Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 10
Efni í þætti kvöldsins:
Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri
Samgöngustofu ræðir um aksturs í höfuð-
borginni og á vegum landsins þegar lítill
ferðamannastraumur hefur verið til landsins.
Halldór S.Guðmundsson framkvæmdastjóri
Öldrunarheimila Akureyrarbæjar segir frá og
sýnir aðbúnað íbúa í Lögmannshlíð sem er
eitt nýtískulegasta hjúkrunarheimili landsins.
Aníta Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins
á Siglufirði segir frá starfseminni sem senn
opnar og hvað þar er að sjá og upplifa.
Jakob Jakobsson veitingamaður segir frá
stofnun Jómfrúarinnar árið 1996 og síðar
opnun Matkráarinnar í Hveragerði fyrir
skömmu.
Umsjónarmaður er
Sigurður K.Kolbeinsson
Dagskráin
á Hringbraut
Lífið er lag
Fréttir, fólk og menning
á Hringbraut og hringbraut.is
kl. 21.00 á Hringbraut
í kvöld
Halldór S.Guðmundsson
Þórhildur Elín Elínardóttir
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landsmenn hafa getað fylgst með
eldgosinu í Fagradalsfjalli í gegnum
beinar útsendingar Ríkissjónvarpsins
og mbl.is og hafa margir notið útsend-
inganna. Eldgosið í Heimaey 1973,
fyrir 48 árum, var fyrsta eldgosið sem
sýnt var frá í beinni útsendingu hér á
landi og líklega í heiminum.
„Þetta var fyrsta maraþon-
útsending Sjónvarpsins. Það höfðu ef
til vill verið einhverjar langar og bein-
ar útsendingar einhvers staðar ann-
ars staðar en ólíklega svona langar.
Svo var það ekki fyrr en NRK byrjaði
með Hurtigruten-útsendingarnar
löngu seinna að til varð þetta hugtak
„hægvarp“ (slow TV). Ég tel að gos-
útsendingin hafi verið eitt fyrsta hæg-
varpið í heiminum,“ segir Karl Sig-
tryggsson, dagskrárgerðarmaður hjá
RÚV.
Askan máði linsuglerið
Upphafsmaður að útsendingunni
var Fylkir heitinn Þórisson, tækni-
fræðingur og deildarstjóri hjá Sjón-
varpinu. Í greinargerð hans um út-
sendinguna kemur fram að hann
hafði átt heima í Vestmannaeyjum
sem unglingur og þekkti því að-
stæður. Hann vissi að hægt var að ná
merki frá örbylgjusendi á Klifinu í
Vestmannaeyjum á Vatnsenda þar
sem aðalsendir Sjónvarpsins fyrir
Reykjavíkursvæðið var og tenging við
dreifikerfið.
Hugmynd Fylkis var að nota
myndavél sem Sjónvarpið eignaðist í
tengslum við skákeinvígi Fischers og
Spasskís 1972. Hann fór til Vest-
mannaeyja á þriðja degi eldgossins
ásamt samstarfsmönnum sínum,
Sverri Ólafssyni, sem þá var útsend-
ingarstjóri Sjónvarpsins, og Þórarni
Guðnasyni kvikmyndatökumanni. Úti
í Vestmannaeyjum hittu þeir Árna
Vilmundarson frá Landsímanum sem
sá um að tengja sjónvarpsmerkið við
dreifikerfið. Þeir fóru allir upp á Klif.
Myndavélin var sett inn í eins
metra langt Reykjalundarrör sem var
lokað í annan endann. Það tók allan
daginn að festa myndavélina upp í
stauramastur á Klifinu og tengja
hana við stjórntæki í sendahúsinu.
Þegar þessu lauk var dagskrá Sjón-
varpsins hafin og því ekki hægt að
stilla vélina og prófa útsendinguna.
Fylkir skrifar að útsendingarnar af
eldgosinu í Vestmannaeyjum hefðu
mælst vel fyrir, sérstaklega hjá
heimamönnum sem gátu nú fylgst
með framvindu gossins. Útsendingin
stóð í um þrjá mánuði þegar ekki var
önnur dagskrá í Sjónvarpinu.
Fylkir tók eftir því að myndgæðin
dofnuðu eftir því sem á leið. Þegar
hann sótti búnaðinn kom í ljós að
fremsta gler linsunnar var orðið sand-
blásið af ösku og mjólkurhvítt, þrátt
fyrir að um 60 sentimetrar hafi verið
frá opi rörsins og að linsunni. „Askan
er beitt og vindurinn sterkur á Klif-
inu,“ skrifaði Fylkir.
Klifrið upp á Klif reyndi á
„Mér er þetta alltaf minnisstætt.
Við fórum upp með búnaðinn á bak-
inu og þetta var heilmikið átak,“ segir
Sverrir Ólafsson um gönguna upp á
Klif. Hann segir þá hafa flogið með
fraktvél til Vestmannaeyja. Svo tók
sinn tíma að komast upp á Klif með
allt dótið. Ekki tókst að ljúka verkinu
þennan dag.
„Þá stöndum við frammi fyrir því
að þurfa að dvelja þarna uppi. Það var
úr vöndu að ráða því þarna var engin
gistiaðstaða og við matarlausir. Við
fundum pappakassa sem við lögðum á
gólfið í sendistöðinni til að leggja okk-
ur. En það var varla hægt að sofa
vegna hávaðans í eldgosinu, það voru
svo miklar drunur,“ segir Sverrir.
Þeir luku við uppsetningu og stillingu
búnaðarins snemma næsta dag. Mjög
góð sýn var af Klifinu yfir eldgosið.
Merkið úr myndavélinni fór beint
inn á dreifikerfi Landsímans en ekki í
gegnum útsendingarver Sjónvarpsins
sem slíkt. „Á þessum árum voru ekki
fyrir hendi góð netsambönd eins og
eru til í dag. Þannig áttum við í Sjón-
varpinu ekki beinan aðgang að sjón-
varpsmerkinu. Ef við hefðum ætlað
að taka þetta upp þá hefðum við þurft
að gera það af dreifikerfinu,“ segir
Sverrir en þetta er ástæða þess að lít-
ið hefur varðveist af þessum beinu út-
sendingum.
Skjáskot/RÚV/Þórarinn Guðnason
Fjallgangan Sverrir Ólafsson (t.v.) og Fylkir Þórisson á leiðinni upp á Klif með þungan búnaðinn í bakpokum.
Eitt fyrsta hægvarp í
heimi var frá Heimaey
- Beinar útsendingar frá eldgosinu í Heimaey 1973 vöktu
mikla athygli - Burðuðust með búnaðinn upp á Klif
Skjáskot/RÚV/Grétar Guðni Guðmundsson
Hægvarp Útsendingin frá Eyjum fór beint út á dreifikerfið og var ekki
varðveitt. Grétar G. Guðmundsson tók þessa mynd á litla kvikmyndavél.
Skjáskot/RÚV/Þórarinn Guðnason
Heimaey 1973 Eldgosið var tilkomumikið að sjá ofan af Klifi. Brottflúnir
Vestmannaeyingar og aðrir fylgdust vel með útsendingunum frá eldgosinu.