Morgunblaðið - 01.04.2021, Page 32
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 91. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu hefur lok-
ið leik í lokakeppni EM 2021 í Slóveníu og Ungverja-
landi. Ísland átti fá svör gegn Frakklandi þegar liðin
mættust í Györ í gær en leiknum lauk með 2:0-sigri
Frakka. Ísland lauk keppni án stiga með markatöluna
1:8. Þrátt fyrir þrjú sannfærandi töp öðluðust margir
leikmenn dýrmæta reynslu í Ungverjalandi og af þeim
þrettán leikmönnum sem komu við sögu í tapleiknum
gegn Frökkum í gær eru sjö þeirra gjaldgengir í næstu
undankeppni U21 árs landsliðsins fyrir EM 2023. »26
Dýrmæt reynsla sem mun nýtast
liðinu vel í næstu undankeppni EM
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ný sýning verður opnuð í
galleríinu Midpunkt í
Hamraborg í Kópavogi í
dag, sýningin Eðli hlutanna
eftir Birgi Sigurðsson og El-
ínu Önnu Þórisdóttur. Er
hún unnin út frá tilraunum
með ólíka miðla, innsæi og
samtali þeirra Elínar og
Birgis. Elín og Birgir hafa
unnið saman að gjörningum
allt frá árinu 2010 og voru
með innsetningu, vídeó og gjörning á Plan B-listahátíð-
inni árið 2019 í Borgarnesi. Nú leita þau á nýjar slóðir
og nota led-ljós, leir, tré og málverk til að gera ljósa-
skúlptúra og sýna í fyrsta sinn afrakstur tilrauna sinna
með hitamyndavél þar sem kannað er varmastreymi í
listaverkum sem birtist í vídeóverki. Áhorfendur geta
haft áhrif á sýninguna með því að breyta litum ljósanna
með fjarstýringu. Unnið er út frá tilraunum með ólíka
miðla, innsæi og samtali þeirra Elínar og Birgis. Sýn-
ingin verður opin kl. 14-17 alla páskana.
Kanna varmastreymi í listaverkum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hjónin Hulda Friðgeirsdóttir og Sigurður Á. Magnússon
eru samhent og tóku þá ákvörðun að hætta að vinna á
sama tíma. Í gær var síðasti vinnudagur þeirra, hennar á
leikskólanum Suðurborg í Breiðholti og hans hjá Morg-
unblaðinu. „Við ákváðum þetta í fyrrahaust,“ segir Siggi,
Siggi Magg eða Siggi sailor, eins og prentarinn, útlits-
hönnuðurinn og umbrotsmaðurinn er kallaður jöfnum
höndum, en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu haustið
1974 eftir að hafa lært og unnið í prentsmiðju Hafnar-
fjarðar og verið á sjónum.
Hafnfirðingurinn hefur ekki látið hlutina þvælast fyrir
sér heldur siglt öruggur að settu marki á hverri leið,
hvort sem er á sjó eða landi. „Það lá beinast við að fara í
Iðnskólann í Reykjavík eftir gagnfræðinginn,“ segir hann
um námsferilinn. Hann hafi byrjað á verklega hlutanum í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar 1968 og lokið sveinsprófinu
1972. „Ég byrjaði í bókbandinu en þoldi ekki rykið sem
því fylgdi, og fór þá í setninguna,“ segir hann um fyrstu
skrefin í prentverkinu.
Ævintýramaður
Sjórinn hafði lengi heillað FH-inginn og áður en hann
kom á Moggann fór hann í eitt ár á síld í Norðursjónum
og loðnu á heimaslóð. „Þetta var gott tilboð sem ég gat
ekki hafnað, fyrst og fremst ævintýramennska en
skemmtileg var hún.“ Annað ævintýri var um miðjan ní-
unda áratuginn. „Þá var ég beðinn um að taka að mér út-
litshönnun og umbrot hjá Degi á Akureyri og var þar í
fimm ár, en fór aftur á Moggann 1988.“
Einhverra hluta vegna æxluðust hlutir gjarnan þannig
á árum áður að nokkir prentarar í Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar höfðu vistaskipti og fóru að vinna á Mogganum.
Einn þeirra var Kristján Bergþórsson heitinn. „Hann fór
á Moggann 1972, tveimur árum síðar var hann orðinn
verkstjóri og fékk mig þá til þess að bætast í hópinn – ég
byrjaði 1. nóvember í Aðalstrætinu, nánast nýkominn í
land,“ rifjar Siggi upp.
Hann steig enn ölduna – og gerir reyndar enn – og nán-
ir samstarfsmenn, sem höfðu aldrei migið í saltan sjó átt-
uðu sig strax á því að þar færi maður með mönnum, mað-
ur sem vissi allt um sjósókn og aflabrögð. „Þeir byrjuðu á
því að kalla mig Sigga sailor og einhverra hluta vegna
festist nafnið við mig,“ segir Siggi og brosir eins og hon-
um einum er tamt. „Ég kippi mér ekki upp við það.“
Miklar breytingar hafa orðið á öllu sem viðkemur
prenti frá því Siggi byrjaði í blýinu fyrir rúmri hálfri öld.
„Ég hef liðið áfram með straumnum, tileinkað mér nýj-
ungar og það að læra eitthvað nýtt hefur alltaf verið gam-
an,“ segir hann ósjálfrátt, þegar vinnubrögðin ber á
góma. „Ég hef sjaldan hugsað út í þessa miklu byltingu,
hún hefur bara gerst, en það er ólíku saman að jafna, off-
setið, þegar klippa þurfti texta og fyrirsagnir og líma upp
á síður, eða brjóta um texta á tölvu og það yfirleitt í fyr-
irframákveðnum sniðum. Áður var pappír úti um allt en
núna sér maður hann varla, jafnvel prentarinn er oft
pappírslaus.“
Siggi hefur lokið góðu verki og er ánægður sem fyrr.
„Morgunblaðið er og hefur verið góður vinnustaður og
hérna hefur alltaf verið frábært starfsfólk, sem gott og
gaman hefur verið að vinna með,“ segir hann með söknuði
um leið og hann lítur bjartsýnn fram á veg. „Breytingin
leggst samt ágætlega í mig enda á hún sér töluverðan að-
draganda og þetta er góður tími til þess að hætta.“
Morgunblaðið/Eggert
Prentarinn pappírslaus
- Sigurður Á. Magnússon í prentverkinu í yfir hálfa öld
Tímamót Sigurður Á.
Magnússon hefur unnið í
prentverki í yfir hálfa öld
og lauk langri starfsævi
á Morgunblaðinu í gær.