Morgunblaðið - 13.04.2021, Side 25

Morgunblaðið - 13.04.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 „ÞAÐ AÐ HANN DOTTI Í MIÐRI SETNINGU GÆTI LÍKA BENT TIL ÞESS AÐ HANN ÞURFI AÐ FINNA EITTHVAÐ ÁHUGAVERÐARA AÐ TALA UM.“ „MAGINN ER ENN AÐ VENJAST ÞVÍ AÐ FÁ VEL ELDAÐAN MAT.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að geyma alla ástina fyrir hina einu réttu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ÁT OF MIKIÐ AF KÖKU … ÞAÐ ER BARA EITT EFTIR Í STÖÐUNNI… AÐ DREKKA OF MIKIÐ AF MJÓLK VÍKINGAHÖFÐINGI Á BORÐ VIÐ ÞIG HLÝTUR AÐ EIGA ÓGRYNNI FJÁR Í BANKA! ÞÚ ÆTTIR AÐ KANNA ÞAÐ AÐ FINNA ÞÉR BANKA! ENGINN BANKI! ÉG GREF ÞAÐ ALLT! NEI, TAKK. HELGA HEFUR HÓTAÐ ÞVÍ NÓGU OFT AÐ BANKA Í MIG EF ÉG LÆT HANA EKKI FÁ AURA! mikið til framandi landa, bæði með Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinni og einnig með hópum lögfræðinga.“ Fjölskylda Eiginmaður Láru er Þorsteinn Haraldsson, f. 2.12. 1949, endur- skoðandi. Þau eru búsett í Reykja- vík. Foreldrar Þorsteins voru hjón- in Aðalheiður Sigurðardóttir, f. 21.12. 1925, d. 9.5. 2010, hár- greiðslukona og saumakona, og Haraldur Þorsteinsson, f. 23.5. 1923, d. 5.10. 2010, húsasmiður. Börn Láru og Þorsteins eru: 1) Helga Lára, f. 23.3. 1977, safna- fræðingur, safnstjóri RÚV, maki Pétur Örn Friðriksson myndlistar- maður. 2) Haraldur, f. 31.8. 1979, taugasálfræðingur hjá 3Z, maki Kristjana Erna Pálsdóttir verk- fræðingur; 3) Halldór Kr., f. 1.3. 1989, lögmaður hjá Lögmönnum Laugavegi 3, maki: Linda Karls- dóttir heilsuhagfræðingur. Barna- börnin eru sex. Alsystkini Láru eru Ingibjörg Júlíusdóttir, f. 1945, kennari, Hall- dór Kr. Júlíusson, f. 1948, sálfræð- ingur og Sigurður Júlíusson, f. 1956, læknir. Hálfsystkini eru Anna Júlíusdóttir, f. 1960, kaupkona, Þór- unn Júlíusdóttir, f. 1962, hjúkrunar- fræðingur og Pétur B. Júlíusson, f. 1964, læknir. Foreldrar Láru voru Kristín Sím- onardóttir, f. 14.7. 1926, d. 26.9. 2006, húsmóðir, og Júlíus Halldórs- son, f. 26.2. 1924, d. 4.10. 1998, vél- fræðingur Þau skildu 1956. Lára V. Júlíusdóttir Júlíus Halldórsson héraðslæknir í V-Húnavatnssýslu, bjó á Klömbrum, síðar á Blönduósi Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir á Klömbrum í Vestur-Hópi, síðar á Blönduósi Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður Strandasýslu, bjó á Borðeyri, síðar í Reykjavík Lára Valgerður Helgadóttir húsmóðir á Borðeyri, síðar í Reykjavík Júlíus Halldórsson vélfræðingur í Reykjavík Helgi Arason bóndi á Öskubrekku Þuríður Kristjánsdóttir húsmóðir á Öskubrekku í Arnarfirði Símon Símonarson bóndi á Bjarnastöðum Ingiríður Eiríksdóttir húsmóðir á Bjarna- stöðum í Ölfusi Símon Símonarson bifreiðarstjóri í Reykjavík Ingibjörg Gissurardóttir húsmóðir í Reykjavík Gissur Guðmundsson bóndi í Gljúfurárholti Margrét Jónína Hinriksdóttir húsmóðir í Gljúfurárholti í Ölfusi Úr frændgarði Láru V. Júlíusdóttur Kristín Símonardóttir verkakona í Reykjavík Þórður Tómasson í Skógum sendimér gott bréf til birtingar í Vísnahorni, sem mér er ljúft að verða við: „Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 14. mars vék að vísnasamkeppni 27. janúar 1937, þar sem leitað var eftir botnum við vísuhelming: Simpson kemur víða við og veldur breyttum högum. 1.250 botnar bárust frá 400 höf- undum. Einn hitti öðrum betur í mark og fékk önnur verðlaun: Krúnuraka kvenfólkið karlmenn nú á dögum. Höfundur var uppgjafabóndi, Magnús Knútur Sigurðsson frá Seljalandsseli undir Eyjafjöllum, af Barkarstaðaætt úr Fljótshlíð. Stök- ur Magnúsar fóru víða, flestum gleymdar í dag. Enginn gaf betra inntak kirkjuræðu en hann. Sr. Jak- ob Ó. Lárusson í Holti ræddi í messu um 1928 um blessun rafvæðingar í búi bóndans og taldi að samfara henni þyrfti að vera auður andans og ást til náungans. Kirkjugestur Magnús Knútur batt efnið í rímað mál: Þó hafir þú raf í hús og fjós hefur það lítið gildi ef þig skortir andans ljós, ást og kærleiksmildi. Félítill bóndi úr Fjallasveit flutti til Vestmannaeyja, réð sig svo í kaupavinnu upp á land og kvartaði yfir matarveitingum, súpugutl meira en góðu hófi gegndi. „Hvað var mest til matar hjá þér um slátt- inn?“ var spurt. „Það var nú mest hangikjöt og harðfiskur,“ svaraði kaupamaður. Frétt fór til Magnúsar Knúts og hann batt efnið í stöku: Súpugutl á grunnum disk grennir fjör og máttinn. Hangikjöt og harðan fisk hafði ég um sláttinn. Bóndi í sveitinni missti tengda- móður sína úr sótt og brá sér á næstu símstöð til að hringja út til Vestmannaeyja og tilkynna andlát- ið. „Tók hún mikið út í legunni?“ var spurt. „Ó, nei! Hún borðaði skyrspón stuttu áður en hún skildi við.“ Magn- úsi Knúti varð þetta nóg tilefni vísu: Hefur sofnað hinsta dúr, himnadýrð mun kanna. Mötuð var á mjólk og súr milli andvarpanna. Á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var maður, sem áður hafði verið orð- aður við áfengi, settur til að hafa hemil á háttsemi gesta. Magnús Knútur orti: Í Eyjunum fæst afbragðs vín, öl og bruggið mæta. Þeir fengu gömul fyllisvín fyllisvína að gæta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bréf frá Þórði í Skógum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.