Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður í knattspyrnu er á leið til Svíþjóðar á ný en Norrköping tilkynnti í gær að félagið hefði samið við hann. Ari er að ljúka sínu öðru tímabili með Oostende í Belgíu en liðið er þar í toppbaráttu. Hann lék áður í Sví- þjóð á árunum 2006 til 2013, með Häcken og Sundsvall, en síðan með OB í Danmörku og Lokeren í Belg- íu áður en hann fór til Oostende. Ari er einn reyndasti knatt- spyrnumaður landsins með 79 landsleiki og rúmlega 400 deilda- leiki á ferlinum. Ari Freyr til Norrköping Morgunblaðið/Eggert Flytur Ari Freyr Skúlason er á leið- inni aftur til Svíþjóðar. Norður-Makedónía setti J-riðilinn í undankeppni HM í knattspyrnu, riðil Íslands, heldur betur upp í loft í gærkvöld með því að skella stór- liði Þjóðverja 2:1 í Duisburg. Gríð- arlega óvænt úrslit en Eljif Elmas skoraði sigurmarkið á 85. mínútu eftir að Ilkay Gündogan hafði jafn- að fyrir Þjóðverja á 63. mínútu. Þá eru Armenar óvænt á toppn- um með fullt hús stiga eftir sigur á Rúmenum, 3:2, í Jerevan. Þeir skor- uðu tvö mörk undir lokin, Tigran Barseghjan sigurmarkið úr víta- spyrnu á 89. mínútu. Óvæntur ósigur Þjóðverjanna AFP Kátir Norður-Makedóníumenn fögnuðu vel í Duisburg. LIECHTENST. – ÍSLAND 1:4 0:1 Birkir Már Sævarsson 12. 0:2 Birkir Bjarnason 45. 0:3 Guðlaugur Victor Pálsson 77. 1:3 Yanik Frick 79.(v) 1:4 Rúnar Már Sigurjónsson 90.(v) M Birkir Bjarnason Aron Einar Gunnarsson Guðlaugur Victor Pálsson Hörður Björgvin Magnússon Birkir Már Sævarsson Arnór Ingvi Traustason Rúnar Már Sigurjónsson Gul spjöld: Engin. Dómari: Mohammed Al-Hakim, Sví- þjóð. Áhorfendur: Engir. _ Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Rúnar Alex Rúnarsson. Vörn: Birkir Már Sævars- son, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Her- mannsson, Hörður Björgvin Magnússon. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson (Arn- ór Sigurðsson 63), Birkir Bjarnason (Jón Dagur Þorsteinsson 72), Aron Einar Gunnarsson (Rúnar Már Sigurjónsson 46), Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Ingvi Traustason (Ísak Bergmann Jó- hannesson 80). Sókn: Sveinn Aron Guð- johnsen (Hólmbert Aron Friðjónsson 63). _ Sveinn Aron Guðjohnsen fór beint í byrjunarlið Íslands og lék sinn fyrsta A- landsleik. Þar með er hann þriðji ættlið- urinn til að leika með A-landsliðinu, á eft- ir föður sínum Eiði Smára Guðjohnsen og afa sínum Arnóri Guðjohnsen. _ Birkir Bjarnason skoraði sitt 14. mark fyrir landsliðið og er kominn í 6.-8. sætið yfir þá markahæstu frá upphafi, jafn Rík- harði Daðasyni og Arnóri Guðjohnsen. _ Birkir Már Sævarsson lék sinn 97. landsleik og náði Ragnari Sigurðssyni í öðru til þriðja sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi. Birkir skoraði sitt þriðja mark en það fyrsta gerði hann líka gegn Liechtenstein. _ Guðlaugur Victor Pálsson skoraði sitt fyrsta mark í 26 landsleikjum. _ Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sitt annað mark í 32 landsleikjum. Það fyrsta kom í fyrsta landsleiknum hans árið 2012, gegn Andorra. _ Sverrir Ingi Ingason var eini leikmað- ur Íslands sem lék allar 270 mínúturnar í leikjunum þremur í þessari törn. Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson voru einnig í byrjunarliði í öllum þremur leikjunum. _ Anton Rúnarsson, markahæsti leik- maður karlaliðs Vals í handknattleik í vetur, er á leið til Þýskalands í sumar. Handbolti.is skýrði frá því í gær að hann hefði þegar gert þriggja ára samning við B-deildarfélagið Ems- detten sem hann lék með á árunum 2014 til 2016. _ Harry Maguire tryggði Englandi sigur á Pólverjum, 2:1, í undankeppni HM í fótbolta með sigurmarki á 85. mínútu í leik liðanna á Wembley í gær- kvöld. Harry Kane hafði komið Eng- landi yfir snemma leiks úr vítaspyrnu en Jakub Moder jafnaði. England hef- ur unnið alla þrjá leiki sína. _ Antoine Griezmann skoraði sig- urmark Frakka sem sigruðu Bosníu 1:0 á útivelli og eru efstir í D-riðli. _ Stefano Sensi og Ciro Immobile skoruðu fyrir Ítali í seinni hálfleik þeg- ar þeir unnu 2:0 útisigur og hafa unnið alla sína leiki í C-riðli. _ Danir unnu magnaðan útisigur í Austurríki, 4:0, þar sem Andreas Skov Olsen skoraði tvö mörk, Joakim Mæhle og Pierre-Emile Höjbjerg eitt hvor en öll mörkin komu í seinni hálf- leik. _ Daniel Olmo, Ferran Torres og Ger- ard Moreno skoruðu fyrir Spánverja sem sigruðu Kósóvó 3:1. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.