Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Í gær minntist Ómar fyrsta geimfar-ans:
- - -
Fyrsta geimferðmanns fyrir 60
árum var liður í kapp-
hlaupi þáverandi risa-
velda, þar sem fyrsti
áfanginn hafði verið
ferð Sputniks með
hund þremur árum
áður, annar áfanginn
ferð Gagaríns og
lokaáfanginn lending
Bandaríkjamanna á
tunglinu 1969.
- - -
Sovétmenn höfðuforskot í fyrstu
og fyrsta geimferð Bandaríkjamanns
var hálfgert djók miðað við ferð Gag-
aríns.
- - -
En John F. Kennedy gaf út yfirlýs-ingu um að öflugasta efnahags-
veldi heims myndi beita öllu sínu afli í
að ná forystu á næstu árum, og við
það var staðið með tunglferðinni
1969.
- - -
Á þessum merka áratug var lagðurgrunnur að því ógnar kraðaki af
gervitunglum, sem skotið var á braut
um jörðu og eru grunnur að einhverri
mestu hátækni vorra tíma á ótal svið-
um.
- - -
Með svokallaðri Stjörnustríðs-áætlun, sem Ronald Reagan
kynnti á níunda áratugnum og varð
eitt mesta bitbeinið í samninga-
viðræðum hans og Gorbatsjof í
Reykjavík 1986, komust yfirráð í
geimnum á dagskrá, og Donald
Trump orðaði (síðar) stofnun sérstaks
geimhers Bandaríkjamanna.“
- - -
Legðu menn saman flugmílur„Frúarinnar“ og bílaflota Ómars
væri hann kominn til Mars og til baka?
Ómar
Ragnarsson
Spútnik-geimfar
þá, nú bóluefni
STAKSTEINAR
Júrí Gagarín
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Alþýðusambandið hefur gert alvar-
legar athugasemdir við framkomið
lífeyrisfrumvarp og það er ekki rétt
sem sagt er í greinargerð að það hafi
verið unnið í samráði við okkur,“
segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í
samtali við mbl.is í gær.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær ber talsvert á gagnrýni
á frumvarp fjármálaráðherra um líf-
eyrismál. Þeir Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR, og Vilhjálmur
Birgisson, for-
maður Verka-
lýðsfélags Akra-
ness, eru ósáttir
við hve einhliða
málið er unnið –
og boða málaferli
gagnvart ASÍ og
Samtökum at-
vinnulífsins.
Drífa Snædal
segir samráðsleysið hins vegar
skrifast á stjórnvöld og hún vilji að
svo stöddu ekki tjá sig um hugsanleg
málaferli.
„Í raun er brotið blað í sögu lífeyr-
ismála með samráðsleysinu og ég
gagnrýndi það harkalega á þjóð-
hagsráðsfundi sl. miðvikudag. Líf-
eyrisnefnd ASÍ fundar senn og í
kjölfarið vil ég fundi með forsætis-
og fjármálaráðherra,“ segir Drífa.
Athugasemdir verkalýðshreyfing-
arinnar segir forseti ASÍ lúta aðal-
lega að þremur atriðum í frumvarp-
inu. Það eru hækkun lífeyris-
greiðslualdurs úr 16 í 18 ár. Það er
nýtt ákvæði og órætt. Annað er
breyting á verðtryggingu lífeyris úr
því að hann er verðbættur mán-
aðarlega yfir í árlega. Loks má
nefna undanþágu frá 15,5% lífeyris-
greiðslu fyrir þá sem eru með öðru-
vísi kjarasamninga. Það atriði snert-
ir aðallega sjómenn sem bera þar
skarðan hlut frá borði. sbs@mbl.is
Athugasemdir við lífeyrisfrumvarp
- ASÍ vill ráðherrafund - Ekki unnið í samráði - Hærri greiðslualdur
Drífa Snædal
Hreinsun gatna eftir veturinn er að
hefjast í höfuðborginni. Þetta fékkst
staðfest hjá Reykjavíkurborg í gær.
Vegna frosts varð töf á því að verkið
hæfist fyrr en samkvæmt veðurspá
var talið mögulegt að hefjast handa í
gær eða í síðasta lagi í dag. Á næstu
dögum munu vegfarendur sjá átta
gula götusópa og átta gangstéttar-
sópa á ferðinni.
Á heimasíðu Reykjavíkuborgar
kemur fram að borgin sjái um hreins-
un á götum og gönguleiðum. Vor-
hreinsun hefst í apríl og fer fram í öll-
um hverfum Reykjavíkur þegar
svæði koma skítug undan snjó. Byrj-
að er að sópa helstu stíga sem og
stofnbrautir og safngötur. Í framhaldi
eru húsagötur sópaðar og þvegnar.
Tilkynningar um hreinsun eru
sendar út á samfélagsmiðlum og á
hverfasíðum, ásamt því að settar eru
upp merkingar í hverfunum.
Að hausti er svo farin ein umferð af
sópun á götum og gönguleiðum til að
viðhalda góðu ástandi eftir að laufblöð
eru byrjuð að falla. Gert er ráð fyrir
að hausthreinsun hefjist í október.
Fjölförnustu leiðirnar verði hreins-
aðar fyrst. Á það við um helstu
göngu- og hjólastíga, sem og stofn-
brautir og tengigötur. Að lokinni
hreinsun þeirra verður farið hverfa-
skipt í húsagötur og gangstéttir.
Á verkáætlun vorsins 2021 má sjá
að verkið, sópun og þvottur, mun taka
allt að 11 vikur. Því lýkur með lagfær-
ingum eftir úttekt eftirlits. sisi@mbl.is
Hreinsun gatna að
hefjast í borginni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hreinsun Átta gulir götusópar verða að störfum í borginni næstu vikur.