Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 4

Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við fyrstu sýn virðist lagastoðin undir reglugerðardrögunum vera mjög hæpin, en auðvitað bera ráð- herra og ráðgjafar ráðuneytisins fulla ábyrgð á þeim,“ segir Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra kynnti fyrir helgi breyt- ingu á reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálf- stætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Felur breytingin meðal annars í sér að þeir læknar sem rukka aukakostnað samkvæmt gjaldskrá muni ekki njóta kostnað- arþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Standa kerfinu fyrir þrifum Sem kunnugt er rann samningur sjálfstætt starfandi sérgreinalækna út árið 2018 og síðan þá hafa ekki náðst samningar við ríkið. Hefur því verið stuðst við tímabundnar reglu- gerðir ráðherra um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna heilbrigð- isþjónustu. Í kynningu á fyrirhuguðum breyt- ingum Svandísar á reglugerðinni er rakið að í sumum tilvikum hafi sjálf- stætt starfandi sérgreinalæknar sett gjaldskrár til hliðar við opinbera kerfið sem valdi því að sjúklingar þurfi að greiða tvo reikninga. „Ann- an þeirra fá þeir endurgreiddan í hlutfalli við heildarútgjöld sín til heilbrigðisþjónustu. Hinn reikning- inn þurfa þeir að greiða að fullu til sérgreinalæknisins, sjúklingar fá þann kostnað ekki endurgreiddan og hann reiknast ekki til afsláttar af heildarútgjöldum sjúklingsins. Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki upplýsingar um umfang þessara gjalda og þau standa fyrir þrifum því kerfi sem sett hefur verið upp af hinu opinbera með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi.“ Læknar skili ársreikningum Þessar breytingar hugnast sér- greinalæknum ekki og komu sjónar- mið þeirra skýrt fram í grein Stefáns E. Matthíassonar í Morgunblaðinu í gær. Stefán bendir á að í endur- greiðslureglugerðum hafi ráðherra einhliða ákveðið einingaverð og hafi það ekki fylgst verðlagsþróun. Því hafi læknar og fyrirtæki þeirra neyðst til að bæta upp þennan mun með komugjöldum. „Þetta gæti nú ráðherrann auð- veldlega lagað með því að uppfæra einingaverð sitt til raunkostnaðar! Annað er enn kostulegra sem er að læknum sem sinna sjúklingum og eru ekki í neinu samningssambandi við SÍ beri að skila inn árlega endur- skoðuðum ársreikningum til stofn- unarinnar. Eitthvað sem ég verð að segja er alger nýlunda í opinberri stjórnsýslu á Íslandi og auðvitað lög- leysa,“ skrifar Stefán. Stefán furðar sig í greininni á litlum samningsvilja ríkisins. Hann segir að komur til sérfræðilækna séu á pari við komur á Landspítala og heilsugæsluna. „Að auki eru þar allt að 20 þúsund skurðaðgerðir, þús- undir speglana, myndgreininga- rannsókna, blóðrannsókna auk ým- issa annarra,“ segir hann. „Núverandi ríkisstjórn hefur auk- ið framlög til heilbrigðismála um- talsvert en undir forystu sitjandi heilbrigðisráðherra hefur þess verið gætt að þessir fjármunir renni að meginhluta til þjónustu sem rekin er af opinberum aðilum. Fyrir nokkr- um árum voru heildarframlög til sér- fræðilæknisþjónustu um 6-7% af heilbrigðisútgjöldum en árið 2019 einungis 4,7% og margt bendir til að sama tala fyrir 2020 sé 4%.“ Telur lagastoð fyrir breytingum hæpna - Ráðherra vill uppræta komugjöld hjá sérfræðilæknum Morgunblaðið/Eggert Aðgerð Styr hefur staðið um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálf- stætt starfandi sérgreinalækna. Ráðherra hefur kynnt nýja reglugerð.Þórarinn Guðnason Liðlega átta þúsund einstaklingar verða bólusettir með bóluefni frá Pfizer í þessari viku, 12.-18. apríl, samkvæmt frétt frá embætti land- læknis. Byrjað verður að bólusetja einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti. Heilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins mun bólusetja yfir fimm þús- und manns í dag, að sögn Ragnheið- ar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Um er að ræða heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana og reiknaði Ragnheiður með að það tækist að bólusetja stærstan hluta þess hóps í dag. Einnig verður byrjað að bólusetja 60 ára og eldri sem eru með áhættu- þætti eins og undirliggjandi sjúk- dóma. Byrjað er á þeim elstu og svo koll af kolli. Farið er eftir listum frá Embætti landlæknis sem eru teknir út úr sjúkraskrá. Ragnheiður sagði í gær að ekki væri komið á hreint hvort meira yrði bólusett í þessari viku. Ekki var von á bóluefni frá Moderna, en það kem- ur í annarri hverri viku og er von á því í næstu viku. Ekki lá heldur fyrir hverjir munu fá bóluefni frá Astra- Zeneca næst en búið er að bólusetja megnið af 70 ára og eldri. Hvorki má frysta eða geyma bólu- efni sem hefur verið blandað heldur verður að nota það strax. Yfirleitt hefur verið vel mætt í bólusetning- arnar og þess gætt að ekkert bólu- efni fari til spillis. Fimm smit á landamærunum Fimm greindust smitaðir af Cov- id-19 á landamærunum í fyrradag. Tveir biðu niðurstöðu mótefnamæl- ingar í gær. Eitt smit greindist inn- anlands og var sá smitaði í sóttkví. Liðlega átta þús- und verða bólusett - Fólk yfir sextugu með áhættuþætti boðað í bólusetningu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugardalshöll Heilbrigðisstarfs- fólk utan stofnana sprautað í dag. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Svandís Svavarsdóttir kynnti reglu- gerðardrög í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi um samninga hins opin- bera við sérgreinalækna. Hún segist áforma að setja fram reglugerð þar sem þeim verði ekki endurgreitt sem rukka umfram gjaldskrá Sjúkra- trygginga Íslands. Samningar við sérgreinalækna hafa staðið lausir frá árinu 2018 og vakti Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks, at- hygli á þessu á Alþingi í gær. Hann beindi fyrirspurn til Svandísar og leitaði meðal annars svara við því hvers vegna ekki hafi náðst samn- ingar við sérgreinalækna eins lengi og raun ber vitni. Ekki lengur tímabundið ástand Svandís svaraði á þá leið að þjón- usta sérgreinalækna væri mikilvæg- ur þáttur heilbrigðisþjónustu á Ís- landi. Með vísan til laga um sjúkratryggingar sagði Svandís að skýrt væri kveðið á um að ríkið greiði hlutdeild í kostnaði við heilbrigðis- þjónustu, að því gefnu að samningar lægju fyrir um veitingu þjónustunn- ar. Vegna þess að samningar eru ekki í gildi er þess í stað reglugerð ráð- herra í gildi, sem kveður á um tíma- bundna endurgreiðslu til sjúkra- tryggðra á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Svandís sagði í gær að í þeirri reglugerð sé þó skýrt tekið fram að aðeins sé um tímabund- ið úrræði að ræða sem nota skuli í sérstökum tilvikum. Horfast verði í augu við það að þetta úrræði hafi nú verið notað í á þriðja ár og því ljóst að ekki sé um tímabundnar aðstæður að ræða. Birgir ítrekaði þá fyrri spurningu sína: hvort ráðherra gæti upplýst þingheim um hvers vegna samningar hefðu ekki náðst til þessa og hvað ráðherra sæi fyrir sér sem framtíð- arfyrirkomulag. Þeir sem rukka umfram Svaraði Svandís þá að skortur á fjármagni væri ástæðan, þ.e. skortur á fjármagni sem sett er í kaup á þjón- ustu sérgreinalækna. Þá sagði hún einnig að veitendur þjónustunnar vilji geta veitt hana samkvæmt eigin mati og sent svo reikninginn á hið opin- bera. Hún segist því áforma að setja fram reglugerð sem kveður á um að endurgreiðsla ríkisins verði ekki til þeirra sem krefja sjúklinga um aukn- ar greiðslur umfram gjaldskrá Sjúkratrygginga. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Birgir Ármannsson spurði ráðherra um sérgreinalækningar. Umframrukkun ekki umbunuð - Segir sérgreinalækna mikilvæga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.