Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
Akrýlsteinn
• Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki
• Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið
- endalausir möguleikar
• Auðvelt að þrífa og gera við
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Ástandið í Hvíta-
Rússlandi hefur verið
mjög spennuþrungið
í nokkra mánuði.
Undanfarna daga
hafa yfirvöld í Minsk
beint aðgerðum sín-
um að pólska minni-
hlutanum – hvítrúss-
neskum
ríkisborgurum af
pólskum uppruna.
Handtökur, yfir-
standandi gæsluvarðhald og hús-
leit í pólskum samtökum sem og á
heimilum pólskra aðgerðasinna
eru liður í vaxandi kúgunarher-
ferð og ofsóknum í garð Pólverja
sem búsettir eru í landinu (Anna
Paniszewa, skólastjóri pólska
skólans í Brest, var sett í gæslu-
varðhald; í síðustu viku gerði
ákæruvaldið atlögu að pólskum
mennta- og fræðslustofnunum
með því að hefja rannsókn gegn
þeim; hinn 24. mars hófst húsleit
hjá Andrzej Poczobut blaða-
manni). Pólskum ræðismönnum
hefur verið vísað úr landi. Und-
anfarnar vikur hefur staðið yfir
óvægin herferð gegn Pólverjum
sem snýr að sögu og rangri túlk-
un á henni.
Um hlutverk Samtaka Pólverja
í Hvíta-Rússlandi og Andźeliku
Borys formanns samtakanna
(Samtök Pólverja í Hvíta-
Rússlandi gegna hlutverki sam-
taka pólska minnihlutans).
Pólski minnihlutinn í Hvíta-
Rússlandi telur um 300 þúsund
manns og telst það vera töluverð-
ur fjöldi (um er að ræða afkom-
endur Pólverja sem urðu eftir á
yfirráðasvæði Hvíta-Rússlands
vegna landamærabreytinga eftir
seinni heimsstyrjöldina). Til-
gangur með starfsemi Samtaka
Pólverja í Hvíta-Rússlandi (og
annarra samtaka Pólverja erlend-
is) er að rækta pólska menningu
og hefðir, stuðla að pólskri
menntunarstarfsemi og pólsk-
ukennslu. Um er að ræða jákvæð
verkefni sem snúa að verndun
menningararfleifðar á þessum
svæðum. Samtök Pólverja í
Hvíta-Rússlandi hafa það ekki að
markmiði að berjast
gegn neinum eða
steypa stjórninni. Það
að halda menningar-
viðburði telst ekki til-
ræði við stjórn-
málaskipan eða lög
tiltekins lands.
Handtaka Andźe-
liku Borys telst vera
skellur gegn þeim
góðu samskiptum við
Pólland sem og gegn
þeirri hvítrússnesku
hefð sem felst í um-
burðarlyndi og einnig
gegn hinu fjölmenningarlega eðli
Hvíta-Rússlands.
Um afleiðingar
slíkrar ásökunar
Samkvæmt Sáttmála um gott
nágrenni og vinsamlegt samstarf
skuldbundu Hvíta-Rússland og
Pólland sig til að virða alþjóða-
reglur um vernd og réttindi þjóð-
ernisminnihluta. Þessar reglur
njóta enn fremur verndar í milli-
ríkjasamningum og sáttmálum, til
að mynda í: lokasamþykkt ráð-
stefnu um öryggi og samvinnu í
Evrópu í Helsinki frá 1975, Sátt-
mála nýrrar Evrópu frá 1990 og
Samningi um hinn mannlega þátt,
undirrituðum í Kaupmannahöfn
árið 1990.
Pólland stendur við þær skuld-
bindingar er felast í ofangreindum
samningum. Áframhaldandi of-
sóknir í garð pólskra samtaka á
yfirráðasvæði Hvíta-Rússlands
brjóta í bága við þær meginreglur
sem bæði ríkin hafa skuldbundið
sig til að framfylgja.
Um áframhaldandi aðgerðir
Á fundinum í Brussel vakti
Zbigniew Rau, utanríkisráðherra
Lýðveldisins Póllands, máls á
brotum stjórnvalda Lýðveldisins
Hvíta-Rússlands gegn réttindum
minnihlutahópa, rétti til að safnast
saman og tjáningarfrelsi. Við er-
um í viðræðum við öll samstarfs-
ríki okkar um þessi mál. Árásin á
pólska minnihlutann er enn eitt
mannréttindabrotið í Hvíta-
Rússlandi.
Við lýsum von okkar og væntum
þess að alþjóðasamfélagið fordæmi
í heild aðgerðir hvítrússneskra
yfirvalda og sameinist í beiðnum
um að sleppa úr haldi öllum þeim
sem hafa verið handteknir og í að
binda enda á ofsóknir á hendur
pólska minnihlutanum í Hvíta-
Rússlandi.
Pólsk yfirvöld munu einnig
grípa til aðgerða fyrir tilstilli við-
eigandi alþjóðastofnana, þar á
meðal Mannréttindaráðs SÞ (Unit-
ed Nations Human Rights Coun-
cil) og Öryggis- og samvinnustofn-
unar Evrópu (Organization for
Security and Co-operation in Eu-
rope, OSCE).
Yfirlýsing um ofsóknir í garð
Pólverja var einnig gefin út af Jo-
sep Borrell erindreka ESB. Fram-
kvæmdastjórn ESB hefur skorað
á hvítrússnesk yfirvöld að sleppa
úr haldi tafarlaust Andźeliku Bo-
rys og Andrzej Poczobut.
Að morgni 25. mars sendi
Sendiráð Lýðveldisins Póllands í
Minsk bréf með brýnu erindi til
utanríkisráðherra Lýðveldisins
Hvíta-Rússlands með beiðni um
staðfestingu og skýringar á frétt-
um sem birtar hafa verið í fjöl-
miðlum og fjalla um þvingandi að-
gerðir í garð hvers aðgerðasinna í
pólska minnihlutanum á fætur
öðrum. Í bréfinu var farið fram á
að gerð skyldi grein fyrir ástæðu
og lagastoð fyrir slíkum aðgerð-
um.
Handtökur og ofsóknir
Eftir Gerard
Pokruszyñski
Gerard
Pokruszyński
» Við lýsum von okk-
ar og væntum þess
að alþjóðasamfélagið
fordæmi í heild aðgerð-
ir hvítrússneskra yf-
irvalda og sameinist í
beiðnum um að sleppa
úr haldi öllum þeim
sem hafa verið hand-
teknir og í að binda
enda á ofsóknir á hend-
ur pólska minnihlut-
anum í Hvíta-Rúss-
landi.
Höfundur er sendiherra.
Jóna skilur ekki tilgang Trygg-
ingastofnunar, að gera gamla fólkið
jafn ósátt við kjör sín og raun ber
vitni.
Gunnar eiginmaður Jónu er smið-
ur. Þegar hann varð 67 ára ákvað
hann að taka út eftirlaun
hjá lífeyrissjóðnum. Þetta
var góð búbót um 300 þús.
á mánuði. Hann var hættur
að vinna á bygging-
arsvæðum. Var á verkstæð-
inu, sá um viðhald og um-
hirðu handverkfæranna hjá
smiðunum, um kaffi á
könnunni og alltaf var verk-
stæðissmíði, sem féll til.
Fór um leið í 75% starfs-
hlutfall. Jóna hefur stund-
um á orði hvað það eigi að þýða að
fá vinnulaun greidd til þrjú, en
vinna flesta daga til fimm. Þá svarar
Gunnar að lífið snúist ekki allt um
peninga.
Skondið var þegar Jóna sagði
honum frá 100 þúsund króna frí-
tekjumarkinu og 45% skerðingunni
á ellilaunum vegna lífeyrissjóðs-
tekna, þá sagði hann að Bjarna
veitti ekkert af að halda þessum
peningum eftir í hítinni.
„Hann heldur nú alltaf um þriðj-
ungi eftir,“ sagði Jóna. „Það ætti að
duga honum. Ég gæti sett mismun-
inn í fiðlusjóð fyrir hana nöfnu
mína.“ Jóna, litla ömmustelpan, er
að læra á fiðlu í tónlistarskólanum.
Fiðlan hennar er ágæt, en fjölda-
framleidd og enginn kjörgripur. „Ég
væri til í að leggja þessa aura til og
aðstoða Jónu litlu við að láta draum-
inn rætast, um að eignast
sérsmíðaða fiðlu frá Jóni
Marínó. Hann er meðal
bestu fiðlusmiða í heim-
inum.“
Jóna reiknaði í huganum.
2/3 af 45 þúsund eru tæp 30
þúsund. „Ef þessi 30 þús-
und fara til Jóns Marínós
fær Bjarni vsk. af þeirri
upphæð. Svo fær hann
tekjuskatt, þannig að líkast
til fer í það minnsta helm-
ingur upphæðarinnar til ríkissjóðs
óskert hvort eð er, auk þriðjungsins
sem ellilaunin skila. Eftir sitja um
15 þúsund krónur, sem Jón Marínó
mun hafa til brauðstritsins og til að
reka verkstæðið sitt. Ég er ekki
hagfræðingur, en ætla að betra sé
fyrir þjóðarhag að þessir fjármunir
fari um hagkerfið áður en þeir lenda
í hítinni hans Bjarna. Auk þess
verða tugþúsundir ellilífeyrisþega
sáttari við sín kjör.“
Gunnar átti ekkert svar við þess-
ari hagfræðikenningu.
Tómas Láruson,
hliðarsjálf ellilaunaþega.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Tugþúsundir ellilífeyrisþega
verða sáttari við sín kjör
Tómas Láruson
Núverandi og fyrr-
verandi formenn Við-
reisnar skrifa greinar í
Morgunblaðið 12. apríl
sl. þar sem þau lýsa
sýn sinni á alþjóða-
málin og stöðu Ís-
lands, auk þess að vísa
bæði beint og óbeint til
fyrri skrifa minna. Svo
er að sjá sem þau vilji
bæði vera málsvarar
„frjálslyndis“ og „alþjóðasamvinnu“
og bæði vilja að Ísland gerist full-
gildur aðili að ESB. Bæði hafa viljað
gefa sig út fyrir að vera „nútímaleg“,
væntanlega andstætt þeim sem eru
„íhaldssamir“. Lausn þeirra á lýð-
ræðisvanda Íslendinga gagnvart
ESB er sú að Ísland gerist þar aðild-
arríki. Formaður Viðreisnar og fyrr-
verandi varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins gerir talsmönnum
fullveldis Íslands upp „öfgaviðhorf“.
Þegar horft er á þróun mála sl.
áratugi á vettvangi ESB og sívax-
andi þunga regluverks þess í ís-
lenskum rétti blasir alls ekki við að
ofangreindur málflutningur standist
mælikvarða um „nútímaleg“ viðhorf,
né heldur efnisleg viðmið frjáls-
lyndis, lýðræðis eða alþjóða-
samvinnu. Þétt regluverk, sérfræð-
ingastjórn og skortur á lýðræði eru
ekki einkenni frjálslynds stjórn-
arfars. Þungur straumur erlendra
reglna, sem samdar eru af fulltrúum
annarra þjóða án viðunandi tempr-
unar af Íslands hálfu, er ekki merki
um alþjóðlega „samvinnu“. Áskor-
anir nútímans hafa vakið milljónir
manna til vitundar um það að
bóluefnaklúður, höft á samnings-
frelsi þjóða og ólýðræðislegir stjórn-
arhættir verða ekki réttlætt með
innantómum tilvísunum til þess að
við þurfum að vera „nútímaleg“.
Getur verið að eftir bráðum 30 ár af
þessu fyrirkomulagi hafi „úrelding-
arstimpillinn“ mögulega snúist í
höndum þeirra sem vilja kalla
stjórnarhætti ESB „nútímalega“ og
fullveldið „gamaldags“. Getur verið
að talsmenn ESB séu þá orðnir
fulltrúar gamaldags
íhalds en að málsvarar
sjálfstjórnar, lýðræðis
og valddreifingar séu
orðnir „nútímalegri“ og
„framsæknari“ en
fulltrúar „gamla stjórn-
skipulagsins“ (fr. an-
cien régime)?
Í stað ásýndar, hé-
góma og skrums um
gervifrjálslyndi, gervi-
lýðræði og gervi-
samvinnu væri óskandi
að umræða um stjórn-
mál, lagasetningu og lagafram-
kvæmd færðist inn á svið raunveru-
leikans. Tillaga um aðild að ESB
verður að byggjast á raunsæi og
staðreyndum, ekki skrúðmælgi og
ímyndunum. Í því samhengi er nær-
tækt að kynna sér umræðu um hugs-
anlega aðild sjálfstæðs Skotlands að
ESB (þ.e. ef Skotar myndu segja
skilið við breska ríkið). Skotar eru
um 5,5 milljónir, rúmlega 1% heild-
aríbúafjölda aðildarríkja ESB (477,7
milljónir manna). Skotum er morg-
unljóst að þeir yrðu í flokki smáríkja
innan ESB og fengju færri en 1%
þingmanna á Evrópuþinginu. Regl-
ur ESB gera ekki ráð fyrir að aðild-
arríki hafi eitt atkvæði hvert, heldur
fer atkvæðafjöldinn eftir íbúafjölda
hvers ríkis fyrir sig. Af þessu leiðir
að Þýskaland (83 milljónir íbúa) og
Frakkland (67 milljónir) taka í fram-
kvæmd flestar ákvarðanir sem máli
skipta. Áhrif þessara tveggja ríkja
eru í reynd miklu meiri þar sem þau
fjármagna ESB að stærstum hluta.
Ef fyrir liggur að Skotland með sín-
ar 5,5 milljónir manna yrði í far-
þegahlutverki í ESB, hvert yrði þá
hlutverk örríkisins Íslands við há-
borð ákvarðanatöku í Brussel?
Sjálfstæði jafngild-
ir ekki einangrun
Eftir Arnar Þór
Jónsson
Arnar Þór Jónsson
» Óskandi væri að um-
ræða um stjórnmál,
lagasetningu og laga-
framkvæmd færðist inn
á svið raunveruleikans.
Höfundur er héraðsdómari.