Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Bretar þustu út á götur og torg í
gær og fögnuðu stíft er aflétt var
ýmsum þvingandi ráðstöfunum sem
ríkisstjórnin greip til í ársbyrjun
vegna kórónuveiruplágunnar. Meðal
annars fylltust fljótt allar rakara-
stofur sem lokaðar voru í rúma þrjá
mánuði og fékk því margur kær-
komna hársnyrtingu. Þar á meðal
Boris Johnson forsætisráðherra sem
lét laga ögn óstýrilátan þvegilslegan
hárkoll sinn.
Þá fögnuðu margir opnun kráa á
ný með bjórsopa árdegis. Krárnar
mega héðan í frá þjóna gestum til
borðs á veröndinni en ekki innanhús
enn sem komið er. Sumar þeirra
biðu ekki boðanna og opnuðu fyrir
gesti á slaginu miðnætti í fyrra-
kvöld. Aðrar biðu lengur en opnuðu
samt flestallar fyrr en venjulega,
eða í tíma fyrir árbít.
„Ég vinn á næturvöktum á spít-
alanum,“ sagði Richard Newman, 32
ára læknir á Royal London Hospital,
er hann beið vina í gærmorgun á
Half Moon-pöbbnum í austurhluta
London. „Vonandi er innilokunum
lokið en hver veit? Hvað þýðir það?
Vonandi gott sumar. Það væri gott
að hleypa ögn af nýju lífi í borgina,“
sagði læknirinn.
Auk hans sátu við borðin húfu- og
hattaklæddir viðskiptavinir dúðaðir
í hlý föt. Hlátrasköllin voru til marks
um nýfengið frelsi og liðlega neyttu
þeir veitinga í fljótandi formi og
föstu þegar fullur enskur árbítur var
borinn fram; spæld egg, beikon og
pylsa. Um miðjan morgun snæddu
gestir kráarinnar 100 morgunverði
og innbyrtu 50 potta af bjór.
„Nokkra undanfarna mánudaga höf-
um við aldrei getað farið út saman að
skemmta okkur en nú verður bætt
úr því,“ sagði 28 ára kráargestur,
Laura Bennett. „Ég skemmti mér
þegar heilmikið,“ bætti hún við.
Dýragarðar, ræktin og sund
Í Oxford-stræti dreif fólk að frá
5:30 að morgni eða tveimur stundum
fyrir opnun. Hímdu margir norpandi
í röðunum, til dæmis við fataversl-
unina Primark. Rakarar og hár-
snyrtar gátu opnað stofur sínar og
sýndi sig eftir rúmlega þriggja mán-
aða lokun að spurnin eftir þjónustu
þeirra var mjög lífleg. Í austurhluta
London beið Adam Yours við rak-
arastofuna Jimmy Slicks Barber’s er
blaðamenn bar að garði. Gat hann
vart beðið eftir að losna við lubbann.
Boris Johnson sagði afléttinguna
„meiri háttar skref á vegvísi okkar í
átt til fulls frelsis“. Hann ætlaði að
fagna frelsisaukningunni á ölstofu.
AFP
Símatími Kráarferðir voru stíft
stundaðar á Englandi í gær.
Þustu út á götur og torg
- Þvingandi ráðstöfunum var aflétt í Bretlandi í gær - Hlátrasköllin voru til
marks um nýfengið frelsi og liðlega var neytt veitinga í fljótandi formi og föstu
Utanríkisráðherra Írans hótaði í
gær Ísraelum hefndum fyrir árás á
kjarnorkuver neðanjarðar á sunnu-
dag, en þar hefur úran verið auðgað.
Í fyrstu var sagt að raforkubilun
hefði orðið í Natanz-verinu en síðar
var skuldinni skellt á Ísraela og
gjörð þeirra lýst sem „kjarnorku-
hermdarverki“.
Nýjar og skilvirkar þeytivindur til
auðgunar úrans voru nýlega teknar í
gagnið í verinu. Hermt er að þær
séu ónýtar eftir aðgerð Ísraela.
Ísraelar hafa reynst þögulir sem
gröfin um málið en ríkisútvarpið í
Ísrael hafði eftir heimildarmanni að
um hefði verið að ræða netárás
leyniþjónustunnar Mossad á
Natanz-verið. Sögðu þeir verulegt
tjón hafa orðið í verinu og mun um-
fangsmeira en Íranar höfðu sagt frá.
Vöruðu við auknum umsvifum
Starfsmenn bandarísku leyniþjón-
ustunnar tjáðu dagblaðinu New
York Times að sjálfstæð orkuveita
versins hefði gjöreyðilagst í mikilli
sprengingu. Sérfræðingar áætla að
það muni taka a.m.k. níu mánuði að
koma auðgun úrans aftur af stað í
verinu.
Ísraelar hafa undanfarið varað við
auknum umsvifum í verinu en þess
er nú freistað að gangsetja að nýju
samkomulag frá 2015 um kjarnorku-
áætlun Írana en fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, Donald Trump, gaf það
upp á bátinn. Arftaki hans Joe Biden
segist vilja samkomulagið virkjað en
Íran og fimm ríki sem eiga aðild að
því – Kína, Frakkland, Þýskaland og
Bretland – þurfa að finna leiðir fyrir
Biden til að aflétta refsiaðgerðum og
fyrir Írana til að koma að samninga-
borðinu á forsendum sem samþykkt-
ar voru fyrir kjarnorkuáætlun Ír-
ana.
Bandarískir og íranskir embættis-
menn sitja nú andliti til andlits á
fundum í Vínarborg og freista þess
með milligöngu fulltrúa Evrópu-
sambandsins (ESB) að brjótast út úr
sjálfheldunni sem málið er í. Fulltrúi
þess frábað sér allar tilraunir til að
veikja þær diplómatísku tilraunir
sem hafnar væru til að koma viðræð-
unum um kjarnorkuáætlun Írana
aftur í gang. agas@mbl.is
Íranar hóta
Ísrael hefndum
- Íranar láta minna af tjóninu í Natanz-
kjarnorkuverinu en raunin varð
Breska stjórn-
in hefur hrund-
ið úr vör rann-
sókn á
meintum til-
raunum Davids
Camerons, fv.
forsætisráð-
herra, til að
hafa áhrif á
ráðherra í
þágu fjármála-
fyrirtækisins Greensill Capital.
Cameron hefur meðal annars
verið gagnrýndur fyrir að senda
ráðherrum smáskilaboð fyrir hönd
Greensill sem fór á hausinn í mars
sl. Cameron hóf störf sem ráðgjafi
hjá Greensill Capital í ágúst 2018,
tveimur árum eftir að hann sagði af
sér sem forsætisráðherra.
Cameron segist engar siðareglur
hafa brotið né reglur um áhrifa-
valda. Í fyrradag kvað við aðeins
annan tón er íhaldsleiðtoginn fyrr-
verandi sagði að betur hefði farið á
því að setja sig í samband við ráð-
herra eftir „formlegum“ leiðum.
Talsmaður Camerons sagði við
BBC í gær að ráðherrann fv. fagn-
aði rannsókninni. agas@mbl.is
BRETLAND
David Cameron
undir smásjánni
Yfirmenn fangelsismála í Rúss-
landi heita því að neyða mat ofan
í andófsmanninn Alexei Navalní,
að sögn samverkamanna hans.
Navalní hefur verið í hung-
urverkfalli og lést um átta kíló
frá 31. mars, eða úr 85 kílóum í
77, að því er stuðningsmenn hans
sögðu á samfélagsvefnum Twitt-
er. Fangelsisyfirvöld eru sögð
óttaslegin og hafa haft í hótunum
um að neyða mat ofan í Navalní.
„Þau hafa samt harðneitað að
hleypa læknum til hans,“ sagði
þar.
Navalní er kunnasti andstæð-
ingur Vladimírs Pútíns forseta.
Lögmenn sem fengu að heim-
sækja hann í fangelsið í Popkrov
100 km austur af Moskvu fyrir
helgi sögðu hann vera að missa
tilfinningu í höndum. agas@mbl.is
RÚSSLAND
Hóta að neyða
mat í Navalní
Óþekktur maður komst undan á
mótorhjóli eftir að hafa drepið karl-
mann og sært konu mjög alvarlega í
tilræði við spítala í París í gær.
Árásarmaðurinn hleypti af sex
skotum, að sögn blaðsins Le Figaro.
Tilræðið átti sér stað við Henry Dun-
ant-einkaspítalann í 16. hverfi, sem er
eitt fínasta hverfi Parísar. Rekur
Rauði krossinn spítalann, sem sér-
hæfir sig í öldrunarsjúkdómum.
Fórnarlömbin tvö voru í skyndingu
flutt inn í sjúkrahúsið til aðhlynn-
ingar en karlmaðurinn lést af sárum
sínum er inn var komið. Konan starf-
ar við öryggisgæslu í spítalanum sem
er einnig miðstöð bólusetninga vegna
kórónuveirunnar.
Engar vísbendingar lágu fyrir í
gær um tilgang banamannsins. Lög-
reglan lokaði götunni og girti spít-
alann af. agas@mbl.is
Skotárás
við spítala
í París
AFP
Skotárás Lögregla lokaði götum í nágrenni Henry Dunant-spítalans í París eftir árásina um miðjan dag í gær.
Mark32net
skrifborðsstóll
Fjölstillanlegur skrifborðsstóll
með netbaki og bólstraðri setu.
Fjöldi áklæða í boði.
VORTILBOÐ
30%
afsláttur
68.957 kr. með örmum
60.255 kr. án arma
Verð m. vsk.
David Cameron