Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 14

Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er vissu-lega um-hugsunar- efni hversu hratt sjúkrahúsþjón- ustan hefur færst á eina hendi. Það hefur gerst á að- eins tveimur áratugum. Fram að því voru fjórir spít- alar á höfuðborgarsvæðinu: Í Hafnarfirði, Landakoti, Borgarspítali og Landspít- ali. Nú er aðeins einn spítali eins og Stefán E. Matthías- son læknir nefnir í grein í blaðinu í gær og segir merki fákeppni á þessum markaði æ ljósari. Í þessu sambandi kemur á óvart að núverandi heilbrigðisyfirvöld í landinu virðist hafa horn í síðu mik- ilvægrar starfsemi sér- fræðilækna utan sjúkra- húsa. Stefán Matthíasson segir svo í gein sinni: „Samningar við sérfræðilækna hafa verið lausir frá 2018. Þrátt fyrir mikla vinnu Læknafélags Reykjavíkur og ótal samn- ingafundi við samningaborð SÍ öll þessi ár verður að segjast að samningsvilji handan borðsins hefur verið afar takmarkaður sem end- urspeglar að ég tel metn- aðarleysi sitjandi heilbrigð- isráðherra og viðhorf ráðherrans til þessarar mik- ilvægu þjónustu. Á meðan hefur ráðuneytið gefið út endurgreiðslureglugerð til að tryggja sjúklingum end- urgreiðslu frá SÍ vegna þjónustunnar. Þessar reglu- gerðir hafa verið endurnýj- aðar á nokkurra mánaða fresti. Læknar hafa fallist á beiðni frá SÍ um að senda rafrænar kvittanir til SÍ til að auðvelda sjúklingum end- urgreiðslu. Þetta atriði er á gráu svæði og líklega brot á bókhaldslögum að mati frómra lögmanna. En ekkert samningssamband hefur í raun verið í gildi milli SÍ og sérfræðilækna frá 2018. Rétt bókhaldsleg máls- meðferð hefði átt að vera að sjúklingar greiddu allan kostnað en sæktu sjálfir endurgreiðslu til SÍ. Í end- urgreiðslureglugerðum hef- ur ráðherra einhliða ákvarð- að einingaverð á hverjum tíma. Þetta einingaverð ráð- herrans hefur ekki fylgt verðlagsþróun og því hafa læknar og fyrirtæki þeirra neyðst til að bæta upp þenn- an mun með komugjöldum sem eru misjöfn eftir eðli og um- fangi verka. Nú- verandi endur- greiðslureglu- gerð fellur úr gildi í lok þessa mánaðar. Nú á föstudaginn sl. lét ráðherrann frá sér drög að nýrri reglugerð sem á þó einvörðungu að ná fram yfir kosningar í haust! Þar eru gerðar ýmsar kröfur til lækna sem veita þjónustuna, án nokkurs gildandi samn- ingssambands við SÍ, um forsendur þess að sjúklingar sem til þeirra leiti fái endur- greiðslu. Þannig er verið að hóta þessum sjúklingahópi að svipta þá tryggingarétt- inum ef samningslausir læknar fari ekki að vilja ráð- herrans. Kröfur ráðherrans eru merkilegar. Ekki verði heimilt að endurgreiða reikninga vegna heilbrigð- isþjónustu þar sem auka- gjöld eru umfram gömlu gjaldskrá SÍ. Þetta gæti nú ráðherrann auðveldlega lag- að með því að uppfæra ein- ingaverð sitt til raunkostn- aðar! Annað er enn kostu- legra sem er að læknum sem sinna sjúklingum og eru ekki í neinu samnings- sambandi við SÍ beri að skila inn árlega endurskoðuðum ársreikningum til stofnunar- innar. Eitthvað sem ég verð að segja að er alger nýlunda í opinberri stjórnsýslu á Ís- landi og auðvitað lögleysa. En svo er það rúsínan í pylsuendanum. Með tilkynn- ingu ráðherrans fylgir að hún hafi sent SÍ bréf þar sem hún feli stofnuninni að meta á einhvern ónefndan hátt hvaða verk sérfræði- lækna verði tilvísanaskyld til framtíðar en að auki að grisja gjaldskrá þeirra og fella brott verk sem betur væru sett innan „opinberra stofnana“. Stefán lýkur grein sinni svo: „Það er merkilegt að ráðherra heilbrigðismála skuli í miðjum heimsfaraldri hafa áhuga á að svipta sjúk- linga rétti til valfrelsis til heilbrigðisþjónustu, rétti til endurgreiðslu og nota tæki- færið og flytja þjónustu sem nú þegar er vel sinnt inn á spítalann, sem mér skilst að hafi nú þegar nóg með sig. Hvaða innræti er þetta?“ Óverulegur einka- restur sérfræði- lækna, eins og nú, er fjarri því að vera óæskilegur} Aukin samþjöppun er ekki rétt skref nú Þ au ríki sem ætla sér stóra sigra í samkeppni þjóðanna á komandi ár- um þurfa að tryggja góða mennt- un. Menntun leggur grunn að hag- sæld og velferð einstaklinga og jafnt aðgengi að námi er ein af stoðum vel- ferðarsamfélagsins. Þess vegna er stjórnvöld- um skylt að skapa stuðningskerfi sem hjálpar fólki að sækja sér menntun – kerfi sem er gagn- sætt, hvetjandi og sanngjarnt. Kerfi sem trygg- ir að námsmenn geti framfleytt sér og sínum á námstímanum, án þess að stefna fjölskyldu-, fé- lagslífi, heilsunni eða námsárangrinum í hættu! Á síðasta ári vannst mikill áfangasigur, þegar ný lög um menntasjóð námsmanna voru sam- þykkt. Menntasjóður gjörbreytir stöðu náms- manna, betri fjárhagsstöðu við námslok og lægri endurgreiðslur lána. Höfuðstóll námslána lækkar nú um 30% við námslok á réttum tíma og beinn stuðningur er nú veittur til framfærslu barna, en ekki lán eins og áður. Baráttunni fyrir námsmenn er þó ekki lokið, því enn á eftir að breyta framfærsluviðmiðum fyrir námsmenn. Þau viðmið liggja til grundvallar lánveitingum og eiga að duga námsmönnum til að framfleyta sér; kaupa klæði og mat, greiða fyrir húsnæði og aðrar grunnþarfir. Framfærslu- viðmið námsmanna eru hins vegar lægri en önnur neyslu- viðmið, hvort sem horft er til atvinnuleysisbóta, neyslu- viðmiða félagsmálaráðuneytisins eða þeirra sem umboðs- maður skuldara miðar við. Samkvæmt sameiginlegri könnun Maskínu, ráðuneytisins og LÍS vinna um 64% námsmanna með námi. Fyrir marga náms- menn dugar því grunnframfærsla ekki til að ná endum saman og einhverjir þurfa einfaldlega að loka skólatöskunni í eitt skipti fyrir öll. Ríkisstjórnin er meðvituð um þessa mikil- vægu áskorun og nýverið lagði ég til að grunn- framfærsla menntasjóðs yrði hækkuð. Tillög- unni var vel tekið og var hópi ráðuneytisstjóra falið að útfæra tillöguna nánar. Sumarið fram undan mun litast af heimsfar- aldrinum, þar sem atvinnutækifæri verða færri en í venjulegu árferði. Stjórnvöld hafa útfært ýmsar sumaraðgerðir fyrir námsmenn, sem miða að því að skapa sumarstörf eða náms- tækifæri fyrir framhaldsskóla- og háskóla- nema. Við byggjum m.a. á reynslunni frá síð- asta sumri þegar 5.600 manns stunduðu sumarnám í framhalds- og háskólum og nú verður 650 milljónum varið til að tryggja fjölbreytt náms- framboð; stuttar og hagnýtar námsleiðir, sérsniðna verk- lega kynningaráfanga og íslenskuáfanga fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Nýsköpunarsjóður námsmanna mun styrkja 351 nemanda til sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni. Þá er ótalin 2,4 milljarða fjárveiting til að skapa 2.500 sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Stjórnvöld vilja virkja krafta námsmanna, skapa tæki- færi til náms og virðisaukandi atvinnu fyrir ungt fólk. Það er hagur okkar allra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Nám verður raunhæfur kostur fyrir alla Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á standið batnaði á mörgum ferðamannastöðum á síð- asta ári. Þannig fjölgaði stöðum á grænum lista í ástandsmati áfangastaða innan frið- lýstra svæða úr 34 í 60 og eru grænir áfangastaðir nú 41% metinna staða. „Skýringin á þessari breytingu er ekki síst aukin innviðauppbygging samfara aukinni landvörslu og þar með stýringu, sem gerir svæðunum kleift að taka á móti miklum fjölda gesta án þess að svæðið verði fyrir álagi en líka sú staðreynd að færri gestir heimsóttu hluta svæðanna,“ segir í frétt á heimasíðu Umhverfis- stofnunar. Þar segir ennfremur að ekki sé líklegt að ágætiseinkunn haldist alls staðar eftir að gestakom- ur komast aftur í hefðbundinn far- veg, nema til komi áframhaldandi innviðauppbygging. Í fyrra framkvæmdi starfsfólk Umhverfisstofnunar, Vatnajökuls- þjóðgarðs og þjóðgarðsins á Þing- völlum ástandsmat á 146 áfangastöð- um ferðamanna innan friðlýstra svæða. Innan þjóðgarðanna þriggja hefur mikil innviðauppbygging átt sér stað og eru nú allir metnir áfangastaðir þeirra, utan tveggja, á grænum lista. Til að mynda náðu all- ir áfangastaðir þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls inn á listann. Til að kom- ast á græna listann þarf svæði að hafa náð a.m.k. 8 í heildareinkunn, en nokkrir þættir eru lagðir til grund- vallar í matinu. Stútur á rauðum lista Rauðir staðir á lista yfir áfanga- staði ferðamanna innan friðlýstra svæða 2020 eru Stútur og Suður- námur innan Friðlands að Fjallabaki og Námuvegur innan Vatnajökuls- þjóðgarðs. Fyrrnefndu svæðin eru í viðkvæmri náttúru og þarfnast betri innviða. Við Stút þarf að laga aðkomu að svæðinu og loka villustígum en við Suðurnámur er göngustígurinn mjög illa farinn af jarðvegsrofi og traðki utan göngustígs og þarf að fara í að- kallandi lagfæringar á stígnum. Við Námuveg vantar nauðsynlega innviði sem sinnt geta þeim fjölda gesta sem þangað koma. Þessir rauðu staðir voru nú metnir í fyrsta skipti, en báðir rauð- listuðu staðirnir frá fyrra ári hafa flust yfir á appelsínugula listann. Það voru annars vegar Rauðifoss innan Friðlands að Fjallabaki og hins veg- ar Dettifoss að austanverðu. Við Rauðafoss var unnið að lagfæringum á svæðinu, nýr göngustígur gerður upp að fossinum og villustígum lokað sem og akstursför utan vega afmáð. Við Dettifoss (að austanverðu) voru engar framkvæmdir en þar sem fjöldi gesta á svæðinu var eingöngu um þriðjungur fjöldans í hefðbundnu ári náði svæðið að jafna sig. Staður með undir 5 í heildar- einkunn telst rauður og er í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu, segir í skýrslunni. Þar er æskilegt að grípa til tafarlausra aðgerða. Áfanga- staður með heildareinkunn á bilinu 5-6 flokkast sem appelsínugulur áfangastaður, þ.e. hugsanleg hætta er á því að svæðið tapi verndargildi sínu og þörf er á aðgerðum til afstýr- ingar. Álag á höfuðborgarsvæðinu Fram kemur í skýrslunni að á höfuðborgarsvæðinu hafi verið metn- ir 29 vinsælir áfangastaðir. Álag jókst á útivistarsvæðum í grennd við þéttbýli á síðasta ári með auknum útivistaráhuga landsmanna, sérstak- lega á höfuðborgarsvæðinu. Á lista yfir appelsínugula áfangastaði á og í grennd við höfuðborgarsvæðið má finna: Ásfjall í Hafnarfirði, skíða- svæðið í Bláfjöllum, Tungufoss í Mosfellsbæ, Bringur í Mosfellsdal, Hleina í Hafnarfirði, Hlið á Álftanesi, Rauðhóla í Reykjavík og Helgafell ofan Hafnarfjarðar, sem er hluti Reykjanesfólkvangs. Fjölgar á grænum lista í faraldrinum Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen Stígagerð Innviðir hafa verið byggðir upp á Þingvöllum á síðustu árum eins og á mörgum öðrum fjölsóttum ferðamannastöðum víðs vegar um land. Nokkrir staðir fá yfir 9 í heild- areinkunn í mati á ferða- mannastöðum. Þar skorar Surtarbrandsgil í landi Brjáns- lækjar á Barðaströnd hæst og fær 9,92 í heildareinkunn. Surtarbrandsgil er friðlýst sem náttúruvætti og má þar finna steingerðar leifar gróðurs sem klæddi landið á tertíertíma- bilinu. Uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd land- varðar. Gönguleiðin á Snæfell í Vatnajökulsþjóðgarði fær 9,89 í einkunn, Askja 9,58, Grábrók í Borgarfirði 9,49, Malarrif 9,27, Skálasnagi 9,24, en það er fuglabjarg og útsýnisstaður í vestanverðum þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Fjallsárlón 9,19, Langisjór 9,18, Arnarstapi 9,16, Sel, uppgerður torfbær í Skaftafellsheiði, 9,14, Svalþúfa á Snæfellsnesi 9,09, Tjarnar- gígur, sem er hluti af Lakagíga- röðinni, 9,08 og Eldgjá í Vatna- jökulsþjóðgarði 9,02. Loks má nefna að tveir staðir í Þing- vallaþjóðgarði fá vel yfir 9 í heildareinkunn, Hakið 9,28 og Almannagjá 9,22. Surtarbrands- gil með 9,92 NOKKRIR SKORA HÁTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.