Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
✝
Smári Jónsson
var fæddur á
Fæðingarheimilinu
í Reykjavík 1. júlí
1965.
Hann lést á heim-
ili sínu 26. mars sl.
Foreldrar hans
eru Fjóla Stefáns-
dóttir, f. 17 nóvem-
ber 1939, og Jón
Þorberg Stein-
dórsson, f. 6. júlí
1939, d. 12. mars 1974.
Systir Smára er Bryndís Hall-
dóra Jónsdóttir, f. 4. mars 1961.
Maður hennar er Birgir Blomst-
erberg. Þau eiga þrjú börn og
mörg barnabörn.
Snorri Snorrason, sammæðra,
f. 14. júlí 1977.
Hann er í sambúð með Ingi-
björgu Berglindi Grétarsdóttur.
Snorri á fjóra syni og eitt barna-
barn.
Smári eignaðist þrjú börn.
Þau eru: 1) Thelma Lind, f. 16.
október 1991, og 2) Aron Elí, f.
24. september 1993.
Móðir þeirra var
Ásta Ragna Jóns-
dóttir, en hún lést 9.
apríl 2002.
3) Viktoría Dag-
mar, f. 1. ágúst
1998. Móðir hennar
er Halla Ruth
Sveinbjörnsdóttir.
Skólaganga
Smára var ekki
löng. Hann vann hin
ýmsu verk um æfina, bæði við
sendibílaakstur, sjoppurekstur í
Bónus vídeó, rekstur sólbað-
stofu, leigubílaakstur og sem
rútubílstjóri um land allt með er-
lenda ferðamenn.
Hann titlaði sig sjálfur alltaf
sem rútubílstjóra.
Útförin fer fram í Fella- og
Hólakirkju í dag kl. 13.00.
Í ljósi aðstæðna verða ein-
ungis nánustu aðstandendur við-
staddir, en útförinni verður
streymt: https://youtu.be/
grY3UOyAqGk
Ef þú felur frelsaranum allt,
þú finna munt hans kærleikur þig
geymir.
Þó þér finnist kannski stundum kalt,
ei kvíða skalt, þú veist hann engum
gleymir.
Þeir sem reyna í þraut sín verk að
vinna,
verða stundum þreytuna að finna.
(Guðrún Guðmundsdóttir
frá Melgerði)
Elsku sonur minn. Ég mun
aldrei gleyma þeim degi sem
þú fæddist. Þér lá svo mikið á
að komast í heiminn að þú
tókst þetta á fjórum klukkutím-
um og ég fékk enga pásu allan
tímann. Þegar þú skaust í
heiminn byrjaðir þú á að
spræna beint út í loftið og
Hulda Jens, sem tók á móti
þér, sagði: Já, hann sýnir strax
að hann er sannur karlmaður
þessi.
Þú varst svo indæll, Smári
minn, alla tíð, en þú fórst nokk-
uð hratt í gegnum lífið. Alltaf
varstu hlýr, góður, glaður og
brosandi og elskaðir allt þitt
fólk af öllu þínu stóra hjarta.
Þitt hjarta rúmaði marga.
Þú varst orðinn svo þreyttur
elsku sonur minn.
Ljóðið sem ég gaf þér síð-
asta afmælisdaginn þinn, þegar
þú varðst 55 ára, er í einkaeign
minni, ort fyrir mig fyrir tug-
um ára, af dásamlegri konu,
Guðrúnu Guðmundsdóttur frá
Melgerði.
Það kemur hér sem hinsta
kveðja til þín frá mér.
Mamma vafði örmum um unga son-
inn sinn,
sagði elsku hugljúfi, hjartans vinur
minn,
láttu ekki vínið hér viti þínu spilla.
Þú veist það eykur girndir og löngun
til hins illa.
Mig langar til þú vandir hér verk og
orðin þín,
og verðir hverja lífstundu hjartans
gleðin mín
en sérhver dropi víns er hér varir
snertir þínar,
það verkar eins og stunga á hjarta-
rætur mínar.
Af sjálfsdáðum þú getur ei gætt þín
vinur minn,
en gættu þess hann býður þér faðm-
inn frelsarinn.
Reyndu, treystu barn mitt, hann
veikan vilja styður
vit þú daga og nætur þín mamma
líka biður.
Ég bar þig barn á armi, þú brostir
hlýtt til mín,
sem bjartur geisli ennþá sú fagra
minning skín.
Mér veiti drottinn Jesús þær vonir
fái að rætast
að við megum hjá Guði, með brosi
aftur mætast.
Vertu Guði falinn. Við
sjáumst aftur í upprisunni, á
efsta degi, sem við bæði trúð-
um.
Ég elska þig, elsku sonur
minn.
Þín mamma,
Fjóla Stefánsdóttir.
Elsku pabbi minn. Það eru
ekki til orð yfir þann sársauka
sem ég finn núna. Hjartað mitt
er mölbrotið og það er ekkert
nema pabbafang sem gæti lag-
að það. Mér finnst allt svo
óraunverulegt og ég þrái ekk-
ert heitar en hlýjan og sterkan
faðminn þinn og þýðu röddina
þína segja mér að það verði allt
í lagi. En ég veit að það verður
aldrei allt í lagi. Ég horfi í
kringum mig og sé alla halda
áfram eins og ekkert hafi í
skorist og ég skil ekki hvernig,
því heimurinn minn er hruninn.
Þú varst enginn venjulegur
pabbi; þú varst mesti töffarinn,
sætasti og skemmtilegasti
pabbinn. Í snjáðum leður- eða
gallajakka, í rifnum gallabux-
um, með sólgleraugu, lokk í
eyranu og tattú. Amma hefur
sennilega oft rifið á þig nýtt
rassgat fyrir klæðaburð og þú
látið það sem vind um eyru
þjóta. Það var enginn eins mik-
ill töffari og þú.
Þú hafðir sérstakt lag á að
segja öllum í kringum þig hvað
þér þætti vænt um þá. Þar vor-
um við börnin þín engin und-
antekning og ég verð þér ævin-
lega þakklát fyrir að segja mér
í hverju samtali, hverju símtali
og skilaboðum hversu heitt þú
elskaðir mig, uppáhalds elsta
barnið þitt. Þú hafðir nefnilega
líka sérstakt lag á að segja
okkur hvaða sérstöðu við höfð-
um hjá þér. Ég var uppáhalds
elsta barnið þitt, það sem þú
hafðir elskað lengst. Aron var
uppáhaldsmiðjubarnið þitt, það
sem þú hafðir mestar áhyggjur
af og líktist þér mest og Vikt-
oría uppáhalds yngsta barnið
þitt, litli uppátækjasami trúð-
urinn þinn.
Þú lofaðir mér eitt sinn að
vera okkur systkinum bæði
móður- og föðurarmur og ég
veit þú reyndir eins vel og þú
gast. Fyrir það er ég þakklát.
Það hefur sennilega ekki verið
einfalt verkefni og guð má vita
að mistök voru gerð en þú
leystir það vel af hendi og með
þeim verkfærum sem þú hafðir.
Ég veit þú hafðir oft samvisku-
bit yfir að gera ekki betur á
tímum og það sker mig í hjart-
að að hafa ekki sagt þér það
nógu oft og ákveðið að það er
það sem gerir gott foreldri, að
gera sitt besta en vilja samt
gera betur fyrir börnin sín. Það
sem upp á vantaði var lagað
með þéttu faðmlagi og allri
þeirri ást sem barn getur nokk-
urn tíma óskað sér. Ég veit ég
sagði þér það allt of sjaldan og
ég vona að þú hafir vitað hve
þakklát ég er þér fyrir allt sem
þú gafst mér, kenndir mér og
innrættir mér. Þú varst alltaf
svo stoltur af mér, fyrir öll mín
afrek og hældir þér aldrei fyrir
þann þátt sem þú áttir í þeim.
Því segi ég það hér að ég er
vegna þess að þú varst.
Ég veit að þú hefðir aldrei
samþykkt að fara úr þessum
heimi nema að vita að ég verði í
lagi, því gef ég þér loforð nú
eins og þú gafst mér þá. Ég
verð í lagi, ég veit ekki hvernig
eða hvenær en ég skal vera
sterk. Ég skal halda áfram að
gera þig stoltan. Ég skal hugsa
um, styðja og vera stolt af
yngri systkinum mínum og
gæta þess að gefa þeim eins vel
og ég get af þeirri ást sem þau
áður fengu frá þér. Sem uppá-
halds elsta barnið þitt skal ég
gæta þess að uppáhalds miðju-
og yngsta barnið þitt verði líka
í lagi.
Ég elska þig endalaust,
pabbi minn, og ég sakna þín
strax.
Alltaf stelpan þín,
Thelma.
Elskulegi, fallegi, fullkomni,
besti pabbi minn.
Guð minn góður hvað það er
erfitt að skrifa kveðjuorð til þín
hér. Hvað lífið getur verið erf-
itt og ósanngjarnt. Hjartað
mitt er í molum og ég veit ekki
alveg hvað skal segja.
Tárin flæða niður vanga
mína í takt við skrifin. Allt er
svo tómlegt án þín og ég veit
hreinlega ekki hvernig ég held
áfram án þín, elsku pabbi minn.
Þú varst svo indæll, góður og
blíður maður, sá besti af þeim
öllum. Þú reiddist mér aldrei
og við rifumst aldrei. Ef við
þrættum þá endaði það snöggv-
ast með hlátri og sáttum. Þú
lést mig aldrei efast um hvort
þú elskaðir mig, þú sagðir mér
það í hverju einasta samtali og
hverju einasta símtali. Það fór
aldrei fram hjá mér hversu
mikið þú elskaðir mig.
Að kveðja þig er varla hægt.
Efst mér þó í huga er þakklæti,
þakklæti fyrir þig og allt sem
þú hefur fyrir mig gert, allar
okkar fallegu minningar og
stundir, þakklæti fyrir alla þína
óendanlegu ást, þakklæti fyrir
vin minn sem ég átti í þér og
gat ávallt leitað til.
Ef ég ætti eina ósk, þá værir
þú hér hjá mér, en ég veit þú
munt standa við hlið mér í anda
og styðja mig við hvert einasta
skref sem ég tek. Þú fylgir mér
í gegnum lífið og hjálpar mér,
það veit ég vel.
Þú hefur alltaf verið svo
stoltur af litlu skottunni þinni
og ég skal passa það að halda
áfram að gera þig endalaust
stoltan.
Það er svo sárt að sakna,
elsku pabbi minn, ég mun
sakna þín alla daga, alltaf, svo
lengi sem ég lifi.
Ég veit þú munt taka fagn-
andi á móti mér þegar minn
tími kemur og ég get ekki beð-
ið eftir þeirri stundu.
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér í gegnum lífið elsku
pabbi minn.
Ég kveð þig nú í bili með
trega, elsku besti vinur minn.
Guð geymi þig og fallegu sál
þína.
Þar til við hittumst aftur,
elsku fallegasti engillinn minn.
Ég elska þig endalaust, allt-
af.
Þín, ávallt þín,
Viktoría.
Afi Steini vitjaði mín í
draumi, tvær nætur í röð. Eng-
in orð, í hvorugt skiptið. Horfði
bara á mig.
Ég hringdi í Smára, sem ég
hafði alltaf kvíða yfir sl. ár, og
fékk svarið: „Í augnablikinu er
slökkt…“ Eitthvað var að. Sím-
inn hans var aldrei rafmagns-
laus.
Ég var fjögurra ára þegar
hann fæddist. Ég elskaði hann
strax. Fyrstu árin hans bjugg-
um við í Eskihlíðinni. Við vor-
um líka svo heppin að afi Steini
bjó hjá okkur. Afi var bestur!
Afi var leigubílstjóri og
hestamaður og undi sér best að
hafa okkur barnabörnin hjá
sér, hvort sem var á ferðalög-
um, í næturgistingu eða í hest-
húsinu hans. Smári var mikill
afastrákur og fékk ómældan
hestaáhuga og undi sér með afa
í kringum þá. Það var ótrúlegt
að sjá bróður minn hvernig
hann nálgaðist hestana,
óhræddur og vann sér traust
þeirra.
Svona liðu árin í leik og gleði
með hestunum hans afa við Ell-
iðaárdalinn. Þetta voru góðir
tímar.
Oft rifjaði hann upp þegar
hann var að læðast í kökudunk-
ana hennar mömmu og reyndi
að stela úr þeim þegar það
mátti ekki. Hann grét úr hlátri
þegar hann minntist þess er
vargurinn systir hans greip
hann eitt sinn með rassinn út
úr skápnum, skellti honum á
hæl í gólfið og dró hann eftir
gólfinu á hettupeysunni svo
hann hvarf ofan í peysuna og
honum hent fram á gang og
læstur úti. Kökulöggan var
mætt!
Svona eru systkini. Ást og
bardagi.
Vá, hvað ég elska þennan
bróður minn. Hvernig á ég að
geta vaknað hvern dag og hann
ekki hér? Aldrei að fá símtal:
Hæ, Systa mín, hvað segir þú
gott? Það var rætt um allt og
ekkert, þráttað, huggað, nýj-
asta skúbbið og mikið hlegið.
Svona eru systkini. Ást og bar-
dagi.
Lífið leikur ekki við alla og
það fór ekki mjúkum höndum
um Smára minn. Hann glímdi
við ótal þrautir á sinni ævi.
Alltaf var hann samt æðrulaus.
Viðurkenndi alla sína vankanta.
Hann faldi þá aldrei. Hann bað
Guð að taka þá frá sér, en allt
kom fyrir ekki. Að lokum var
hann sigraður.
Mesta gleði hans í lífinu var
að eignast börnin sín sem hann
elskaði út yfir allt, Thelmu, Ar-
on Elí og Viktoríu. Smári
kvaddi aldrei öðruvísi en að
segja að hann elskaði mann. Og
hann vissi að hann var elskaður
á móti.
Afi Steini birtist mér nóttina
sem bróðir minn dó. Hann birt-
ist mér aftur nóttina áður en
hann fannst. Ég trúi á tákn
drauma, að verið sé að benda
manni á eitthvað.
„Í augnablikinu er slökkt á
farsímanum…“ Ég vissi það þá
að hann var farinn. Líkami
hans var búinn. Líkami hans
var svo þreyttur og hann vissi
það sjálfur að hann yrði ekki
langlífur. Hann talaði um það.
Ég á ótal minningar um
bróður minn sem ég geymi
bara í hug og hjarta. Bæði góð-
ar og slæmar. Okkur var aldrei
lofað að lífið yrði hnökralaust á
þessari jörð. Hann fékk svo
sannarlega að smakka þann
bikar.
Ég efast ekki eina mínútu að
Guð taki hans góðu sál í sinn
náðarfaðm og gefi honum frið.
Og hjálpaðu okkur Guð að
lifa áfram án hans.
En mikið fjandi verður það
erfitt.
Ég elskaði þig frá upphafi
lífs þíns, elsku brósinn minn,
alla tíð og allt til enda lífs míns.
Þú vissir það.
Vertu Guði geymdur, ljúfur-
inn minn.
Þín Systa.
Bryndís Halldóra
Jónsdóttir.
Það er ekki auðvelt að skrifa
minningargrein um frænda,
hann var svo margbrotinn per-
sónuleiki og einna helst hægt
að líkja honum við stórbrotin
norðurljósin með öllu litrófinu
og í allri sinni dýrð með sína
fallegu dansandi liti.
Smári hafi fallega sál og var
tilfinningamaður, listrænn og
samdi ljóð. Líf hans var ekki
alltaf létt en hann tók því sem
að honum var rétt og vann úr
því sem hann hafði. Hann var
ekki ríkur af veraldlegum auði
en þeim mun ríkari af ást og
kærleik. Hann var næmur á líð-
an fólks og ef einhver átti bágt
sá hann það fljótt og vissi hvar
skórinn kreppti. Eitt nærtækt
dæmi var þegar hann skipti
öllu á milli sín og Sigfúsar son-
ar míns. Það var jafnt á hjá
þeim komið í það skiptið og
hann vildi ekki að litli frændi
færi frá honum, heim til sín,
öðruvísi en leysa hann út með
smurðri flatköku með kæfu og
tóbaki til jafns við hann sjálfan.
Þetta var Smári í hnotskurn;
skipta því litla sem hann átti til
og gefa frá sér.
Ég verð að minnast á hvað
hann var mikill tímamaður og
stríðnispúki. Dagurinn byrjaði
oft á að heyrast og hann spurði
mig hvenær ég væri laus og um
allt sem ég væri að fara að
gera, og allt tímasett, klukkan
hvað hitt og þetta væri búið, og
svo kæmi ég til hans. Hann
beið rólegur þangað til ég
stóðst ekki áætlun og átti að
vera komin, þá byrjaði ballið.
Hann hringdi í mig stanslaust
til að spyrja af hverju ég væri
ekki komin, hann gat gert mig
brjálaða! Þetta fannst honum
fyndið, en um leið og ég hitti
hann og sá brosið hans vegna
þess að ég væri loksins komin
hvarf allur pirringur, en brosið
hans gerði mig alltaf glaða.
Brosið hans var fallegt,
faðmlagið hans hlýtt og þegar
hann brosti náði brosið yfir allt
andlitið og augun ljómuðu líka,
ég get sagt að þau voru spegill
sálar hans, falleg. Ég sakna
Smára sárt, við vorum meira en
bara frændsystkin, við vorum
bestu vinir og ég gat sagt hon-
um allt, viss um að það færi
með honum í gröfina.
Mér finnst lýsandi fyrir
frænda og hans elsku í minn
garð þegar hann hringdi í mig í
síðasta sinn fárveikur og sagði
mér að hann elskaði mig og ég
ætti ekki að hafa áhyggjur af
sér, ég ætti að hugsa betur um
mig sjálfa.
Ég þakka fyrir samfylgd
frænda, hann hefur gert líf mitt
auðugra en að sama skapi
snauðara við fráfall hans, það
er sárt að geta ekki séð né
heyrt hann. Mig langar til að
enda þessa grein á þá leið að
minnast þess þegar ég kvaddi
Smára minn í síðasta sinn og á
minn hátt. Ég kvaddi hann sér-
staklega vel, ég fann að það var
ekki langt eftir, en ég strauk
honum um vangann, tók um
hendurnar hans og sagði hon-
um hversu ég elskaði hann og
hann væri ljúfurinn minn og að
ég kæmi til hans á morgun, en
það varð aldrei dagurinn eftir
hjá okkur frænda, og það er
sárt.
Ég er þakklát fyrir fallegu
minningarnar sem ég á um
elsku Smára og ég trúi því að
við eigum eftir að hittast hinum
megin. Þegar það verður kem-
ur minn maður og faðmar litlu
frænku sína.
Ég votta hans nánustu mína
dýpstu samúð og þá sérstak-
lega börnunum hans og megi
Guð styrkja ykkur.
Dagbjört Ósk
Steindórsdóttir.
Elsku Smári minn, mér
finnst svo stutt síðan ég sá þig í
fangi móður þinnar á fæðing-
arheimilinu, þú varst svo fal-
legur lítill drengur. Árin liðu og
það var oft gaman þegar þú
komst í Karfavoginn til að leika
við frændsystkinin, en þú og
Steindór gátuð verið erfiðir, en
fallegir og glaðir frændur.
Ég verð að minnast á það
þegar þú komst með pabba þín-
um úr vinnunni í strætó, þá
baðstu pabba alltaf um að koma
við hjá Sollu.
Ekki hefði mér dottið í hug
þá að þú yrðir ekki eldri, en
svona er Bakkus, Smári, þú
reyndir svo mikið að breyta lífi
þínu en það tókst ekki. Þrátt
fyrir þín veikindi, Smári minn,
þá gerðir þú ekkert nema gott í
kringum þig. Síðast þegar ég
heimsótti þig í hornið, þá kom
fallega brosið þitt og þú sagðir:
ertu komin, elsku Solla mín, og
ljómaðir. Þú áttir yndislega
móður sem stóð alltaf við hlið
þér og þú elskaðir mömmu, þú
varst mömmudrengur.
Guð geymi þig, elsku Smári
minn.
Elsku Fjóla mín, Guð gefi
þér styrk til að ganga í gegnum
þessa miklu sorg og börnunum
hans Smára, þeim Thelmu
Lind, Aroni Elí og Viktoríu
Dagmar og öllum þeim sem að
Smára standa.
Þín elskandi
Solla.
Smári Jónsson
Elskuleg sambýliskona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
HERDÍS HALBLAUB ODDSDÓTTIR,
lést á heimili sínu í Svíðþjóð laugardaginn
3. apríl.
Bo Strangert
Helga Oddrún Guðmundsd. Pierre-Luc Denuit
Bjargey Guðmundsdóttir Jón Trausti Bjarnason
Gunnlaugur Guðmundsson Natasza Kurek-Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG KRISTINSDÓTTIR
frá Brautarholti,
Fallandastöðum, Hrútafirði,
lést á sjúkrahúsinu Akranesi 9. apríl.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Björn Ingi Sverrisson Margrét K. Guðmundsdóttir
Kristín Anna Sverrisdóttir
Ásgeir Sverrisson Kathrin Schmitt
Alda Berglind Sverrisdóttir Lárus Jón Lárusson
ömmubörn og langömmubörn