Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 11

Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 Netverslun skornir.is SMÁRALIND www.skornir.is Verð 14.995 Flex&Go s na er nota gæ a leður sem og náttúruleg efni, sem gerir það að verkum að skórnir falla vel að fætinum og eru einstaklega þægilegir. ær r - Í kó ð há ð Andrés Magnússon andres@mbl.is Þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi loks látið af- henda gögn úr heilbrigðisráðuneyt- inu, sem legið hafi til grundvallar hinni ólögmætu reglugerð um skyldudvöl í sóttkvíarfrumvarpi frá 1. apríl, virðist vera sem ráðuneytið búi yfir fleiri gögnum þar að lútandi. Velferðarnefnd Alþingis bað um öll þau gögn í liðinni viku og sömu- leiðis óskaði Morgunblaðið eftir þeim á þriðjudag í liðinni viku í sam- ræmi við upplýsingalög, en fékk synjun um það degi síðar. Þeirri ákvörðun var svo snúið við á föstu- dag og bárust þá nokkur skjöl frá upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Eftir því sem næst verður komist fékk velferðarnefnd sömu gögn. Þar á meðal var minnisblað úr heilbrigðisráðuneytinu um fyrirhug- aða reglugerð, frá 30. mars, en þar er í engu vikið að lagastoðum hennar. Þar var einnig minnisblað Páls Þór- hallssonar, lögfræðings í forsætis- ráðuneytinu, frá 29. mars, þar sem tiltekið er að samkvæmt lögum megi skipa fólki í sóttkví, sé það smitað eða grunur leiki á um smit. Eins að heimild sé í lögum um að fólk fari í sóttkvíarhús, hafi það ekki í önnur hús að venda þeirra erinda. Þar er ekki sagt berum orðum að lagastoð- ina vanti, heldur að lögin virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika. Hins vegar lét heilbrigðisráðherra ekki fylgja minnisblað úr dómsmála- ráðuneytinu, sem var unnið þegar eftir gildistöku reglugerðarinnar, en þar var talið að vafi léki á því að reglugerðarákvæðið um skyldudvöl- ina ætti sér fullnægjandi lagastoð, svo beita mætti sem refsiheimild. Með í gagnapakka heilbrigðisráð- herra fylgdu þrír tölvupóstar um verklega framkvæmd skyldudvalar- innar, sem bera með sér að vera teknir saman og áframsendir af Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra. Með fylgja orðsendingar á borð við „Getum sent þetta“ og „Líklega þetta“, sem benda til þess að þeir póstar hafi verið valdir sérstaklega til birtingar en aðrir taldir óheppi- legri til þess. Heilbrigðisráðherra naumur á gögnin - Vísbendingar um að til séu fleiri gögn um reglugerðina Gögn Helstu skjöl frá heilbrigðisráðuneyti um reglugerðina ólögmætu, auk minnisblaðs dómsmálaráðuneytisins, sem ekki fékk að fylgja með. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lækkun hámarkshraða yfir leyfi- legt nagladekkjatímabil í Reykja- vík, 1. nóvember til 15. apríl, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna. Þetta kemur fram í rannsókn Þrastar Þorsteins- sonar, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, um áhrif hraða á mengun vegna umferðar, sem kynnt var í síðustu viku. „Í stuttu máli þá gæti lækkun hraða innan borgarmarkanna skap- að allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km. Þá leiddi rann- sóknin í ljós að nagladekk slíta veg- um 20-30-falt hraðar en ónegld dekk. Þetta eru mikilvægar upplýs- ingar og eiga að leggja grunn að frekari hraðalækkunum innan borgarinnar eins og aðrar borgir sem við berum okkur saman við eru að gera,“ segir Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri í vikulegu fréttabréfi sínu, sem birtist sl. föstudag. Þröstur Þorsteinsson kynnti nið- urstöður skýrslunnar í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hinn 7. apríl en hún var unnin fyrir Vega- gerðina. Í frétt á vef Reykjavík- urborgar segir að mengun vegna umferðar sé þekkt vandamál og á Íslandi sé það svifryk sem oftast veldur því að loftgæði minnka og fara yfir heilsuverndarmörk. Magn mengandi efna er meðal annars háð hraða ökutækis, en það samband fer eftir tegund mengunar og ökutækis. „Fyrir bíl á ónegldum dekkjum er samdrátturinn í magni svifryks (PM10) við að draga úr hraða úr 90 í 70 km/klst, 70 í 50 km/klst og 50 í 30 km/klst 22%, 24% og 27%. Fyrir bíl á nagladekkjum er samdráttur- inn 31%, 37% og 47%, fyrir sam- bærileg stökk úr 90 km/klst í 30 km/ klst. Því mætti búast við um 40% samdrætti í magni svifryks ef helm- ingur bílaflotans er á nagladekkjum og hraðinn færður úr 50 í 30 km/ klst.,“ segir á reykjavik.is. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umferðin Lækkun hámarkshraða gæti dregið stórlega úr svifryksmengun. Borgarstjóri boðar lækkanir á hraða - Allt að 40% samdráttur svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km Grjótkrabbi fannst fyrst hér við land í Hvalfirði árið 2006. Útbreiðsla hans um grunnsævi Íslands hefur verið með eindæmum hröð og spannar hún nú yfir 70% af strandlengjunni og ná staðfestir fundarstaðir nú frá Faxaflóa réttsælis umhverfis landið allt austur í Stöðvarfjörð. Frá árinu 2006 hafa rannsóknir og vöktun á grjótkrabba við Ísland ver- ið stundaðar og er verkefnið sam- starfsverkefni Náttúrustofu Suð- vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Fjallað er um grjótkrabba í árs- skýrslu Náttúrustofunnar fyrir síð- asta ár og segir þar að vöktun krabbans á föstum sniðum í Faxa- flóa hafi sýnt stöðuga aukningu hans í aflahlutdeild, á kostnað bogkrabba og trjónukrabba. Þar kemur jafnframt fram að skelsýking í grjótkrabba hafi verið sögulega há í afla á síðasta ári. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sindra Gíslasyni, forstöðumanni Náttúru- stofu Suðvesturlands, eru orsakir skelsýkingarinnar nú í rannsókn og sé niðurstaðna að vænta í haust. aij@mbl.is Grjótkrabbi á hraðferð Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Grjótkrabbi Fannst fyrst í Hvalfirði 2006 en kominn austur í Stöðvarfjörð. - Rannsaka „sögulega háa“ skelsýkingu Alþingi hefur kjörið níu menn og jafnmarga varamenn í stjórn Ríkis- útvarpsins ohf., til eins árs, sam- kvæmt lögum um Ríkisútvarpið. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa átti lýsti forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, þá rétt kjörna. Stjórn Rúv. skiptir sjálf með sér verkum, en gert er ráð fyrir því að Jóhanna Hreiðarsdóttir verði áfram formaður hennar. Aðalmenn voru kjörnir þau Ragn- heiður Elín Árnadóttir, Jón Ólafs- son, Brynjólfur Stefánsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Guðlaugur G. Sverr- isson, Mörður Árnason, Mörður Ás- laugarson og Björn Gunnar Ólafs- son. Þær breytingar urðu á stjórninni að Ragnheiður Elín kom inn í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur fyrir Sjálfstæðisflokk, Marta Guðrún í stað Elísabetar Indru Ragnarsdótt- ur fyrir vinstri græn og Mörður Ás- laugarson í stað Láru Hönnu Ein- arsdóttur fyrir Pírata. Þá tilnefna starfsmannasamtök Rúv. einn mann í stjórn án atkvæðisréttar. Ný stjórn Ríkisútvarpsins - Ragnheiður Elín kemur í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.