Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
Vorboði Um leið og hlýnar í veðri flykkist fólk út undir bert loft. Fjölmargir lögðu leið sína í ísbúðina Valdís á Granda í gær, sumir reyndar enn í vetrarúlpunum þótt hitinn væri átta gráður.
Eggert
Fréttir af skelfilegum
aðbúnaði farandverka-
fólks hafa borist reglu-
lega frá Katar allt frá
því að ákveðið var að
halda heimsmeistara-
mót karla í fótbolta þar í
landi. Þrátt fyrir harða
gagnrýni á stjórnvöld í
Katar og á yfirstjórn
Alþjóðaknattspyrnu-
sambandsins (FIFA)
hækkar enn tala látinna.
Nýleg umfjöllun breska dagsblaðsins
The Guardian leiddi í ljós að fleiri en
6.500 farandverkamenn hafa látist við
uppbyggingu mannvirkja og vega-
framkvæmdir vegna mótsins. Það
jafngildir því að tólf einstaklingar hafi
látið lífið í hverri viku síðastliðin tíu
ár. Ætla má að raunverulegur fjöldi
látinna sé mun hærri því ekki hafa
fengist tölur um dauðsföll verkafólks
frá meðal annars Filippseyjum og Ke-
níu. Langir vinnudagar, ófullnægj-
andi öryggisbúnaður, næringar-
snauður matur og þrúgandi hiti
einkenna aðbúnað farandverkafólks
og algengar dánarorsakir eru slys,
hjartastopp og sjálfsvíg. Á bak við töl-
ur yfir látna er enn stærri hópur fjöl-
skyldna sem hafa misst ástvini og oft
einu fyrirvinnuna.
Hversu margir
mega missa lífið?
Við upphaf framkvæmdanna spáði
Alþjóðasamband verkalýðsfélaga
(ITUC) því að um fjögur þúsund
manns gætu misst lífið ef ekkert yrði
að gert í að bæta aðbúnað farand-
verkafólks. Eftir því sem leið á fram-
kvæmdirnar hækkaði spáin um mögu-
legan fjölda látinna, enda varð ljóst að
ekki stóð til að grípa til viðeigandi að-
gerða og að FIFA beitti áhrifum sín-
um aðeins í orði, en ekki á borði. Þrátt
fyrir mikilvægar lagabreytingar sem
náðust fyrir tilstilli þrýstings Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar, ITUC, og
fleiri samtaka – þar sem innleidd voru
lágmarkslaun og afnumin lagaákvæði
sem gerðu farand-
verkafólk svo háð at-
vinnurekendum að því
mátti líkja við þræla-
hald – er raunverulegur
aðbúnaður farand-
verkafólks enn til há-
borinnar skammar.
Aðbúnaður verka-
fólks í Katar er ekki
einsdæmi, það er gömul
saga og ný að við upp-
byggingu í aðdraganda
íþróttaviðburða ríkir oft
óreiða og af einhverjum ástæðum
virðist þykja eðlilegt að telja fórn-
arkostnaðinn í mannslífum. En
hversu margir farandverkamenn
mega missa lífið til þess að fórnar-
kostnaðurinn sé talinn óviðunandi?
Þrúgandi þögn knatt-
spyrnuhreyfingarinnar
Fótboltalandslið í Noregi, Hollandi
og Þýskalandi hafa sýnt samstöðu
með verkafólki í Katar en ekkert hef-
ur heyrst frá knattspyrnuhreyfing-
unni á Íslandi þrátt fyrir ítrekað ákall
frá verkalýðshreyfingunni og mann-
réttindasamtökum og áralanga vitn-
eskju um gróf mannréttindabrot.
Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ
taki afdráttarlausa og löngu tíma-
bæra afstöðu með réttindum verka-
fólks og gagnrýni með skýrum hætti
yfirvöld í Katar og yfirstjórn FIFA.
Knattspyrna má aldrei verða á kostn-
að mannréttinda!
F.h. miðstjórnar ASÍ.
Eftir Drífu Snædal
» Fótboltalandslið í
Noregi, Hollandi og
Þýskalandi hafa sýnt
samstöðu með verka-
fólki í Katar en ekkert
hefur heyrst frá knatt-
spyrnuhreyfingunni á
Íslandi.
Drífa Snædal
Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til KSÍ vegna
meðferðar á farand-
verkafólki í Katar
Fjórða orkupakk-
anum er ýtt áfram af
kvörnum kerfisins sem
mala jafnt og þétt. Við
sitjum uppi með pakk-
ann og afsal fullveldis
yfir orkuauðlindunum
nema fast verði spyrnt
á móti.
Evrópuþingið og ráð
ESB samþykkti í lok
maí 2019 löggjaf-
arpakka sem inniheldur
fjórar reglugerðir og
fjórar tilskipanir. Felst
í þeim endurskoðun á
helstu þáttum í orku-
löggjöf ESB. Hann er
þó víðtækari en hinn
þriðji með því að bætt
er við ákvæðum um
endurnýjanlega orku,
orkunýtni og fleiri slíka
þætti.
Höggvið í
sama knérunn
Þrjár gerðir sem snúa að raf-
orkumarkaði sæta sérstakri athug-
un. Hér ræðir um gamla kunningja
því þessar gerðir eru endurskoðaðar
útgáfur af gerðum sem hvað mestur
styr stóð um í umræðum um þriðja
orkupakkann.
Ber sérstaklega að nefna reglu-
gerð sem leysir af hólmi eldri reglu-
gerð nr. 713/2009. Með henni var sett
á laggirnar samstarfsstofnun eft-
irlitsaðila á orkumarkaði, ACER.
Þar er að finna ákvæði um lagalega
stöðu stofnunarinnar, samsetningu
og ákvarðanir hennar, m.a. gagnvart
landsbundnum stjórnvöldum.
Við afgreiðslu þriðja orkupakkans
aflaði ríkisstjórnin sér álits ýmissa
lögspekinga. Mesta athygli vakti lög-
fræðileg álitsgerð þeirra Friðriks
Árna Friðrikssonar Hirst, verkefn-
isstjóra hjá Lagastofnun HÍ, og Stef-
áns Más Stefánssonar prófessors. Er
viðfangsefni þeirra ekki síst greining
á valdheimildum eftirlitsstofnunar-
innar ESA og hinnar evrópsku stofn-
unar ACER sem nú á að fela aukin
verkefni án þess að
minnst sé á að neinar
heimildir hennar falli
niður. Er því álitsgerð
þeirra í fullu gildi.
Þungvæg gagnrýni
Í álitsgerð sinni lýsa
Friðrik Árni og Stefán
Már hættu á árekstr-
um við stjórnarskrá.
Segja þeir niðurstöðu
sína „að verulegur vafi
leiki á því hvort fram-
sal ákvörðunarvalds
samkvæmt 8. gr.
reglugerðar nr. 713/
2009 […] rúmist innan
ákvæða stjórnarskrár
lýðveldisins Íslands nr.
33/1944“. Friðrik Árni
og Stefán Már segja
enga heimild til þess
„að taka í lög ákvæði
sem ekki fá staðist ís-
lenska stjórnarskrá þó
að svo standi á að ekki
reyni á umrædd laga-
ákvæði í svipinn“. Í fyrra mánuði
staðfesti Hæstiréttur Noregs að
spurninguna um hvort þriðji orku-
pakkinn standist stjórnarskrá Norð-
manna megi bera undir dómstóla.
Þá lýsa þeir Friðrik Árni og Stef-
án Már hvernig erlendum aðilum
eru falin a.m.k. óbein áhrif á skipu-
lag, ráðstöfun og nýtingu mik-
ilvægra orkuauðlinda þjóðarinnar
verði lagður sæstrengur undir Evr-
ópureglum að ströndum landsins.
Segja þeir slíkt valdframsal ekki
geta talist minni háttar og bæta við
að þessu megi „með einhverri ein-
földun líkja við að ESA væri falið
vald til að ákveða leyfilegan há-
marksafla ríkja á sviði sjávar-
útvegs“.
Lögfræðilegir ráðunautar rík-
isstjórnarinnar vara einnig við
hættu á samningsbrotamálum.
Segja þeir að „hafni Orkustofnun
beiðni um [að raforkutengingum sé
komið á eða þær stækkaðar] gæti
fyrirtækið snúið sér til ESA með
kæru sem gæti endað með samn-
ingsbrotamáli gegn Íslandi. Slík
staða gæti reynst Íslandi erfið.“ Sést
að við þessar aðstæður yrði fátt um
varnir.
Reynslan sýnir að aðilar sem vinna
samningsbrotamál fylgja þeim eftir
með skaðabótamálum. Er skemmst
að minnast ófrysta kjötsins og hafa
þau mál kostað ríkissjóð háar fjár-
hæðir. Í ljósi hagsmuna yrðu þær
fjárhæðir þó eins og skiptimynt í
samanburði við skaðabætur sem
gætu fallið á ríkissjóð vegna kröfu
fyrirtækis sem bæri fyrir sig samn-
ingsbrot vegna raforkustrengs.
Í umræðum á Alþingi um þriðja
orkupakkann voru þingmenn Mið-
flokksins einir um að halda á lofti
þeim lögfræðilegu sjónarmiðum sem
sett eru fram í álitsgerð Friðriks
Árna og Stefáns Más.
Fyrirvarar Alþingis skipta engu
Þegar ríkisstjórnin og stuðnings-
flokkar hennar töldu að sér þrengt í
málinu vegna málflutnings þing-
manna Miðflokksins og þungrar und-
iröldu í samfélaginu, m.a. á vettvangi
samtakanna Orkunnar okkar, var
sagt að orkupakkinn yrði sam-
þykktur með lagalegum fyrirvara til
að vega upp á móti hugsanlegum
árekstri við stjórnarskrána. Reynd-
ist fyrirvarinn vera viðbótargrein í
reglugerð iðnaðarráðherra um inn-
leiðingu orkupakkans en ekki var
haft fyrir því að innleiða pakkann
með lögum.
Prófessor Davíð Þór Björg-
vinsson, höfundur bókar um Evrópu-
rétt, sagði á fundi utanríkismála-
nefndar að þjóðréttarlegt gildi
fyrirvarans væri ekkert, hann væri
bara til heimabrúks.
Í fjórða orkupakkanum reynir á öll
sömu álitaefnin og hér hafa verið
rakin um þriðja pakkann. Nýr pakki
með auknum valdheimildum kallar á
örugga gæslu íslenskra hagsmuna og
varðstöðu um fullveldið. Ekki kemur
til greina að gefa eftir fullveldi og yf-
irráð yfir mikilvægum orkuauðlind-
um íslensku þjóðarinnar.
Eftir Ólaf Ísleifsson
»Ekki kemur
til greina að
gefa eftir full-
veldi og yfirráð
yfir mikilvæg-
um orkuauð-
lindum íslensku
þjóðarinnar.
Ólafur Ísleifsson
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins.
olafurisl@althingi.is
Fjórði orkupakkinn
og fullveldið