Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
✝
Gunnar
Snorrason
fæddist á Ísafirði
28. ágúst 1943 og
dvaldi sitt fyrsta
ár í Aðalvík, hann
lést í Kópavogi á
hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð
miðvikudaginn 31.
mars.
Foreldrar
Gunnars voru
Snorri Ragnar Jónsson frá
Stakkadal í Aðalvík og Aðal-
björg Vigfúsdóttir frá Tjörn-
um í Skagafirði.
Systkini Gunnars eru: María
Guðbjörg Snorradóttir, sam-
feðra, fædd 21. júní 1941, dáin
30. október 2011, Ágústa
Fanney Snorradóttir, fædd 8.
ágúst 1942, Páll Snorrason,
fæddur 4. júní 1947, Gestur
Snorrason, fæddur 27. maí
1951, Halldóra Jóna Snorra-
dóttir, fædd 10. júní 1953,
Ragnar Snorrason, fæddur 23.
janúar 1959 og Jónína Sóley
Snorradóttir, fædd 28. október
1963.
Þann 27. desember árið
2008 giftist Gunnar Ólínu
Ingibjörgu Kristjánsdóttur eft-
ir 30 ára sambúð.
Börn Gunnars eru:
Aldís Guðrún Gunnars-
dóttir, fædd 11.
október 1967, gift
Gilbert Jacobs,
börn þeirra eru
Pétur Jökull og
Júlía Sóley.
Elva Björk
Gunnarsdóttir,
fædd 11. febrúar
1971, börn Annelie
Gunnarsdóttir og
Jessica Gunnars-
dóttir.
Fósturdóttir Gunnars er
Katrín Sylvía Símonardóttir,
fædd 31. mars 1973, sonur
Hinrik Snær Katrínarson.
Kristján Ingi Gunnarsson,
fæddur 18. júní 1980, eigin-
kona Sigrún Inga Briem og
börn þeirra eru Andri Dagur,
Heiðbjört Diljá og Aron Gunn-
ar.
Adda Ósk Gunnarsdóttir,
fædd 17. október 1986, eigin-
maður Aron Þór Leifsson og
börn þeirra eru Apríl Lilja,
Benjamín Eldjárn og Maríkó
Máney.
Eftir útskrift starfaði Gunn-
ar lengi sem matreiðslumaður
á sjó og landi. Sinnti einnig
fjölmörgum öðrum tilfallandi
störfum eins og umönnun fatl-
aðra. Síðustu árin vann Gunn-
ar fyrir Breiðablik en fyrst og
síðast var Gunnar hlaupari.
Elsku Gunni minn.
Takk fyrir ástina okkar í 43
ár.
Í mínu hjarta er ást, sorg og
gleði eitthvað sem við upplifð-
um saman.
Þú kenndir mér og börnun-
um að herma eftir fuglahljóðum
og bera virðingu fyrir nátt-
úrunni og landinu okkar. Takk
fyrir gleðina, sönginn, dansinn
og umhyggjusemina sem þú
sýndir okkur og öllum.
Ég átti mitt nafn, fyrir þér
var ég ekki Ólína eða Lína sem
allir kölluðu mig, fyrir þér var
ég Ingibjörg. „Ingibjörg, takk
fyrir að vera eina konan sem ég
hef hlaupið til, nú er ég loksins
kominn heim.“
Að þú skulir vera kominn á
góðan stað við fallegt fjallavatn
með þína stöng og að njóta. En
það er stutt að taka sprettinn í
næstu stóru laxveiðiá. Þetta
var þitt yndi, náttúrubarnið
sem þú varst og ert.
Kveð þig umvafin kossum og
væntumþykju, þar til við
sjáumst næst.
Lipur nærir lífsins hlaup,
léttur skokkar Gunni.
Góðri heilsu heillakaup
fylgir hamingjunni.
(Arna Erlings, 28.8. 2012)
Ég elska þig!
Þín
Ingibjörg.
Æi pabbi.
Hef reynt að byrja að skrifa
en hreinlega get það ekki, að
skrifa um þig í þátíð er ekki
rétt og það verður ekki rétt í
einhvern tíma en ég skal vera
sterk.
Þú varst sá einstaklingur
sem kenndi mér alltaf að vera
sterk, harka af mér og halda
áfram sama hversu holóttur
vegurinn er. Fyrir þér var ekk-
ert erfitt eða óyfirstíganlegt,
sama hvað.
Allir elskuðu þig, pabbi, þú
varst allra. Þú máttir ekkert
aumt sjá því þú í þinni Breiðu-
vík varst búinn að klára þann
pakka. Ég var svo montin allt-
af, pabbinn sem kunni allt, það
varst þú, hvað sem var, þú
varst hreinlega góður í öllu ef
ekki bestur. Þú varst minn
heimur.
Tjaldútilegur og náttúran
var mín barnæska, ferðalög
um Ísland. Villi Vill var þitt
uppáhald. Villa-spóla í tækinu
var alltaf á ferðalögum okkar
sem börn og ég reifst við full-
orðið fólk sem meira að segja
var nákomið okkur báðum. JÚ
VÍST, þetta er pabbi minn að
syngja. Því þú söngst alltaf
hátt og að mínu mati betur en
Villi Vill. Þú varst mikið á sjó
þegar ég var lítil en aldrei
fjarlægur því þegar þú komst í
land fórstu með okkur Krist-
ján í sund, skauta, veiða og
eldaðir besta matinn. Æ, ég
get haldið eflaust endalaust
áfram. Einu vankantarnir við
það þegar þú komst í land
voru að við Kristján máttum
þá ekki sofa uppi í því þið vild-
uð knúsast smá.
2012 þegar ég kom heim eft-
ir búsetu erlendis í nokkra
mánuði tók ég fyrst eftir sjúk-
dómnum illa sem hrifsaði þig
frá okkur. Ég plataði þig í sund
en fyrst ættum við að kíkja til
Stefáns heimilislæknis að tékka
á heilsunni. Þú varst frábær
leikari og hefðir eflaust verið
æðislegur þar enda gullfallegur
og með kímnigáfu upp á 10. Þú
tókst próf með mér og fórst í
rannsókn, þá kom það í ljós,
alzheimer. Fyrir þér var lík-
aminn þinn eins og musteri,
borðaðir hollt, varst mjög með-
vitaður um hreyfingu. Ég flutti
heim þetta sumar því það vor-
um alltaf bara við tvö á móti
heiminum.
Við vorum svo eins. Hlaup
var þitt líf og líf þitt var hlaup.
Þolinmæðin þín var ekki öll en
þrjóskan var þar alltaf. Þú
komst fljótt að því að ég hefði
þá eiginleika líka. Þú kenndir
mér að lita almennilega í lita-
bók á Grjótnesi. Vandaðu verk-
ið þitt alltaf, sama hversu lítið
það er, það skilar sér sagðirðu
og ég tók það með út í lífið. Þú
stríddir mér mikið sem ung-
lingur, enda stríðnispúki að
eðli. Ég fékk þá viðurnefnið hjá
þér Ruslana Draslikova, ekki
að hin nöfnin sem þú gafst mér
hafi ekki verið nóg, Litla frek,
Baggabögg og Villta tryllta.
Ég er þakklát fyrir þá stund
sem við áttum saman þín síð-
ustu skref. Þó þú hafir verið
sofandi og reynt að stríða okk-
ur nokkrum sinnum með brott-
för þá vorum við mamma, Kata
og Kristján alltaf hjá þér.
Héldum í hönd þína og vorum
með þér í ferðalokunum. Takk
fyrir allt sem þú kenndir mér,
takk fyrir alla þá ást sem þú
gafst mér og börnunum mínum.
Ég veit að þú munt hlaupa við
hlið mér í öllum hlaupum sem
eftir eru en ég vona að hlaupin
séu fögur í sumarlandinu.
Sjáumst þegar mitt hlaup klár-
ast. Þá tekur þú við mér í enda-
markinu með þitt blik í auga og
hlýja fallega bros.
Þín eina
Ósk.
Elsku pabbi!
Þú gafst mér lífið, elsku pabbi,
þínar hendur, þínar tær.
Brúna húð og dökka hárið,
skrokk sem þolir tímans klær.
Þú gafst mér systkin
til að elska og leiða,
stóra hjartað og næma sál.
En enga feimni við að sýna
hið innra bjarta mikla bál.
Við elskum söng, við elskum dansa,
á góðum stundum gleðitár.
Mikið hef ég þér að þakka,
sakna mun ég þín í ár.
Aldís Guðrún
Gunnarsdóttir.
Reyni að skrifa en kem ekki
út því sem ég hugsa, söknuður-
inn og sorgin stöðva mig. Sorg-
in er bara ást, orðin eru lítil og
ómerkileg en mig langar samt
að reyna að útskýra og segja
frá þér, hvað þú varst yndis-
legur.
Orðið pabbi er breytt, mein-
ing mín breytist þegar pabbi
minn er farinn. Bið börnin mín
um eitt þegar ég segi þeim að
afi sé dáinn, aldrei hætta að
kalla mig pabba þó við verðum
öll eldgömul saman. Þrátt fyrir
að vera á sjónum þá man ég þig
ekki þannig, man þig ekki í
burtu.
Góðir pabbar elska, kenna,
eru til staðar. Elska þetta orð,
pabbi. Það kallar fram minn-
ingar sem birtast mér ljóslif-
andi. Lykt, birta, tilfinningar
sem ég áttaði mig ekki á
hversu dýmætar eru.
Blátt BMX-hjól á stofugólfi,
kaldar tær settar á magann,
svartfuglsegg, lúða á stærð við
8 ára mig sem við veiddum
saman, hlaup á ströndinni, app-
elsínugulur baðsloppur, Gunna
litla. Sléttir frosna tjörnina
með heitri tunnu, heitasti pott-
urinn í lauginni, mættur til að
hitta okkur og barnabörnin,
AB og múslí, Aðalvík, Breið-
holt, Raufarhöfn, Akureyri,
Kópavogur, Breiðablik. Elsku
pabbi!
Nota söknuðinn og sorgina
til að verða sterkari. New
York-maraþon. Fórum það ró-
lega að þú sagðir mér allt sem
þér lá á hjarta og þú hreins-
aðir. Það var ekki þér að kenna
að við fórum hægt þó þú værir
að verða sjötugur. Sagðir mér
hvernig heimilið í Kópavogin-
um var, vondi kallinn á Kjal-
arnesinu, fólkið í Breiðuvík,
hvað margt var vont en svo
sagðir þú: „Kristján minn, þú
hefur val um að verða fórn-
arlamb eða láta mótlætið
styrkja þig en til að ná því þá
þarf manneskjur sem taka okk-
ur upp á næstu hæð.“ Mamma
var þín næsta hæð, þitt heimili,
Sigrún er mitt og við værum
báðir týndir án þeirra sagðir
þú.
Þú ert ekki týndur. Veit að
ég þarf bara að fara út að
hlaupa til að fá tíma með þér.
Er afprýðisamur, veit þú ert að
hlaupa annars staðar. Langar
að hlaupa með þér, finna
pabbalyktina, heyra þig segja
hæ við alla, biðja mig um að
vera útskeifur. Sakna þín, fer
út að hlaupa.
Dýr, börn og heilbrigðis-
starfsmenn segja hlutina eins
og þeir eru. Engan þekki ég
betri með börnum eða næmari
með dýrum. Fólkið á Sunnuhlíð
hugsaði svo vel um þig, vænt-
umþykja mín er til þeirra allra.
Kominn með pláss fyrir mig og
mömmu.
Langar að segja takk fyrir
að velja að vera góður, takk
fyrir að gefa svona mikið af
þér. Takk fyrir að hugsa svona
vel um liðið þitt. Núna hef ég
tækifæri með mínum börnum,
mínu liði, gefa af mér og búa til
minningar. Allar klisjurnar um
að lífið sé núna, tíminn líður
trúðu mér o.s.frv. eru sannar.
Ég passa mömmu!
Skál fyrir guðsgrænni æsku
og öllu sem glitrar og grær.
Farðu varlega í Aðalvíkinni,
veit þú tekur á móti mér þar, í
Breiðabliki, á Kanarí, hvar sem
ég er. Þú ert ekki farinn þó ég
þurfi að kveðja þig, finn fyrir
þér á morgnana þegar ég set á
mig Nivea-kremið. Já ég stal
stóru bláu dollunni þinni eftir
að þú sofnaðir, góða nótt og
guð geymi þig sagðir þú alltaf.
Nú segi ég það við þig. Ég lifi í
draumi og finn þig þar þangað
til við mætumst á ný. Elska
þig, pabbi!
Kristján Ingi.
Ó elsku Gunni pabbi, þín er
sárt saknað en mikill léttir þó
um leið að þú sért loksins orð-
inn frjáls. Ég veit að þér líður
mikið betur núna og er hand-
viss um að það fyrsta sem þú
gerðir þegar þú fórst yfir var
að hlaupa um sumarlandið í sól
og blíðu og skemmta þínu fólki
með harmónikuna um hönd og
syngja þín frægu lög sem við
eigum svo margar góðar minn-
ingar um með þér.
Elsku Gunni pabbi, þú hefur
ávallt verið mér góður og hug-
að vel að mér og barninu mínu.
Ég verð þér ævinlega þakklát
fyrir allt sem þú kenndir mér
um lífið og hvað það skiptir
miklu máli að vera maður sjálf-
ur og gefa af sér, eins og þú
sagðir svo oft „karma sér um
sína“.
Takk fyrir að hafa komið inn
í líf mitt og okkar. Elska þig og
sé þig seinna með þitt stríðn-
isaugnaglott og bros á vör.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Katrín Sylvía
Símonardóttir.
Elsku vinur sem varst okkur
svo kær, nú ert þú alveg far-
inn. Þó svo við kæmum ekki oft
að hitta þig, þar sem ástandið í
samfélaginu hefur ekki boðið
upp á það, þá varstu og verður
alltaf í hjarta okkar. Ferðalög-
in voru mörg, veiðiferðir sem
þú hafðir yndi af, t.d. þegar þú
varðst 70 ára vorum við vin-
irnir saman á bát á Hestvatni
þann daginn. Útlandaferðir í
sólina sem þú dýrkaðir. Kokk-
ur mikill og bjóst til bestu
béarnaise-sósu sem ég hef
smakkað, pönnukökurnar voru
ekki síðri.
Þetta vísukorn kom þegar
við vorum stödd í veiði:
Stubbur upp við stíflu stóð,
með stöng og orm á öngli,
hættið þessu vinir góð
ávallt miklu töngli.
Við eigum þér mikið að
þakka. Einu sinni spurðir þú
mig hvort við værum ekki
bestu vinir, ég svaraði: „Ójú,
bestu.“ „Má ég þá kyssa þig á
kinn?“ Þú kysstir mína og ég
þína, svo dönsuðum við hæla-
dansinn.
Þú hafðir dálæti á fuglum og
gast hermt eftir þeim, lést þig
oft hverfa út í náttúruna, svo
mikið náttúrubarn varstu.
Þökkum fyrir góða vináttu í
gegnum tíðina.
Við sendum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Svanfríður (Dandý)
og Sigurjón.
Gunnar
Snorrason
Ástkær móðir okkar, systir og mágkona,
MARÍA SIGRÍÐUR INGIBJARTSDÓTTIR,
lést 25. mars á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi. Jarðarförin fór fram 8. apríl.
Í ljósi aðstæðna voru aðeins nánustu
viðstaddir.
Kristján Haukur Magnússon
Ingibjört Eva Magnúsdóttir
Barði Ingibjartsson, Oddný Elínborg Bergsdóttir
Guðrún Björg Ingibjartsdóttir
Björn Ingibjartsson
og aðrir ástvinir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR,
Vöglum, Fnjóskadal,
síðar Miðleiti 7, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 27. mars.
Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 15. apríl klukkan 13.
Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd,
en athöfninni verður streymt á promynd.is/sigurlaug
Sigríður Ísleifsdóttir
Jón Ísleifsson
Jóhann Ísleifsson
Sumarliði Ísleifsson
Sigurður Ísleifsson
Rúnar Ísleifsson
tengdabörn, barnabörn og langömmubörn
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi,
langafi, bróðir og mágur,
ÁRNI KR. AÐALSTEINSSON
vélvirkjameistari,
Kaldaseli 8, Reykjavík,
lést á Hrafnistu Skógarbæ fimmtudaginn
18. mars. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 15. apríl
klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis fjölskyldan
og nánir vinir viðstödd athöfnina.
Útförinni verður streymt á vefsíðunni www.seljakirkja.is.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Skógarbæ fyrir einstakt viðmót
og hlýju.
Aðalsteinn Árnason Guðrún Friðjónsdóttir
Rannveig Björg Árnadóttir Ingvi Rúnar Guðmundsson
afabörn og langafabörn
Viðar Aðalsteinsson Gyða Arnmundsdóttir
Okkar elskaði eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og
tengdasonur,
HAUKUR OTTESEN
íþróttakennari,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 8. apríl.
Að ósk hins látna verður jarðað í kyrrþey.
Guðlaug Þorgeirsdóttir
Ester Ottesen Birgir Ólafsson
Haukur og Andrea
Hildur Ottesen Emma og Leó
Erla Ottesen Guðni Kjartansson
Örn Ottesen Þórunn Oddsdóttir
Þórhildur Sæmundsdóttir
Útför okkar ástkæru
KETILRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR
frá Efra-Núpi, Miðfirði, V-Hún.,
fer fram í Bústaðakirkju föstudaginn
16. apríl klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða
aðeins nánustu aðstendendur og vinir
viðstaddir. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat
undir liðnum: Beinar útsendingar frá útförum.
Sigbjörn Hamar Pálsson
Hjörtur Líndal Jóhannsson
Benedikt Líndal Jóhannsson Ólína Ingibjörg Jóhannesdóttir
Ingunn Sara Sigbjörnsdóttir
Sólrún Sigríður Sigbjörnsd. Brian S. Campbell
barnabörn og barnabarnabarn