Morgunblaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2021
Fæst í apótekum, heilsuhúsum og heilsuhillum stórverslanna.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Konan í bókinni er í raun ýkt útgáfa
af sjálfri mér. Hún er til dæmis kom-
in í þrot í upphafi bókar og fyrsta
ljóðið lýsir algjörri örmögnun, en ég
hef aldrei lent í þeim aðstæðum sem
ég lýsi þar,“ segir Hanna Óladóttir
sem sendi nýlega frá sér aðra ljóða-
bók sína, Kona fer í gönguferð, með
undirtitilinn 799 kílómetrar – 34
dagleiðir.
„Vissulega er þetta byggt á minni
eigin reynslu af því að ganga Jak-
obsveginn, en það var meðvituð
ákvörðun að segja hún en ekki ég, í
ljóðunum. Þótt ég hafi sjálf verið
leitandi þá er þetta fært í stílinn og
ég nýti allar þær sögur sem ég
heyrði á veginum, þar er margt fólk
á vegamótum í sínu persónulega lífi.
Ég vona að þessi ljóð hafi víðari skír-
skotun, því það hafði mikil áhrif á
mig að ganga þennan veg,“ segir
Hanna og bætir við að ganga hennar
eftir hinni fornu pílagrímaleið hafi
komið þannig til að Margrét Jóns-
dóttir Njarðvík, sem er góð vinkona
hennar og fer reglulega með hópa af
íslenskum konum um Jakobsveg,
hafi boðið henni með þegar óvænt
losnaði pláss árið 2016.
„Ég stökk inn með stuttum fyrir-
vara og þá gekk ég fyrstu 300 kíló-
metra vegarins. Ég kláraði ári
seinna og hjólaði þá miðjuhlutann en
gekk síðustu 300 kílómetrana. Ég
mæli með því að ganga frekar en
hjóla þennan veg, af því að göngu-
hraðinn gefur færi á þeirri hug-
leiðslu sem maður fer inn í á þessari
göngu. Það er áhrifamikið að finna
að allir eru að ganga í sömu átt,
þetta er eins og lífsgangan sjálf, það
er enginn að fara í hina áttina,“ segir
Hanna og bætir við að þegar hún
hafi gengið síðustu hundrað kíló-
metrana með öllum þeim fjölda fólks
sem er á þeim legg hafi hún fundið
tengingu við mannkynið.
Aldrei grátið eins mikið
Hanna segir að það hafi verið frá-
bært að vera hluti af öllum þessum
konum sem „allar syrgja þær horfna
tíma, allar gráta þær glötuð tæki-
færi, allar hugga þær hver aðra“,
eins og segir í ljóðinu á miðri leið.
„Ég fann fyrir sterkri samkennd
þar sem enginn var að spá í hverra
manna fólk væri. Við vorum allar í
þessari sömu ferð um veginn, en líka
allar á sama innra ferðalaginu. Ef
einhver okkar vildi vera í friði, þá
virtu það allir. Ég hef aldrei grátið
eins mikið og ég gerði á göngu minni
um þennan veg, en mér fannst það
allt í lagi af því það eru allir jafn ber-
skjaldaðir á veginum og enginn að
þykjast. Það er mjög frelsandi. Ég
fann mjög sterkt fyrir því þegar ég
gekk þennan pílagrímsveg, sem hef-
ur verið genginn öldum saman af
fólki með sínar þjáningar, að þján-
ingin er það sem manneskjur eiga
sameiginlegt. Við munum öll ganga í
gegnum einhvers konar þjáningar
einhvern tímann á ævinni. Konan
sem gengur veginn í gegnum ljóða-
bókina mína, hún byrjar í einsemd,
er dregin af stað og hún gengur inn í
samfélag þar sem hún áttar sig á að
hún er ekki sú eina sem þjáist. Að
finna það er heilandi.
Við höldum í okkar sjálfhverfu að
við séum þau einu sem líður illa, en
það versta sem við gerum er að ein-
angra okkur í þunglyndi og kvíða.
Við eigum að tala um hlutina til að
komast að því að við erum ekki eins
einstök í þjáningum okkar og við
höldum.“
Ég er stökkbreytt lífvera
Hanna segir að hún hafi á göng-
unni séð líf sitt úr fjarska og fengið
tækifæri til að hugsa sinn gang.
„Þessi ganga hreyfði við mér og
breytti mér, en sú breyting er enn að
seytla inn. Ég hefði aldrei gert ýmis-
legt nema af því ég gekk þennan
veg, til dæmis hefði ég aldrei ort
þessi ljóð, hvorki þau sem eru í þess-
ari ljóðabók né þeirri fyrri, sem ég
sendi frá mér 2019. Hún heitir
Stökkbrigði,“ segir Hanna og bætir
við að sú bók sé allt öðruvísi, hún
fjalli um hinn stóra harm í hennar
lífi, að missa tvö barna sinna.
„Ég missti þau úr óskiljanlegum
erfðasjúkdómi, þess vegna heitir
bókin Stökkbrigði, eða stökkbreytt
lífvera, sem er ég. Hin hliðin á töl-
fræðinni, sem maður heldur að sé
ekki möguleg, er að við ættleiddum
tvö börn, en mér finnst jafn ótrúlegt
að hafa ættleitt þau eins og að missa
hin. Maður heldur að barnadauði sé
úr sögunni hér á landi, en þau eru
þarna þessi örfáu prósent. Mér
skilst að fólki finnist nýja bókin mín
vera einhvers konar framhald af
fyrri bókinni, enda er þessi sorg með
manni, hún fer ekki. Ein lítil mann-
vera er með svo lítið taugakerfi, að
það þarf mjög langan tíma til að
melta svona stóran harm. Í fyrri
ljóðabókinni setti ég þessar stóru til-
finningar í orð og í það form sem
þær áttu skilið, ég leyfði þeim að
koma í stærra samhengi. Sama er að
segja um upplifun mína af Jakobs-
stígnum.“
Konur eru alltaf að fórna sér
Hanna segir það hafa verið magn-
aða upplifun að vera ein af öllum
þeim milljónum manna sem gengið
hafa hinar helgu slóðir pílagríms-
vegarins, að vera hluti af þeim fjölda
í stóra tímasamhenginu.
„Þetta var mjög trúarleg ganga,
sem mér fannst mjög áhugavert af
því ég er ekki mjög trúuð mann-
eskja. Ég fór að trúa á mannkynið
við það að ganga með fólki þennan
veg og finna þessa samkennd,“ segir
Hanna og bætir við að á göngu sinni
eftir veginum hafi hún farið að huga
meira að sér sjálfri.
„Konur eru alltaf að fórna sér fyr-
ir aðra, en ég lærði á þessari göngu
að passa upp á að ég sé sjálf í lagi.
Ég fór til dæmis að stunda líkams-
rækt reglulega eftir fyrri ferðina,
því skrokkurinn, þessi lífsförunaut-
ur hverrar manneskju, þarf jú að
duga út lífið.
Margt hefur breyst hjá mér hægt
og rólega, sem er dæmigert fyrir
stíginn; maður fer hann á hæga-
gangi og breytingarnar sem maður
verður fyrir koma hægt og rólega,
en verða varanlegar. Við erum alltaf
að flýta okkur svo mikið, við þurfum
að hægja á okkur.“
Morgunblaðið/Hari
Hanna og Kría „Maður fer stíginn á hægagangi og breytingarnar sem maður verður fyrir koma hægt og rólega, en
verða varanlegar. Við erum alltaf að flýta okkur svo mikið, við þurfum að hægja á okkur,“ segir Hanna.
Öðlaðist trú á mannkynið á veginum
- Hanna Óladóttir segir að allir séu jafn berskjaldaðir á Jakobsveginum - Hún skrifaði ljóðabók eft-
ir göngu sína um pílagrímaleið - „Við höldum í okkar sjálfhverfu að við séum þau einu sem líður illa“
Tónlistarmennirnir Auður og Floni
hafa sent frá sér stuttskífu, EP,
sem ber heitið Venus. Sköp-
unarferlið hófst með laginu „Týnd
og einmana“ sem nýlega var til-
nefnt til Íslensku tónlistarverð-
launanna í flokknum rapp- og
hipphopplag ársins og hafa nú
fjögur ný lög bæst við og voru þau
unnin í samstarfi þeirra félaga.
„Venus samtvinnar sögur Auðar
og Flona, rannsakar líðan þeirra,
segir frá ástarævintýrum og gefur
hlustanda tækifæri til þess að
heyra hvernig þeir vinna saman og
draga fram það besta hvor í öðr-
um,“ segir í tilkynningu og að plat-
an sé einstakt tónverk að því leyti
að tveir ólíkir tónlistarstílar Auðar
og Flona mætist.
„Venus er verkefni sem varð al-
gjörlega náttúrulega til. Við erum
báðir nátthrafnar og stóðum sam-
an næturvaktina í stúdíóinu. Við
skiptumst á að pródúsera, semja
texta, þróa hugmyndir og kasta
boltanum á milli,“ segir Floni um
samstarfið en auk hans og Auðar
leikur Magnús Jóhann Ragnarsson
inn á nær öll lögin. Tónlistarkonan
Gugusar spilar og syngur einnig í
einu lagnn.
Auður segir Venus afrakstur
þess að þeir hafi samstillt sig í að
segja sögur og mála myndir með
tónlistinni. „Rannsakandi eigin líð-
an og hvernig hún endurspeglast
hjá hvor öðrum. Með því að vinna
sem hópur styrkjum og skerpum
við það sem gerir okkur einstaka,“
er haft eftir Auði í tilkynningu
vegna útgáfunnar.
Samstarfsmenn Auður og Floni á kynningarmynd vegna útgáfu Venusar.
Auður og Floni gefa út stuttskífu