Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
Það geta allir fundið eitthvað
girnilegt við sitt hæfi
Freistaðu
bragðlaukanna
... stærsti uppskriftarvefur landsins!
50 ára Margrét er
Reykvíkingur og býr í
Hafnarfirði. Hún er
hjúkrunarfræðingur og
félagsráðgjafi og er
framkvæmdastjóri
hjúkrunar á Heilsu-
stofnun NLFÍ.
Maki: Sveinn Arngrímsson, f. 1969, tölv-
unarfræðingur
Börn: Unnur María, f. 1993, Hilmar Þór, f.
1998, og Steinar Þór, f. 2002, Harðar-
börn. Barnabörnin eru orðin þrjú.
Foreldrar: Grímur Þór Valdimarsson, f.
1949, örverufræðingur og vann hjá Mat-
vælastofnun SÞ, og Kristín Jónsdóttir, f.
1948, líffræðingur. Þau eru búsett í Árbæ.
Margrét Grímsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Njóttu þess að vera með vinum
þínum og fjölskyldu. Settu þér skyn-
samleg mörk, því annars er hætt við að
allt misheppnist.
20. apríl - 20. maí +
Naut Upplýsingarnar eru alls staðar.
Heppnin er líka með þér, svona að hluta
til.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur mikla löngum til að
fegra heimili þitt. Njóttu þess eins og þú
frekast getur og endurnýjaðu lífsþrótt
þinn.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hefur sæst við hlutina sem þú
ræður ekkert við. Heppni nútíðarinnar
tengist fortíðinni með einhverjum hætti.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Orð eru til alls fyrst og þú getur
ekki ætlast til þess að aðrir hlusti á þig ef
þú vilt ekki hlusta á þá. Láttu aðra um að
leysa sín mál og sinntu þínum eigin.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þið ættuð ekki að láta draga ykkur
til þess að gera annað en þið viljið sjálf.
Gakktu ekki svo langt að þú unnir þér
ekki hvíldar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það eru ýmis teikn á lofti um breyt-
ingar í starfi. Tilfinningar þínar til barna
þinna eru einnig sérlega hlýjar.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þegar þér finnst mikið til
einhvers koma, bregðst hann við með sín-
um bestu mannasiðum. Reyndu að líta
sem best út.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú hefur haldið þér til hlés í
ákveðnu máli en nú kemstu ekki lengur
hjá því að taka afstöðu og láta hana í ljós
við viðkomandi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Spilaðu rétt úr þeim spilum
sem lífið hefur gefið þér. Breytingarnar
bíða handan hornsins og það skiptir öllu
máli að standa sig þangað.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Eftir rólega siglingu á lygnum
sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér. Ef
þú þarft að velja á milli skaltu taka rétt-
lætið fram yfir.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Tilfinningarnar sem leynast í und-
irmeðvitundinni koma allar upp á yf-
irborðið í dag. Spurðu beinna og umbúða-
lausra spurninga og þú færð öll svörin
sem þú þarfnast.
lögmannsstofu 1994. „Ég hef því
verið í bransanum núna samtals í 27
ár, síðustu 15 árin með Huldu
Rúriksdóttur,“ en þær reka stofuna
Lögmenn Laugavegi 3. Allt frá því
að Lára kenndi í Versló í gamla
ingurinn sem þar starfaði í áratugi.
Þarna var hún svo fram til 1994, ef
frá er talið árið sem hún var aðstoð-
armaður Jóhönnu Sigurðardóttur
þegar hún varð félagsmálaráðherra.
Hún fór svo í sjálfstæðan rekstur á
L
ára Valgerður Júlíus-
dóttir fæddist 13. apríl
1951 í Reykjavík, í fjöl-
skylduhúsinu Þorfinns-
götu 8, þar sem bjuggu
saman þrjár kynslóðir hver á sinni
hæðinni. Þar átti Lára heima þar til
hún flutti að heiman rúmlega tví-
tug. Hún bar út Vísi í Norðurmýr-
inni frá átta ára aldri og var í sveit
á sumrin frá 10 ára aldri í Flóanum.
Lára var í skátunum, fyrst ljósálfur
og svo skáti alveg fram að 17 ára
aldri.
Lára gekk í Austurbæjarskólann
og eftir fyrsta bekk í gagnfræða-
skóla lá leiðin í Verzlunarskóla Ís-
lands. Hún var skiptinemi í Iowa
1968-1969. Lára lauk stúdentsprófi
frá VÍ vorið 1972 og hóf laganám í
HÍ það haust þaðan sem hún út-
skrifaðist 1977. „Á þessum árum
voru konur í algerum minnihluta í
lögfræðinámi. Mér telst til að ég
hafi verið fertugasta og fyrsta kon-
an til að útskrifast hér á landi sem
lögfræðingur.“ Lára var á háskóla-
árunum m.a. í ritnefnd Úlfljóts og
átti sæti í Stúdentaráði í tvö ár og
var m.a. gjaldkeri Stúdentaráðs.
Hún var m.a. fulltrúi stúdenta í
LÍN. „Öll námsárin vann ég með
skóla, jafnan einhverja skrifstofu-
vinnu og kom þá námið úr Versló
sér vel.“
Fyrsta starfið eftir embættispróf
var kennsla. „Það var í mínum
gamla skóla, Versló. Ég var fengin
til að kenna verslunarrétt, og
kenndi ég hann næstu árin. Tók þá
saman kennsluefni og gaf út
Kennslubók í verslunarrétti sem ég
svo endurskoðaði af og til næstu ár-
in. Þetta var útgáfa sem ég ann-
aðist sjálf að öllu leyti.“ Lára fékk
einnig starf á lögmannsstofu fljót-
lega haustið sem hún byrjaði að
kenna, árið 1977. Hún vann hálfan
daginn sem fulltrúi hjá Jóni E.
Ragnarssyni hæstaréttarlögmanni
og vann hjá honum í nokkur ár
ásamt því að sinna kennslunni. „Það
var bæði ógleymanleg og skemmti-
leg reynsla sem nýtist mér enn í
dag.“
Í nóvember 1982 var Lára ráðin
lögfræðingur ASÍ, fyrsti lögfræð-
daga hefur hún líka stundað
kennslu í lögfræði, bæði á vettvangi
ASÍ í ýmiss konar námskeiðahaldi,
hjá námsflokkunum og Mími og svo
varð hún stundakennari við laga-
deild Háskóla Íslands 1997 og síðar
lektor allt til 2018. Enn fremur var
Lára dómari í félagsdómi um árabil.
Jafnréttismál hafa alltaf verið
Láru hugleikin. Hún tók þátt í
stofnun Kvennaframboðsins 1982,
og síðar tók hún sæti á lista og varð
varaþingmaður fyrir Alþýðuflokk-
inn 1987 í eitt kjörtímabil. Hún var
formaður Kvenréttindafélags Ís-
lands 1986-1989 og síðar formaður
Jafnréttisráðs. „Pólitíkin og lög-
mennskan fara ekkert vel saman og
því dró ég mig að mestu út úr því
vafstri, þótt ég fylgist alltaf með.
Ég féllst þó á að taka sæti sem for-
maður bankaráðs Seðlabanka Ís-
lands eftir hrunið, sem var ekki sér-
staklega auðvelt starf á þeim tíma.“
Störf Láru hjá ASÍ voru að sjálf-
sögðu tengd öllu sem sneri að
vinnurétti. Undir lok 12 ára veru
hennar þar skrifaði hún tvær bæk-
ur í vinnurétti, sem ASÍ gaf út,
Réttindi og skyldur á vinnumark-
aði, sem kom út 1993, og svo Stétt-
arfélög og vinnudeilur sem kom út
1995. „Þessar bækur eru löngu upp-
seldar, en hafa verið endurskoðaðar
og gefnar út að hluta til í fjölritum
til kennslu síðan.“
Lára hefur verið félagi í Rótarý-
klúbbi Reykjavíkur Miðborg frá
1996, en sá klúbbur var stofnaður
sérstaklega til að leiðrétta kynja-
hallann í Rótarý hér á landi. Hún
sat líka í stjórn Lögmannafélags Ís-
lands 2001-2003. Hún var í stjórn
og formaður AFS á Íslandi um ára-
bil. „Hýstum við hjón þá allnokkra
skiptinema á heimilinu, m.a. frá
Taílandi, Svíþjóð og Japan.“
Áhugamál Láru eru auk fjöl-
skyldunnar útivist og ferðalög, bæði
innan lands og erlendis, og einnig
hefur hún alltaf haft áhuga á mynd-
list, skógrækt og fleiru. „Við hjónin
áttum í áratugi hlut í gömlu húsi á
Arnarstapa með góðum vinum okk-
ar, en seinni árin dveljum við æ
meira í sumarbústaðnum í Gríms-
nesinu. Við höfum einnig ferðast
Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður – 70 ára
Á Arnarstapa Lára ásamt systradætrum og dóttur. Frá vinstri: Lára,
Kristín Jónsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir og Helga Lára.
Í lögmannabransanum í 27 ár
Hjónin Þorsteinn og Lára í gönguferð á Snæfjallaströnd.
30 ára Egill fæddist í
Ósló, bjó í Ulvik tvö
fyrstu árin og síðan í
Hafnarfirði en býr á
Seltjarnarnesi. Hann
er með BA-gráðu í lög-
reglufræði og er lög-
reglumaður á höfuð-
borgarsvæðinu.
Maki: Íris Ösp Traustadóttir, f. 1990, BS í
ferðamálafræði.
Dætur: Hildur Rut, f. 2017, og Rakel Rut,
f. 2020.
Foreldrar: Þórður Kristinn Jónasson, f.
1965, vélvirki, búsettur í Reykjavík, og
Hjördís Pálmarsdóttir, f. 1966, kennari,
búsett á Hólum í Hjaltadal.
Egill Øydvin Hjördísarson
Til hamingju með daginn
Seltjarnarnes Rakel Rut
Egilsdóttir fæddist 18.
nóvember 2020 kl. 20.10 í
Reykjavík. Hún vó 3.750 g
og var 52 cm löng. For-
eldrar hennar eru Egill
Øydvin Hjördísarson og
Íris Ösp Traustadóttir.
Stóra systir Rakelar er
Hildur Rut.
Nýr borgari